Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 20
24 BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Athafnasvæði Eimskips við Vatnagarða í Sundahöfn. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi athafnasvæðis Eimskips við Vatnagarða í Sundahöfn. Skipulags- svæðið afmarkast af Korngörðum, Klettagörðum að norðvestan, Vatnagörðum að suðvestan, Sægörðum að suðaustan og Kleppsbakka og Sundabakka að norðaustan. Tillagan gerir ráð fyrir ýmsum breytingum á svæðinu s.s. breikkun Sundabakka, breytingum á lóðafyrir- komulagi og byggingarreitum, breytingum á umferðarkerfi m.a. á mótum Klettagarða og Sundagarða. Tillagan gerir og ráð fyrir niðurrifi Sundaskála 1-2 og byggingu stórrar vöruskemmu/- vöruhótels (sem orðið getur um 30 þús. m2 að grunnfleti) við Vatnagarða svo eitthvað sé nefnt. Álfheimar 74, Glæsibær, tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi lóðar verslunar- miðstöðvarinnar Glæsibæjar að Álfheimum 74. Skipulagssvæðið afmarkast af Gnoðavogi í norðaustur, Álfheimum í suðaustur, Suðurlandsbraut í suðvestur og Engjavegi í norðvestur. Tillagan gerir m.a. ráö fyrir að lóð verslunar- miðstöðvarinnar stækki í átt að Engjavegi. Byggt verði 3-8 hæða verslunar- og þjónustuhús á norðvesturhluta lóðarinnar (þ.e. við Engjaveg) ásamt bílgeymslu fyrir 361 bíl. Jarðhæó núverandi byggingar stækki í norðaustur og byggð verði inn- dregin hæð ofan á hluta hennar svo það helsta sé nefnt. Árkvörn 6, Ártúnsskóli, breyting á deiliskipulagi Ártúnsholts og Árbæjarsafns. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ártúnsholts annars vegar og deiliskipulagi safna- svæðis Árbæjarsafns hins vegar. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að stækka lóð Ártúnsskóla að Árkvörn 6 um u.þ.b. 2000 m2, minnka safnasvæði Árbæjarsafns um 1200 m2 og grænt svæði á milli lóðanna um 800 m2, heimilt verði að auka byggingarmagn á sunnanverðri skólalóðinni um 1000m2, á einni til tveimur hæðum. Viðbyggingar mega ekki rísa hærra en núverandi skólahús. Tillagan gerir ráð fyrir að bílastæðum við skólann fjölgi í samræmi við aukið byggingarmagn. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 -16.00 frá 20. apríl til 18. maí 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 1. júní 2001. Sérstök athygli er vakin á því að þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 20. apríl 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur g^Smáauglýsingar byssur, feröalög, feröaþjónusta, fyrir feröamenn, fyrir veiöimenn, gisting, golfvörur, heiisa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útilegubúnaöur...tÓlT1StuncIÍl‘ Essa Skoðaöu smáuglýsingarnar á VÍSÍI*.ÍS 550 5000 ______________________________________________________FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001 Tilvera DV Dómnefndin var aö sjálfsögöu skipuö valinkunnum fagur- kerum enda ekki á hvers manns færi aö gera upp á milli ungmeyja sem eru hver annarri fegurri. Sjómaður í verkfalli Kjartan Múli yngri frá Vestmannaeyjum notaöi tækifæriö meöan báturinn liggur bundinn viö bryggju til aö kíkja á keppnina. Hér er hann ásamt starfsmanni Broadway. Fögur fljóð á Broadway - Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur 2001 Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur I flokki kvenna fór fram með við- höfn á skemmtistaðnum Broadway að kvöldi síðasta vetrardags. Þar atti friöur flokkur ungmeyja kappi um hver þeirra bæri af öðrum í feg- urð og yndisþokka og þótti keppnin fara vel fram í alla staði. Eins og vera ber hlaut ein að lokum sigur í keppninni og heitir sú Ragnheiður Guðnadóttir og er 21 árs Reykjavík- urmær og mun hún vera fulltrúi Reykjavíkur í keppninni um feg- urstu stúlku Islands sem fram und- an er. Pallí einn á sviðinu Páll Óskar Hjálmtýsson skemmti áhorfendum í hálfleik meö söng. DV-MYNDIR EINAR J. Fráfarandi drottning Anna Lilja Björnsdóttir, feguröardrottning Reykjavíkur áriö 2000, ásamt unnusta sínum, Berki Bjarnasyni. Einbeittur keppandi Stúlkurnar þurftu meöal annars aö koma fram í baöfötum. Gert út á glæsileikann Á endasprettinum komu keppendur fram í viröulegum síðkjólum. Nýir stólar í Dómkirkjunni: Biskupsstóll og fjórir kórstólar Dómkirkjan í Reykjavik á sér marga góða vini og velunnara sem hafa í gegnum árum gefið kirkj- unni íjölmargar gjafir. Meðal velunnara kirkj- unnar eru Bent Scheving Thorsteinsson og eigin- kona hans, Margrét Schev- ing Thorsteinsson. í messu á páskadagsmorg- un tóku prestar Dómkirkj- unnar við gjöf frá þeim hjónum, nýjum biskups- stól og tjórum nýjum kór- stólum, og var þeim hjón- um þökkuð gjöfin. Stólarn- ir eru hannaðir af Stefáni Snæbjörnssyni innanhúss- arkitekt. Nyir stolar Séra Hjálmar Jónsson og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson tóku viö nýjum stólum í Dóm- kirkjuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.