Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 DV Fréttir Óánægja vegna hugmyndar sjálfstæðismanna um styttingu landleiðar: Ríkisrekinn Staðarskáli? - atvinnurekstur í Hrútafirði drepinn niður ef þjónustan á að færast inn á hálendið Leiöin milli Akureyrar og Reykjavíkur myndi styttast verulega samkvæmt þlngsályktunartillögunni. „Er ekki hlutverk stjómvalda að stuðla að byggð á landsvísu? Þeir væru að drepa niður minn atvinnurekstur með þvi að færa umferðina upp á há- lendið en kannski ríkið ætli sér bara að kaupa af manni Staðarskála í stað- inn? Svo gengur nú ekki of vel að halda þeim fjallvegum sem fyrir eru opnum þótt menn fari ekki að auka umferðina á hálendinu. Ég held að þessi leið yrði lokuð meira og minni vegna ófærðar," segir Bára Guðmunds- dóttir, eigandi Staðarskála síðan 1960. Bára er ómyrk í máli vegna hug- mynda Halldórs Blöndal, forseta Al- þingis, um styttingu landleiðarinnar frá Akureyri til Reykjavikur. Halldór hefur lagt fram þingsályktunartillögu ásamt þremur öðrum sjálfstæðismönn- um, þeim Tómasi Inga Olrich, Am- björgu Sveinsdóttur og Guðmundi Hallvarðssyni. Þar em nokkrir kostir reifaðir, svo sem 8 km jarðgöng úr Eyjafirði. Tillögurnar tengjast hug- myndum um afnám Reykjavikurflug- vallar og segir Halldór það algjörlega óraunhæfan kost að flytja innanlands- flugið til Keflavikur. „Mesta styttingin fengist með þvi að fara Öxnadalsheiði að norðan og síðan þingveginn við Silfrastaði, austur yflr Blöndu um Arnarvatnshæðir og síðan um Kaldadal og Þingvelli til Reykja- víkur. Þetta yrðu um 320 km í staö 389 nú - en um 333 km ef Kjölur yrði far- inn,“ sagði Halldór Blöndal í samtali við DV í gær. Hin leiðin sem Halldór nefnir er að gera 8 km jarðgöng upp úr Eyjafirði i svokallaðan Hafrárdal. Þá yrði farið yfir Jökulsá eystri og síðan um Kjalveg. „Okkur hefur líka lengi dreymt um að fá veg yfir Sprengisand til að tengja Norður- og Suðurland. Það yrði skemmtilegt að hafa styttri hring- leið fyrir ferðamenn. Menn gætu skot- ist um helgar um Sprengisand til Ak- ureyrar," segir Halldór. Þessar fyrirætlanir myndu breyta mjög þjónustuumhverfi staða, svo sem Blönduóss, Hrútafjarðar og Borgar- ness. Umferð myndi minnka verulega í gegnum þessi bæjarfélög og tekjur dragast saman. Því er ljóst að ekki yrðu allir á eitt sáttir um þessar hug- myndir og Halldór viðurkennir að gera megi ráð fyrir að aðilar, t.d. á Norð- vesturlandi, hafi áhyggjur af þessu máli. „En við getum ekki byggt fram- tíðarvegakerfi landsins upp á slikum forsendum. Við sjáum líka sem dæmi að íbúar Sauðárkróks hika ekki við að krefjast þess að farið sé Þverárfjall til Blönduóss í stað þess að fara um Varmahlíð." Halldór segir að ekki sé búið að taka saman nákvæman kostnað við þessar hugmyndir en það yrði að sjálfsögðu þjóðhagslega hagkvæmt að stytta leið- ina. Einnig spili inn í að á sumum svæðum, sem tengjast hugmyndunum, þurfi hvort eð er að byggja upp vegi bráðlega. Einnig reifa þingmennirnir þá hugmynd að halda sig í grófum dráttum við hingveginn eins og hann er núna en stytta hann þó. T.d. styttist leiðin um 12 km ef Svínvetningabraut verði farin. -BÞ Fjöldamótmæli gegn Akureyrar- bæ um helgina Hópur fólks hyggst mótmæla 23% hækkun á launataxta dagmæðra á Ak- ureyri. Fundað verður á Bláu könn- unni á sunnudag og eru