Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Síða 41
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 49 * x>v Tilveran íslandsmót skákfélaga fer fram um helgina Síöari hluti Islandsmóts skákfé- laga fer fram um þessa helgi. Mikil spenna er í keppninni, meiri en oft áður, enda keppnin mjög jöfn að þessu sinni. Taflfélag Reykjavíkur hefur eins og hálfs vinnings forskot á íslandsmeistara tveggja síðustu ára, Taflfélagið Helli, en Hellismenn eiga reyndar heldur „léttari" and- stæðinga eftir. Því er líklegt að úr- slitin ráðist ekki fyrr en á síðustu sekúndunum. Líklega eru sigurlík- ur félaganna nánast jafnar. Cappelle la Grande-stórmótið Það voru belgíski stórmeistarinn Vladimir Chuchelov og norski stór- meistarinn Einar Gausel sem sigr- uðu á Stóra kapellumótinu. Þetta var í 17. sinn sem mótið var haldið og það voru ekki færri en 92 stór- meistarar með og um 70 alþjóðlegir meistarar svo þarna var við ramm- an reip að draga. Bragi Þorfmnsson missti naumlega af alþjóðlegum áfanga. Hann þurfti 0,5 v. úr 2 síð- ustu skákunum en þurfti að tefla við 2 sjóaða stórmeistara. Það hafð- ist ekki í þetta skiptið en þeir eru margir, alþjóðlegu meistararnir, sem hafa lent í þessu og þetta er dýrmæt reynsla. Það þarf að læra sérstaklega að tefla mikilvægar úr- slitaskákir; þær virðast lúta öðrum lögmálum en aðrar skákir. Af 11 fyrstu keppendunum eru 10 stór- meistarar - aðeins Pólverjinn Grabarczyk er „aumur“ alþjóðlegur meistari. 1.-2. Chuchelov , Einar Gausel, 7,5 v. 3.-11. Fressinet, Sulskis, Ibragimov, Savchenko, Moiseenko, Peter Heine Nielsen, Aronian, Luther og Grabarczyk, allir með 7 v. Lokastaða íslensku keppend- anna: 42.-95. Jón Viktor Gunnarsson, Stefán Kristjánsson og Róbert Harðarson, 6 v. 96.-182. Bragi Þorfmnsson, Helgi Óiafsson, Davið Kjartansson, 5,5 v. 183.-283. Bjöm Þorfmnsson, Óskar Bjarnason, Guðmundur Kjartansson og Halldór Brynjar Halldórsson, 5 v. 284.^410. Bjöm ívar Karlsson, Ingvar Þór Jóhannesson og Ólafur Kjartans- son, 4,5 v. 411.-515. Dagur Amgrímsson, Guð- jón Heiðar Valgarðsson og Sigurjón Þorkelsson, 4 v. 516.-605. Stefán Bergsson og Birkir Örn Hreinsson, 3,5 v. Hraðskákmót íslands 2001 Hraðskákmót íslands 2001 verður haldið sunnudaginn 11. mars í hús- næði Taflfélags Reykjavikur, Faxa- feni 12, og hefst það kl. 13.00. Fyrirlestur ians Rogers um Linares-mótið Mánudaginn 12. mars nk„ kl. 20.00, mun ástralski stórmeistarinn Ian Rogers halda fyrirlestur um skák í húsnæði Taflfélags Reykja- víkur, Faxafeni 12. Fyrirlesturinn er samstarfsverkefni TR og TG. Ian Rogers hefur leitt skáksveit Ástrala á Ólympíuskákmótinu í nokkurn tima og hefur oftast verið með um og yfir 2600 elo-stig. Auk þess hefur hann unnið mikið og gott starf við uppbygging skákþjálfunar í Ástralíu og sinnt skákfrétta- mennsku. Rogers hélt fyrirlestur á vegum TG í fyrra sem þótti takast afar vel og hefur TG fengið margar fyrirspurnir um hvort þetta yrði ekki endurtekið. Nú verður það gert og mun þessi fyrirlestur að mestu fjalla um ofurmótið í Linares sem er nýlokið. Rogers var i Linares og fylgdist með gangi mála. Aðgangur er ókeypis og vonast er til að sem flestir skákáhugamenn mæti og hlýði á skemmtilegan fyrir- lestur. Kasparov sigraði á Linares með fáheyrðum yfirburðum Kasparov vann á Linares-mótinu en hann fékk • þremur vinningum meira allir hinir og 7,5 vinninga af 10 mögulegum. Allir hinir keppend- urnir fengu minna en 50%, eða 4,5 vinninga. Þetta er mjög sérstakt og þarf vart að taka það fram að það voru þeir Garrí Kasparov og Sævar Bjamason sem spáðu þessum úrslit- um! Kasparov sigraði Grischuk í síð- ustu umferð, Shirov sigraði Polgar en Leko og Karpov gerðu jafntefli. 