Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Page 11
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001
11
I>V
Skoðun
Skattar og stríð
Laugard
Fyrir skömmu rakst ég á fróðlega
grein í breska dagblaðinu The Fin-
ancial Times eftir Niall Ferguson,
prófessor í sagnfræði, þar sem hann
heldur því fram að nær allir skattar
sem lagðir eru á almenning og fyrir-
tæki hafi verið lagðir á til að standa
undir stríðsrekstri.. Greinin er
byggð á nýrri bók eftir Ferguson,
sem kom út fyrir nokkrum dögum -
The Cash Nexus: Money and Power
in Modern World.
Ég hef alla tíð haft nokkurn
áhuga á skattheimtu ríkisins og því
vakti greinin athygli mína. Ekki
skemmdi að fyrir um 12 árum gekk
ég með þá hugmynd að hægt væri
að einkavæða útgáfu peninga -
galdmiðla - enda ætti einokun rík-
isins á peningaútgáfu rætur sínar í
nauðsyn einræðisherra fyrri alda
að fjármagna stríðsrekstur eða kom-
ast yfir ódýrt fjármagn. Skrifaði ég
nokkuð um þetta áhugamál, enda
búinn að gefa upp vonina að opin-
berum seðlabönkum tækist aö reka
skynsamlega stefnu í peningamál-
um. Þá voru að baki ár mestu
óráðsíu í sögu lýðveldisins. Reynsla
annarra þjóða af stjórnun peninga-
mála var svipuð, þó fæstar þjóðir
hafi þurft að sæta viðlíka stjórn-
leysi og við íslendingar. Óstjórn
peningamála hafði leitt af sér gríð-
arlega tilfærslu eigna frá almenn-
ingi til ríkissjóðs og fyrirtækja -
mesta eignaupptaka sögunnar fór
fram í skjóli dulinnar skatt-
heimtu óðaverðbólgunnar.
Meiri hiutr kopars...
Þegar ég gældi við
hugmynd um einka-
væðingu peningaút-
gáfu, sem flestir telja
fráleita, benti ég á að
Halldór Snorrason
hafi að likindum ver-
ið fyrsti íslendingur-
inn sem áttaði sig á af-
leiðingum þess að kon-
ungar fái einir að slá
mynt. Halldór var í
hirð Haralds konungs
harðráða og þegar þjón-
ustu hans við konung
var lokið fékk hann að
launum peninga. Hall-
dóri þótti hins vegar lítið
til þeirra peninga koma,
þar sem konungur
haföi veriö heldur
spar á silfrið en
peningunum er
þannig lýst: „Var meiri
hlutr kopars, þat
besta kosti, at
væri helmings
silfr.“ Halldór fleygði
peningunum frá
sér, enda verðmæti
þeirra ekki það sem
konungur vildi vera
láta.
Haraldur harðráði
var því búinn að upp-
götva þá list sem rikis-
valdið hefur oft leikið
síðan eftir; að rýra verð-
gildi peninga. Noregskon-
ungur gat leyft sér að þynna
myntina út með kopar og með
því að spara silfrið hagnaðist
hann vel. Útþynnt silfur og of-
framboð á seölum hefur sömu af-
leiðingar í för með sér. íslenski
seðlabankinn beitti í raun sömu
aðferðum og Noregskonungur
með skelfilegum afleiðingum
fyrir almenning.
560-falt
Ég var sannfærður um að ríkinu
væri ekki treystandi til þess að mis-
nota ekki það vald sem er samfara
einokun á peningaprentun. Það
myndi fyrr eða síðar, af pólitískum
ástæðum, freistast til þess að gefa út
of mikið af peningum, sem leiðir til
verðbólgu.
Sannfæringuna sótti ég til
reynslu okkar íslendinga. Á 28
árum, frá 1960 til 1988, hafði verðlag
á íslandi nær 560-faldast (56.000%
hækkun) og fátt benti til þess að
ábyrg peningamálastefna með sjálf-
stæöum seðlabanka væri á
næsta leiti. Þess vegna
taldi ég nauðsynlegt
að afnema einok-
un seðlabanka
á peningaút-
gáfu og inn-
leiða þar
samkeppni.
Almenning-
ur og fyrir-
tæki gætu
síðan valið
sér þann
gjald-
miðil
best væri treystandi. Þar með gæti
ríkisvaldið ekki hagað sér af sama
ábyrgðarleysi við stjórnun peninga-
mála og reynslan sýndi. Stjórnvöld
gætu aðeins stundað óráðsíu í skjóli
einokunar.
