Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Page 40
48 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Tilvera DV tmmmmmm Öryggiá ferðalögum Ferðamenn geta tryggt öryggi sitt á ferðalögum með því að skipu- leggja ferðina fyrirfram og kynnast aðstæðum á áfangastað áður en lagt er af stað. Þetta má gera með þvi að lesa ferðabækur og kynna sér ástandiö í landinu á netsíðum hestu dagblaða landsins sem ætlunin er að heimsækja. Einnig er hægt að nálgast ýmsar gagnlegar upplýsing- ar hjá www.state.gov/. Ein besta leiðin til að komast í vandræði er að hegða sér eins og túristi, reynið því að blanda geði við innfædda og láta eins og þið séuð heima hjá ykkur. Ferðamenn ættu alltaf að láta einhvern nákom- inn vita hvert þeir eru að fara og hvar er hægt að ná í þá. Suðurskauts- landið Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sífellt að leita að nýjum og spennandi stöðum til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Nokkrar erlendar ferðaskrifstofur eru famar að reyna fyrir sér og bjóða upp á ferðir til Suðurskauts- landis. Ferðirnar eru dýrar á mæli- kvarða meðaljónsins og menn verða að vera i góðu formi áður en þeir skella sér í slíka ferð til þess eins að glápa á mörgæsir á ísnum. Gjafir í Kína Þeir sem ætla sér að ferðast til Kína ættu að hafa með ýmislegt smálegt til að gefa leiðsögu- mönnum og öðrum sem leggja þeim lið. Hlutir eins og sælgæti, pennar, stuttermabolir og snyrtivörur njóta mikilla vinsælda. Varast skal að gefa bækur og tíma- rit þar sem kínversk stjórnvöld lita á slikt sem áróður og getur komið fólki í vandræði. Aukin vellíðan Til að auka vellíðan sina í löng- um flugferðum ættu farþegar að forðast katfi og áfengi þar sem drykkim- ir valda vökva- tapi úr líkam- anum. Velja skal þægileg ferðaföt og kvenfólk ætti að forðast háhælaða skó. Einnig á fólk að nota hvert tækifæri til að teygja úr sér og fá sér göngutúr sé þaö hægt. -kp Kaupmannahöfn Góð gisting, á besta staö. ^MILY HOT^ Valberg Sími +45 33252519 ísl. símabókanlr milli kl. 8 og 14.00. Fax +45 33252583 www.valberg.dk Net tilboð Skíöabrekkur viö allra hæfi Angistarfull hugsun um hversdagleika kemst ekki að og þreyttur hugurinn hvilist í háskaleiknum á stórsvigsskíðunum. I írfl isfn j . u 1 - V I ' I Skíðaævintýri í Brentafjöllum: Atakamikil ánægjuferð Á tímum tækifæra og leikja nú- tímamannsins er oft úr vöndu að ráða hvemig á að ráðstafa frítím- anum. Sólarfríin eru mörgum gleðistund, að vera við sjó í sól og yl. Frítími manna er öðm fremur stund slökunar og upplifunar and- ans. í öllum rólegheitunum á sól- bekknum sækja á mann áleitnar hugsanir vinnu og argaþras sem átti að skilja eftir heima. I skíðaferð er allt með öðru sniði, það er átakaferð í þeim skilningi að dagurinn er stanslaus átök við skíðin og síðan sigrar á bröttum brekkum, þannig að dag- urinn liður í leik og líkamlegu puði sem heldur manni helteknum alla ferðina. AngistarfuII hugsun um hversdagleika kemst ekki að og þreyttur hugurinn hvílist í háskaleiknum á stórsvigsskíðun- um. Madonna Di Campiglio Skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu, undir rótum Brentafjalla, er öllum þeim sem þangað koma ógleymanleg. Á þess- um vetri buðu ferðaskrifstofurnar upp á flug beint til Verona, en það- an var farið til fjalla á rútum og tók sú ferð þrjá og hálfan tíma. Ekið var um ægifagurt landslag með hrikalegum tignarleik fjalla Ánægöir skíöakappar íslendingarnir héldu hópinn og nutu ferðarinnar í sameiningu. Ógleymanleg baunasúpa Sumum ferðafélaga okkar þótti lítið til matseldar koma á Hótel Splendid, en gleyma sennilega seint þeim baunasúpum alls konar sem boðið var upp á og undirrituð- um þótti góðar, að minnsta kosti forvitnilegar. Madonna-skíðasvæðið er hríf- andi í þessum tignarlegu fjöllum. Allar aðstæður eru eins og best verður á kosið. Þá viku sem við völdum okkur var heiðríkja upp á hvern dag, snjór hefur ekki verið betri i tuttugu ár þar um slóðir, þannig að þeir fjögurhundruð ís- lendingar sem fóru þessa viku til Ítalíu luku upp einu orði um ólýs- anlega ferð. -GVA Sigri hrósandi Anna Ágústsdóttir var sigri hrósandi eftir aö hafa farið niður svarta brekku þrisvar sinnum, en þær eru erfiðastar. Merkingar i brekkunum eru til fyrirmyndar og svæðið vel skipulagt. og gljúfra sem lætur engan ósnort- inn. í Madonna bjuggum við á Hótel Splendid, ágætis hóteli sem bauð upp á hálft fæði, þ.e.a.s. morgun- mat og kvöldmat. í skiðaferðum þeim sem við hjónin höfum áður farið höfum við aðeins tekið hótel með morgunmat en farið út að borða á kvöldin. Þessi tilhögun sem viö nú völdum okkur gerði kvöldstundina miklu afslappaðri. Maður gekk að sínum diski eftir klukkan átta að kvöldi, eftir að búið var að fara í gufubaðið, með tilheyrandi snúlli við sjálfan sig. Öll kvöldin var þríréttuð máltíð borin fyrir okk- ur. Ég er þeirrar skoðun- ar að bragðlaukana eigi að hafa með í ferðalög og borða það sem boðið er upp á í því landi sem maður sækir heim. Hamborgara, pitsur og kjúklinga getur maður borðað hvar sem er. Hótel Splendid Maður gekk að sinum diski eftir klukkan átta að kvöldi, eftir að búið var að fara i gufubaðið, með tilheyrandi snúlli við sjálfan sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.