Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001 DV Sendiherrann í Peking Joseph Prueher, sendiherra Banda- ríkjanna í Kína, ræöir viö fréttamenn eftir fund um njósnavélina. Ekkert gekk í viðræðunum um njósnaflugvélina Bandarískir samningamenn héldu heimleiðis frá Kína í morgun eftir árangurslausar viðræður við kínversk stjórnvöld um njósnaflug- vélardeiluna. Samskipti Bandaríkjanna og Kína eru mjög stirð um þessar mundir og á næstunni má búast við að þau versni enn. Fyrir því eru ýmsar ástæður, eins og yfirvofandi vopna- sala Bandaríkjanna til Taívans, handtaka Bandaríkjamanns af kín- verskum ættum í Kína og krafa Kín- verja um að Bandaríkjamenn fram- selji leiðtoga andlegrar hreyfingar sem sakaður er um nauðgun og manndráp. Þá er það heldur ekki til að bæta ástandið að her Taívans er byrjaður í árlegum stríðsleikjum sínum þar sem æfðar eru varnir við hugsan- legri innrás kínverska hersins á Taívan. Umberto Bossi kallar ESB Sovét- ríki vestursins Umberto Bossi, leiðtogi Banda- lags norðanmanna á Ítalíu, sagði í gær að Evrópa ætti að vera lýðræð- islegri en ekki Sovétríki vestursins. Sagði Bossi Evrópusambandið, ESB, vera ofurríki sem myndi leiða til loka fullveldis hverrar þjóðar. Bossi, sem er bandamaður fjöl- miðlakóngsins og stjórnarandstöðu- leiðtogans Silvios Berlusconis, hef- ur áður vakið athygli fyrir ummæli sín, meðal annars fyrir að segja að senda eigi ólöglega innílytjendur heim til sín. Fyrr á þessu ári sagði utanríkisráðherra Ítalíu, Louis Michel, að grípa ætti til refsiað- gerða gegn Ítalíu sigraði bandalag Bossis og Berlusconis í kosningun- um í maí. Forseti framkvædastjórn- ar ESB, Prodi, segir að dæma eigi stjórnir af verkum sínum. ísraelski herinn stóð í stórræðum í nótt: Fjarlægði vega- tálmana á Gaza ísraelski herinn tilkynnti í morg- un að hann hefði fjarlægt vegatálma sem settir voru upp á Gaza á mánu- dagskvöld. Vegatálmarnir skiptu Gaza í þrennt og komu meðal ann- ars í veg fyrir allar ferðir Palestínu- manna milli norður- og suðurhluta Gaza. Palestínumenn skutu tveimur sprengjum úr sprengjuvörpu inn í ísrael frá Gaza seint i gærkvöld. Árásin var sams konar og sú sem leiddi til flugskeytaárása ísraelska hersins á mánudag, hernáms lands á Gaza í stutta stund og uppsetning- ar vegatálmanna. Palestínskur lögreglumaður sem hefur samskipti við ísraelska her- inn sagði að hann hefði ekki séð hvort búið væri að fjarlægja vega- tálmana á Gaza en bætti við: „Okk- ur var tilkynnt um opnunina í gær- kvöld.“ Riffiilinn mundaður ísraelskur hermaöur horfir í gegn um kíkinn á riffli sínum á þorp Palestínumanna á Vesturbakkanum. ísraelski herinn sagði í yfirlýs- ingu að vegatálmarnir hefðu aðeins átt að vera tímabundið til að hefta ferðir palestinskra hryðjuverka- manna, eins og það er orðað. Ekki hefði verið ætlunin að gera óbreytt- um borgurum erfitt fyrir. Annars er Palestínumönnum á Vesturbakkanum og Gaza meinað að fara inn til ísraels. Það veldur því að 120 þúsund verkamenn kom- ast ekki til vinnu sinnar. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði George W. Bush Bandaríkja- forseta, þegar þeir ræddu saman i síma í gær, að Sýrlendingar áskildu sér rétt til að svara fyrir loftárás ísraela á sýrlenska ratsjárstöð í Lí- banon á mánudag. Talsmaður Hvíta hússins sagði að Bush hefði hvatt Sýrlandsforseta til að sýna stillingu. Sýrlendingar eru valdamestir í Líbanon. Geimskutlan á loft Bandarísku geimskutlunni Endeavour var skotiö upp frá Kennedy-geimferöamiöstööinni í Flórída í gær. Geimskutían veröur ellefu daga úti í geimnum og mun fara aö alþjóölegu geimstööinni þar sem áhöfnin mun koma fyrir kanadísk- um róbótaarmi. Sjö menn eru í áhöfn Endeavour. