Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Qupperneq 6
6
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001
Fréttir DV
j u * *
Smábátasjómenn æfir vegna utreiknmga LIU:
ISiJ
íT«i < rriTl 711
Stórútgerðin vill
slátra okkur
- segir Arthur Bogason sem telur góðæri ráða miklum afla
Arthur
Bogason.
„Stórútgerðin
I vill slátra okkur.
Með því að setja
smábátana í kvóta
kemst fjöldi þeirra
í þrot,“ segir Arth-
ur Bogason, for-
maður Landsam-
] bands smábátaeig-
enda, um þá kröfu
Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna að skikk
verði komið á veiðar smábáta á
dagakerfi og í þorskaflahámarks-
kerfi.
Eins og DV greindi frá í gær hef-
ur Björn Jónsson hjá LÍÚ reiknað
út að umframafli smábáta í steinbít
og ýsu sé gífurlegur. Bátamir veiði
þrefalt á við það sem stjómvöld
ætli þeim. Sömu sögu er að segja af
þorskveiði smábátanna sem stefnir
langt fram úr því sem þeim er ætl-
að. Engin leið er til þess að koma
böndum á smábátaaflann þar sem
stjómvöld hafa engin ráð til að
halda afla í skefjum þó hann fari
upp fyrir tiltekin mörk.
„Það er arfavitlaust að kenna
okkur um þær ógöngur sem fiski-
stofnar eru í. Stórútgerðin hefur
skrapað upp fiskimiðin allt frá því
Bretinn var rekinn út. Þeir hafa si-
fellt stækkað skipin og vélar þeirra
og þannig rústað fiskistofna hjálp-
arlaust. Þó smábátar hafi veitt um-
fram það sem þeim er ætlað þá eiga
eftir að koma mögur ár. Undanfar-
in ár hefur verið góðæri til sjávar-
ins. Hvað ætla menn að gera þegar
aflinn minnkar?" spyr Arthur.
í nýjum lögum sem taka eiga
gildi í september er gert ráð fyrir
Smábátar í góðæri
Sjómenn á smábátum hafa mokfiskaö aö undanförnu. Aflinn hefur veriö
þrefalt meiri í einstökum tegundum en stjórnvöld ætla þeim: Afleiöingin kann
aö veröa sú aö stórfelldur niöurskuröur lendi á þeim í seþtember.
að stór hluti smábátanna fari á
kvóta sem aðeins nemur broti af
raunverulegri veiði. Þá fara daga-
bátarnir inn í kerfi þar sem dögum
verður fækkað fari afli fram úr
álætlun. Þannig fá þeir 89 bátar
sem eru í kerfinu aðeins að róa í 21
dag í stað 23 áður. 500 þorskafla-
hámarksbátar munu verða kvóta-
settir í ýsu og steinbít og fara inn í
kvótakerfi annarra smábáta á afla-
marki. Skerðing þeirra mun verða
á bilinu 50 til 70 prósent. Arthur
formaður er ævareiöur vegna þessa
og hann krefst þess að bátamir hafl
sama frelsi og áður.
„Við viljum ekki sjá þessa breyt-
ingu verða. Þama á að troða 600
bátum nauðugum inn í aflamarks-
kerfið. Slíkt mun hafa ófyrirsjáan-
legar afleiðingar fyrir byggðir
landsins. Margir munu hætta og
selja og aðrir fara á hausinn," segir
Arthur.
Hann segist ekki skilja í stöðug-
um árásum stórútgerðarinnar á
smábátana.
(
MU daeAtou txvt«M«sl tunfroin mukouð sMokrMnt UUí
Stjórnlaus veiöi
- *f honli iarp 10 ^tnnd tonn 4 txrimur ámm
Frétt Dv frá í gær.
„Ef þetta frelsi er svona dýrmætt
þá skil ég ekki af hverju þeir hafa
ekki andskotast til að fjárfesta í
smábátaútgerð," segir Arthur.
Hann segir ljóst að gangi lögin
fram í sumar þá muni smábáta-
menn setja fram kröfur sínar.
„Við munum væntanlega krefjast
þess að bátamir fái að veiða í net
og einnig að þeir fái að leigja kvóta
úr gamla kerfinu," segir Arthur.
Fiskveiðum á Islandsmiðum er
stjórnað með fernum hætti. Þrjú
kerfi eru við lýði hjá smábátum. 89
bátar eru í dagakerfi þar sem þeir
mega fiska eins og þeir geta á 23
dögum. Um 500 bátar róa í svoköll-
uðu þorskaílahámarkskerfi þar sem
hámark er á því hve mikinn þorsk
þeir mega veiða en í öðrum tegund-
um mega þeir veiða ótakmarkað.
