Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001 Tilvera I>V lí f iö EFTIR V I N N U Hljómborða- kvöld í Nýló Vefritið Kistan og Nýlistasafn- ið standa fyrir hljómorðakvöldi í Nýlistasafninu klukkan 20.00 þar semfram koma Berglind Ágústs- dóttir, Bragi Ólafsson, Didda, Einar Már Guðmundsson, Elísa- bet Jökulsdóttir, Kristín Ómars- dóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Margrét Lóa og Gímaldin, Mar- lon Pollock, Megas og félagar og Michael Pollock. í „hljómorðum“ felst upplestur á prósa, ljóðum eða prósaljóðum, gjarnan meö undirspili (söngur þó ekki útilok- aðurj.Aðgangseyrir er kr. 500. Leikhús ■ BLUNDUR & BLASYRA Leikritið Blúndur & blásýra eftir Joseph Kesselring verður sýnt í kvöld klukk- an 20 á Stóra svlði Borgarleikhúss- Ins. ■ KONTRABASSINN Einleikurinn Kontrabassinn eftir Patrlck Súskind veröur sýndur klukkan 20 í kvöld í Borgarlelkhúsinu. Ellert A. Ingi- mundarson leikur og leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. ■ JÁ, HAMINGJAN Leikritiö Já, hamingjan eftir Kristján Þórö Hrafnsson verður sýnt klukkan 20.30 í kvöld á Litla svlöi Þjóöleik- hússins. ■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritið Meö fulla vasa af grjóti eft- ir Marie Jones verður sýnt í kvöld kl. 20 á Stóra svlöi Þjóöleikhússlns. Uppselt. ■ VÍST VAR INGJALDUR Á RAUP- UM SKOM Ahugamannaleikhúsiö Hugleikur sýnir í Tjarnarbíói verkiö Vist var Ingjaldur á rauöum skóm eftir þær Hjórdísi HJartardóttur, Inglbjörgu HJartardóttur og Sigrúnu Oskarsdóttur í ieikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. Miðapantanir í síma 551 2525 og sýningin hefst klukkan 20. Klúbbar ■ DJ. MAESTRO A 22 Brazllíska taktráöiö, í góöri samvinnu viö Null- einn.is og Breakbeat.ls, stendur fyr- ir alvöru búgalú-partýi á Café 22. Krár ■ BÓTNLEÐJÁOGSfJORNUKISI Botnleöja er komin aftur í bæinn eftir nokkra fjarveru og heldur ijúk- andi tónleika meö vinum sínum í Stjörnukisa.. Sveitin ■ HALFT I HVORU A ODDVITAN- UM Gleðisveitin Hálft í hvoru leika fyrir Akureyringa og aðkomufólk á Oddvitanum, Akureyri í kvöld. Það er óhætt aö reikna með góöu stuði eins og alltaf þegar þeir Eyjólfur, Ingi, Gunnar, Orvar og Bergsveinn stíga á sviö. ■ SKUGGABALDUR Á H-BARNUM Diskórokktekiö og plötusnúðurinn Skuggabaldur sér um fjörið á H- barnum, Akranesi. 500 kall inn frá miönætti. ■ SÆLUSVEITIN Á VIÐ POLLINN Þaö er eintóm sæla og hamingja á Viö pollinn, Akureyri, vegna Ijúfra tóna Sælusveitarinnar. ■ SÓLDÖGG Á BREIÐINNI Rokkbolt arnir í Sóldögg sjá um fjörið á Breiðinni, Akranesi. ■ SÓLON Á HM KAFFI Hljómsveit- in Sólon skemmtir gestum og gang- andi á HM Kaffi, Selfossi. Erlendur meö þær Margréti og Birnu til hvora til sinnar handar „ Viö íslendingar náum alls staöar aö frekjast í gegn!“ Þau gera það gott í leiklistinni í London: DV-MYND INGÓ Valin í aðalhlutverkin Þrír íslenskir leiklistarnemar, Er- lendur Eiríksson, Margrét Kaaber og Bima Hafstein, munu útskrifast í vor frá Arts Ed. School of Acting i London eftir þriggja ára nám og hafa þau öll verið valin i stór hlutverk í loka- stykkjunum. „Við íslendingar náum alls staðar að frekjast í gegn,“ sagði Erlendur hlæjandi er hann var tekinn tali í páskafríinu. „Við Bima fengum aðalhlutverkin hvort í sínu stykkinu, ég í Man from la Mancha og Bima í Mother Courage eftir Brecht. Margrét fékk líka stórt hlutverk í því síðar- nefnda," sagði hann þegar hann var inntur nánar eftir frama þeirra þre- menninga. Sló í gegn meö Sofðu unga ástin mín Erlendur segir um fimmtíu manns vera í útskriftarhópnum. Allir komist þeir á svið í fjórum lokaverkefnum en auðvitað sé keppni um bestu hlutverkin. „Það koma utanaðkomandi leikstjórar til að stýra þessum lokastykkjum og þeir velja í hlutverkin. Við gerðum prufur að öllum verkunum, fluttum einþáttunga og svo sungum við fyr- ir þá,“ sagði Erlendur. „Ég söng Sofðu unga ástin mín, án undirleiks og það sló í gegn,“ segir hann og brosir. Það mun líka vera eins gott fyrir Erlend að geta haldið lagi því Man from la Mancha er söngleikrit, að hans sögn. „Ekki beint söngleik- ur því það er svo mikið leikið í því, heldur líkast eins og Litla hryllings- búðin," segir hann til útskýringar og bætir við að verkið hafi