Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Umsjón: Viöskiptabiaöiö Tap Samskipa 388 mmmm ^ ^ milljonir krona Athafnasvæöi Samskipa viö Sundahöfn Skipafélagiö var rekiö meö 388 milljón króna tapi í fyrra. Forráðamenn félagsins segja ástæöur taprekstrarins einkum óhagsstæöa gengisþróun, hátt olíuverð og haröa samkeppni. Verðbólga á íslandi mun hjaðna - samkvæmt spá OECD Samskip hf. voru rekin með 388 milljóna króna tapi í fyrra. Heild- artekjur Samskipa og dótturfyrir- tækjanna námu á síðasta ári tæp- lega 11,8 milljörðum króna, sem er ríflega 16% aukning frá árinu áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld var 273 milljónir króna. Fram kemur i frétt frá Samskip- um hf. vegna ársuppgjörsins að rekstrarumhverfl flutningafyrir- tækja var mjög erfltt þetta tíunda staifsár Samskipa og í fyrsta sinn frá endurskipulagningu félagsins árið 1994 varð halli af rekstrinum. Helstu ástæður þess voru óhag- stæð þróun gengismála, hörð sam- keppni og hátt olíuverð, auk þess sem kostnaður af umbótum á inn- anlandskerfi félagsins var allur gjaldfærður á árinu. Afkoma tveggja erlendra dótturfélaga var einnig óviðunandi og skipti þar slök afkoma í Vestur-Noregi og Þýskalandi mestu. Á árinu var tekin sú ákvörðun að hætta strandsiglingum og færa innanlandsflutninga á þjóðvegina. Með breytingunni eykst þjónusta við landsbyggðina til muna, flutn- ingstími styttist og umtalsverð hag- ræðing skilar sér í flutningsverði. Einnig sameinuðust BM Flutningar og Flutningsmiðlunin Jónar og var nýja fyrirtækinu valið nafnið Jónar Transport. Fyrirtækið er að öllu leyti í eigu Samskipa og er það stærsta fyrirtækið á sviði alþjóð- legrar flutningsmiðlunar á íslandi. Sömuleiðis tóku Samskip yfir hluta af rekstri DHL á árinu. UPPBOÐ Eftlrtaldar bifreiðir verða boðnar upp á lögregtustöðinni, Þjóð- braut 13, Akranesi, föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 14.00: Ai-107 GÞ-608 HI-911 HJ-649 LU-945 LY-116 MJ-209 SD-290 XT-989 í skýrslu OECD (Efnahags- og framfarastofnun Evrópu) um stöðu og horfur í íslensku efnahagslífi kemur fram að stofnunin telur lík- legt að verðbólga muni hjaðna úr 5% frá fyrra ári, í 4% í ár. Sú for- senda er notuð að baki spánni að gengi íslensku krónunnar haldist óbreytt frá febrúarmánuði 2001 til loka árs. Frá þessu var sagt í Hálf- flmm fréttum Búnaðarbankans. OECD telur að veruleg óvissa sé bund- in við spána og þar skipti mestu hættan á frekari lækkun gengis krónunnar og áhrif þess á raunstærðir og áhrif í fjármálakerf- inu. Viðskiptahallinn tekur sinn toll Segir orðrétt: „Það að geta búið við hinn mikla viðskiptahalla hefur oltið á getu og vilja einkageirans til að halda áfram að auka hröðum skrefum skuld sína í erlendri mynt. Hér er farið að taka í saumana, eins og sjá má á lækkun gengis krónunn- ar aö neðri vikmörkum. Lífeyris- sjóðirnir sem búast við að krónan veikist enn frekar gætu aukið fjár- festingar sínar erlendis. Sjávarút- vegsfyrirtæki hafa orðið fyrir miklu gengistapi af erlendum