foreldrar reið- ir vegna þessara miklu útgjaldahækk- unar. Sigríður Ólafsdóttir er ein þeirra sem hyggjast mótmæla hækkuninni sem er nálægt 10.000 krónum á mánuði. „Þetta þýðir að ég þarf að borga 44.231 krónu á mánuði fyrir rúma átta tíma. Reyndar er þetta svolítið mis- munandi eftir t.d. menntun dagmæðra en þetta er reiðarslag," segir Sigríður. Mótmælin breinast ekki að taxta dagmæðra sem slíkra, að sögn Sigríðar, heldur ætla hinir óánægðu fyrst og fremst að benda á það misrétti sem er milli bæjarfélaga. Akureyrarbær nið- urgreiðir ekki dagvistun til sambýlis- fólks og þaö þykir Sólveigu litið rétt- læti. Sambúðarfólk fær niðurgreiðslu á höfuðborgarsvæðinu en þetta er mis- munandi eftir bæjarfélögum. Niður- greiðslan t.d. á Seltjamarnesi er 8.000 krónur fyrir niu tíma daglega vistun til sambúðarfólks. DV náði ekki í talsmenn dagmæðra á Akureyri vegna þessa máls. -BÞ Uppboð á óskilamunum: Ótrúlegt úrval af reiðhjólum „Það er alltaf mikið fjör í kring- um uppboðið og margir gera reyfarakaup. Við erum með ótrúlegt úrval af reiðhjólum, svo dæmi sé tekið," segir Þórir Þorsteinsson, varðstjóri I óskilamunadeild lög- reglunnar, en í dag verður haldið árlegt uppboð lögreglunnar á óskila- munum. Að sögn Þóris verða reiðhjólin fyrirferðarmest á uppboðinu, eða hátt í fjögur hundruð. Auk þess verða boðnir upp ýmsir hlutir, svo sem sjónvörp, myndbandstæki, 78 snúninga plötur, ferðatöskur, úr, gleraugu og margt fleira. Undanfar- in ár hafa í kringum 2000 manns sótt uppboðið og Þórir kveðst eiga von á svipuðum fjölda í ár. Munirn- ir á uppboðinu eru reglu samkvæmt búnir að bíða eigenda sinna í eitt ár eða meira en það er sá tími sem lög- reglan gefur fólki til að vitja óskila- muna. Uppboðið fer fram í Vöku- skemmunni að Eldshöfða 2 og hefst kl. 13.30. -aþ Reiöhjól á leiö á uppboö dv mynd hari Þórir Þorsteinsson, varöstjóri í óskilamunadeild lögreglunnar, prófar hlaupa- hjól sem veröur boöiö upp á morgun. í baksýn sést hluti reiðhjólanna sem verður seldur á uppboöinu. Héraðsdómur: Fangelsi vegna e-töflumáls DV, AKUREYRI: Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann til skilorðsbund- innar fangelsisvistar fyrir meðferð fíkniefna. Maðurinn var handtekinn í bifeið sinni fyrir utan flugstöðvarbygg- inguna á Akureyri en þá hafði hann sótt þangað pakka sem í voru 25 e-töflur. í bifreið manns- ins fannst einnig lítilræði af tóbaks- blönduðu hassi. Við dómsuppkvaðningu var litiö til ungs aldurs mannsins en hann var 17 ára þegar hann framdi brot sitt og aö hann hafði hreina sakaskrá og játaði greiðlega. Einnig var litið til þess að hann fór i fikniefnameðferð eftir að hann var handtekinn og er í fastri vinnu. Hann var dæmdur i 30 daga fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Frestun á fullnustu dómsins var bund- in þvi að hann sæti sérstakri umsjón Fangelsismálastofnunar á skilorðs- tímabilinu. -gk Fangelsi fyrir hnefahögg DV, AKUREYRI:_________________ Nítján ára Dalvíkingur hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna hnefahöggs sem hann veitti manni á skemmtistað á Dalvík fyrir tæpu ári síðan. Mennirnir voru á dansleik og varð þeim sundurorða. Árásarmaðurinn var sakaður um að hafa slegið hinn mann- inn og sparkað síðan í hann liggjandi. Hann viðurkenndi að hafa slegið manninn en neitaði að hafa sparkaö í hann og var sýknaður af þeim lið ákærunnar. Fyrir hnefahöggið var hann hinsveg- ar dæmdur í 40 daga fangelsi. Með hlið- sjón af ungum aldri hans var dómur- inn skilorðsbundinn til tveggja ára.