Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 49
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001
57
I>V
Tilvera
Afmælisbörn
Sharon Stone 43 ára
Sharon Stone, sem verður 43 ára S dag, fæddist
bænum Meadville í Pennsylvaníu. Snemma kom í ljós
nokkur þokki og afburðagáfur. Eftir stutta viðdvöl í
fegurðarsamkeppnum hóf hún módelferil i New York
og lék oft í sjónvarpsauglýsingum. Árið 1980 fékk hún
sitt fyrsta hlutverk í mynd sjálfs Woodys Allens, Star-
dust Memories. Það var mjög smátt i sniðum og gerði
lítið fyrir feril hennar sem næstu árin var að mestu
bundinn sjónvarpinu. Paul Verhoeven gerði
gæfumuninn fyrir feril Stone þegar hann tók hana
fram yfir Juliu Roberts og Michelle Pfeiffer í aðal-
hlutverkið á móti Michael Douglas í Basic Instinct.
Alex Kingston 38 ára
Ein af aðalleikkonunum í Bráðavaktinni
(ER), Alex Kingston, verður þrjátíu og átta ára i
dag. Hún fæddist í London og var skírð Alex-
andra. Eftir hefðbundið nám tók við nám í Kon-
unglega leiklistarskólanum (RADA) þar sem
hún kynntist eiginmanni sínum, Ralph Fiennes.
Þau giftu sig 1993 en skildu 1997. Þá hafði Alex
Kingston leikið bæði á sviði og í sjónvarpi. í
kjölfar skilnaðarins dreif hún sig vestur um haf
þar sem hún fékk fljótlega stórt hlutverk í ER.
Kingston er gift aftur og á samkvæmt fréttum að
eiga sitt fyrsta barn í mars.
Stjörnuspá
Gildir fyrir sunnudaginn 11. mars og mánudaginn 12. mars
Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.i:
Spa sunmitlagsins
Láttu ekki glepjast af
gylliboði sem þú færð.
Samkeppnin er hörð í
kringum þig og þér hleypur kapp í
kinn. Happatölur þínar eru 7,18 og 36.
Þú þarft að taka afstöðu í erfiðu
máli. Ekki hika við að leita eftir að-
stoð ef þér finnst þörf vera á henni.
Vinur þinn endurgeldur þér greiða.
Hrúturinn (21. mars-19. aprill:
Spá sunnudagsins
Spá sunnudagsins
í''y Margt hefur setið á
>hakanum hjá þér og þú
r/ ættir aö fá einhvem til
að kippa því í liðinn. Minni háttar
vandamál eyðileggur kvöldið.
Þér gengur allt i haginn og ekki er
laust við að þú finnir fyrir öfund í
þinn garð. Láttu sem þú vitir ekki af
því. Happatölur þínar eru 8,11 og 33.
Bogamaður (22. nóv.-21. des.l:
Spa sunnu
’ Þessi dagur verður sá
besti í langan tima
nema þú takir ranga
ákvörðun á lykilaugnabliki.
Tombóluvinningiu- er í sjónmáU.
Eitthvað spennandi og mjög und-
arlegt gerist í dag. Þú skalt ekki
láta álit þitt 1 ljós nema beðið
verði sérstaklega um það.
Fiskarnir (19. febr.-20. marsl:
Spa sunnudagsins
8 Einhver sem þú þekkir
snýr baki við þér og
þú verður fúll. Þú
ættir að vera heima og horfa á
sjónvarpið.
Spá mánudagsins
Þér finnst þú dáhtið einn í heiminum
um þessar mundir. Þetta ástand varir
ekki lengi þar sem þú kynnist mjög
áhugaverðri'persónu næstu daga.
Nautið (20. aaríl-20. maí.l:
r\i
Þú nærð frábærum
xl árangri í máh sem þú
væntir einskis af. Breyt-
ingar eru fram undan á heimilinu.
Aldraður ættingi gleðst við að sjá þig.
Þér finnst þú hafa aUt of mikið að
gera. Hvemig væri aö reyna að
virkja fleiri í starfið í stað þess að
gera afit sjálfur?
Tvíburarnir (21. maí-21. iúni):
)v™™
i Dagurinn í dag verður
'***£/ leiðinlegur og ekkert
\ merkHegt gerist en í
kvöld verður smáupplyföng til
þess að þú kætist.
Vertu sérstaklega aðgætinn í öUu
sem varðar peninga. Þú kynnist
einhverjum sérstaklega skemmti-
legum og áhugaverðum.
