Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001
DV
Tilvera
Blendnar
tilfinningar
DV. GRINDAVÍK:
Þaö voru blendnar til-
flnningar á leikskólanum
Laut í Grindavík þegar hún
Kristrún Bogadóttir hætti
þar eftir 20 ára starf en
Kristrún, sem er þroska-
heft, hefur unnið þar síðan
hún var 15 ára. Þá var hún
líka i námi í Öskjuhlíðar-
skóla og vann til að byrja
með á sumrin en hefur síð-
an verið fastráðin. Kristrún
er núna að fara til starfa á
hæfingarstöð í Reykjanes-
bæ og verður hennar sárt
saknað af starfsfólki og
börnum leikskólans því
Kristrún er mjög hlý og ein-
læg og hefur gefið mikið af
sér til samstarfsfólks og
ekki síst barnanna.
Kristrún færði leikskólan-
um veglega gjöf, íþrótta-
vagn en í honum eru hlutir
og áhöld til íþróttaþjálfunar
barna á leikskólaaldri og
var þetta kærkomin kveöju-
gjöf. Var henni haldin
veisla á leikskólanum í
kveðjuskyni og kvaddi
starfsfólkið Kristrúnu með
söknuði og þakklæti. -ÞGK
OV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON
í danstíma
Á myndinni er Kristrún í danstíma hjá Elínu á
leikskólanum og skemmtir sér konunglega með
börnunum.
Foreldrafélag Breiðholtsskóla:
Foreldrar fá tilsögn í
framkomu og tjáningu
Foreldrafélag Breiðholtsskóla ætl-
ar að standa fyrir námskeiði í fram-
komu og tjáningu á laugardaginn.
Námskeiðið er haldið á vegum Juni-
or Chamber hreyfingarinnar og er
byggt á fyrirlestri og léttum og
skemmtilegum verkefnum þar sem
þátttakendur fá að spreyta sig á
framkomu í ræðustól og fá leiðbein-
ingar um undirstöðuatriði í ræðu-
mennsku og fundarstjórn. Undan-
farin misseri hafa námskeið sem
þessi náð gríðarlegum vinsældum
og þátttakendur hafa stigið yfir
þröskulda sem þeir hafa aldrei hald-
ið að þeir þyrðu yfir. Rökfesta, lik-
amstjáning, raddbeiting og málfar
eru þættir sem komið er inn á.
Námskeiðið stendur í fjórar klst. og
hefst kl. 10.00 í Breiðholtsskóla.
Leiðbeinandi er Pétur R. Pétursson
Þetta er í fyrsta skipti sem
námskeiðið er haldið fyrir hóp for-
eldra.
DVTilYND PÉTUR S. JÓHANNSSON
Nýir vélaveröir
Hér er hópurinn, níu nýir vélaverðir frá Snæfellsnesi, sem fær fyrstu
réttindagráðu vélstjóra.
Snæfellsbær:
Vélaverðir útskrifast
DV, ÓLAFSVlK:
Fyrir skömmu voru níu vélaverðir
af Snæfellsnesi útskrifaðir. Námið
samsvarar fyrstu réttindagráðu vél-
stjóra og gefur réttindi til vélstjómar á
skipum með aðalvél minni en 375 kW.
Síðan í ársbyijun 2000 hafa þessir
menn, sem allir em sjómenn, stundað
námið með sjómennskunni. Fagleg
umsjón var í höndum Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi i samvinnu
við Símenntunarmiðstöð á Vestur-
landi.
Bóklega námið fór fram í Grunn-
skólanum í Ólafsvík og kennari var Jó-
hann Þóroddsson. Verklega námið var
tekið í Vélsmiðju Áma Jóns í Rifi og
Vélskóla íslands. Rafmagnsfræðina
kenndi Erling Garðar Jónasson.
Nemendum vom afhent prófskír-
teinin við athöfn á Hótel Höfða í Ólafs-
vík og var það Þórir Ólafsson, skóla-
meistari FVA, sem það gerði. Einnig
vora þeim afhent blóm af Katrínu
Gunnarsdóttur, skrifstofustjóra Sí-
menntunarskrifstofunnar. Ávörp
fluttu Þórir, Katrín og Inga Sigurðar-
dóttir, framkvæmdastjóri Símenntun-
arskrifstofúnnar.
Þeir sem útskrifúðust vora: Ágúst
Jónsson, Grundarfirði, Gunnar Ó. Sig-
marsson, Hellissandi, Haraldur Aðal-
björnsson, Ólafsvík, Heiðar Amberg
Jónsson, Ólafsvik, Helgi Már Rögn-
valdsson, Hellissandi, Ingvi Hrafo Að-
alsteinsson, Hellissandi, Reimar H.
Kjartansson, Ólafsvík, Þráinn Viðar
Egilsson, Ólafsvík, og Magnús Birgis-
son. Nemendur létu í ljós ánægju með
framkvæmd þessa námskeiðs. Miklu
máli skiptir fyrir þá að mögulegt sé að
taka námskeiðið heima og eiga allir
þeir aðilar þakkir skildar sem um
námið sáu. -PSJ
r~: