Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Qupperneq 45
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001
53
DV
Tilvera
íslandsmót kvenna
og yngri spilara
um helgina
Tvö íslandsmót í bridge veröa
haldin um helgina í Bridgehöllinni
við Þönglabakka, annað er tslands-
mót kvenna í sveitakeppni og hitt er
íslandsmót yngri spilara, þ.e. spil-
ara fæddra 1976 eða síðar.
Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst
um þátttöku en yfirleitt hafa ís-
landsmót kvenna verið vel sótt en
yngri spilara síður.
Ég get ekki skilið við Bridgehátíð-
ina án þess að birta eitt spil í við-
bót. Það er frá síðustu umferð
sveitakeppninnar og leik sveitar
Þriggja Frakka við Zia. Þótt lánleysi
þeirra fyrmefndu hafi verið algjört,
þá fengu þeir sín tækifæri. Skoðum
eftirfarandi spil frá leiknum.
A/A-V
* KG9
* KD5
* 983
* ÁG63
♦ ÁD75
** Á107632
♦ ÁIO
♦ 10
4 10642
94
+ G4
* D9872
4 83
** G8
4 KD7652
* K54
Á sýningartöflunni sátu n-s
Shenkin og Zia, en a-v Kristján
Blöndal og Steinar Jónsson. Sagnir
gengu þannig:
Austur Suður Vestur Noröur
pass 2 ♦ dobl redobl
24 pass pass dobl
pass pass pass
Það er erfitt að gagnrýna spaða-
sögn austurs, því dobl vesturs ætti í
flestum tilfellum að lofa báðum há-
litunum, nema hann sé með því
sterkari spil.
Auðvitað kemur til greina að
ílýja í laufið þegar norður doblar
spaðana, en það er samt einu sagn-
stigi hærra.
Eflaust má gagnrýna bæði sókn
og vörn í spilinu en ég læt lesendur
um það og skýri einungis frá at-
burðarásinni.
Zia spilaði út tígulkóng sem
Shenkin drap með ás. Hann spilaði
nú lauftíu til baka, lítið, kóngur, ás.
Þá spilaði sagnhafi hjartakóng,
Shenkin drap með ás og spilaði
þristinum til baka. Drottningin fékk
slaginn og sagnhafi spilaði tígli. Zia
drap á drottninguna og spilaði laufi,
sem Shenkin trompaði. Nú kom
hjartasex, trompað og yfirtrompað
af Zia. Hann spilaði meira laufi,
sem Shenkin trompaði. Vömin er
nú komin með sex slagi og fær alltaf
tvo slagi í viðbót á tromp. Það voru
þrír niður og 800 til Zia.
í lokaða salnum sátu n-s Hrólfur
og Oddur Hjaltasynir, en a-v Katz og
Mittelman. Það var áríðandi fyrir
bræðurna að ná hjartageiminu til
þess að minnka skaðann og það
gerðu þeir:
Austur Suöur Vestur Norður
pass 2 ♦* dobl 2 grönd
pass 3 *** pass 3*
pass 4* pass pass
pass
* Fjöldjofull
** Hámark með tígullit
Eftir dobl vesturs var auðvelt að
lesa spilið og Hrólfur fór létt með að
vinna fjögur hjörtu. Það voru hins
vegar aðeins 420 og Zia græddi 8
impa á spilinu.
Tekið í spil
Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra opnaði Bridgehátíöina, hér er hann
aö spila viö Zia og makker.
Myndgátan hér
til hliöar lýsir
nafnoröi.
Lausn á gátu nr. 2952:
Sjónarvottur
ber vitni
f ... mamma Venna vínar~\
I gaf hvefjum okkar fimmtlu |
krónurfyrir aö fara hingaó og
Hvaðan í ósköpunum
hefuróuð erft þennan
asnalega smekk fyrir
karlmönnum, Tína!
Lofaðu mér aó giska, bara svona
út i loftió!
10-28