10. umferð Garri Kasparov - Alexander Grischuk, 1-0 Peter Leko - Anatolí Karpov, 0,5-0,5 Alexei Shirov - Judit Polgar, 1-0 Lokastaðan: 1. Kasparov 7,5 v. 2. -6. Polgar, Grischuk, Leko, Kar- pov og Shirov, 4,5 v. Það verður að leyfa félaga Kasparov að njóta sín fyrstur, enda er hann langbestur þó ekki skarti hann heimsmeistaratitlinum um þessar mundir! Hvítt: Garrí Kasparov. Svart: Alexander Grischuk. Sikileyjarvörn. Linares 2001 Spáni (10), 01.03. 2001 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 Stórhættulegt afbrigði í Sikileyjarvörninni og gaman að sjá handbragð meistarans gegn því. 6. Rxc6 bxc6 7. e5 Rd5 8. Re4 Bb7 9. Be2 c5 10. 0-0 Dc7 Hann er sjaldan ráöalaus (nema í London!), hann Garrí Kasparov. Peðið er eitrað á d6 vegna 12. c4 og riddarinn fellur. 11. Rd6+! Bxd6 12. exd6 Dc6 13. Í3 c4 14. Dd4 0-0 15. Bxc4 Hfc8?! Hér er sennilega best að leika 15. - Dxd6 16. Bb3 Dc6 og hvítur stendur aðeins betur. Al- exander hinn ungi fórnar peði fyrir drottningaruppskipti og skjótari liðsskipan og vonar að það dugi til jafnteflis. 16. Bxd5 Dxd5 17. Dxd5 Bxd5 18. Hf2 Hc6 19. Bf4 Hac8 20. Hcl Ha6 21. a3 f6 22. Be3 Ha4? Hér voru 22. - e5 eða 22. - Kf7 bestu kostirnir. Næsti leikur Kasparovs gerir út um skákina - sannkallaður djúpsævisleikur! 23. Hal!! e5 24. b3 Ha6 25. c4 Be6 26. Hd2 Hb8 27. Hd3 Hb7 28. g4 h5 29. h3 hxg4 30. hxg4 f5 31. Bc5 Hc6 32. b4! fxg4 33. fxg4 Hc8 Peðið á e5 er varnarlaust. 34. Hel Bxc4 35. Hc3 Bb5 36. Hxe5 Hf8 Og nú fellur a7-peðið líka. Þvílíkur skákmaður, Garrí Kasparov! Hugsanir hans og þankagangur eru okkur flestum hulin en skákleikir frá hendi hans eru oft hreinasta snilld! 37. Bxa7 Bc6 38. Be3 Hbb8 39. Bg5 Hb5 40. Hcc5 Hb6 41. b5 Bf3 42. Be7 Ha8 43. Hg5 Hxa3 44. Bf6 Kf7 45. Bb2. 1-0. í næstu skák sjáum við Braga leggja Kevin Spragett frá Kanada sem komst í kandídatakeppnina um leið og Jóhann Hjartarson 1987. En Spragett datt út á undan Jóa sem lagði Kortsnoj! Hvítt: Kevin Spragett (2526) Svart: Bragi Þorfinnsson (2292) Enski leikurinn. Cappelle la Grande 07.03. 2001 1. c4 c5 2. g3 Rc6 3. Bg2 g6 4. Rc3 Bg7 5. e3 e6 6. Rge2 Rge7 Því miður fyrir Spragett er Bragi vel skólaður í þessari byrjun; það hefur undirritaður séð um ásamt fleiri! 7. Rf4?! a6 8. b3 b5 9. Bb2 bxc4 10. bxc4 Hb8. Svartur hefur allavega jafnað taflið. 11. Hbl 0-0 12. Bal Bb7 13. Re4 Bxal 14. Hxal Re5 15. Rxc5 Hvítur hefur gleymt að hróka. Og svartur hefur góð tök á b-línunni. Staðan er góð! 15. - Bxg2 16. Rxg2 Dc7 17. 0-0 Dxc5 18. d4 Dxc4 Tví- peð þarf hvítur að burðast með auk slæmrar stöðu.19. dxe5 Rc6 20. f4 Hb2 21. Hf2 Hfb8 22. Dcl Svartur skiptir upp i mjög hag- stætt endatafl þar sem hann hefur mjög framsækið a-peð. 22. - Dxcl+ 23. Hxcl Hxf2 24. Kxf2 Hb2+ 25. Kf3 Hxa2 26. Hdl a5 27. Hxd7 a4 28. Hc7 Rb4 29. Hc4 Rc2 30. Ke4 a3 31. Kd3 Ral 32. Rel Hxh2 33. Ha4 a2 34. Kc3 Hhl 35. Rd3 Skemmtileg staða sem Bragi vinnur vel úr. 35. - Rc2 36. Hxa2 Rxe3 37. Rf2 Rdl+ 38. Kd3 Rxf2+ 39. Hxf2 h5 40. Hf3 Hel 41. g4 Hal 42. Ke2 Ha2+ 43. Kfl hxg4 44. Hg3 Kg7 45. Hxg4 f5 46. exf6+ Kxf6 47. Kel Hh2 48. Kfl Hh5 49. Kg2 Kf5 50. Hg3 Hh4 51. Hg5+ Kxf4 52. Hxg6 Hg4+ 0-1. Vortfskan í leðri Full búð af glæsilcgum íeðuivörum! Nýír litir og ný snið Ekfa leður og gæði í sérflokki Laugardagar eru nammidagar m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.