-gk Dæmdur fyrir of- beldi í svefnskála DV, AKUREYRh _________________ Hafnfirðingur á þrítugsaldri hefur veriö dæmdur í Héraðsdómi Norður- lands eystra fyrir að hafa veist að konu i svefnskála við Kröfluvirkjun. Þetta átti sér stað í september á sl. ári. Maðurinn og konan voru á snyrt- ingu svefnskálans þegar maðurinn veittist að konunni með ofbeldi, tók hana fóstum tökum og kom í veg fyrir að hún kæmist leiðar sinnar. Við þetta hlaut konan eymsli á enni, handlegg og úlnlið. Maðurinn, sem áður hefur komið við sögu lögreglu, játaði verknaðinn. Hann var dæmdur í 90 daga fangelsi en dómurinn var skilorðsbundinn til þriggja ára. Þá skal maðurinn sæta sér- stakri umsjón á skilorðstímanum sem Fangelsisstofnun rikisins annist. -gk Hlýjast norðan-og austanlands Suðvestan 5-8 m/s og súld öðru hverju sunnan- og vestanlands en léttskýjað á Norður- og Austurlandi, hiti yfirleitt 5 til 10 stig en 10 til 15 stig norðan- og austanlands. Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 22.05 Sólarupprás á morgun 04.42 Síðdegisflóö 17.12 Árdegisflóð á morgun 05.25 22.08 04.39 21.45 09.58 Skýi'iiigaí á veöurtáknum ^VINDÁTT 10V-HITI 15A -10° NViNDSTYRKUR í metrum á sekúndu ’Dfrost HEIÐSKÍRT o. :Ö ŒTTSKÝjAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAÐ W vim *7tí}* tf? RIGNING SKURIR SLYDÐA SNJÓKONiA w ~\r = ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNÍNGUR RÖKA Allt eftír ■ IgiÍJMÞ Súld eöa rigning Sunnan 10-15 m/s og súld eða rigning sunnan- og vestanlands en hægari og úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Notum hjólhestana Þar sem voriö hefur nú hafið innreið sína er upplagt aö taka fram reiðhjólin og bregöa sér í hjólatúr. Óheyrilegt verð á bensíni gefur einnig tilefni til að spara bílinn og nota hjólhestana. MaiHidagií i riO Vindur: 10-15 Hiti 7” til 15° ÓAA Sunnan 10-15 m/s og súld eöa rigning sunnan- og vestanlands en úrkomulítiö fyrir noröan og austan. Hitl 7 til 15 stig, hlýjast á Noröausturlandi. Miðvikudi Vindur; 7-10 m/. ) Hiti 5° tii 10° Suðvestan 8-13 m/s og skúrir sunnan- og vestan til en víða léttskýjað noröaustanlands. Hltl 5 til 10 stlg. Hæg suðaustanátt með vætu um allt land. Hltl yflrleltt 5-10 stlg * * AKUREYRI skýjaö 12 BERGSSTAÐIR skýjaö 9 BOLUNGARVÍK léttskýjaö 9 EGILSSTAÐIR 10 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 11 KEFLAVÍK úrkoma í grennd 8 RAUFARHÖFN alskýjaö 11 reykjavIk hálfskýjaö 8 STÓRHÖFÐI skýjað 7 BERGEN hálfskýjaö 7 HELSINKI léttskýjaö 21 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 11 ÓSLÓ skýjaö 9 STOKKHÓLMUR 12 ÞÓRSHÖFN skýjaö 8 ÞRÁNDHEIMUR skúr á síö. kls. 6 ALGARVE skýjaö 16 AMSTERDAM skýjaö 10 BARCELONA alskýjaö 14 BERLÍN heiöskírt 20 CHICAGO skýjað 10 DUBLIN skýjaö 12 HALIFAX skýjaö 21 FRANKFURT skýjaö 12 HAMBORG 12 JAN MAYEN snjóél -3 LONDON skýjaö 12 LÚXEMBORG alskýjað 16 MALLORCA skýjað 18 MONTREAL heiðskírt 18 NARSSARSSUAQ léttskýjað 8 NEW YORK léttskýjaö 24 ORLANDO skýjaö 18 PARÍS skýjaö 10 VÍN léttskýjaö 25 WASHINGTON þokumóöa 17 WINNIPEG þoka 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.