Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Page 42
50
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001
Tilvera
DV
Níu netvæn veitingahús
Tíu veitingahús á höfuðborgar-
svæðinu reyndust í prófun um síð-
ustu helgi hafa frambærilega
heimasíðu á veraldarvefnum og
gátu svarað borðapöntun sómasam-
lega á Netinu innan sólarhrings.
Það getur varla talizt merkileg net-
væðing, þótt miðillinn eigi að henta
veitingahúsum, sem geta þannig
komið breytilegum matseðlum og
verðlagi á framfæri á einfaldan
hátt. Klukkan 15.30-16 á sunnudag-
inn fór tölvupóstur með fyrirspurn
um borðpöntun kl. 20 á mánudags-
kvöldi til allra veitingahúsa, sem
höfðu skráða heimasíðu á Veitinga-
vefnum (veitingavefurinn.is).
Listacafé fyrst til svara
Fyrst til svara varð Listacafé við
Engjateig og skömmu síðar Salat-
barinn hjá Eika í Fákafeni. Þriðja í
röðinni var Apótekið við Pósthús-
SoOcTbarmrj
Hjc Bka
stræti, sem öll sendu tölvupóst til
baka á sunnudeginum. Á mánu-
dagsmorgni komu svör i þessari
röð, frá Skólabrú við Kirkjutorg,
Argentínu við Frakkastíg, Hótel
Borg við Pósthússtræti, Grand
Hótel við Sigtún og Creole Mex við
Laugaveg 178. Eldhúsið í Kringl-
unni svaraði símleiðis um svipað
leyti. Önnur veitingahús voru ekki
búin að bregðast við rúmum sólar-
hring eftir pöntun og tveim klukku-
stundum fyrir áætlaðan matartíma
eða áttu við annan vanda að stríða.
Á Netinu í þykjustunni
Engin svör við fyrirspurninni
bárust í tæka tíð frá A. Hansen i
Hafnarfirði, Einari Ben. í Veltu-
sundi, Kringlukránni í Kringlunni,
Rauðará við Rauðarárstíg og Thor í
Hafnarfjarðarhöfn, sem öll eru með
heimasíðu með tölvupóstfangi fyrir
borðapantanir.
Heimasíður Café Bleu í Kringl-
unni, Hard Rock í Kringlunni,
Humarhússins við Lækjargötu, Hót-
el Holts við Bergstaðastræti, Iðnós
við Vonarstræti, Jónatans Living-
stone Máfs við Tryggvagötu, Lækj-
arbrekku við Bankastræti, Nausts-
ins við Vesturgötu, Rex í Austur-
stræti, Tjamarinnar við Kirkjutorg
og Viðeyjarstofu sýndu ekki matseð-
il eða tölvupóstfang eða virkuðu alls
ekki. Þær lágu alveg niðri hjá Pasta
Basta við Klapparstíg og Sommelier
við Hverfisgötu, en viðbrögð veit-
ingastjóra Perlunnar voru ótrúlega
ókurteis.
13% netvæðing
Niðurstaða prófunarinnar var því
sú, að af um sjötíu veitingahúsum á
höfuðborgarsvæðinu voru níu, sem
höfðu nothæfa heimasíðu með mat-
seðli og verði á Netinu og svöruðu
skilmerkilega borðapöntun með ósk
um reyklaust svæöi og fyrirspurn
um, hvort matseðlar og verð á
heimasíðunni væru enn í gildi.
Þetta er um 13% netvæðing. Sextán
önnur hús voru með ófullkomna
eða bilaða heimasíðu, þar sem mik-
ið fé hefur farið fyrir litinn árangur.
Jónas Kristjánsson
Sólþurrkaðir
tómatar
Gott og glæsilegt
Diskurinn er glæsilegur hjá
Sigvalda.
