Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 Helgarblað DV Goldie Hawn Goldie er ekki sátt viö umfjöliurt blaöa um hjórtaband hennar og Kurts Russells. Goldie Hawn og Kurt Russell: Eru þau skilin eða ekki? Goldie Hawn, hin síunga ljóska og leikkona, hefur verið gift hörkutólinu Kurt Russell í 18 ár. Oftast hefur ekki farið miklum tíðindum af sambandi þeirra en undanfarna mánuði hefur gengið þrálátur orðrómur um aö það væri farið i vaskinn. Um þetta hafa slúðurblöð skrifað langar rullur og velt vöngum yfir orsök- um og afleiðingum en neistinn sem kveikti bálið var ljósmynd af Kurt þar sem hann var að ganga út af þekktri nuddstofu í Hollywood þar sem sagt er að sé hægt að fá alveg sérlega hressandi nudd. Heimsókn á þessa stofu er talin vera ígildi hjúskaparbrots sem segir ákveðna sögu um starfsemi hennar. Goldie hefur nú kveðið upp úr um það að henni fmnist öll þessi blaðaum- fjöllun afar ósanngjörn og meiðandi og hún segist ekki skilja hvernig hún verði til. Hún segir að allt þetta slúður hafi unnið spjöll á annars heilsteyptu sam- bandi þeirra hjóna. Þegar hún var spurð um stöðuna í hjónabandinu og hvemig ástandið væri nákvæmlega sagði hún orðrétt: „Við emm sundur og við erum sam- an. Við búum í mjög heilbrigðu hjóna- bandi.“ Hallgrimur Helgason Dauöa rokkið Eitt það hvimleiðasta fyrirbæri sem okkar stórkostlegu tímar hafa getið af sér er rokkið. Handunninn hávaöi hannaður til þess að ungir og upprennandi testóste-rónar pott- fullir af óútgengnu sæði geti lamið höfði sínu án afláts í steinvegg án þess að heimili og skóli sjái ástæðu til að örvænta. Einu sinni var rokkað I réttun- um, á rússajeppunum, en síðan eru liðin 50 ár. Samt eru menn enn að. Ungir menn eru enn að safna saman hárinu sem afi missti. Ungir menn eru enn að særa fram sína púka með eyrnaskerandi skrapatólum. Ungir menn eru enn að príla uppá svið til að rúnka sér framan í fimm- tíu manns, rúnka sér með rafmagni, í einhverskonar hópsjálfsfróun þar sem enginn fær það, þar sem enginn fær neitt annað en hellu og heilaskaða. Rokkið í dag: Strákar útí bílskúr að reyna að lífga löngu dauöan afa sinn með raflosti. Rokkið var rödd á sínum tíma. Það var lifandi. Það var uppreisn. Það var æðislegt. Elvis var flottur, Chuck Berry samt langflottastur og frábært hvernig Keith Richards tókst að raða saman þessum gítar- gripum sem hann lærði hjá Muddy Waters & co., og elda úr þeim þann graut sem hvíti heimurinn treysti sér til að bragða á. Saga rokksins er sagan af hvíta manninum sem fór inní frumskóginn og fílaði það sem hann heyrði og kom með það til baka, örlítið bjagað, örlítið kraft- minna, örlitið hvítara, og var síðan hylltur heima fyrir frumlegheit. (Eric Clapton er meistari þessarar nýlendustefnu, hefur afrekað það að stela frá þremur kynslóðum svert- ingja. Marley, Jackson og Babyface.) Rokkið var og hét rokk og ról, rokkabillý, bítlarokk og þungarokk, og svo var það eiginlega bara búið. Uppúr 1970 var búið að dauðrúnka því en svo komu dauðakippimir uppúr ‘76 og vörðu allt til ‘80: Það var pönkið, sem var eins og Nýja málverkið, bara feik framið af ekki- tónlistarmönnum, enda drápu þeir sig flestir skömmu síðar eða fóru að vinna hjá Skýrslumálastofnun. Tón- listin lifir ekki, aðeins sukksögurn- ar sem birtar eru ásamt tilheyrandi syndajátningum 1 Séð og Heyrt. Nokkrir traustir iðnaðarmenn héldu þó áfram að rokka (Bon Jovi, Springsteen) en það var meira eins og hver önnur samfélagsþjónusta, rétt eins og við þurfum stundum á pípulagningarmönnum að halda. í dag er rokkið auðvitað löngu dautt. Síðasta blindgata rokksins heitir meira að segja dauðarokk og þess vegna hljómar eina lifandi rokktón- list dagsins í dag eins og útfarartón- list. (SigurRós, Radiohead, Cold- play). Dauði rokksins birtist best í þeirri staðreynd aö frá því Hendrix dó hefur enginn svartur maður lát- ið sjá sig í rokkhljómsveit. (Ókei. L. Kravitz. Einmitt.) Svarti maðurinn er alltaf skrefínu á undan, alltaf að- eins frumlegri en fóli stofninn, og búinn að uppgötva að