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum: Akrasel 29, Reykjavík, þingl. eig. Gæðir ehf., gerðarbeiðandi Búnaðarbanki ís- lands hf., miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 10.00. Álakvísl 28, 0101, 3ja herb. íbúð, hluti af nr. 24-30 og stæði í bílskýli, Reykjavík, þingl. eig. Sólveig Pétursdóttir, gerðar- beiðendur íbúðalánasjóður, íslandsbanki- FBA hf. og Tollstjóraembættið, miðviku- daginn 25. apríl 2001, kl. 10.00. Baldursgata 28, 25% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Björg Stefánsdóttir, gerðar- beiðendur íslandsbanki hf, höfuðst. 500, og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, miðviku- daginn 25. apríl 2001, kl. 10.00. Flétturimi 4, 0302, 50% ehl. í 91,2 fm íbúð t.h. á 3. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Bóas Kristjánsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands hf., miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 10,00, Gmndarhús 14, 0101, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, 6. íbúð frá vinstri, Reykjavík, þingl. eig. Margrét Helgadóttir, gerðarbeiðend- ur Húsasmiðjan hf. og Lífeyrissjóður sjó- manna, miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 10.00._________________________________ Hellusund 6a, Reykjavík, þingl. eig. Vil- hjálmur Knudsen, gerðarbeiðendur Ferðakort ehf, Landsbanki Islands hf., aðalbanki, Ríkisfjárhirsla, Ríkisútvarpið og Tollstjóraskrifstofa, miðvikudaginn 25. apri'l 2001, kl. 10.00.____________ Hólmgarður 20, 0201, 4ra herb. íbúð á efri hæð og risloft, Reykjavík, þingl. eig. Jón Viðar Sigurgeirsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 10.00._______________________ Hraunteigur 18, 0301, 3ja herb. risíbúð, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur A. Guðmundsson, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins, B-deild, mið- vikudaginn 25. apríl 2001, kl. 10.00. Melgerði 21, Reykjavík, þingl. eig. Guð- rún S. Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Eignarhaldsfélag Alþýðubankans hf., miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 10.00. Rjúpufell 1, Reykjavík, þingl. eig. Gísli Guðmundsson, gerðarbeiðandi SP Fjár- mögnun hf., miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 10.00. Skálagerði 11, 0103, 3ja herb. íbúð á 1. hæð t.h., Reykjavík, þingl. eig. Bjarni Gunnlaugs Bjamason, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, miðviku- daginn 25. apríl 2001, kl. 10.00. Sólheimar 20, 0001, 3ja herb. kjallaraí- búð, 1 herb. og snyrtiherb. í kjallara, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Kristjáns- dóttir og Guðni Eðvarðsson, gerðarbeið- andi íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 10.00. Stararimi 35, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Eva Rós Vilhjálmsdóttir og Jóhannes Oddur Bjamason, gerðarbeiðandi Kaup- þing hf., miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 10.00. Stigahlíð 36, 0301, 77 fm íbúð á 3. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Jóhanna Magnea Þórisdóttir, gerðarbeiðandi Bima R.B. Jóhannsdóttir, miðvikudaginn 25. aprfl 2001, kl. 10.00. Vesturhús 6, 0001, 98,3 fm íbúð á neðri hæð m.m. og bflstæði við norðurhom lóð- ar, Reykjavík, þingl. eig. Daði Þór Ólafs- son, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, miðvikudaginn 25. aprfl 2001, kl. 10.00. Þórufell 2, 0203, 3ja herb. íbúð á 2. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Hendrik Steinn Hreggviðsson og Guðrún Brynj- ólfsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður sjómanna og Ríkisútvarpið, miðvikudag- inn 25. aprfl 2001, kl. 10.00. Þómfell 4, 0202, 2ja herb. íbúð á 2. h. í miðju m.m., Reykjavík, þingl. eig. Gunn- hildur Ragnarsdóttir, gerðarbeiðandi ís- landsbanki-FBA hf., útibú 532, miðviku- daginn 25. aprfl 2001, kl. 10.00. Þverholt 22,0201, 72,8 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Kristján Benjamínsson. gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, miðvikudaginn 25. aprfl 2001, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri ________sem hér segir:________ Laugavegur 58, 0201, 112,7 fm íbúð á 2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Tækni- smiðjan ehf., gerðarbeiðendur Búnaðar- banki Islands hf. og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Reiðubúinn að selja Rússinn Vla- dimir Gúsínskí kvaðst í gær vera reiðubúinn að selja hlut sinn í sjón- varpsstöðinni NTV sem rikisgasrisinn Gazprom tók yfir. Gúsínski á 49,5 pró- senta hlut í sjónvarpsstöðinni sem var óháð. Gúsínski vildi ekki segja hverjum hann ætlaði að selja. Nauðgað vegna kynorku 47 ára karl í Taílandi, sem gortaði af kynorku sinni, hefur kært fimm konur fyrir nauðgun. Þær ákváðu að sannreyna getu karlsins og vísa á bug ásökunum um afbrot. Megawati neitar Aðstoðarmaður varaforseta Indónesíu, Megawati Sukarnoputri, segir það ekki rétt að hún vilji að forseti landsins, Abdurrahman Wa- hid, sitji til loka kjörtímabils síns 2004. Bannar eiturefni Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, samþykkti í gær sam- komulag um bann við notkun 12 eit- urefna, meðal annars DDT. Litið er á samþykktina sem tilraun til að draga úr gagnrýni á stefnu Bush í umhverfismálum. Sænsk börn of feit Fjórða hvert barn í Svíþjóð er of feitt. Claude Marcus prófessor segir þörn borða of mikið og borða rangt fæði auk þess sem þau hreifi sig of lítið og séu stressuð. Styðja loftslagssamning 61 prósent Bandaríkjamanna er þeirrar skoðunar að Bandaríkin eigi að staðfesta Kyoto-samkomulag- ið sem miðar að takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Toledo með forskot Alejandro Toledo nýtur fylgis 56 pró- senta kjósenda i Perú og myndi því sigra í seinni um- ferð forsetakosning- anna færi hún fram nú. Þetta sýnir fylgiskönnun sem gerð var í gær. Kosningadagurinn verður ákveðinn þegar talningu fyrri umferðar lýkur. Fjárfestar vilja Koizumi Erlendir flárfest- ar vonast til að um- bótasinninn Jun- ichiro Koizumi verði kjörinn leið- togi Frjálslynda lýðræðisflokksins í Japan í næstu viku þar Sem hann trúir ekki á útþenslu ríkisumsvifa. Stefna hinna frambjóðendanna þykir of lík stefnu núverandi stjórnar, nefnilega að ná megi efnahagsbata með frek- ari eyðslu. Leiðtogafundur Ameríku Gífurleg öryggisgæsla er nú i Quebecborg í Kanada vegna leið- togafundar Ameríkuríkja sem hefst þar i dag. Sett hefur verið upp 3 metra há og 6 km löng girðing um- hverfis hluta miðborgarinnar til að halda mótmælendum fjarri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.