Langflestir hagfræðingar telja
seðlabanka gegna gríðarlega mikil-
vægu hlutverki og fáar ef nokkrar
kennslubækur í hagfræði draga
slíkt f efa. Þannig hefur verið alið á
þeirri trú að einokun á peningaút-
gáfu hafi orðið til vegna hagfræði-
legrar nauðsynjar. Svipað er að
segja um skattheimtu, en Niall
Ferguson prófessor sýnir
fram á annað, sem er i
takt við það sem ég
komst að með einok-
un peningaútgáfu
fyrir liðlega áratug
þegar gælt var við
hugmyndir sem
eiga sér ekki mik-
inn hljómgrunn.
Fjármögnun
stríðsrekstr-
ar
Hér er ekki
rúm til að
fjalla ítar-
lega um
skrif Nialls
Fergusons.
Hann
bendir
á að
É I
se m
T
Sannfœringuna sótti ég
til reynslu okkar íslend-
inga. Á 28 árum, frá
1960 til 1988, hafði verð-
lag á íslandi nœr 560-
faldast (56.000% hækk-
un) ogfátt benti til þess
að ábyrg peningamála-
stefna með sjálfstœðum
seðlabanka væri á nœsta
leiti.
ara
stríðsrekstur hafi fyrst og fremst
valdið því að fjárþörf ríkisins jókst
og til að standa undir kostnaðinum
hafi skattkerfi, eins og við þekkjum,
tekið að mótast.
Nær allir skattar, sem hækka
verð á vöru og þjónustu eða lækka
ráðstöfunartekjur einstaklinga og
fyrirtækja, eiga uppruna sinn í
nauðsyn þess að fjármagna striðs-
rekstur. Tollar voru teknir upp
vegna stríðskostnaðar sem og vöru-
gjöld og söluskattar. Stríð neyddi
ríkið til að taka upp beina skatt-
heimtu af eignum og tekjum. Bretar
ruddu leiðina að nútímatekjuskatti
til að fjármagna stríðsrekstur við
Frakka. Skuldasöfnun ríkisins og
einokun á peningaútgáfu eiga
einnig rætur að
rekja til stríðs-
rekstrar að því
er Niall
Ferguson
bendir á.
í gegnum
nær alla sög-
una höfum
við búið í
stríðsríkj-
um en ekki
velferðar-
ríkjum
skattheimt-
an var aldrei
ætluð til að
standa undir
velferðarþjófé-
lagi. Þetta hefur
breyst á und-
anföm-
tugum og
löngun ríkisins til auk-
innar skattheimtu er frem-
ur af pólitískum toga en
hernaðarlegum. Og eftir því
sem þeim fjölgar sem greiða
ekki tekjuskatt (aðeins einn
af hverjum þremur skattgreið-
endum á íslandi greiðir í raun
tekjuskatt) og skriffinnskubákn-
ið stækkar, eykst hin pólitíska
krafa til aukinnar skattheimtu.
Niall Ferguson er langt frá því
að vera talsmaður þess að einokun
ríkisins á peningaútgáfu verði af-
numin eða skattar lagðir niður á
friðartímum. Þvert á móti telur
hann að seðlabankar og skatt-
heimta, sem eiga hins vegar rætur
í fjármögnun striðsrekstrar, hafi
haft mikilvæg og góð áhrif á efna-
hagsþróun. Greinilegt er að hann
er þeirrar skoðunar að við séum
betur sett nú vegna þessara „hlið-
aráhrifa" sem stríðsglaöar ríkis-
stjómir og einræðisherrar fyrri
alda höfðu. Skiptir engu hvort um
er að ræða mannauðinn eða póli-
tísk kerfi lýðræðis.
Hugmyndir og röksemdir Nialls
Fergusons eru athyglisverðar og
eiga erindi til allra sem áhuga hafa
á stjórnmálum og hagsögu. Þegar
rætt er um tilgang og hlutverk
stofnana ríkisins er nauðsynlegt að
átta sig á því úr hvaða farvegi þær
hafa sprottið, hvort heldur það er
seðlabanki eða flókið bákn skatt-
heimtumannsins. Að varpa ljósi á
söguna getur hjálpað okkur til að
komast að skynsamlegri niðurstöðu
í deilumálum samtímans.