Þriðji flokkurinn er kvótakerfi
smábáta sem er í meginatriðum
eins og kvótakerfi stærri skipa. All-
ar tegundir eru undir kvóta. Fjórða
kerfið er siðan sjálft kvótakerfið
sem stærri fiskiskip eru innan. Þar
eru allar fisktegundir bundnar
kvóta. Margir eru þeirrar skoðunar
að öll flskiskip ættu með réttu að
vera í einu og sama kerfinu, öðru-
visi sé ekki hægt að stjórna veiðum
af neinu viti.
Aðspurður segist Arthur ekki
geta lagt til að allur flotinn færi inn
í eitt kvótakerfi þar sem auðlinda-
skattur réði úthlutun veiðiheimilda
„Ég kastaði þessu fram í ræðu á
aðalfundi Landssambands smábáta-
eigenda fyrir sex árum. Ég tel mig
heppinn að hafa sloppið lifandi frá
þeirri hugmynd," segir Arthur.
-rt
Leigubílstjóri sem mætti Einari Erni og morðingja hans í Öskjuhlíð:
Einar Örn var brosandi rétt
fyrir manndrápið
Tilefnislaus og hrottafengin árás
Ákæruvaldiö telur að árás Atla Helgasonar á Einar Örn hafi veriö tiféfíif§Mf§]
og sýnt meiriháttar brotavilja.
Fossá
Skiþiö er nú tilbúiö til veiöa eftir að
„ vankantar“ hafa veriö sniönir af því.
Fossá í slipp á
Neskaupstað
„Tilraunaveiðar á skipinu hafa
komið ágætlega út. Hins vegar hafa
komið upp vandamál, t.d. varðandi
spilkerfi og flokkara, en þau mál eru
nú komin í lag,“ segir Þorsteinn Þor-
bergsson, skipstjóri á kúfiskveiðiskip-
inu Fossá frá Þórshöfn.
Fossá, sem smíðuð var í Kína, kom
til landsins í febrúar og var um það tal-
að að skipið færi til veiða fljótlega eft-
ir það. Eins og Þorsteinn segir hafa
komið upp vandamál varðandi skipið
og nú er það í slipp á Neskaupstað.
„Það er verið að setja í skipið rör sem
tekur skeljabrot frá flokkara en rörið
sem fyrir var skilaði ekki hlutverki
sínu,“ segir skipstjórinn.
Hann segist ekki gera mikið úr þess-
um erfiðleikum með að koma skipinu
tO veiða en vissulega sé það „svekk-
elsi“ að skipið skuli ekki hafa verið í
topplagi þegar það var afhent. „En ég
er ánægður með skipið þrátt fyrir
þessa vankanta sem við höfum verið
að sníða af því og það er nú tilbúið til
veiða," segir Þorsteinn.
Fossá hefur verið á undanþágu til
tilraunaveiða í verkfalli sjómanna og
þess því að vænta að tekið verði til við
veiðarnar af fullum krafti þegar verk-
fallið leysist. Þorsteinn segir að kúfisk-
vinnslan á Þórshöfn, þar sem aflinn
verður unninn, virðist í fullkomnu
lagi. -gk
Árás Atla Helgasonar lögfræðings á
Einar Öm Birgisson var tilfefnislaus,
langdregin og hrottaleg. Hann gerði
ekkert til að leita aðstoðar þó að
sjúkralið væri stutt frá Öskjuhlíð þar
sem Atli kveðst hafa lamið Einar Öm í
höfuðið meö hamri. Réttarmeina-
fræðingur hefur sýnt fram á að hamar-
inn hafi verið stærri en Atli heldur
fram og höggin fleiri.
Framburður Atla um að Einar Öm
hefði neytt fikniefna er tilbúningur.
Atli beitti aðra blekkingum f marga
daga - fram að handtöku - til að leyna
morðinu og villa um fyrir öðmm. Þetta
sýnir fram á meiriháttar brotavilja.
Það á að koma til refsiþyngingar þar
sem sakfella á ákærða fyrir manndráp
af ásetningi. Ásetningur Atla um
manndráp myndaðist eigi siðar en
hann greip til hamars í sæti bOs síns.
Þetta er meginkrafa og niöurstaða
ákæruvaldsins í morðmáli ríkissak-
sóknara gegn Atla Helgasyni. Auk refs-
ingar, 16 ára fangelsis, er farið fram á
í DÓMSALNUM
Úttar Sveinsson
að lögfræðingurinn verði sviptur mál-
flutningsréttindum ævOangt.
Bros, deilur og átök?
LeigubOstjóri sem kom fyrir héraðs-
dóm í gær, eina vitnið sem borið getur
um að Atli og Einar Öm hefðu hist í
Öskjuhlíð, kveðst hafa mætt tveimur
mönnum í bfl - annar þeirra hafi ör-
ugglega verið Einar Öm undir stýri,
hlæjandi eða í það minnsta brosandi.
LeigubOstjórinn kveðst hafa talið að
Atli hafi setið við hlið Einars Amar.
Þetta kemur heim og saman við fram-
burð Atla um að hann hafi beðið eftir
Einari Emi í Öskjuhlíð, hann hafi síð-
an gengið að bfl félaga síns er hann
kom og sest upp í hjá honum - þetta
hafi gerst áður en tfl deflna og síðan
átaka kom.
