Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001 DV Tilvera Jessica Lange 52 ára Afmælisbarn dagsins, Jessica Lange, er ein af dáð- ustu leikkonum í kvikmyndabransan- um. Hún hefur feng- ið sex óskarstilnefn- ingar og tvisvar hef- ur hún hampað hinni eftirsóknar- verðu styttu. Var það fyrir Tootsie og Blue Sky. Sambýlismaður hennar til margra ára er leikskáldið og leikarinn Sam Shepard og á hún með honum tvö börn. Eitt barn átti hún fyrir með ballettdansaranum Míkhaíl Barys- hníkov. Lange og Sheppard búa á bóndabæ í Virginíu. Gildir fyrír Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.r . Kunningi þinn launar ' þér ríkulega aðstoð sem þú veittir honum er hann þurfti á að halda og þú finnur að hann metur þig mikils. Líf- ið brosir við þér um þessar mundir. Fiskarnlr 119. fRhr.-20. marsl: Þú ert að skipuleggja -^■ferðalag eða einhvem mannfagnað og hlakk- ar mikið til. Þú hefur ekki riiikinn tíma fyrir sjálfan þig- Hrúturlnn (21. mars-19. apríl): Þú færð á þig gagnrýni I sem þér finnst órétt- mæt. Það er þó best að halda haus og láta ekki á neinu bera. Nautið (20. apríl-20, maít: Ekki er ólíklegt að þú lendir i deilum við ná- granna þinn þar sem spenna hefúr ríkt á i ykkar um nokkurt skeið. Tviburarnir (2 >>! Tvíburarnlr (21. maí-2i. iúní): Með vfija og mnbyrðar- ’ lyndi jafriar þessi mis- khð sig þó fljótt. Þeir sem eru ólofaðir binda ?ig trúlega á næstunni eða lenda í alvarlegum ástarævintýrum. Krabblnn (22. iúní-22. iúií): Mál sem hefur lengi I verið að þvælast fyrir þér leysist fyrr en var- ir og það verður þér riéttir. Kvöldið lofar góðu. Happatölur þínar eru 3, 8 og 27. Liónlð (23. iúlí- 22. áeústl: Bömin eru í aðalhlut- verki i dag og þú þarft að gefa þeim mikinn tima. Breytingar eru fyr- irsjáanlegar á næstunni og ekki er óliklegt að þú farir í stutt ferðalag. Mevlan (23. ágúst-22. sept.l: a* Fólk er ekki sérlega samvinnuþýtt í kring- ^^VjLum þig. Með lagni get- ^ r urþú þó náð því fram sem þú vilt. Happatölur þínar em 5, 8 og 34. Vogln (23. sept.-23. okt.): Reyndu aö gera þér grein fyrir því hvað þú vilt gera í lifinu. Það er timi til kominn aö þusetjist niður og veltir fyrir þér málunum. Sporðdreki (24. okt.-21. nnv.l: Þú færð fréttir sem gleðja þig mjög. Þú ert bjartsýnn og fullur áhuga á því sem þú ert i gera. Félagslífíð er á traustum gmnni. Bogamaður (22. náv.-2i. des.l: rÁstarlífið blómstrar um þessar mundir en ekki er víst að það muni starida lengi. Njóttu augnar- bliksins. Happatölur þínar em 2, Stelngeltln (22. des.-19. ian.): 13 og 37. Sjálfstraust þitt er með besta móti og þér tekst allt vel. Gættu þess þó að ofmetnast ekki og sýna öðm fólki hroka. Vogln (23. s; ý Sjötifgur Hrafn Tulinius læknir Hrafn Hallgrímsson Tulinius lækn- ir, Þingholtsstræti 31 í Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Hrafn varð stúdent frá Verslunar- skóla íslands vorið 1950 og varð cand. med. frá Háskóla íslands 30. janúar 1958. Hann stundaði sérnám í undir- stöðuatriðum og hagnýtingu geisla- virkra ísótópa í Bandaríkjunum frá 1964 til 1965. Hrafn fékk almennt lækningaleyfi árið 1966 og sérfræð- ingaleyfi í líffærameinafræði á íslandi 1966 og í Bandaríkjunum 1967. Hrafn var aðstoðarlæknir á Klepps- spítala febr.