fengið Tony-verölaunin þegar það hafl ver- ið sýnt á Broadway. Skólinn elnn af fjórum bestu í Bretlandi Skólinn sem þremenningarnir nema við, Arts Educational School of Acting, var nýlega valinn einn af fjórum bestu leiklistarskólum í Bretlandi af National Conference of Drama Schools. Erlendur segir skól- ann fyrirtaks útungunarstöð fyrir góða leikara og að dvölin þar síð- ustu þrjú árin hafi verið yndislegur tími. Verkefni næstu vikna hjá hon- um og hinum útskriftarnemunum eru sýningar fyrir umboðsmenn og leikstjóra á ýmsum prufum úr leik- ritum og kvikmyndum. Síðan taka æflngar á lokaverkefnunum við en þau verða sýnd dagana 21.-25. júní. „Ég vildi gjarnan senda boðskort til allra íslendinga," segir Erlendur kátur og þar með var hann aftur floginn út til London. -Gun. Bíógagnrýni Þrjóskur kafari Regnboginn/Bíóhöllin - Men of Honor ★ ★ Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísl.is Robert De Niro og A1 Pacino hafa löngum verið taldir fremstir meðal kvikmyndaleikara í Hollywood og hafa á löngum ferli getað valið væn- legustu bitana þegar kemur að list- rænu gildi hlutveka og hvað reynir mest á leikarann. A1 Pacino hefur haldið sínu striki og alltaf má reikna með einhverju bitastæðu þar sem hann er til staðar. Því miður er öðruVísi farið meö Robert De Niro og má'kannski segja að hann sé enn eitt fórnarlamb gullkálfsins. Eftir að hann setti á stofn framleiðslufyrir- tækið Tribeca snemma á tíunda ára- tugnum hefur hann með árunum fjölgað hlutverkum og er dóm- greindin eitthvað farin að bregðast og nú koma meðalmyndir þar sem honum er skartað nánast á færi- bandi. Þessa dagana eru í kvik- myndahúsum höfuðborgarinnar þrjár kvikmyndir þar sem hann leikur hlutverk, sem ég er viss um að hann hefði ekki litið við fyrir tíu til flmmtán árum. Men of Honor er ein þessara mynda, hinar eru Fifteen Minutes og the Adventures of Rocky and Bullwinkle. I Men of Honor leikur hann harðjaxlinn Billy Sunday, mikla rembu með óbilandi traust á sjálfum sér. Sunday er kafari í flot- Nýliðar fá yfirhalningu Robert De Niro í hlutverki kafarns Billy Sunday, sem þjálfar nýliöa. anum og þegar hann neyðist til að hætta köfun er hann settur yfir skóla fyrir verðandi kafara í sjó- hernum. í þessum skóla hefur eng- inn svartur nemandi komiö fyrr en Carl Brashear (Cuba Gooding jr.) fær inngöngu eftir að hafa sent fjölda umsókna. Sunday er ekki að- eins strangari en aUir aðrir kennar- ar, heldur hatar hann negra og er ákveðinn í að sjá tU þess að Brashe- ar nái aldrei prófl. Það sem hann reiknar ekki með er að Brashear hefur viljastyrk og þrjósku á við tíu manns og neitar að gefast upp hvort sem er í skólanum eða siðar þegar á að setja hann tU hliðar. Men of Honor er að sumu leyti ágæt spennumynd með kjarnyrtum texta og gott dæmi um hvað mann- skepnan þolir og lætur bjóða sér, sérstaklega í ljósi þess að um sanna sögu er að ræða. í dag er viðurkennt að þrjóska og dugnaður Brashear gerði það að verkum að margar dyr opnuðust fyrir svarta kynstofninn i Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. bandaríska hernum, dyr sem voru lokaðar áður. GaUar í myndinni eru samt jafnmargir og kostirnir og þar vegur þyngst hversu langdregin hún er. Það er stundum verið að gera úlfalda úr mýflugu. Hetjuskap- ur Brashear hefur örugglega verið mikill, en öllu má nú ofgera. Ef þetta er lýsing á ævi hans þá er eins og maðurinn hafi ekki mátt hreyfa sig án þess aö sýna einstaka skap- festu, hetjudáð og prúðmennsku. Cuba Gooding jr. leikur Brashear og er ábúðarfullur og traustvekj- andi og nær ágætum tökum á per- sónunni hvort sem hann þarf að sýna hvað í honum býr eða þegar hann veit að þrjóska hans er að bitna á fjölskyldunni. Það er einnig kraftur í Robert De Niro, sérstak- lega þegar hann er að úthúða nem- endum sínum og lýsa fyrirlitningu sinni á Brashear. Þetta er nú samt aðeins enn eitt hlutverkið sem De Niro getur leikið hugsunarlaust. Leikstjóri: George Tillman jr. Handrit: Scott Marshall Smith. Kvikmyndataka: Anthony B. Richmond. Tónlist: Mark Ish- man. Aðalleikarar: Robert De Niro, Cuba Goodingjr., Charlize Theron, Aunjanue Ellis og Hal Holbrook.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.