Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001
Helgarblað
Hell^Veinberger þótti tengdamamman einum of gagnrýnin:
Akvað að
losa sig
við tengdó
Þegar Inge Weinberger flutti
inn til Peters sonar síns og Helle
tengdadóttur sinnar vonuðu allir
að það yrði allri fjölskyldunni til
gagns og gleði. Þannig urðu ekki
málalyktir. Þvert á móti varð hver
einasti dagur í litla húsinu í út-
jaðri Linz í Austurríki að helvíti.
Stórfjölskyldulífið reyndist
einkum Helle erfitt. Tengdamóðir-
in gagnrýndi allt og alla. Hún var
ósátt við litlu íbúðina sem hafði
verið innréttuð fyrir hana á neðri
hæðinni. Hún kvartaði bæði
kvölds og morgna. Gagnrýnin
beindist einkum að tengdadóttur-
inni. Hvers vegna berstu svona
mikið á í klæðaburði? Af hverju
setur þú svona mikinn varalit á
þig? Ætlarðu aldrei að taka til í
þessari svínastíu? Er nauðsynlegt
að bruðla svona mikið með raf-
magn og vatn? Þegar ég var ung
þurftum við að spara...
Endalaust sífur og gagn-
rýní
Svona gat hún haldið áfram
klukkustundum og dögum saman.
Helle Weinberger hlustaði á sífur
og gagnrýni tengdamóðurinnar
jafnvel þó að hún væri dauðþreytt
eftir langan vinnudag við þjóns-
störf á veitingahúsi í Linz.
Það var eins og tengdamamm-
an, sem var 58 ára, lifði á öðrum
tíma og í heimi þar sem einungis
var rúm fyrir hana sjálfa. Hún
hafði engan skilning á því að Pet-
er, sem var rafvirki, þurfti að
vinna aukavinnu um helgar sem
aðstoðarmaður á kránni i hverf-
inu. Helle vann einnig aukavinnu.
Hún aðstoðaði í verslun þegar
hún þurfti ekki að gegna þjóns-
störfum á veitingastaðnum.
Aukavinnan var nauðsynleg til
að hægt væri að borga af lánum á
húsinu og fyrir breytingamar á
því. Ungu hjónin höfðu keypt hús-
iö fyrir ári og voru skuldum vafin.
Stærstu mistökin sem þau gerðu
voru hins vegar að láta tengda-
Tengdadóttirin
Helle Weinberger fékk loks nóg af
gagnrýni tengdamóður sinnar.
Mælirinn varð fullur og hún ákvað
að ryðja móður eiginmanns síns úr
vegi.
mömmu flytja inn. Þau höfðu gert
það af umhyggju. Eftir að faðir
Peters hafði látist af völdum
krabbameins 1992 hafði móðir
hans verið einmana í stóm íbúð-
inni sinni. Hún var líkamlega
hraust en Peter og Helle urðu vör
við að einsemdin fór illa með
hana. Þau töldu að það myndi
hressa hana að vera nálægt synin-
um og barnabömunum, Claudiu,
sem var 14 ára, og Andreas sem
var 11 ára. Þau voru duglegir
krakkar sem sáu um sinn hluta
heimilisstarfanna þegar foreldr-
amir voru i vinnunni.
En í stað þess að vera stolt yflr
duglegu bamabömunum fór Inge
Weinberger að finna að þeim líka.
Þau klæddu sig ekki á réttan hátt
og framkoma þeirra var ekki rétt.
Allraverst var þó að börnin voru
Heimili stórfjölskyldunnar
Weinberger-fjölskyldan bjó í þessu húsi í úthverfi Linz í Austurríki.
sjálfstæð og gátu bjargað sér.
„Þegar ég var ung lét maður
ekki börnin ganga sjálfala," sagði
hún stundum. „Þá vorum við með
þjónustustúlku sem gætti bús og
bama.“ Hún fann að eyðslusemi
sonarins og tengdadótturinnar en
lagði ekkert sjálf til heimilishalds-
ins þó hún hefði bæði eftirlaun og
ekkjubætur. Það sem olli henni
mestum áhyggjum var hvernig
hún ætti að fá tímann til að líða.
