Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001 I>V Fréttir Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík: Þrisvar sinnum fleiri e-töfk ur haldlagðar í ár en áður Á þeim fjórum mánuðum sem af er árinu hafa íikniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík og tollverðir á Leifsstöð haldlagt þrisvar sinnum meira magn af e-töflum en gert var allt árið í fyrra. Að sögn Haröar Jó- hannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, hald- leggja yfirvöld nú stærri skammta af fíkniefnum í einu en á árum áður enda hefur lögreglan ein- beitt sér sérstak- Hörður lega að þvi að Jóhannesson stöðva innflutn- yfiriögregluþjónn. ing fikniefna síð- an árið 1998. „Árið 1999 var metár frá upphafi, það var mjög mikið tekið í fyrra og við erum búin að taka heilan hell- ing núna,“ sagði Hörður. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur lagt hald á 9000 e- töflur og 200 grömm af kókaíni til viöbótar við rúmlega 7000 e-töflur Gylfi Jónsson lögreglufulltrúi Hann heldur hér á hluta 17.000 e-taflna sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur lagt hald á í einu máli á síöustu vikum. Síöan í ársbyrjun hefur lögreglan í Reykjavík tekiö 23.400 e-töflur sem er rúmlega þrisvar sinnum meira en gert var upptækt allt síðastliöiö ár. Heildarmagn haldlagðra fikniefna Þegar þessar tölur eru bornar saman veröur aö hafa í huga aö einungis er þriöjungur liöinn af árinu 2001 og gilda tölurnar fyrir áriö 2001 frá 1. janúar til 18. apríl. Heimild: Lögreglan í Reykjavík. og 8 kíló af hassi í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem upp komst í byrj- un apríl. Þá voru þrír karlmenn, einn rúmlega fimmtugur og tveir 36 ára, handteknir er þeir sóttu send- ingu af fikniefnum í vöruafgreiðslu í Reykjavík. Efnin höfðu verið send til landsins frá Hollandi, falin í há- tölurum. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina í tveggja vikna gæsluvarðhald. Fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík hafði þá unn- ið að rannsókn málsins töluvert lengi, og hélt hún rannsókn sinni áfram eftir að mennirnir voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald, og leiddi sú rannsókn seinni hluta flkniefn- anna í ljós. Lögreglan í Reykjavík hefur ekki áður lagt hald á jafn mik- ið magn e-taflna. Auk þessa máls var einn maður úrskurðaður í gæsluvarðhald um síðustu mánaðamót eftir að lögregl- an lagði hald á 3000 e-töflur. Jafn- framt voru tveir menn úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að tollverðir á Leifsstöð fundu 2800 e-töflur á einum þeirra við komu þeirra til landsins frá Hollandi um páskana. Stærri skammtar ■ „Mér sýnist við taka meira magn í einu núna og það er í samræmi við áhersluna sem er lögð á að stöðva innflutninginn eins og hægt er,“ sagði Hörður. Evrópskir sérfræðing- ar telja að lögrelgan haldleggi um 5 til 10 prósent þeirra efna sem raunveru- lega eru á markaðinum en Hörður tel- ur að þetta hlutfall geti verið hærra hér á landi. „Ég held að miðað við þau áhrif sem við höfum orðið varir við í fram- haldi af stórum haldlagningum þá hljóti þetta að vera hærra hlutfall hér,“ sagði Hörður. „Það er samt erfitt að fullyrða um þetta.“ Skammt er liðið á árið og útskýrði Hörður að þrátt fyrir þetta mikla magn e-taflna sem fúndist hafa nú er ekki þar með sagt að meira verði tekið af öðrum fiknieftium í ár en önnur ár. Tollverðir á Leifsstöð eru ekki í að- stöðu til þess að rannsaka fikniefna- innflutning. Þegar þeir leggja hald á fikniefni á Keflavíkurflugvelli tekur fikniefnadeild lögreglunnar i Reykja- vík því við rannsókn málsins. -SMK Tveir af hverjum þremur landsmönnum á reiðhjól en engar hjólreiðabrautir: Þingmaður Suðurlands vill merktar hjólreiðabrautir ísólfur Gylfi Pálmason, alþingis- maður Framsóknar á Suðurlandi, er fyrsti flutningsmaður þingsá- lyktunartillögu um skipan nefndar um hönnun og merkingar hjól- reiðabrauta. Gert er ráð fyrir að Alþingi feli samgönguráðherra að skipa nefnd til aö marka stefnu um hönnun og merkingar hjól- reiðabrauta í þéttbýli og dreifbýli. Tekið verði tillit til hjólreiða- manna við hönnun nýrra mann- virkja og stefnt að því að hjólreið- ar verði raunhæfur kostur í sam- göngu málum á íslandi. Nefndin á að skila tillögum sínum fyrir 1. janúar 2002. Tillagan var sam- þykkt með 50 atkvæðum, 13 þing- menn voru fjarstaddir. Markmiðið meö tillögunni er að vekja at- hygli á hjól- reiöamönnum i umferðinni en einnig að fækka slysum og auka