Liónið (23. iúlí- 22. ágústi:
I / Þú ert að undirbúa ferð en
rj Æ eitthvað gerist og ferðin
dregst á langinn. Undir
lok dagsins verður allt í lagi með
máhð og rólegt kvöld fram undan.
Hjón og pör eiga sérlega góðar stund-
ir saman og huga að sameiginlegri
framtíð. Það er svo ótal margt hægt
að gera ef maður er hugmyndaríkur.
Vogin 123. sept-23. okt.C
Spa sunnudagsins
Hlutur, sem þú hélst að
/ T*^ þú hefðir týnt, finnst og
\tesJ' þú verður mjög
ánægður. Kvöldið verður ánægju-
legt. HappaUtur þinn er grænn.
Spá mánuriagsins
Nú er svo sannarlega óþarfi að láta
sér leiðast, það er svo mikið um að
vera í kringum þig. Ferðalag er í
undirbúningi og þú hlakkar mjög tíl.
Krabbinn (22. iúní-22. iúiíi:
Spá sunnudagsins
| Litir verða aðalum-
ræðuefnið í kunningja-
hóp þínrnn í dag, smá-
rifrildi skýtur upp kolUnum. Annars
verður dagurinn mjög venjulegur.
GamaU vinur kemur i óvænta heim-
sókn síðari hluta dags og segir þér
heldur en ekki undarlegar fréttir.
Happatölur þínar eru 9,17 og 26.
Mevian (23. ágúst-22. sept.i:
Spá sunnudagsins
^rCSt^ 1
'TVm Kringumstæðumar
\v p- eru dáUtið snúnar og
' þú veist ekki hvemig
þú átt að snúa þér í ákveðnu máU.
Ekki vera svartsýnn.
Láttu sem ekkert sé þó að einhverj-
ir séu að finna að við þig. Það er
ekkert annað en öfund yfir vel-
gengni þinni sem býr þar að baki.
Snorðdreki (24. okt.-21. nóv.i:
Spa sunnudagsins
Þér hættir til að vera
idálítið öfgafuUur og of
fljótur að dæma aðra.
Þú þarft að temja þér meiri
stillingu á öUum sviðum.
Vinir þinir era ekkert sérlega
skemmtílegir við þig. Það gæti
verið að þú þyrftir að vera dáUtiö
skemmtUegri sjálfur.
stelngeitin (22. des.-19. ianl:
Spa sunnudagsins
Einhver þér nátengdur
á í vanda sem ekki
sýnist auðvelt að ráöa
fram úr. Að athuguðu máU er tU
auðveld lausn.
Þú ferð út að skemmta þér og kynn-
ist einhverjum sérstaklega spenn-
andi. Ekki er óhklegt að eitthvert
framhald verði á þeim kynnum.
Trúbador og flakkari
Jo Jo hefur ferðast mikiö síðastíiðna tvo áratugi og spiiað fyrir fólk á knæpum og á götuhornum
í Bandaríkjunum og Evrópu.
Að eiga sér draum
- engin spurning - ég ætla að kaupa mér bleikan kadillak og krúsa inn í sólarlagið
Trúbadorinn geðgóði sem þekktur
er undir nafninu Jo Jo er kominn aft-
ur til landsins eftir nokkurra mánaða
viking á tónlistarsviðinu. Undanfarna
áratugi hefur hann ferðast vítt og
breitt um heiminn og framfleytt sér
með því að spila á veitingahúsum og
götuhornum. Hann er íslendingum þó
að góðu kunnur því hann kemur alltaf
heim annað slagið og tekur lagið.
Jo Jo er brosmildur að vanda, einn
af þessum mönnum sem virðast hafa
endalausa trú á mannkyninu og alltaf
geta séð björtu hliðarnar. Jo Jo, sem
slettir mikið, segist hafa fengið „nikk-
neimið“ í Bandaríkjunum fyrir rúm-
um tuttugu árum þegar hann var að
spila þar. „Ég var að þvælast í Georg-
íu, Alabama og Flórída og það fengu
allir einhver svona nöfn, eins og Big
Buster eða The Boss og þetta festist
bara við mig.“
Endaði alltaf með gítarinn
„Ég hef oft verið spurður að því
hvernig ég nenni að standa í þessu ár
eftir ár með litlum eða engum Qár-
hagslegum ávinningi. Ég reyndi á sín-
um tima að feta hefðbundna leið og
falla inn í normið en það bara gekk
ekki og ég endaði alltaf með gítarinn í
höndunum. Annars vil ég ekki gera
mikið úr þessu, þetta er lifstíll. Mér
finnst gaman að vera flakkari og bó-
hem og nenni ekki að vinna hefð-
bundna vinnu. Ég sé ekki eftir einu
momenti, þetta er búið að vera rosa-
lega gaman.“ Á síðustu tveimur ára-
tugum hefur Jo Jo spilað um alla Evr-
ópu og víða í Bandaríkjunum og hann
nýtur mikilla vinsælda í Þýskalandi
og í Danmörku.
