Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 28
 l r -v FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 DV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON. Miklar skemmdir Hér mátti litlu muna að illa færi þegar bátur keyrði á annan. Bátur nær sokk- inn viö ásiglingu DV. ÓLAFSVÍK: Litlu munaði að trillubáturinn Leif- ur RE 220 sykki við Öndverðamesið á síðasta vetrardag. Eigandi Leifs RE var að skaka þegar trilian Magnús HF sigldi á Leif RE á um 12 sjómílna ferð bakborðsmegin fyrir aftan miðju en þar er vélarrúmið. Magnús skar byrð- ing Leifs neðan sjólínu og alveg upp enda fór Magnús nær hálfur upp á Leif og rann síðan niður af honum að aftan. Mikill sjór kom í vélarrúmið á Leif en Magnús tók hann strax í tog og dró hann inn til Rifshafnar. Til öryggis kom slysavamabáturinn Björg frá Rifi á móti þeim en ætlunin var að hún tæki Leif í tog. Þegar í Rifshöfn kom sökk Leifur að aftan. Einn maður var á hvorum bát en þeir slösuðust ekkert en litlu mátti muna. -PJ Auðmjúkur söngvari í Helgarblaði DV á morgun er ítar- legt viðtal við Geir Ólafsson „Iceblue", söngvara og steppara. Geir fer sínar eigin leiðir í tónlistinni og segir hreinskilnislega frá sigrum og ósigrum, ástinni og framtíðinni. DV bregður undir sig ljóðfætinum í tilefni af viku bókarinnar og heimsækir einnig útskriftarhóp leiklistarnema sem æfa lokaverk sitt í Hafnarfirði. Fjallað er um skólamál í Eyjafirði, baksvið Thermo Plus-gjaldþrotsins á Suðurnesjum og rætt við Jóhann Inga Gunnarsson sálfræðing sem er að kenna Euruvision-fórunum íslensku að hugsa eins og sigurvegarar. DV-MYND E.J. Landsmenn fögnuöu sumri í gær í blíöviðri um allt land og var hátíðahald með hefðbundnum hætti víöast hvar Skátamessur settu svip á daginn í Reykjavík og skrúðgöngurnar voru á sínum staö í dagskránni. Grunur lögreglu í óvenjulegu fíkniefnamáli: Skipulag innflutn- ings frá Litla-Hrauni - Guömundur Ingi Þóroddsson og kókaínsmyglari höfuöpaurar Guðmundur Ingi Þórodds- son, maður sem í júlí síðast- liðinn var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir að hafa verið höfuðpaur í flkniefnamáli tengdu 3.850 e-töflum, var á miðvikudag úrskurðaður í 2ja vikna gæsluvarðhald, grunað- ur um að vera - sem fangi á Litla-Hrauni - aðalskipuleggj- andi í öðru máli sem fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavik er nú að rannsaka. Málið er það umfangsmikið og alvarlegt að lögreglan fékk tvo aðra menn, þar af annan fanga, úrskurðaða í gæslu- varðhald. Mjög óvenjulegt er að lögreglan fari austur á Litla-Hraun og hand- taki þar fanga, og ekki bara einn heldur þrjá. Tveir þeirra eru nú komnir í einangrun. Lögreglan lagði hald á tölvu og fleiri muni tengda luuuuiuiuju. Fangar mega ekki vera með gsm-síma og eiga ekki að geta verið í tölvupóstsambandi. Hins veg- ar hafa langtímafangar, eins og Guðmundur Ingi, greiðan aðgang að síma og eiga rétt á reglulegum heimsóknum. Tveggja vikna úrskurður bendir eindregið til að um mikið magn sé að ræða en lögregla getur ekki upplýst það strax né hvaða tegund sé um að ræða. Ástæða þess að lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir fongun- um er sú að með því móti fara þeir í einangrun vegna rannsóknarhags- muna. Sú einangrun mun ekki drag- ast frá afplánunartímanum. Fang- amir em því í raun í aukarefsingu. Guðmundur Ingi var sá sem sagði lögreglu haustið 1998 frá Kio Briggs þegar þeir bjuggu báðir á Benidorm á Spáni. I lok árs 1999 var Guðmund- ur Ingi hins vegar handtekinn og síðan ákærður fyrir að vera höfuð- paurinn í framangreindu e-töflumáli þar sem 7 ungmenni voru sakfelld með honum. Einn þeirra, sem einnig er fangi á Litla-Hrauni, handtók lög- reglan einmitt í fangelsinu í fyrra- dag. Hans þáttur er ekki talinn af- gerandi í „nýja fangelsismálinu" og var ekki krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Þriðji maðurinn, Hafnfirðingur á þrítugsaldri, sem situr inni fyrir að hafa flutt 630 grömm af kókaíni frá Mexíkó rétt fyrir jól 1998, er hins vegar grunaður um að vera aðal- skipuleggjandi með Guðmundi Inga í fangelsismálinu. Sá þriöji, sem handtekinn var á pósthúsinu í Breiðholti, á