Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001 Skoðun I>V Umhverfisvænt bryggjuhverfi Spurning dagsins Ertu búin(n) að nota frídagana vel? Örn Lúðvíksson nemi: Já, ég er búinn aö „chilla", mikiö aö hanga í tölvunni. Steinar Torfi Vilhjálmsson nemi: Já, ég fór á Neskaupstaö á skíöi. Sandra Björk Jónsdóttir nemi: Já, ég fór á ísafjörö og „chillaði" meö fjölskyldunni. Særún Kristinsdóttir, starfsm. hjá Svarta svaninum: Já, ég er búin aö slaka vel á og njóta þess virkilega aö vera í fríi. Þorsteinn Guðlaugsson, starfsm. hjá S.G. einingahúsum: Já, ég er búinn aö slappa vel af og er alveg endurnæröur. Svavar Birgisson nemi: Já, ég læröi aöeins og fór til Akureyrar á snjóbretti. Skýrsla um um- hverfisáhrif bryggjuhverfis sem birt var r.m daginn staðfestir það sem allir sem til þekkja i Garða- bæ hafa haldið fram síðustu vik- ur. Bryggjuhverfi í Arnarnesvogi mun ekki hafa nein veruleg áhrif á náttúru eða nánasta umhverfi, nema góð. Þetta vissu flestir og þeir sem efuðust þurfa nú ekki lengur vitnanna við. Vitað var að vogurinn er engin Mourad Baroudi frá Alsír skrifar: í byrjun sjöunda áratugarins léku Frakkar sér með kjarnorkusprengj- ur í nýlendu sinni, Alsír. Þar bjuggu múslímar sem þráðu sjálf- stæði og frelsi undan kvölurum sín- um. Undir merkjum íslam risu þeir upp gegn Frökkum og blóðtakan var mikil. Frakkar myrtu eina og hálfa milljón múslíma á árum byltingar- innar, 1952 til 1962. Þótt Alsír hafi fengið sjálfstæði 1962 hafa Frakkar í raun aldrei sleppt taki sínu á Alsír og auðlindum þess. Þeir styðja hers- höfðingjana 11 sem eiga sök á því að meirihluti Alsírbúa lifir eða deyr án nokkurra mannréttinda og býr við stöðugan ótta við mannrán, fangels- „Bryggjuhverfi í Arnarnesvogi mun ekki hafa nein veruleg áhrif á náttúru eða nánasta umhverfi, nema góð. “ sérstök náttúruperla þótt hann sé fallegur ef litið er í réttar áttir og helst frá landi. Bryggjuhverfið veit- ir langþráð tækifæri til að fegra voginn og gefa fleiri Garðbæingum kost á að búa á fallegum stað í bæn- um. Fagna ber vinnubrögðum bæj- arstjórnar í málinu en þau hafa beð- ið róleg eftir því að málið færi sinn eðlilega farveg inn í kerfið og ekki hlaupið eftir hrópum manna. Stjórnvöld geta ekkert gert því Frakkar tryggja að hers- höfðingjarnir 11 stjórni land- inu áfram sem nokkurs konar lénsherrar. íbúar Alsírs eru fómarlömb og þeir þrá frelsi og mannréttindi. un, pyntingar og morð sem öryggis- og löggæslusveitir eins og FLN standa á bak við. Hví voru Frakkar ekki fordæmd- ir vegna fjöldamorða á múslímum í byltingunni 1952 til 1962? Hví hafa Frakkar ekki sýnt alsírsku þjóðinni neina samúð vegna þeirra sem þeir Rósemd og festa hefur löngum ein- kennt starf bæjaryfirvalda í Garða- bæ og áunnið þeim virðingu bæjar- búa. Nú er komið að því að málið gangi sinn gang innan kerfis bæjar- ins og ekkert ætti að standa í vegi fyrir því að gerð bryggjuhverfis í Arnarnesvogi verði heimiluð enda allar forsendur fyrir því og mikill stuðningur við áformin i bænum. Þeir sem staðið hafa á móti fram- kvæmdunum eiga nú fá rök eftir að grípa til. Þeir eiga bara eftir að halda þvi fram að vernda þurfi haf- flötinn og vart verði nógu mikið eft- ir af Atlantshafinu ef bryggjuhverfi verður byggt á