Sólþurrkaðir tómatar eru verkað-
ir þannig að ferskir tómatar eru
skornir í tvennt og látnir þorna í
sól. Algengast er að sólþurrkaðir
tómatar séu keyptir í olíulegi en
einnig er hægt að fá þá þurra. Sól-
þurrkaðir tómatar eru notaðar í
marga ítalska rétti, sérstaklega rétti
sem ættaðir eru frá Suður-Ítalíu.
Sólþurrkaðir tómatar eru nokkuð
bragðmiklir og gefa eilítið reykjar-
bragð. Gott er að nota sólþurrkaða
tómata í ýmiss konar salat, pasta-
rétti, grænmetisrétti og til að bragð-
bæta sósur. Sömuleiðis má nota þá
sem álegg á pitsu og þeir eru ljúf-
fengir á brauð. Tilvalið er að nota
sólþurrkaða tómata í bakstur matar-
brauðs
og loks er
rétt að geta þess að
þeir eru afar ljúffengir einir sér.
Sigvaldi Lárusson, matreiðslumaður á Rex:
Girnilegt lambafillet
Matarbrauð
með sólþurrk-
uðum tómötum
Sigvaldi Lárusson er matreiðslu-
maður á veitingastaðnum Rex í
Austurstræti. Hann segir þá mat-
reiðslumenn á Rex nota sólþurrk-
aða tómata heilmikið i matargerð-
ina. „Við notum þá mikið til að
bragðbæta olíur og gefa þeim lit og
einnig til að skreyta diska. Svo not-
um við þá í salöt og maukum þá og
notum bara með öllu. Þeir fara líka
vel með öllum pastaréttum og í
brauð. Þá finnst mér best að mauka
þá í matvinnsluvél og bæta þeim út
í deigið áður en maður bakar þá.“
Sigvalda finnst sólþurrkaðir
tómatar mjög gott hráefni. „Þeir
bráðna eiginlega uppi í manni,“ seg-
ir hann. Hins vegar mælir hann
með því að farið sé varlega með þá
vegna þess hversu bragðsterkir þeir
eru. Hann mælir sérstaklega með
sólþurrkuðu tómötunum sem hægt
er að kaupa þurra, þ.e. án olíunnar,
þeir séu að ýmsu leyti þægilegri i
notkun og ekki eins bragðsterkir og
hinir.
Lambafillet með ólífum og sól-
þurrkuðum tómötum á sellerímauki
Þessi réttur var á borðum í stórri
veislu á Rex í vikunni. Sigvaldi var
spurður hvort það væri á færi allra
að elda þennan rétt og svaraði hann
því játandi.
Lambafillet
700 g lambafillet, snyrt og fitu-
laust
100 g svartar steinlausar ólífur
1 búnt basil
200 g sólþurrkaðir
tómatar
2 hvitlauksgeirar
salt og pipar
Tómatar og ólífur
eru maukaðar
ásamt basil og
hvítlauk í mat-
vinnsluvél.
Lambafillet
er snyrt,
kryddað
með salti
og pipar
og brún-
að. Því
næst er
maukinu
smurt á
kjötiö og það ^
brúnað í ofni í
7 til 10 mínútur.
Pestó-sósa
1/4 bolli ferskt basil
1/4 bolli parmesanostur
1 búnt fersk steinselja
1/4 bolli ristaðar furuhnetur
2 hvítlauksgeirar
1/2-1 bolli ólífuolía
salt og pipar eftir smekk
Allt hráefnið sett í matvinnsluvél
og maukað vel. Olíunni er þá hellt
út í rólega og kryddað eftir smekk.
Seilerímauk
400 g sellerí
1 stór bökunarkartafla
salt og pipar
Sellerí og kartafla skorið í
litla bita og soðið í
u.þ.b. hálftíma, sett í
i matvinnsluvél og
. loks marið i gegn
um sigti. Kryddað
með salti og pipar
eftir smekk. Gott
er að setja klípu af
ósöltu smjörfsam-
an við rétt áður
en borið er fram.
