Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001 DV__________________________________________________________________________________________________Neytendur Háaleitisbraut 68 • Sími 568 4240 Tilvalin sumargjöf Postsendum nsTuno vélin inniheldur og setja á bannlista þær síður sem loka á aðgang barna eða merkja þær sem barnvænar. Þessi aðferð takmarkar fjölda þeirra síða sem hægt er að skoða en tekur mikinn tíma. Netið er síbreytilegt og aldrei er mögulegt að fara yfir allt það efni sem bætist við daglega og því töluverðar líkur á að ein- hverjar síður sleppi í gegn. Merktar síöur Þriðja leiðin hefur verið við lýði í nokkur ár en hún virkar þannig að eigendur vefsíðunnar merkja inni- hald hennar. Því geta þeir sem ekki vilja síður með tilteknu efni, eins og klámi, eiturlyfjum, vopnum eða áfengi svo dæmi séu tekin, lokað fyr- ir að þær síður birtist á tölvunni hjá þeim. Þennan filter er hægt að fmna á Internet Explorer frá Microsoft en einn og sér þykir hann ekki virka nægilega vel þar sem ekki nærri all- ar síður eru merktar með þessum hætti. Þó er hægt að stilla þennan filter þannig að hann loki einnig á allar síður sem ekki eru merktar en þar með er búið að útiloka svo stór- an hluta Netsins að það gagnast ekki sem skyldi. Þessar merkingar verða heldur aldrei betri en þeir aðilar sem eiga síðumar og nokkuð er um síður sem eru rangt merktar. Hver þessara leiða er hest? Um það er ekki gott að segja en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hætturn- ar sem leynast fyrir börnin á Net- inu og hvernig best er að forðast þær er bent á síðuna www.safekids.com en þar er að finna ágætis upplýsingar um þessi mál. -ÓSB legar afleiðingar í ljósi stóraukinnar notkunar ým- issa náttúruefna segir svæfmga- læknir við FSA brýnt að ræða við sjúklinga um notkun og hugsanleg- ar auka- og eiturverkanir slíkra efna, fyrir skurðaðgerðir. Sum al- gengustu fæðubótarefnin geti t.d. haft áhrif á blóðflögur og starfsemi þeirra. Neysla efnanna fyrir deif- ingu/svæfingu og skurðaðgerð geti haft alvarlegar afleiðingar m.a. vegna blæðingatilhneiginga. Meðal annarra áhrifa eru hjartsláttartrufl- anir, lengd áhrifa svæfingarlyfja og truflun á saltbúskap líkamans. Þannig er t.d. mælt með að notkun náttúruefna sé hætt a.m.k. tveim vikum fyrir skurðaðgerðir í upplýs- ingabæklingi fyrir bandaríska svæf- ingarlækna. Á ársþingi skurðlækna, svæfinga- og gjörgæslulækna (5. og 6. apríl) ræddi Girish Hirlekar, læknir á svæfinga- og gjörgæslud FSA, um þessi efni. Meðal efna sem hér um ræðir eru; ginseng, gingo biloba, efedrín, hvítlaukur, engifer, freyspálmi, sólhattur, Jóhannesar- jurt, baladrian og fleiri. Þótt Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin hafl við- urkennt notagildi og öryggi þessara efna segir Girish hins vegar lítið hafa verið rætt um auka- og eitur- verkanir þeirra og þá sérstaklega í sambandi við svæfmgar og skurðað- gerðir. í viðtölum við sjúklinga spyrji læknar sjaldan um notkun náttúruefna. Sjúklingar haldi því oft að þau geti ekki haft nein skað- leg áhrif á líkamann og telji í lagi að taka þau með hefðbundnum lyfjum sem í sumum tilvikum getur hins vegar verið varasamt eins og að framan greinir. -hei Notkun náttúruefna skal hætt 2 vikum fyrir skurðaögerð: Geta haft alvar- Tölvunotkun barna: Leiðbeiningar fyrir foreldra Með þvi að stunda virkt eftirlit og taka með því ábyrgð á netnotkun barna sinna, geta foreldrar minnk- að þá hættu sem getur fylgt því að vera á Netinu. Hér eru nokkrar reglur sem geta komið sér vel fyrir fjölskyldur að hafa. Þær eru teknar af vefsíðunni www.safekids.com sem er góður upplýsingabrunnur fyrir foreldra um umgengni barna við Netið. * Gefið aldrei upplýsingar á opnum spjallrásum sem gera við- mælandanum kleift að vita hver þið eruð. Meðal upplýsinga sem ekki eiga heima á spjallrásum eru heim- ilisfang, nafn skóla eða símanúmer. Ef þið viljið koma þessum upplýs- ingum til einhvers sem þið þekkið og treystið notið þá tölvupóst sem viðtakandinn einn getur séð. Gefið heldur ekki persónulegar upplýs- ingar um aldur, hjúskaparstöðu eða fjárhagslega stöðu. Notið ekki ykk- ar rétta nafn. * Leyfið aldrei börnum að hitta fólk sem þau hafa kynnst á spjall- rásum nema á fjölfórnum stað og í fylgd með foreldrum. * Svarið aldrei