lítilli landfyllingu í Arnarnesvogi! myrtu? Stjórnvöld geta ekkert gert því Frakkar tryggja að hershöfðingj- amir 11 stjórni landinu áfram sem nokkurs konar íénsherrar. Ibúar Al- sír eru fömarlömb og þeir þrá frelsi og mannréttindi. Þeir hafa hins veg- ar verið undir miklum þrýstingi frá Frökkum allt frá stofnun ríkis sins til dagsins í dag. Ibúar Alsír eru sið- menntaðir og friðsamir en búa við mikil vandamál sem rekja má til Frakka. Vandamál Alsír eru ekki heima- tilbúin heldur frönsk. Ætla þjóðir heims með þögn sinni að halda áfram að styðja voðaverk Frakka í Alsír? íbúar í Alsír treysta á að svo verði ekki því mannréttindi í Alsír eru ekki einkamál Frakka. Vandamál Alsírs eru ekki heimatilbúin heldur frönsk Jónas Ólafur Jóhannesson frá Hriflu „Jónas Ólafur, Jónas Ólafur, Jónas Ólafur, Jó- hannesson frá Hri-iflu!“ Þannig söng listaskáldið góða, handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímsson- ar, og skólabróðir menntamálaráðherra úr Aust- urbæjarskóla hér á árum áður um þá félaga Jónas frá Hriflu og Ólaf Jóhannesson en Megas sá með sínum frjóu listamannsaugum ýmislegt sameiginlegt í þessum tveimur leiðtogum. Garri hefur síðustu daga líka verið að horfa sínum listamannsaugm á lifið og tilveruna, ekki síst hina pólitísku tilveru og er að komast að þeirri niðurstöðu að bæði Ólafur Jóhannesson og Jónas frá Hriflu séu nú að ganga aftur innan Fram- sóknar. Sérstaklega eru það framsóknarmenn á Austurlandi sem virðast flokkast undir það að vera „Jónas Ólafur, Jónas Ólafur, Jónas Ólafur Jóhannesson." Bæði Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson, sem eins og allir vita eru miklir fóstbræður, eru þessu marki brenndir og minna sífellt meira á forvera sína i forustu Flokksins. Úr Skagafirðinum Jón Kristjánsson er úr Skagafirði eins og Ólaf- ur Jóhannesson. Eins og Ólafur er Jón búinn að sitja lengi á þingi sem þingmaður áður en hann fær nokkuð skyndilega þá pólitísku upphefð sem felst í ráðherradóminum. Þeir eru með öðrum orðum báðir blóm sem springa út síösumars, eða þegar þeir eru komnir hátt á sextugsaldurinn. Síöast en ekki síst hafa þeir báðir yfir sér hinn góðlega framsóknarsvip sem gerir það að verk- um að þeir verða kjölfestan og trúnaðartraustið uppmálað - eiginlega andstaðan við það sem kaÚa mætti pólitíska æsingamenn. En þegar þeir blómstra þá blómstra þeir líka almennilega. Og nú er Jón Kristjánsson einmitt byrjaður að blómstra fyrir alvöru með sinum svolítið stiröa yfirbragði sem um margt minnir á stíl Ólafs sjálfs. En Jón er líka héraðsskólamaður og fé- lagshyggjumaður eins og og Jónas Jónsson frá Hriflu sem lagði grunninn að flokknum á sinum tíma, þannig að ýmislegt má finna af „Jónasi Ólafi, Jónasi Ólafi, Jónasi Ólafi Jóhannessyni," í svipmóti Jóns Kristjánssonar. Ekki minna bii en nú Þá er ekki síður samsvörum við Jónas Ólaf í persónu Halldórs Ásgrímssonar. Formennskustíll Halldórs minnir um margt á stíl Ólafs Jóhannes- sonar og eru líkindin raunar það mikil að menn hafa um langt skeið haft orð á því. En Jónas frá Hriflu er ekki síður skammt undan þegar Hall- dór er annars vegar. Jónas var sem kunnugt er einn af aðalstofnendum Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins á sínum tíma. Hefur bilið