Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001 DV Fréttir Gjaldþrot Thermo Plus dregur dilk á eftir sér: Hriktir í undirstöðum Hvítasunnuhreyfingarinnar - mikil reiði meðal safnaðarmeðlima sem hvattir voru til hlutabréfakaupa Thermo Plus í Keflavík Þaö sem átti að veröa nýsköpun og lyftistöng í atvinnumálum skekur nú kristilegt samféiag hvítasunnumanna á íslandi. Hart hriktir nú í Hvítasunnu- hreyfingunni á Islandi eftir hundruð milljóna króna gjaldþrot Thermo Plus á íslandi. Ljóst þykir að fjöldi fólks innan hreyfingarinnar tapar miklum fjármunum og sumir ramba á barmi gjaldþrots eftir að hafa látið glepjast af fagurgala áhrifamanna í söfnuðinum um ágæti þess að fjár- festa í kælitækjafyrirtækinu Thermo Plus í Reykjanesbæ. Hinrik Þorsteinsson, forstöðu- maður Hvítasunnusafnaðarins í Kirkjulækjarkoti, var stjórnarfor- maður í Thermo Plus um hríð eða allt þar til Pétur Reimarsson var settur í þá stöðu skömmu fyrir gjald- þrotið. Mjög var litið upp til Hinriks sem viðmælendur blaðsins segja að hafi löngum verið talinn slyngur peningamaður. Undir hans stjórn var m.a. búið að byggja um gríðar- mikla samkomuaðstöðu í Kirkju- lækjarkoti og koma upp samkomu- húsi sem áður hýsti tívolí í Hvera- gerði. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV tapar Hinrik stórum upphæðum á þessu gjaldþroti. Það sem þó þykir öllu verra innan raða hvitasunnumanna er að Hinrik er sagður hafa lagt hart að safnaðar- meðlimum að grípa tækifærið til að ávaxta sitt pund með kaupum á hlutabréfum í Thermo Plus. íterkað hefur verið reynt að ná sambandi við Hinrik í síma, en án árangurs. Samkvæmt heimildum blaðsins er hann sagður hafa látið af stjórnarsetu í Thermo Plus vegna veikinda skömmu fyrir gjaldþrotið. Fleiri áhrifamenn sagöir tengjast málinu Heimildarmenn DV segja að fjöl- margir einstaklingar hafi nánast lagt allt sitt að veði og jafnvel tek- ið lán upp á verulegar upphæðir til að fjármagna hlutafjárkaup. Einn viðmælenda blaðsins innan hreyf- ingarinnar orðaði það svo að þar væri allt á öðrum endanum vegna málsins og annar óttast það mjög að hreyfingin sundrist í kjölfarið. Þá hefur einnig verið fullyrt að forstöðumaður Hvítasunnuhreyf- ingarinnar í Reykjavík, Vörður Traustason, hafi verið í tengslum við Thermo Plus og hvatt safnaðar- meðlimi til hlutabréfakaupa. Vörð- ur segir hins vegar i samtali við DV að hann hafi ekki haft nein af- skipti af fyrirtækinu. Hann hafi ekki heldur hvatt safnaðarmeðlimi til að kaupa bréf í fyrirtækinu. „Það er bara lygi,“ segir Vörður Traustason. „Ég hef engin afskipti haft af því.“ Einnig hafa verið nefndir til sögunnar forsvarsmenn lítilla trúfélaga sem spruttu út úr Hvítasunnukirkjunni Fíladelffu á sínum tíma. Ekki háfa þó fengist óyggjandi staðfestingar á þáttöku þeirra i að afla Thermo Plus hluthafa. Drifið áfram af von um skyndigróða í samtölum við DV hafa safnað- armeðlimir á Suðurlandi upplýst að í einhverjum tilfellum hafi nær eignalausir menn tekið lán upp á eina til tvær og hálfa milljón króna til kaupa á hlutabréfum í Thermo Plus með von um skyndigróða. Allt er þetta nú glat- að fé og margir einstaklingar eru nú sagðir horfa fram á nauð- asamninga eða persónuleg gjald- þrot. Mikill kurr er undir niðri meðal áhangenda safnaðarins. í örvæntingu sinni hafa samt marg- ir gripið í það haldreipi sem trúin er og beðiö hefur verið fyrir fram- tíð Thermo Plus. -HKr. Slæmar horfur í fiskvinnslunni: Húsin lokast flest á næstu dögum - segir formaöur Samtaka fiskvinnslustöðva „Fiskvinnslufyr- irtækin eru hvert af öðru að verða verkefnalaus og mér þykir sýnt að áhrifa sjómanna- verkfallsins fari að gæta af fullum þunga á allra næstu dögum. Hrá- efnisskortur er viða farinn að segja til sín og því blasir ekkert annað en lokun við hjá flestum ef ekki öllum fiskvinnslufyrirtækjunum," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, en bú- ast má við að fiskvinnslu veröi sjálfhætt i næstu viku ef ekki nást samningar í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Að sögn Arnars hefur vinna ver- ið drjúg i mörgum fiskvinnsluhús- um það sem af er verkfalli en það ástand vari ekki endalaust. Hann segir skipta sköpum fyrir fólk hvort fyrirtækin halda því á launaskrá áfram eða hvort það þarf að sækja atvinnuleysisbætur. „Sem betur fer hafa flest fyrirtækiri farið að til- mælum félagsmálaráðherra og haldið fólki á launaskrá, jafnvel þótt engin vinnsla sé í gangi. Hvérsu lengi það ástand varir er ómögulegt að segja og ekki ólíklegt að þegar enn fer að þrengja aö þá verði breytingar á því,“ segir Am- ar. Útlendingar eru stór hluti vinnu- aflsins í fiskvinnslu og að sögn Arn- ars eru Pólverjar þeirra flestir, lík- lega á milli sjö og átta hundruð. „Ég hef ekki orðið var við að erlent verkafólk hafi búið við verri stöðu en aðrir enn sem komið er. Það er hins vegar ljóst að grípi fyrirtækin til þess ráðs að taka starfsmenn af launaskrá þá fara margir útlending- anna illa út úr því. Pólverjamir, sem eru stærsti hópurinn, eiga til dæmis fæstir rétt á bótum og sama gildir um annað verkafólk sem kemur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins," segir Arnar. Að sögn Péturs Sigurðssonar, for- manns Alþýðusambands Vest- fjarða, hefur ástandið í fjórðungn- um verið með skaplegra móti. „Hér hefur verið vinnsla af einu eða öðru tagi í flestum smærri frystihúsun- um. Það stærsta, Hraðfrystihúsið i Hnífsdal, hefur sent sitt fólk heim en þar eru menn enn á launaskrá. Útlitið er hins vegar ekki gott ef verkfall dregst enn á langinn. Þetta hefur víðast sloppið fyrir horn og það eigum við smábátunum að þakka," segir Pétur Sigurðsson. -aþ Arnar Sigur- mundsson. Allir farnir heim Frystihúsiö í Hnífsdal er einn stærsti vinnustaður Vestfjarða en þar hefur engin bolfiskvinnsla veriö aö undanförnu vegna sjómannaverkfallsins. DV-MYND ÞÖK Tvær Kristínar hlutu barnabókaverölaun Fræðsluráös Reykjavíkur Kristín R. Thorlacius hlaut verðlaun fyrir þýðingu sína á Engilbjört og lllhugu eftir Lynne Reid Banks (Muninn) og Kristín Helga Gunnarsdóttir hlaut verö- laun fyrir Móa hrekkjusvín (Mál og menning). Báöar hafa þær auögaö ís- lenskar barnabókmenntir á undanförnum árum meö vönduöum þýöingum og skemmtilegum frumsömdum sögum. Neskaupstaður: Sumar og vetur frusu saman DV, NESKAUPSTAÐ:-- Sumar og vetur frusu saman 1 Neskaupstað og veit það að sögn á gott sumar. Hér hugsa menn því með tilhlökkun til sólríks sumars með hægum suðvestanþey. Engin skemmtun var í tilefni dagsins en þeir bæjarbúar sem voru heima voru í garðvinnu eða bara sóluðu sig í sundlauginni þar sem enn má sjá litla skafla af snjó. DV-MYND ELMA GUÐMUNDSDÓTTIR Kastað upp um lóöir Úrskurður félags- málaráðuneytisins um lóðaúthlutun í Mosfellsbæ hefur víðtæk áhrif fyrir sveitarfélög í land- inu, að mati bæjar- stjórans I Mosfells- bæ. Jóhann Sigur- jónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, telur að framvegis geti sveitarfélög ekki úthlutað lóðum öðruvísi en með hlutkesti. - Stöð 2 greindi frá. Flestir farfuglar komnir I gær, fyrsta sumardag, töldu fugla- sérfræðingar að einungis tveir eða þrír sumargestir séu ókomnir, krían og óðinshaninn; og trúlega skeiðönd. Sömu sérfræðingar segjast leggja höf- uðið að veði að fyrstu kríurnar komi um eða fljótlega eftir helgina. - RÚV greindi frá. Sótti veikan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í togarann Sjóla frá Hafnarfirði í gærmorgun. Sjóli var þá staddur um 200 sjómílur suður af landinu. Framkvæmdir stöövaöar Byggingarnefndarmenn Grímsnes- og Grafningshrepps hafa, í framhaldi af vettvangsferð um Sólheima, lagt til að framkvæmdir við svokallað Sess- eljuhús á Sólheimum og breytingar á gróðurhúsi á staðnum verði tafar- laust stöðvaðar þar sem leyfi fyrir framkvæmdunum vanti. Kreppa fram undan? Fyrirtæki í iðngreinum eru mörg komin í fjármagnskreppu og óvissa er fram undan og engin stórverkefni í augsýn. Þetta kom fram hjá Finn- birni A. Hermannssyni, formanni Samiðnar, við setningu ársþings sam- bandsins í gær. Samningar samþykktir Félagar í Starfsmannafélagi ríkis- stofnana samþykktu í atkvæða- greiðslu nýjan kjarasamning við fjár- málaráðherra. Helmingur félags- manna tók þátt í atkvæðagreiöslunni og 70% þeirra studdu samninginn en tæplega 30% voru á móti. Stórfelld vetnisvæöing Unnt verður að nýta vetni til að knýja allt að 40% bíla- og fiskiskipa- flotans á íslandi árið 2020. Það er nið- urstaða athugunar sem World Wide Fund for Nature og Náttúruverndar- samtök íslands stóðu að. - RÚV greindi frá. Steinbítsvertíöin í hættu Steinbítsvertíðin er í hættu vegna verkfalls sjómanna. Að sögn Halldórs Leifssonar, útgerðarstjóra Odda hf. á Patreksfirði, ætti steinbítsvertíð nú að standa sem hæst og steinbítur að vera uppistaðan í vinnslunni. í stað þess er farið að bera á hráefnisskorti í frystihúsinu. - InterSeafood.com greindi frá. Afföll minnka Afföll á húsbréf- um hafa farið hægt minnkandi frá ára- mótuim. Um áramót voru þau 11,5%, 1 lok febrúar voru af- föllin komin í 9% og á miðvikudag voru þau 7,5%. Búist er enn við minnkandi afföllum. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.