„Ég bjó í Danmörku um tíma og
spilaði á knæpum og á Strikinu. Einu
sinni var ég að spila á Strikinu þegar
Bruce Springstean kom til mín og fór
að djamma með mér, atvikið vakti
mikla athygli og við komumst á marg-
ar forsíður og í sjónvarpið," segir Jo
Jo hlæjandi, „og ég sem fila músíkina
hans ekkert sérstaklega."
Gaf mér gulldollar
„Það er ótrúlegt hvað maður hittir
mikið af fólki á svona ferðalögum og
ég er löngu hættur að leggja það á
minnið. Ég hitti til dæmis einhverja
Hollywood-stjörnu í fyrra á kaffihúsi
þar sem ég var að spila og hann gaf
mér gulldollar, „but I don’t remember
who he is“. Ég spilað líka einu sinni
með bestu rokcabilly-hljómsveit
Rússa sem heitir The Svindlers og það
var mjög skemmtilegt.
Ég kem alltaf heim annað slagið því
hér er „homebase" og næstu vikurnar
ætla ég að spila á Dubliner og fleiri
stöðum. Það getur verið að ég fari aft-
ur til Danmerkur í haust og kannski
verður gefinn út diskur með frum-
saminni tónlist eftir mig þar á næst-
unni. Ég er líka að klára efni með
Guðmundi Steingríms og fleirum sem
á að fara á demó sem ég ætla að senda
til Bandaríkjanna og víðar. Þetta
verða tólf til þrettán lög sem eiga að
gefa „good picture” af því sem ég er
að gera. Ef þetta gengur eftir verður
diskurinn gefinn út undir nafninu J.J
James sem mér finnst hljóma vel eins
og J.J. Cail, „you know“, ég meina
„why not“.“
Óendanlegir mögulelkar
Jo Jo segir að líf listamannsins hafi
aldrei verið betra, aUar dyr opnar og
allir tilbúnir til að hjálpa. „Þeir sem
nenna að leggja vinnu í ferilinn geta
lifað góðu líf á -iistinni, það þarf eng-
inn að vorkenna sér fyrir að vera
listamaður í dag. Ég er ekki að tala
um að menn komist á toppinn - það
eru náttúrlega fáir sem geta það - ég
er að tala um að hafa í sig og á.
„You know“ ég hef aldrei verið að
reyna að meika það og dregið það á
langinn að gefa út disk. Það er svo
gaman að eiga drauma og maður á
ekkert flýta sér um of í því að láta
hann rætast. Mér hefur aldrei þótt
efnið mitt nógu þroskað til að gefa það
út. Ég held að ég sé eins og Edison.
Hann átti sér draum um að búa til
ljósaperu en áður en honum tókst það
fann hann fimm þúsund aðferðir
hvernig á ekki að gera það.
Sannast sagna eru möguleikarnir
úti í hinum stóra heimi óendanlegir
þó að fólk hér heima sjái þá ekki
alltaf. Mér finnst íslendingar dálítið
aðþrengdir í hugsun og í samskiptum
sín á milli. Það er rosalega „tens“
andrúmsloft hér og mikið ójafnvægi
en um leið mikil gróska. Mig er
reyndar farið að langa að vera meira
heima og leiðin til Keflavíkur er alltaf
að verða lengri, „I am getting older“
og farinn að mikla hana fyrir mér.“
Þegar Jo Jo er spurður að lokum
hvað hann ætli að gera þegar hann
slær i gegn ljómar andlitið á honum
eins og sólinn og hann skellihlær:
„Gera, það er engin spuming. Ég ætla
að kaupa mér bleikan kadillak og
krúsa inn í sólarlagið.” -Kip
Spila fyrir Olsen
Stuttu eftir að Olsenbræður sigruðu í Eurovision mættu þeir á knæpu þar
sem Jo Jo var að spila og skemmtu sér prýðilega.
W
<