milli þessara flokka ekki í annan tíma verið minna en í eigin persónu Jónasar! Þar til nú að Halldór Ásgrímsson hefur tekið að sér forustuhlutverkið á ný fyrir þessi öfl bæði, einkum í Evrópumál- um. Þar gengur hnífurinn einfaldlega ekki á milli Framsóknar og krata, og er Halldór löngu orðinn að sameiningartákni íslenskra Evrópu- sinna. Munurinn á milli krata og framara hefur ekki verið minni en í persónu Halldórs frá því að sambærilega mun mátti finna í persónu Jónasar frá Hriflu um miðjan annan áratug síö- ustu aldar. Þykir Garra þetta sæta nokkrum tíð- indum og er því farinn aö syngja lag Megasar fullum hálsi á ný: „Jónas Ólafur, Jónas Ólafur, Jónas Ólafur Jóhannesson, frá Hriflu!“ GaiTI Vegið að starfsheiðri súludansmeyja JMG skrifar: Nú er vegið að starfs- heiðri og atvinnuöryggi nektardansmeyja úr öll- um áttum. Prestarnir, Stígamót og kvenna- kirkjan ráðast að þess- um fógru konum. Og meira að segja Alþýðu- sambandið - sem er vægast sagt sérkenni- legt enda á það sam- band að standa vörð um hagsmuni launafólks- ins. En nú nálgast 1. Þurfa að maí og nektardansmeyj- verja sig ar þurfa að svara fyrir 1. mai. sjg og fjölmenna í körfu- gönguna svo fegurð og lífsgleði verði ekki útrýmt úr borginni. Ofsóknir á ísleif Kristín skrifar: Síðan flugslysið varð í Nauthóls- vík í Skerjafirði síðastliðið sumar hefur komið fram í sjónvarpi allskon- ar fólk sem vill finna sökudólg. Nú er það Leiguflug ísleifs Ottesens sem er bitbeinið. Rannsóknin leiddi í ljós ónákvæmni í færslum og bókhaldi en ekkert sýndi að vélar félagsins væru slæmar enda hefur félagið flogið í áratugi án óhappa þar tfl nú. Nú er ísleifur og félag hans mér óskylt en það sem mér líkar ekki er þegar fólk atar aðra auri án þess að hafa nein haldbær rök í höndum. í kjölfarið á óhróðrinum missti þetta litla flugfé- lag hluta af starfsemi sinni. Dettur nokkrum manni í hug að ísleifur Ottesen og starfsmenn hans hafl ekki reynt að gæta fyllsta öryggis í störf- um sínum? Tökum Grimsby til fyrirmyndar Einu sinni átti Grimsby stærsta tog- araflota Evrópu, allt þar tO hrunið varð í kjölfar útfærslu okkar á flskveiðilögsögunni í 200 mílur. Ég hef oft komið tO bæjarins. Þar hefur stöðnun og at- vinnuleysi verið mætt með hörku. I Grimsby eru aftur góðir tímar. Þangað hafa flust stórfyrirtæki með starfsemi sína, tO dæmis Heinz, lyfj- arisinn Novartis og fleiri. I nýlegri könnun kemur í ljós að fyrirtækin í Grimsby spjara sig best allra í Bret- landi og skila miklum hagnaði. Víða á íslandi er slæmt ástand um þessar mundir. íslendingar ættu að taka þá í Grimsby sér til fyrirmyndar, flytja fyrirtækin út á land. Það gæti orðið öllum aðOum til hagsbóta. Dómsmálaráöherra meö vændisskýrsluna. Hvaö kostaöi þessi samantekt? Hvað kostaði skýrslan? Jóhann skrifarj Dómsmálaráðherra lét semja skýrslu um vændi á íslandi og fól verkið fyrirtæki sem kaOast Rann- sóknir og greining. Skýrsluna sömdu þrjár ungar konur, nýlega komnar af unglingsaldri, og ber skýrslan vott um það. Ég vO beina því til DV að blaðið athugi hversu mikið dóms- málaráðuneytið greiddi fyrir þessa skýrslugerð og birti upplýsingar um það í blaðinu. Skarphéöinn Einarsson skrifar frá Skotlandi: Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.