Pastaréttur og sólþurrk-
aöir tómatar a brauöi
Sigvaldi lét tvær girnilegar
uppskriftir í viðbót með sól-
þurrkuðum tómötum fljóta
með.
Pasta með túnfiski,
ólífum og sólþurrkuð-
um tómötum
1 dós túnfiskur í olíu
1 bolli ólifur
100 g saxaðir sólþurrkaðir tómatar
800 g soðið pasta
Pasta soðið samkvæmt leiðbein-
ingum. Túnfiskur og ólífur steikt á
pönnu. Pasta bætt út í og loks
tómötunum. Borið fram með fersk-
um parmesanosti og hvítlauks-
brauði. Uppskriftin er fyrir fjóra.
Sólþurrkaðir tómatar á
brauði
100 g sólþurrkðair tómatar
1 hvítlauksgeiri
1 búnt basil
Allt sett í matvinnsluvél og
maukaö vel. Mjög gott
ofan á flest
brauð í
DV4ÍYND HILMAR ÞÓR
Bráöna í munni
Sigvaldi Lárusson er mikiö fyrir sótþurrkaöa tómata og notar þá á
afar fjölbreyttan máta.
stað
inn
fyrir
smjör eða
annað viöbit.
Sigtið saman í skál 800 g hveiti, 1
bréf af þurrgeri og örlítið salt og
sykur. Saxið 10 sólþurrkaða tómata
og 2 tsk. ferskt rósmarín (notið
sama magn af þurrkuðu rósmarín
ef þið fáið ekki ferskt). Setjið 1 tsk.
ólífuolíu út i 1/2 1 af volgu vatni og
blandið saman við þurrefnin.
Blandið deigið og hnoðið það svo á
hveitistráðu borði þar til það er
slétt og jafnt. Hnoðið vel af hveiti
upp í deigið ef það er of blautt en
farið sparlega með hveitið ef deigið
virðist þurrt.
Smyrjið skál með ólifuolíu og lát-
ið deigið lyfta sér u.þ.b. klukku-
stund undir rökum klút. Hitið ofnin
í 220“C, sláið deigið niður og hnoðið
aftur í nokkrar mínútur. Mótið
brauð úr deiginu, eitt stórt, tvö
minni eða jafnvel fleiri allt eftir
smekk, gætið þess bara að brauðin
séu öll álíka stór. Skerið í brauðin
rákir eða X eftir smekk og látiö þau
lyfta sér u.þ.b. hálftíma undir
viskustykki. Penslið brauðin með
mjólk áður en þau eru bökuö þar til
þau eru fallega brún. Athugið að
baksturstíminn veltur á stærð
brauðs/brauða.
Tagliatelle með
kjúklingi og sól-
þurrkuðum
tómötum
Steikið eina beinlausa kjúklinga-
bringu í ólifuolíu. Brytjið um 1/2
krukku af sólþurrkuðum og 3
ferska tómata og 3 hvítlauksrif og
bætið á pönnuna. Steikið í nokkrar
mínútur á pönnunni og saltið eftir
smekk. Setjið um 250 g soðið
tagliatelle og u.þ.b. 50 g af fersku
eða frosnu söxuðu spínati saman
við. Blandið vel saman og berið
strax fram með fersku salati og/eða
góðu brauði.
Tómat- og
ólífumauk
h.
Sólþurrkaðir tómatar
fara afar vel með ólíf-
um. Hér er uppskrift
að ljúffengu mauki
sem fer vel með
góðu fersku
brauði, t.d til
að narta í fyr-
ir matinn.
Hálft
glas af af
sól-
þurrk-
uðum
tómöt-
um, hálft
glas af svört-
um steinlausum
ólífum, hálf dós
sýrður rjómi, 3
hvítlauksgeir-
ar, 2 msk. nýrif-
inn parmesanostur
og fersk basilíka eftir
smekk. Setjið allt inni-
haldið í matvinnsluvél og maukið
þar til áferðin er jöfn.