miðvikudag hefur áður komið við sögu fíkniefnalögreglu. -Ótt Guðmundur I. Þóroddsson. Hurðum skellt í Karphúsinu: Minni líkur en áður á lögum - segir sjávarútvegsráðherra „Þessi uppákoma milli deiluaðila í sjómannaverk- fallinu er slæm en hún kem- ur ekki á óvarf‘ segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráöherra um þá uppákomu sem varð í Karphúsinu í gær þegar upp úr samningavið- ræðum í sjómannaverkfall- inu slitnaði með hvelli, hurðum var skellt og sátta- semjari sleit fundi, segir deiluaðila hafa fjarlægst hverja aðra og enga ástæðu að boða til samningafundar við óbreyttar að- stæður. „Ég skil það sjónarmið mæta vel að fólki sé farið að finnast fullreynt á milli þessara manna en eins og ég hef margítrekað sagt þá leysir eng- inn þessa deilu nema þeir sjálfir, allt annað er bara frestur og einhvern tíma verða menn að taka sig saman í andlitinu og kom- ast að niðurstöðu. Það er ekki hægt að treysta á það að Alþingi grípi alltaf inn í og setji niður samninga þegar menn ná sjálfir ekki samningum." - En þú hefur líka sagt að menn hafi ekki til þess ótakmarkað- an tíma að ná samkomulagi. „Já, það er alveg rétt, það getur enginn ráðherra afsalað sér þeim möguleika að leggja fram frumvarp um slíkt á Alþingi en miðað við það sem nú hefur gerst í deilunni þá er það erfiðara en áður að leggja fram slíkt frumvarp. Svona uppákoma eykur ekki líkurnar á því að það sé lagt fram frumvarp en sýnir að þeir verða að leysa þetta sjálfir. Þeir verða bara að átta sig á því að þeir verða að ná saman.“ - Þannig að þú ert harðari en áður á því að setja ekki lög til að leysa deiluna?. „Þetta er sama afstaðan og mér fmnst þessi uppákoma undirstrika hana. Deiluaðilar eru komnir ákveðið langt í þessum samningum en samt ekki nógu langt og það ger- ir alla aðkomu löggjafarvaldsins miklu flóknari en undanfarin ár. Ef sáttasemjari treystir sér ekki til að leggja fram miðlunartillögu hvernig á þá að vera hægt að setja samninga með lögum?“ -gk Erlendur ferða- maður fótbrotn- aði í Esjunni Englendingur, sem var í fjall- göngu i Esjunni ásamt félaga sín- um, datt og fótbrotnaði í kletta- belti fjallsins á fimmta tímanum í gærdag. Fjöldi manna tók þátt í björg- unaraðgerðunum, því ásamt lög- reglunni í Reykjavík og neyðar- sveit slökkviliðsins komu sex björgunarsveitir skipaðar fjall- göngumönnum á staðinn og að- stoðuðu við að koma manninum niður af fjallinu. Fjallabifreið slökkviliðsins ók langt upp eftir vegslóða í hlíðum Esjunnar og gengu slökkviliðs- menn auk annarra björgunar- sveitarmanna á slysstað. Klukkan 19.20 var Englendingurinn kom- inn á börur og létu björgunar- menn hinn slasaða síga á börun- um niður klettabeltið. Maðurinn var kominn niöur af fjallinu skömmu fyrir klukkan 20 og ók fjallabifreið slökkviliðsins hon- um á slysadeild. -SMK Reykjavík: Eldur í Málm- steypunni Slökkviliöið á höfuðborgar- svæðinu var kallað að Málm- steypunni við Skipholt að kvöldi síðasta vetrardags vegna elds sem kviknaði þar innandyra. Að sögn talsmanns slökkviliðsins var eld- urinn staðbundinn og olli litlum skemmdum, en hann kviknaði út frá heitum málnii sem hafði lekið niður á gólf. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Auk þess var slökkviliðið kall- að að sinueldi í Öskjuhlíð um klukkan 22.30 í gærkvöldi. Greið- lega gekk að slökkva eldinn, sem olli litlum gróðurskemmdum, en að sögn slökkviliðsins hefði getaö farið illa þar sem eldurinn kom upp inn á milli trjáa. -SMK Stórhöfði: Hraðbanki skemmdur Skömmu fyrir klukkan 7 í morgun var lögreglunni í Reykja- vik tilkynnt um eignaspjöll á hraðbanka á Stórhöfða. Þar virð- ist sem einhverjum hafi mislíkað þjónustan sem boðið var upp á því sá hinn sami hafði farið inn í aðstöðu hraðbankans og brotið þar og bramlað. Öryggismynda- vélar eru staðsettar í hraðbönk- um og er lögreglan með málið í rannsókn. -SMK Lampar til fermingargjafa m Tgft " Rafkaup Ármula 24 • sími 585 2800 U brother P-touch 9200PC Prentaöu merkimiða beint úr tölvunni Samhaeft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport 4 4 i i 4 i i 4 í i i i i i i 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.