-apríl 1958, staðgengill héraðslæknisins í ísafjaröarhéraði maí-ágúst 1958 og samtímis læknir við sjúkrahúsið þar, aðstoðarlæknir á Fjórðungs-sjúkrahúsinu í Neskaup- stað sept.-okt. 1958, kandídat á Land- spítalanum frá nóv. 1958 tO mars 1959, á Slysavarðstofu Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur apríl-maí 1959, á Rannsóknarstofu Háskólans í meina- fræði frá júní 1959 til sept. 1960 og á Landspítalanum okt.-nóv. 1960. Þá var Hrafn aðstoðarlæknir í Þýska- landi 1961 til 1962 og í Houston í Texas frá 1962 til 1965. Hann var kennari í meinafræði við Albany Medical Col- lege of Union University í Albany i New York-ríki frá 1965 til 1967, sér- fræðingur í meinafræði á Rannsókn- arstofu Háskólans og lektor í meina- fræði við HÍ. frá okt. 1967 til mars 1969. Meinafræðingur við faralds- fræðideild alþjóðarannsóknarstofnun- ar um krabbamein í Lyon í Frakk- Sviösljos landi frá 1969 til 1975. yfirlæknir krabbameinsskrár hjá Krabbameins- félagi íslands frá júlí 1975. prófessor í heilbrigðisfræði við iæknadeild HÍ frá júlí 1976. Hrafn sat í nefnd Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar 9. endurskoðun dánarmeinaskrárinnar 1970-76. Hann var formaður Nomesco-nefndar Is- lands 1975-80. í læknisráði frá 1976. Hrafn var fulltrúi íslands í norrænu samstarfsnefndinni um læknisfræði- rannsóknir á norðurslóð 1977-80 og hefur verið í Manneldisráði íslands frá 1977. Hrafn var i deildarráði læknadeildar HÍ. 1978-80. í Committee 8, Nutrition and Cancer of Commission IV, Diseases of Special Importance, the International Union of Nutritional Sciences 1980-90. Þá var Hrafn formaður siðamáladeildar læknaráðs 1980-82 og frá 1997. í Cancer Family Study Group frá 1982 og í stjórn Association of Nordic Cancer Registeries frá stofnun 1984. í farsóttanefnd heilbrigðisráðuneytis- ins (síðar sóttvarnarráði frá 1986. í al- þjóðasamkiptanefnd HÍ frá 1990 og var í stjórn Evrópufélags um krabba- meinsrannsóknir 1990-94. Einnig var Hrafn formaður stjórnar European Network of Cancer Registries 1992-99, formaður Hins íslenska faraldsfræöi- félags frá stofnun 1986-1995 og Sam- taka um krabbameinsrannsóknir á ís- landi frá stofnun, 1995-99. Fjölskylda Þann 27.12.1951 giftist Hrafn Helgu Brynjólfsdóttir, píanó-kennara, f. 1.10. 1931. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Jóhannsson, bankaritari og leikari í Reykjavík, f. 3. 8. 1896, d. 8.4. 1975, og kona hans, Guðný Helga- dóttir húsfreyja, f. 11.8. 1897, d. 20.7. 1994. Börn Hrafns og Helgu eru 1) Már, f. 29.7.1953, læknir í Svíþjóð, maki Elín- björt Kristjana Hermannsdóttir, f. 30.1.1954, uppeldisfræðingur; 2) Torfi, f. 11.4. 1958, bókmenntafræðingur og dósent við HÍ í Reykjavík, maki Guð- björg Vilhjálmsdóttir, f. 14.12. 1956, námsráðgjafi og lektor við HÍ í Reykjavík; 3) Þór, leikari i Reykjavík, f. 22.6. 1959, maki Æsa Guðrún Tul- inius Bjarnadóttir, f. 4.3.1978; 4) Guð- ný Helga, f. 1.1.1967, d. 17.6.1986; 5) Sif Margrét, f. 25.3. 1970, fiðluleikari í Reykjavík. Foreldrar Hrafns voru Hallgrímur Axel Axelsson Tulinius, stórkaupmað- ur í Reykjavík, f. 14.2.1896, d. 6.3.1963, og kona hans, Margrét Jóhannsdóttir Tulinius, húsfreyja í Reykjavík, f. 28.3. 1904, d. 20.2. 