öryggi þeirra. Hjól- reiðar eru vin- sæl afþreying á íslandi, sem og annars staðar, og hefur hjól- reiðafólki fjölgað mjög á íslandi á síöustu áratugum. Hjólreiöar eru ódýr, skemmtilegur og heilsusam- legur ferðamáti og vinsæl fjöl- skylduíþrótt. Fjölmörg dæmi eru um að fólk í þéttbýli noti reiðhjól til þess að ferðast milli áfanga- staða. Hjólreiðar eru holl og góð íþróttagrein og er hluti af daglegri líkamsrækt hjá mörgum. Þær eru einnig afar vinsæll ferðamáti bama og unglinga og er tími til kominn aö mótuð verði opinber stefna í þessum málum. Einnig hefur það mjög færst í vöxt að bæði íslendingar og útlendir ferða- menn ferðist um landið á reiðhjól- um. Þannig er á sumrum mikil umferð erlendra ferðamanna frá Leifsstöð og einnig frá Seyðisfirði. Aðstaða hjólreiðafólks á íslandi er afar slæm og í mörgum tilfellum er hættulegt að ferðast um á reið- hjólum þar sem lítið tillit er tekið til hjólreiðafólks. Hin fjölfarna þjóðleið frá Hafnarfirði um Garða- bæ, Kópavog, Reykjavík og Mos- fellsbæ er stórhættuleg hjólreiða- fólki, sem og gangandi vegfarend- um. Taliö er að um 16.000 reiðhjól hafi verið flutt inn til landsins ár- lega á síðustu 11 árum sem þýðir um 176.000 reiðhjól auk þeirra sem til voru áöur. Því er talið að um 66% þjóðarinnar eða tveir af hverj- um þremur landsmönnum eigi reiðhjól. í Reykjavík var starfrækt sérstök hjólreiðanefnd sem skilaði ítarlegum tillögum til borgarráðs áriö 1994 auk þess sem gengið var í samtökin „Car Free Cities." -GG Pálmason alþing- ismaður. Ekkert bruðl Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nú skapað fyrirmönnum landsins fordæmi sem þeir geta varla verið þekktir fyrir að fara ekki eftir í framtíðinni. Þrátt fyrir meinta óráðsíu í fjármálum Reykja- víkurborgar, að mati sjálfstæðis- manna, þá ætla menn að borginni sé ekki ofviða að borga flugfargjald undir borgarstjóra til útlanda í viðeig- andi heldri manna farrými eins og títt er um íslenska höfðingja. Ingibjörg Sólrún gaf hins vegar öllu titlatogi langt nef aðfaranótt miðvikudagsins er hún flaug heim frá London. Valdi hún þá þann ódýrasta kost sem völ var á og keypti miða á almennu far- rými með flugfélaginu GO til að spara borginni dýrmætan pening... Liðhlaupi? Héraðssamband Vestfirðinga mun í sumar taka í fyrsta sinn þátt í landsmóti UMFÍ segir í héraðs- fréttablaðinu Bæjarins besta á ísa- firði. Mótið er | haldið á Egils- stöðum og munu Vestfirð- ingar taka þátt í fjölda greina. „Við stefnum á að standa okk- ur vel og vera mjög áberandi á mót- inu,“ segir Hermann Níelsson, for- maður undirbúningsnefndar. í heita pottinum er hermt að Hermann, sem reyndar er íþróttakennari og ís- firðingur að uppruna, hafi um langt árabil verið mjög áberandi í starfi ungmennahreyfingarinnar á Egils- stöðum. Þótti hann mikil drifljöður eystra en flutti vestur í fyrra. Sagt er að Austfirðingar muni því gera tilkall til allra hugsanlegra verð- launa HSV á mótinu, enda sé Her- mann liðhlaupi... Öðruvísi mönnum áður brá Og meira af íþróttamálum vestra. Erfiðlega hefur gengið að skrapa saman í knattspymulið í sveitarfé- lögum á norðanverðum Vestfjörð- um undanfarin ár. Endaði þaö með þvi að stofn- að var til Knatt- spyrnubandalags ísafjaröarbæjar og Bolungarvíkur. Enn er uppi krísa því nú gengur illa að finna menn til að stýra bandalaginu. Enn vantar fimmta manninn í stjórn og athygli vekur að enginn þeirra fjögurra sem þegar hafa verið vélaðir til starfans er frá ísafirði en þar eru þrír Bolvíkingar og einn Flateyr- ingur. Þykir þetta nokkur hneisa fyrir isafjörð sem áður skartaði knattspyrnufélögunum Herði og Vestra og fjölda púkafélaga í fót- boltanum. Talið er liklegast að leita verði til fyrrum formanns Vestra, sjálfs „Púka-Péturs“ Sigurðsson- ar, forseta ASV... Kristinn rukkari? Bókstaflega allt er nú undir smá- sjá blýantsnagara úti í Evrópu. Þannig hefur eftirlitsstofnun EFTA í Brússel komist að því að meira að segja bráð- nauðsynlegir ! byggðastyrkir hinnar „mis- virtu“ Byggða- stofnunar séu til margra ára kolólöglegir. í heita pottinum velta menn fyrir sér til hvaða ráða stjórn Byggða- stofnunar gripi. Þykir einsýnt að stjórnarformaðurinn, Kristinn H. Gunnarsson, verði að lúta ægi- valdinu frá Evrópu eða hafa verra af ella. Sagt er að margir styrkþeg- ar bíði nú á milli vonar og ótta um að Kristinn birtist með rukkara- tösku undir hendi að heimta end- urgreiðslu á öllum ólöglegu styrk- veitingunum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.