minnsta kosti tíu nýja tónlistarstíla á meðan hvíti maðurinn hefur hægt og rólega fikrað sig frá „American Pie“ með Don McLean yfir til „American Pie“ með Madonnu. Björk gerði það sitt fyrsta verk þegar hún sagði skilið við Sykurmolana að losa sig við rokkgítarinn. Já, hún vissi sko hvað klukkan sló, stúlkan sú. öll hin dásamlega nýgUda tónlist tuttugustu aldar, Ellington, Miher, Berlin, Gershwin, Basie, Sinatra, King Cole, osfrv. ... allar þær mána- skinsserenöður og öll þau strengja- ævintýr, stórbandsstrófur og söngv- arar sem höfðu raddir, allt var það öskrað niður af siðhærðum hálfvit- um eins og Ozzy Osborne og komið fyrir í þessum þremur vinnukonu- gripum sem Keith Richards kenndi heiminum uppúr 1960 og síðan hef- ur verið keyrt á af ótrúlegu krítík- og andleysi. í dag er hinu rotna konungdæmi rokksins skipt á milli tveggja hljóm- sveita. Liðsmenn Oasis eru föður- lausar fótboltabullur sem heimur- inn hefur gengið i fóðurstað og reynir sem best hann getur að fyrir- gefa þeim fáviskuna, viðbjóðinn og mannvonskuna sem þeir buna útúr sér í sjónvarpsviðtölum. Þeir gera útá vorkunnsemina. Hin hljómsveitin er U2. Hún ger- ir út á kúlið. U2-menn gerðu ágætis plötur uppúr dauðakippum rokks- ins en frægðin steig þeim til höfuðs, sviðsljósið varð of sterkt: Þeir settu upp sólgleraugun og urðu siðan svo merkilegir að þeir hafa ekki þurft að horfa í augun á nokkrum manni síðan, ekki einu sinni Nelson Mand- Það skrýtna við þennan menningarviðburð er að leikritið verður ekki frumsýnt fyrr en í haust. Það á nefnilega að bíða eftir að nýr salur í Borg- arleikhúsinu verði tilbú- inn. Hann átti reyndar að vera tilbúinn um ára- mót en það var beðið eft- ir iðnaðarmönnum. Leik- félag Reykjavíkur beið lengi niðri við Tjörn eftir að komast í Borgarleik- húsið og bíður nú eftir nýjum sal en beið áður lengi eftir því að sam- komulag tœkist við Reykjavíkurborg um að borgin keypti af þeim húsið. Þannig erum við alltaf að bíða. Frá því að Samúel Beckett samdi hið dularfulla leikrit Beðið eftir Godot árið 1948 má segja að sýningum þess hafi jafnan verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Það bíða ailir alltaf eft- ir Beðið eftir Godot. Leikhúsrottur bíða með villiöndina í hálsinum þvi leikritið er ekki oft sýnt. Leikarar bíða stundum allan sinn starfsferil eftir tækifæri til að takast á við einhvem þeirra undarlegu persóna sem Beckett teflir fram og persónur leikritsins bíða eftir Godot. Fyrstu áhorfendm' þurftu að bíða í fimm ár þvi verkið var ekki frumsýnt fyrr en 1953. Það var beðið með yfirvegaðri óþreyju eftir Beðið eftir Godot í Borg- arleikhúsinu á þriðjudaginn þegar sú seinni af tveimur „opnum æfmgum“ á þessu merka verki fór fram. Fámennur hópur leikhúsáhugamanna, leikara og starfsmanna leikhúsanna tvístigu pent í anddyrinu meðan þeir vonuðu að klukkan yrði einhvem tímann átta. Þarna var Ámi Tryggvason sem lék í leikritinu einu sinni og fékk gríðar- legt lof fyrir, þama var Edda Heiðrún Hallgrímur Helgason skrifar ela eða Jesse Jackson, sem eru nú eiginlega einu mennirnir nógu merkilegir til að umgangast Bono eftir að hann breytti sjálfum sér í annan Kofi Annan. Til þess að halda hörðustu ímyndarfræðingunum góðum lætur hann svo birta myndir af sér vangandi við „alvöru lista- menn“ eins og Salman Rushdie og Wim Wenders. Tíminn hefur sett kókföla svartálfa með þrjú vinnu- konugrip í rassvasanum og stúdíó- myrkur í sálinni á stall með þjóðar- leiðtogum. Og þeir kunna nánast engar þakkir fyrir. Maður eins og Bono - sem aldrei fórnar kúlinu fyr- ir vott af einlægni af ótta við að detta úr tísku, sem aldrei fórnar svölum sólbrillum fyrir einlæg augu - hvað segir hann þá? Á nýliðinni Grammy-tónlistarhá- tíð þáðu þeir U2-félagar verðlaun fyrir einhvern hávaðabútinn sinn og foringinn steig fram í ljósið, með sólgleraugun, og sagði: „Takk fyrir. Ég er fullur af ein- hverri tilfinningu sem ég man ekki hvað heitir en mig minnir að hún sé kölluð auðmýkt." Blessaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.