1970. Cindy þykir rass Jennifer of stór Jennifer Lopez og Cindy Crawford eru ekkert alltof hrifnar hvor af annarri þessa dagana. Söngkonan og fyrirsætan lentu nefnilega i rifrildi um fegurðarímynd. Deilan hófst með því að Cindy gat þess í viðtali að sér þætti rassinn á Jennifer Lopez of stór. Þeir sem ekki eru hrifnir af horuðum fyrirsætum hafa bent á íturvaxinn lík- ama Jennifer og sagt hann fyrirmynd. Reyndar þykir Jennifer sjálfri gagnrýnin í garð Kate Moss, Calistu Flockhart og hinum horgemlingunum ekki réttmæt. „Það er jafn fáránlegt að gagnrýna þær fyrir það hversu grannar þær eru eins og að gagnrýna mig fyrir það að ég skuli vera með stóran rass,“ segir Jennifer Lopez i viötali við þýska kvennablaðið Journal fúr die Frau. Hún notaði einnig tækifærið til að Iturvaxin stjarna Jennifer Lopez er ánægð meö útlitið. skjóta á Cindy Crawford á annan hátt. Þegar hún var spurð aö því hvað henni þætti um gagnrýni Cindy Craw- ford í garð hennar sjálfrar svaraði hún: „Hver er Cindy Crawford?" íviðtalinu við þýska blaðið sagði Jennifer Lopez einnig frá því að hún tryði ekki á ást við fyrstu sýn. Hún kvaðst vilja taka sér tima til að kanna hug hjartans. Það tæki talsvert langan tíma áður en að fyrsta kossinum kæmi. Jennifer sleit fyrr á árinu sam- bandi sínu við rapparann Sean „Puffy“ Combs. „Ég er ekki fljót að verða hrifin. Hlutirnir þurfa ekki að fara strax úr böndunum," tók Lopez fram og bætti við að ekki væri nauðsynlegt að hefja kynlíf um leið og fólk kynntist. I hjónaband Leikkonan Brooke Shields giftist handritahöfundinum Chris Henchy á eyju undan strönd Kaliforníu 4. apríl síðastliðinn. Brooke Shieids var áð- ur gift tennisleikaranum Andre Agassi. Damon á flótta undan skothríð Kvikmynda- leikarinn Matt Damon lenti heldur betur í óvæntu ævintýri á dögunum þegar hann var að leika golf í Las Vegas. Þegar Matti og spilafélagi hans, John Lodge úr Moody Blues, voru komnir á 16. braut kváðu allt í einu við nokkrir skothvellir. Félag- arnir hlupu þá sem fætur toguðu út fyrir brautina og fóldu sig í runnum. Löggan kom en ekkert grunsamlegt fannst. Þess má til gamans geta að þegar Matt Damon var að æfa golf fyrir myndina um Bagger Vance brákaði hann á sér rifbein í öllum látunum og hendur hans voru alsettar blöðrum. GERUM GOTT KYNLÍF BETRA! IANDSINS MESTA ÚRVAL AF UNAÐSTÆKJUM ÁSTARLlFSINS Barónsstíg 27 - S: 562 7400 Ball í eftir Maju Árdal Næstu sýningar föstudagskvöld og laugardagskvöld, kl. 20.00. Leikstjóri Maja Árdal Þýðing Valgeir Skagfjörð, Leikmynd og búningar Helga Rún Pálsdóttir, Ljósahönnun Alfreð Sturla Böðvarsson, Tónlistarstjórn Valgeir Skagfjörð, Dansar: Jóhann Gunnar Arnarsson. Leikarar: Hinrik Hoe Haraldsson, Saga Jónsdóttir, Sigríður E. Friðriksdóttir, Skúli Gautason, Þóranna K. Jónsdóttir og Þorsteinn Bachmann Dansarar: Aron Bergmann Magnússon, Friðgeir Valdimarsson, Guðjón Tryggvason, Hilmar Már Hálfdánarson, Ýr Helgadóttir, Katrín Rut Bessadóttir, Rakel Þorleifsdóttir, Sigursveinn ÞórÁrnason, Þórdís Steinarsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir Á Akureyri og á leikferð Sniglaveislan eftir: Ólaf Jóhann Ólafsson Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson. Sýningar í Iðnó íBLfctthtd jl leikeélagakureyrarI Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.