Óli Björn
Kárason
ritstjóri
Skattalækkanir Bush
bússkatturinn aflagður muni alríkis-
stjórnin eiga meira en nóg til að borga
reikninga sína, auka útgjöld til
menntunar og varnarmála, útvíkka
Medicare sjúkratryggingarnar, koma
í veg fyrir gjaldþrot almannatrygg-
ingakerfisins og borga mestan hluta
skulda ríkissjóðs. Ef spár forsetans
ganga eftir þarf hann ekki að óttast
ákvæði sem kveður á um að skatta-
lækkunum í framtíðinni verði slegið á
frest ef ekki verður lengur tekjuaf-
gangur á fjárlögum. Ef hann hefur
rangt fyrir sér verður ákvæðið nauð-
synlegt til að koma í veg fyrir halla-
rekstur ríkissjóðs sem þjakaði efna-
hagslífið svo lengi.“
Úr forystugrein Houston Chronicle
8. mars.
Raunveruleg hætta
„Hættan sem stafar af hreyfingum
herskárra múslíma í Mið-Asíu er
raunveruleg en allt of ýkt af stjórn-
völdum í þessum heimshluta og öðr-
um, þar á meðal Rússlandi, Kína og
Bandaríkjunum. Fjöldahandtökur og
gróft ofbeldi gegn fólki sem liggur
undir grun um að styðja öfgasinna í
þessum heimshluta sem er að meiri-
hluta islamskur, gerir ógnunina sem
ætlað var að kveða niður bara enn
meiri. Þetta eru niðurstöður nýrrar
skýrslu hinnar virtu stofnunar ICG
sem sagt var frá i blaðinu í gær. Kúg-
unun er sérstaklega harkaleg í Ús-
bekistan þar sem litið er á það sem
gagnrýni á kerfið að vera með sítt
skegg eða klút á höfðinu."
Úr forystugrein Politiken 8. mars.
Pólítík að skrípaleik
„Það var óþægi-
legt að sjá einræð-
isherra Simbabve,
Robert Mugabe,
snæða kvöldverð
með Chirac Frakk-
landsforseta og for-
sætisráðherra
Belgíu, Guy Ver-
hofstadt, fyrr í vikunni. Samtímis
sem tekið var á móti Mugabe með
opnum örmum og honum lofað
meiri fjárhagsaðstoð frá Evrópu-
sambandinu krafðist mannréttinda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, Mary
Robinson að Mugaby tryggði sjálfur
að mannréttindi í Simbabe yrðu
virt en þar eru stjórnarandstæðing-
ar, blaðamenn og lögmenn beittir of-
beldi, pyntaðir og ofsóttir. Öryggis-
lögregla hans og svokallaðir upp-
gjafa hermenn halda landsbyggð-
inni í jámgreipum. Chirac og Ver-
hofstadt hefðu ekki átt að taka í
hönd Mugabes. Þeir hefðu átt að
handtaka hann þegar eftirrétturinn
var borinn fram. Það gerðist hins
vegar ekki. í staðinn var stórpólitík
gerð að skrípaleik. Verhofstadt
kvaðst gjaman vilja að Mugabe
gerðist sáttasemjari í deilunni í
Kongó þótt að hann hefði sjálfur
sent her til svæðisins."
Úr forystugrein Aftonbladet 8.
mars.
Nei í Sviss vlð ESB
„Um síðustu helgi fengum við
staðfest á ný að Noregur er ekki
eina „öðruvísilandið" í Evrópu.
Meö óvæntum meirihluta höfnuðu
Svisslendingar tillögu um að hefja
strax viðræður við ESB um aðild.
Löndin þrjú, sem ekki vilja ESB-að-
ild, Sviss, ísland og Noregur, eru öll
með pólitíska sjálfsmynd sem ein-
kennist af heitri þjóðfemistilfmn-
ingu og varnarstöðu sem ekki sam-
ræmist auðveldlega hugsununum
um samkennd ESB. í fyrra sam-
þykktu kjósendur í Sviss tvíhliða
samkomulag við ESB. Aðild að ESB
virðist ekki jafn nauðsynleg þar
sem mörg praktísk vandamál eru
leyst. Einungs meðákvörðunin er
ekki nægjanleg ástæða fyrir aðild."
Úr forystugrein Aftenposten 6.
mars.