Rifrildi um þvottavél
Það hvarflaði ekki að henni að
taka til hendinni þegar henni
fannst eitthvað ógert. Þegar Helle
hafði sett þvott í þvottavélina áð-
ur en hún fór til vinnu átti Inge
það til að taka þvottinn úr vélinni
og setja sinn eigin þvott í hana í
staðinn. Þegar tengdadóttirin kom
heim fékk hún fyrirlestur um
„Helle Weinberger
fékk beinlínis áfall
þegar hún komst aö
því hvernig tengda-
móðir hennar var eða
réttara sagt var orð-
in. Þau 15 ár sem þau
Peter höfðu verið gift
hafði samband henn-
ar við tengdamóður-
ina veriö sæmilegt.
En Inge Weinberger
hafði greinilega ekki
sýnt réttu hliðina á
sér áður en hún flutti
inn í húsið þeirra í
Linz.“
skyldur húsmóðurinnar og hversu
léleg hún væri.
Tengdamóðurinni datt ekki í
hug að nota aukaþvottavélina sem
hafði fylgt húsinu við kaupin.
Hún þmmaði að það væri lúxus
og bruðl að eiga tvær þvottavélar.
Hún skildi ekki að það var ekki
meiri lúxus að þvo i tveimur
þvottavélum en að þvo tvisvar í
þeirri sömu.
Þannig hélt þetta endalaust
áfram. Helle Weinberger fékk
beinlínis áfall þegar hún komst að
því hvemig tengdamóðir hennar
var eða réttara sagt var orðin. Þau
15 ár sem þau Peter höfðu verið
gift hafði samband hennar við
tengdamóðurina verið sæmilegt.
En Inge Weinberger hafði greini-
lega ekki sýnt réttu hliðina á sér
áður en hún flutti inn í húsið
þeirra í Linz.
Neydd til að binda enda á
helvítið
Helle Weinberger hugsaði með
sér að svona gæti þetta ekki geng-
ið. Tilveran með tengdamóðurinni
var óþolandi. Hún var meira að
segja farin að vekja Helle og Peter
á nóttunni með aðfinnslum sín-
um. Auk þess var tengdamóðirin
farin að ofsækja Helle í draumum
Inge Weinberger
Endalaus gagnrýni hennar bitnaði einkum á tengdadótturinni sem fékk
loksins nóg. Sambýiið hafði orðið allt annað en allir í fjölskyldunni höfðu
vonast til.
Peter og börnin
Peter Weinberger með börnum sínum tveimur, Andreas og Claudiu. Þau bíða
saman eftir því að Helle verði sleppt úr fangelsinu.
hennar. Það voru margir mánuðir
síðan Helle hafði fengið fullan
nætursvefn. Þrátt fyrir að Helle
væri bara 35 ára var hún farin að
líkjast aldraðri slitinni konu.
Kvöld nokkurt veturinn 1997
var Helle Weinberger búin að fá
nóg. Hún var neydd til að binda
enda á þetta helvíti og ryðja djöfl-
inum í lífi sínu úr vegi. Hún lædd-
ist í myrkrinu niður í skúr á bak-
lóðinni. Þar fann hún bensínbrúsa
sem var ætlaður fyrir sláttuvél-
ina. Hún læddist með brúsann inn
í húsið, hellti bensini á dymar að
íbúð tengdamóðurinnar og kveikti
á eldspýtu.
Eldurinn læsti sig um alla hæð-
ina á meðan skelfingu lostnir ná-
grannarnir komu þjótandi og
björguðu Helle og Peter út úr
brennandi húsinu.
Inge Weinberger gat ekki leng-
ur gagnrýnt tengdadóttur sina.
Hún lést í eldhafinu sem eyðilagði
fyrstu hæð hússins. Það var eins
og Helle væri létt þegar hún
greindi frá síðustu viðureign
sinni við tengdamóðurina. En
HikHillMMI*7
jafnvel þó að hún mætti skilningi
varð að fara að lögum. Helle Wein-
berger var dæmd í lífstíðarfang-
elsi fyrir morð.
Vill giftast morðingja
Prestsdóttirin ætlar að bíða í 25 ár