lánum. Aðr- ir lántakendur, sem ekki njóta mik- illa tekna í erlendri mynt, munu svo hika við að auka gengisáhættu vegna erlendra lána... ...Bankar hafa átt milligöngu um verulegan hluta erlendrar lántöku, en þeir hafa byggt upp eignir í skuldabréfum og hlutabréfum. Þessi staða getur leitt til rýrnuar á efna- hagsreikningi þeirra sem gæti skert aðgang þeirra að erlendu lánsfé. Þrýstingur á gengið gæti haldið áfram af þessum sökum. Þrýsting- urinn gæti jafnvel magnast í ljósi versnandi stöðu, t.d. á mælikvarða gjaldeyrisforða í samanburði við er- lendar skammtímaskuldir.“ Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI UPPB0Ð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Mikill rekstrarbati hjá Skinney-Þinganesi Rekstrarbati Skinney-Þinganes á Hornafiröi var rekiö meö hagnaöi á liönu ári eftir taprekstur áriö 1999. Háteigur 2, Akranesi, þingl. eig. Skúli Garðarsson og Sigþrúður Guðmunda Sig- fúsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóð- ur, Islandsbanki hf., Kirkjusandi, Skelj- ungur hf. og Sturla Þórðarson, miðviku- daginn 25. apríl 2001, kl. 14.00. Fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæk- ið Skinney-Þinganes hf. á Horna- firði var rekið með 68 milljóna króna hagnaði á árinu 2000. Árið áður var 197 milljóna króna tap af rekstrinum. Rekstratekjur Skinneyjar-Þinga- ness hf. á síðasta ári voru 2.003 milljónir króna og drógust sam- an um 16% á milli ára. Rekstr- argjöld lækkuðu þó enn meira, eða um 25%, og námu alls 1.541 milljón. Þá lækk- uðu afskriftir mikið á milli ára og alls var hagn- aður fyrir íjár- magnsliði 103 milljónir króna, samanborið við 171 milljóna króna tap árið áður. Aðrar tekjur voru 296 milljónir og flármagnsliðir voru neikvæðir um 286 milljónir króna nettó. Við þetta bætast svo gjöld af eignarhlutum í hlutdeildarfélagi upp á 45 milljónir króna. Hagnaður ársins varð því 68 milljónir króna en árið 1999 var tap félagsins 197 milljónir króna. Veltufé frá rekstri var 298 millj- ónir króna á móti 186 milljónum árið áður. Árið 2000 er annað rekstrarár Skinneyjar-Þinganess hf. eftir sam- einingu þriggja fiskvinnslu- og út- gerðarfyrirtækja á Hornafirði. í frétt frá félaginu segir að í ársreikn- ingi 2000 megi sjá að jákvæðra sam- legðaráhrifa sé tekið að gæta í rekstri félagsins, en á árunum 1999 og 2000 hefur verið unnið að endur- skipulagningu á rekstri þess og ýmsum skipulagsbreytingum. ^SÝSLUMAÐURINN^AKRANESI Þroskahjálp á Norðurlandi eystra auglýsir: Aðalfundur Þroskahjálpar verður haldinn mánudaginn 30. apríl, kl. 20.00, í húsnæði Þroskahjálpar, Kaupangi við Mýrarveg. Fundarefni: Lögbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórn Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001 I>V Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 2000 mkr. - Hlutabréf 180 mkr. - Ríkisvíxlar 690 mkr. MEST VIÐSKIPTI If» Bakkavör Group 35 mkr. Marel 33 mkr. Pharmaco 19 mkr. MESTA HÆKKUN 1 O Eimskip 3,3% ; O Þorbjörn Fiskanes 2,8% ! O Sjóvá-Almennar 2% MESTA LÆKKUN