Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001 I>V 5 Fréttir Vill ekki börn á böll Sauðárkrókur: son sýslumaöur. Unglingum yngri en 18 ára verður meinað að sækja sveitaböll í Skagafirði eftir 15. maí næstkomandi. Tilkynning þess efnis hefur borist forstöðu- mönnum félags- heimila á svæðinu og að sögn Ríkarðs Mássonar sýslu- manns verður stað- ið fast við þess ákvörðun. „Ég get ekki séð að böm, allt niður i 15 ára, hafi nokkuð að gera á samkomur þar sem svo mikið áfengi er haft um hönd. Þótt bannað sé að fara með áfengi inn á böliin þá fylgir þeim „mikil áfengis- neysla og ógjömingur að leita á hverj- um einasta manni, enda fólk rápandi inn og út,“ segir Rikarður. „Þetta er hið versta mál og bitnar að mínu mati mest á okkur í Miðgarði. Ég skil heldur ekki hvaö þetta hefur með forvamir að gera; unglingamir em þeg- ar búnir að koma höndum yfir áfengi þegar þeir koma á böllin. Unglingar munu væntanlega sækja böll í öðrum sveitarfélögum og ég sé ekki að það sé neitt betra,“ segir Kolbeinn Konráðsson, húsvörður í félagsheimilinu Miðgarði. Kolbeinn segir skemmtanahald í Mið- garði í óvissu vegna þessa máls enda megi búast við tekjumissi ef unglingum verði meinaður aðgangur að dansleikj- um í húsinu. „Við emm að fara yfir þessi mál og svo kann að fara að ákvörð- un sýslumanns verði kærð enda sé ég ekki í fljótu bragði að það sé lagaheim- ild fyrir því að meina unglingum að- gang að félagsheimilum,“ segir Kol- beinn Konráðsson í Miðgarði. -aþ Kia Carnivai TDI 2,9, nskr.11.99, ek. 51 þ. km, ssk., álf., toppl. o.fl. Verð kr. 1.860 þús. Toyota Corolla XL11,3, nskr. 05.96, ek. 71 þ. km, bsk. Verð kr. 660 þús. Ford Mondeo Ghia 2,0, nskr. 09.97, ek. 62 þ. km, ssk. Verð kr. 1.290 þús. Suzuki Swift GLSi 1,3, nskr. 08.96, ek. 44 þ. km, bsk. Verð kr. 540 þús. Jeep Cherokee Jamboree 2,4, nskr. 09.95, ek.77 þ. km, bsk. Verð kr. 990 þús. Nissan Almera SLX 1,6, nskr. 02.98, ek. 94 þ. km, bsk. Verð kr. 750 þús. Hyundai Elantra GT 1,8, nskr. 07.95, ek. 59 þ. km, bsk. Verð kr. 520 þús. Renault Mégane Classic 1,6, nskr. 08.97, ek. 59 þ. km, ssk. Verð kr. 960 þús. Mazda 323, ek.20 þ. km, Verð kr. 1.1 03.99, Rover Freeiander I+ 1,8, nskr. • ofl. 02.00, ek. 9 þ. km, bsk. Verð kr. 1.970 þús. Áslandsskóli í Hafnarfirði: Viðræður hefjast við ís- lensku menntasamtökin Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sinum í fyrradag að heimila bæjarstjóra, framkvæmdastjóra fjöl- skyldusviðs og framkvæmdastjóra stjómsýslu- og fjármálasviðs að hefja samningaviðræður við íslensku menntasamtökin um kennsluþátt grunnskólans í Áslandi. íslensku menntasamtökin vom sem kunnugt er eini aðilinn sem gerði tilboð í rekstur Áslandsskóla og verður kostnaður við hvem nemenda samkvæmt tilboðinu 368.160 krónur á ári. Þorsteinn Njáls- son, formaður bæjaráðs, segist reikna með að innan hálfs mánaðar hafi skýrst hvort samningar takist milli að- Oa. „Það er samdóma álit allra þeirra sem hafa skoðað gögn frá íslensku menntasamtökunum að framsetningin á faglega þættinum í þeim sé alveg frá- bær, þetta er mjög heillandi framsetn- ing,“ segir Þorsteinn Njálsson. Hann segir að á fundi þegar tilboð íslensku menntasamtakanna var opnað hafi for- svarsmenn samtakanna lýst því yfir að þeir myndu standa við þá upphæð sem tiltekin er í tilboðinu varðandi kostnað á hvem nemanda. „Það sem við erum með inn í þessu er mikið af búnaði inn í skólanum þannig að það er ekki bara hægt að bera saman tölurnar einar og sér. Það er hins vegar ljóst að það era skólar í Hafnarflrði sem fara upp fyrir þessa upphæð en aðrir eru fyrir neðan. En við stöndum vissulega frammi fyr- ir því að fara yfir alla þeirra útreikn- inga og við verðum að geta sannfært okkur sjálf um að við séum ekki að gera eitthvað sem er langtum dýrara en það sem aðrir skólar eru að gera,“ segir Þorsteinn. „Við fluttum tillögu um það í bæjar- stjóm að þegar í stað yrði auglýst eftir skólastjóra fyrir Áslandsskóla og farið yrði í það að koma einhveiju skikki á þessi mál. Mér fmnst meirihlutinn vera að berja höfðinu við steininn með því að taka ekki af festu á þessum mál- um, það er greinilega litið svo á að meirihlutinn sé skuldbundinn að taka þessu eina tilboði sem barst þó það sé um margt meingallað. Fjárhagslega er þetta dýrari kostur en annar rekstur í skólum bæjarins er og það vantar inn í þetta margvíslegar upplýsingar varð- andi kostnaðarliði," segir Lúðvík Geirsson, oddviti Fjarðarlistans og bæjarráðsmaður. Lúðvík segir að skólastefnan sem þama sé boðuð sé um margt athyglis- verð og ekkert út á hana að setja, en að sínu mati falli hún engan veginn að rekstri hverfisskóla í Hafnarfirði. „Þetta er skólastefna sem rekin hefur verið í einkaskólum víða um heim og á fyllilega rétt á sér sem slík. En í mín- um huga á þessi stefna ekki erindi í al- mennan hverfisskóla í Hafnafirði," segir Lúðvík. Hugmyndafræðin sem íslensku menntasamtökin starfa eftir byggir á Lúövík Geirsson Þessi stefna á ekki erindi í hverfisskóla í Hafnarfiröi. starfi The Council for Global Ed- ucation sem era bandarísk samtök. Þar er helsti hugmyndafræðingur dr. Sunita Gandhi sem hefur komið að stofnun íslensku menntasamtakanna. Meginhlutverk skólans er skilgreint sem mannrækt og fræðsla og skóla- stefnan byggist á hugmyndafræði sem hefur það að markmiði að hámarka getu bamsins með kennsluaðferðum sem taka mið af öllum þroskaþáttum þess, og er áhersla lögð á þekkingu og leikni, viðhorf og manngildi. -gk Notaðir bílar Þar sem þú færð notaða bila á kóresku verdi! Þorsteinn Njálsson Þetta er mjög heillandi fram- setning. FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is KIA ÍSLAND bjóðum úrvals ÚTSÆÐI Áburður, yfirbreiðslur og öll verkfæri sem til þarf Ráðgjöf sérfræðinga um garð- og gróðurrækt GRÓÐURVÖRUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 32] l • Fax: 554 2100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.