Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001 DV Fréttir 7 Stykkishólmsbær ætlar að losa fé: I n Níu eyjar til sölu „Bærinn hefur ekki nýtt þessar eyjar og telur að hagsmunum sínum sé betur borgið með því að selja þær fáist viðunandi boð,“ sagði Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Stykkis- hólmi, um níu eyjar á Breiðafirði sem settar hafa verið á sölulista en þær hafa um langt skeið verið í eigu bæjarins. Er ætlunin að kanna markaðinn og gera bæjarstjórnar- menn sér vonir um aö ná veruleg- um fjárhæðum í bæjarsjóð með sölu eyjanna. Eftirspurn eftir eyjum á Breiðafirði stórjókst á síðasta ári þegr fréttist af kaupum Sigurjóns Sighvatssonar á Arney í Breiðafirði en eyjuna keypti hann af Sigurði Halldórssyni flugstjóra. „Þó þetta sé rétt farið að spyrjast út þá höfum við þegar fengið nokkr- ar fyrirspurnir og mér sýnast þær ekki síður koma erlendis frá,“ sagði Óli Jón bæjarstjóri sem ætlar að láta markaðinn um að ákvarða verð eyjanna sem allar eru óbyggðar en bjóða þó upp á ýmsa möguleika fyr- ir áhugasama. - áhugi erlendis Lelöólfsey Hvítbjarnarey ^ \ Freöinskeggi \ rmóöseyjar- klettur Tindskcr STYKKISHÓLIVM iiglugrímur "’-y Þóríshólmi ' Ljótunslwlml f' H o LoölnshólmL o /3 Til sölu ATH staösetmng eyjanna á kortinu er ekki rétt (TtV i ‘x'A Eyjarnar níu á Breiöafiröi. Eyjarnar sem settar hafa verið á sölu, eru: Þórishólmi, Þormóðseyj- arklettur, Leiðólfsey, Siglugrímur, Ljótunshólmi, Loðinshólmi, Freðin- skeggi, Tindsker og Hvitabjamarey sem er þeirra stærst og bæjarstjórn- armenn í Stykkishólmi binda mest- ar vonir við að skili umtalsverðum fjármunum við sölu. „Við seljum ekki nema við séum sáttir við verðið," sagði bæjarstjór- inn sem sjálfur myndi velja Hvíta- bjarnarey eða Leiðólfsey ætlaði hann á annað borð að kaupa ein- hverja af þeim níu eyjum sem nú eru í boði. -EIR DV-MYND GVA Sumarið komiö í gróöurhúsin Ásdís Ragnarsdóttir er ein þeirra sem lengja hiö stutta íslenska sumar meö því aö nýta gróöurhúsin. Hér sést hún skoöa alþarós. Stöðugt fleiri sveitarstjómir leggjast gegn aukningu lágmarksstærðar sveitarfélaga: Djúpivogur vill land- fræðilegar forsendur Frá Djúpavogi. Sveitarstjóm Djúpavogshrepps get- ur ekki fallist á þá breytingu sem kem- ur fram í frumvarpi tU laga um breyt- ingu á sveitarstjómarlögum nr. 45/1998 um lágmarksstærð sveitarfé- laga en þar er gert ráð fyrir að lág- marksstærð sveitarfélaga verði 1000 íbúar í stað 50 eins og lögin kveða á um í dag. íbúar Djúpavogshrepps voru 523 þann 1. desember 2000. Sveitar- stjóm telur eðlilegra að sveitarfélög verði skoðuð út frá landfræðilegum forsendum og þjónustustigi svæðanna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur einnig fjallað um þessar breytingar á sveitarstjómarlögunum og í umsögn þeirra segir m.a.: „Stjómin er sam- mála því sem fram kemur í greinar- gerð með frumvarpinu að efling sveit- arfélaga sé afar mikilvægur þáttur í því að tryggja íbúum landsins góð lífs- skilyrði. Jafnframt vísar hún til álykt- unar síðasta landsþings sambandsins, sem haldið var á Akureyri í ágúst 1998. Þar var samþykkt að unnið skyldi að sameiningu sveitarfélaga með þeim hætti að undirbúningur og fram- kvæmd væri í höndum heimamanna sjálfra. Einnig hvatti landsþingið tfl þess að áfram væri unnið að samein- ingu sveitarfélaga og taldi að það væri hlutverk sveitarstjómarmanna að hafa frumkvæði þar um með skipulegum hætti. Jafnframt segir í ályktuninni að náist ekki viðunandi árangur í sam- einingu sveitarfélaga á kjörtímabilinu er mikilvægt að fulitrúar ríkis og sveit- arfélaga fjalli um aðrar leiðir í samein- ingarmálum sveitarfélaga en famar hafa verið til þessa.“ Sveitarstjóm Dúpavogshrepps sam- þykkti að standa ekki að yfirlýsingu Samtaka herstöðvaandstæðinga um kjamorkuvopnalaust sveitarfélag. Sveitarstjómin telur eðlUegt að tUlögu tU þingsályktunar um átak tU að auka framboð á leiguhúsnæði verði vísað tU nefndar sem félagsmálaráðherra skip- aði 7. desember sl. tU að fjaUa um hús- næðismál sveitarfélaga. Lagt var fram á sveitarstjómarfúndi bréf ffá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti varðandi áætl- un um þriggja fasa rafmagn á lands- byggðinni. Sveitarstjórn fagnar að unnið sé að þessu máli og var sveitar- stjóra falið að kanna þörfina í sveitar- félaginu. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.