skilaboðum sem eru dónaleg, fela í sér hótun eða koma illa við ykkur á einhvem hátt. Hvetjið börnin ykkar til að segja ykkur frá ef þau fá slíkar sendingar og tilkynnið þær til fyrir- tækisins sem þið eruð með teng- ingu hjá. * Ef þið verðið vör við dreifingu á barnaklámi látið þá lögregluna og netfyrirtækið vita. * Munið að þeir sem eru á spjallrásum geta blekkt og eru ekki alltaf það sem þeir líta út fyrir að vera. Þar sem þið getið hvorki séð né heyrt þann sem spjallað er við er auðvelt að blekkja. Þvi getur ein- hver sem gefur til kynna að hann sé 12 ára stúlka í raun verið fertugur karlmaður. * Setjið skynsamlegar reglur varðandi netnotkun barna ykkar. Ræðið þær og hengið upp nálægt tölvunni til að börnin muni eftir þeim. Fylgið því eftir að reglurnar séu virtar, sérstaklega þegar kemur að þeim tíma sem börnin mega vera við tölvuna. Of mikill tími á spjall- rásum, sérstaklega á kvöldin, getur falið í sér hættu. * Tölvur og Netið ætti ekki að nota sem barnfóstru. * Gerið netskoðun að einhverju sem fjölskyldan gerir saman. Til að svo megi verða er gott að staðsetja tölvuna á stað þar sem fjölskyldan dvelur mikið saman, eins og í stofu eða sjónvarpsholi frekar en í barna- herbergjum. P’’ Lagerútsala á íþrétta-tg fótbottaskóm Diadora -f ótboltaskór Margar geröirí barna-og , , fuiiorðinsstœrðum Diadora-iþrottaskor Verö frá kr. 1.000 Margar geröir 1 barna'og fullorðinsstœrðum Verö frá kr. 900 3000 haturssíður Þó aðeins 2% af heimasíðum inni- haldi kynlífstengt efni þá er auðvelt að nálgast það í gegnum stóru leit- arvélarnar. Ekki þarf að taka sér- staklega fram að verið sé að leita að sliku efni, prófið að slá inn leitarorð eins og „bambi“ eða „baby“ og nokkuð víst er að eitthvað af þeim síðum sem upp koma innihalda efni sem ekki er ætlað börnum. Klám er þó ekki hið eina sem foreldrar vilja halda frá börnum sínum því á Net- inu eru um 3000 síður sem boða hat- ursfulla kynþáttafordóma og aðrar síður mæla með eiturlyfjanotkun og svindli hvers konar, nú eða kenna börnum að búa til sprengjur. Það eru fyrst og fremst foreldrar og forráðamenn barna sem bera ábyrgð á netnotkun barna sinna. Það er best gert með því að vera ætíð viðstaddur þegar börnin eru á Netinu, en þvi miður er ekki alltaf hægt að koma því við. Nú eru tölvu- ver i flestum skólum, börnin fara á Netið hjá félögunum og foreldrar geta ekki alltaf verið vissir um að einhver fullorðinn hafi eftirlit með þeim þar. Lokað á óæskilegar síður í dag eru nokkrar leiðir færar til að halda óæskilegu efni frá börnum. Ein af þeim er að fjárfesta í hugbún- aði sem skoðar innihald vefsíða og kemur í veg fyrir að hægt sé að birta síður með efni sem foreldrar setja spurningarmerki við. Mörg þessara forrita virka nokkuð vel, það er þó misjafnt, en hafa þó einn stóran galla. Þar sem þau skanna efni síðu og banna hana ef á henni eru tiltekin orð eða orðasambönd þá kemur oft fyrir að lokað er á síður sem innihalda algjörlega saklaust efni en orðin koma fyrir. Einnig eru sum þessaraTorrita þannig gerð að þau strika yfir bönnuð orð en birta allar myndir eða öfugt. Sumar leitarvélar láta starfsfólk sitt fara yfir efni vefsíða sem leitar- Foreldrar geta vakt- að netnotkun barna - með ýmiss konar hugbúnaði Móðir nokkur sem hef- ur nokkuð virkt eftirlit með netnotkun sonar sins kíkti i tölvuna um daginn og fór inn á nokkrar af þeim síðum sem hann hafði verið á. Þá kom í ljós að inn á milli íþróttasíðnanna voru nokkrar kynlífs- eða klámsíður. Hún kallaði drenginn til sín og spurði hvernig stæði á því að hann væri að skoða síður sem klárlega væru á bannlista á heimilinu. Svörin sem hún fékk komu á óvart því strákur- inn hélt því statt og stöðugt fram að þessar síður hefðu komið upp þegar hann leitaöi að íþróttaefni. Til að sanna mál sitt sló hann inn nokkur leitarorð sem virkuðu sakleysisleg og tengdust flest fótbolta og tilteknu liði i Bretlandi. Og viti menn, upp komu svæsnar klámsíður. Þeir sem reka þessar síður nota leitarorð tengd áhugamálum táninga og reyna greinilega að ná sér í viðskiptavini, eða áhorfendur úr þeim ald- urshópi, að því efni sem þeir bjóða. Börn og tölvur Erfítt getur veriö að koma í veg fyrir að óæskilegt efni veröi á vegi barnanna á ferö þeirra um Netiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.