j o Marel 7,4% i © Skeljungur 2,2% ■ © Grandi 2,1% ÚRVALSVÍSITALAN 1120 stig - Breyting O -0,95% Balkanpharma fær risalán Endurreisnar- og þróunarbanki Evr- ópu (The European Bank for Reconstruct- ion and Development) hefur samþykkt að lána búlgarska lyhafyrirtækinu Balkan- pharma 19 milljónir doilara (um 1,8 miilj- arða króna). Láninu er ætlaö að flýta fyrir og efla uppbyggingu Balkanpharma þannig að fýrirtækið verði fyrr tilbúið tH að mæta kröfúm Evrópusambandsins, en landið er nú með aðildarumsókn í gangi. Lánið verður meðal annars notað til að færa framleiðslutæki og framleiðslulínur fyrir- tækisins í nútimalegra horf þannig að það standist alþjóðlegar kröfur (GMP). Lánið er tahð mikil viðurkenning fyrir bæði Búlgaríu og ekki síst Baikanpharma sem er stærsti lyfjaframleiðandi landsins. Tap hjá Verð- bréfastofunni 43 milljóna kr. tap varð af rekstri Verð- bréfastofunnar hf. í fyrra. Umsvif fyrir- tækisins jukust enn á árinu og var heild- arvelta fýrirtækisins 193 miiljónir kr. og jukust tekjur um 23% á árinu. Tap varð á rekstrinum sem nemur 43 milljónum kr. og munar þar langmestu um óinnleyst gengistap vegna verðbréfaeignar. Hins vegar var veltufé frá rekstri 52 miiljónir kr. og jókst það um 10 milljónir á árinu. Eigið fé fýrirtækisins var í árslok 187 milljónir kr. og hlutafé er 106 miiljónir. Hluthafar í Verðbréfastofunni eru 68 tals- ins. Starfsemi Verðbréfastofunnar bygg- ist sem fyrr á aimennri verðbréfamiðlun, bæði með hlutabréf og skuldabréf. Sá þátt- ur sem vaxið hefur hvað mest í starfsem- inni eru viðskipti með húsbréf, segir í til- kynningu frá fyrirtækinu. Veröbréfastof- an hefur nú í rúm þijú ár selt sjóði Camegie á íslandi, ávöxtun þeirra var mjög viðunandi á síöasta ári. TVeir sjóðir sýndu framúrskarandi ávöxtun þ.e. Medi- cal sjóðurinn og Heilsusjóðurinn. Nýverið var opnuð viðamikil listasýning á vegum Camegie á norrænni samtímalist í Gerð- arsafni. Aðalfundur Verðbréfastofúnnar var haldinn 10. apríl síðastliðinn og var ný stjóm kjörin á aðaifundinum en hana skipa Hilmar B. Baldursson formaður, Gunnar G. Schram, Stefán Gunnarsson, Kristján Gíslason og Kristján Þorbergs- son. Sigurður Valdimarsson stjómarmað- ur lést i janúar sl. og Hallgrímur Guð- mundsson gaf ekki kost á sér til áfram- haldandi stjómarsetu en hann tekur sæti í varastjóm ásamt Magnúsi Kristinssyni. 20.04.2001 kl. 9.15 KAUP SALA Wr'ÍPollar 92,790 93,260 .bÍáPund 134,020 134,710 Kan. dollar 59,950 60,320 iBSlPdnskkr. 11,1710 11,2330 —Norsk kr 10,2730 10,3290 KSsænsk kr. 9,1640 9,2150 H*Hr. maik 14,0169 14,1012 Fra. ftanki 12,7053 12,7816 | JBelg. franki 2,0660 2,0784 j Sviss. franki 54,4300 54,7300 ^bÍHoII. gyllini 37,8185 38,0457 . ""jÞýskt mark 42,6116 42,8676 'ljjít. Hra 0,04304 0,04330 1 '9 1 Aust. sch. 6,0566 6,0930 1 jPort. escudo 0,4157 0,4182 !,YJ.,]Spá. peseti 0,5009 0,5039 1 » ÍJap. yen 0,76110 0,76560 |írskt pund 105,821 106,457 SDR 118,0800 118,7900 Hecu 83,3410 83,8418 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.