Sigríður Jósepsdóttir, sækjandi
málsins, sagði á hinn bóginn aö
ekki hefði verið sýnt fram á með
óyggjandi hætti að morðstaðurinn
hafi verið Öskjuhlíð og líkur væru
á að Einar Örn hefði verið á lífi eft-
ir að hann fékk högg í höfuðið.
Hann fannst í hraungjótu skammt
frá Reykjanesbraut að afleggjaran-
um að Grindavík og þar fannst
blóð, einnig í bíl Atla.
Þegar dómsformaður þriggja
héraðsdómara spurði Atla að því í
gær hvort hann hefði einhverju að
bæta við framburð sinn eða þeirra
vitna sem komu fyrir dóminn
sagði hann:
„Ég hef sagt sannleikann, lýst
öllu eftir minni bestu vitund."
Aumingja Arni
Sjávarútvegsráðherrann Árni
Mathiesen er bókstaflega á mflli
steins og sleggju þessa dagana. Öðru
megin standa.
smábátasjómenn I
með vaxandi fylk-
ingu þingmanna
úr öllum flokkum
á bak við sig sem
vflja að hætt verði
við kvótasetningu I
á ýsu, ufsa og
steinbít. Hinu-'
megin við Árna með reidda hnefa
standa forystumenn LÍU með Krist-
ján Ragnarsson í fararbroddi og
vflja að kvótasetningalög verði gerð
virk og engar refjar. Á sveif smá-
bátasjómanna leggjast sveitarstjórn-
armenn og segja byggðir landsins
endanlega hrynja ef kvótinn veröi
að veruleika en LÍÚ menn segja
fiskistofna hrynja ef stjómlausar
veiðar smábátanna haldi áfram.
Ráðgjafi heita pottsins kann fá ráð
fyrir Árna í þessari vonlausu stöðu
en segist sjálfur hafa skellt sér til
Kanari i langt frí ef hann væri í
sporum ráðherrans...
Ónýtur flygill?
Þrotlaus vinna í áratugi við að
koma Borgarleikhúsinu á legg reyn-
ist ekki standa undir þeim vænting-
um sem
gerðar
voru til
þessarar
stofnunar.
Þrátt fyrir
góðan vilja
og góða spretti leikara og starfsfólks
þá hafa peningavandræði og erjur
sett meiri svip á starfsemina en
góðu hófi gegnir. Nú er fram-
kvæmdastjórinn á förum en steininn
tók þó úr þegar besti vinur heitá
pottsins kom með þær fréttir að svo
væri fjárans flygOlinn i leikhúsinu
ónýtur i þokkabót. Haföi hann það
fyrir satt að sá landsfrægi spflari,
Jónas Ingimundarsson, hcifi ekki
treyst sér til að berja nóturnar á
gripnum undir fögrum söng Þóru
Einarsdóttur. Því hafi tónleikum
snarlega verið slegið á frest og flutt-
ir annað...
Davíð of reynslulaus
Greiningardefld Kaupþings telur að
þróun vísitölu neysluverðs og gengis-
þróun að undanfómu gefi tilefni tfl
þess að endur-
skoöa spá um
verðbólgu ársins í
hefld. Spár hafa
þvi hækkað úr 4%
í desember í 6-7%
nú. Þaö fer því að
síga í að verðbólga
fari að nálgast
tveggja stafa tölu
eins og var á mestu vinsældarárum
Steingríms Hermannssonar, fyrrum
forsætisráðherra. Benda menn á að
líklega væri rétt af Davíð að fara að
standa upp úr ráðherrastól sínum og
kafla Steingrím á stýrimannsvaktina
að nýju. Davíð hafi hvort sem er ekk-
ert í hann að gera enda gjörsamlega
reynslulaus í að stíga ölduna í
tveggja og jafnvel þriggja stafa verð-
bólgu...
Órofin samstaða
Sjómenn sýna víðar samstöðu en í
verkfalli og harðri baráttu fyrir bætt-
um kjörum. Fregnir berast nú vestan
af Qöröum að sjó-
menn úr sjávar-
plássum á norðan-
verðum Vestfjörð-
um ætli að samein-
ast um eitt herjans
skrall í tflefni sjó-
mannadags í
íþróttahúsinu á
Torfnesi á ísafirði.
Það eru forsvarsmenn Björgunar-
félags Isafjarðar sem eru drifíjaðrirn-
ar í þessari samstöðu. Ekki mun hafa
þurft langar samningaviðræður tfl að
koma þessu þrekvirki á laggirnar.
Velta menn því fyrir sér hvort Þórir
Einarsson ríkissáttasemjari gerði
ekki rétt í því að kalla þessu rösku
björgunarsveitarmenn til samninga-
gerðar fyrst sjómenn og útgerðar-
menn ráða ekki við dæmið...