Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Side 11
b 11 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 Skoðun ar mundir, það hallar undan fæti í heimilisrekstrinum og þegar upp verður staðið í árslok má gera því skóna að rekstarleg afkoma famili- unnar standi á verulegum brauðfót- um. Og allt vegna þess að heimilið nýtur ekki sömu rekstrarlegu for- réttinda og olíufélögin. Það virðist liggja líf við að olíufélögin og fyrir- tækin í landinu séu rekin með hagnaði en heimilisreksturinn er augljóslega afgangsstærð. Og skatt- urinn tekur auðvitað ekkert tillit til þess þó stórkostlegur taprekstur sé á heimilinu og heimtar sitt, á með- an olíufélögin og aðrir slíkir geta millifært ónotaö tap á milli ára og hvað þær heita nú allar saman lög- legu undanskotsleiðirnar. Samt eru flestir sammála um að það sé á vissan hátt mikilvægara að framleiða börn, ala þau upp og koma til manns sem gagnast kunnu landi og þjóð en að selja einokunar- olíu á okurverði. En þess sér því miður ekki stað í því mismunandi rekstrarumhverfi sem fjölskyldun- um annars vegar og fyrirtækjunum hins vegar er skapað. The Oil Famiiy ehf. Eftir að hafa velt þessum málum fyrir mér um skeið hef ég nú ákveð- ið að skapa sjálfum mér og fjöl- skyldunni þær sjálfsögðu rekstrar- legu forsendur sem við og öll önnur heimili á landinu eigum auðvitað skiliö. Ég ætla sem sé að stofna olíu- félag um fjölskylduna, The Oil Family ehf. Ég hef ráðið mér lögfræðing og hagfræðing mér til ráðgjafar og þeir fullvissa mig báðir um að það sé ekkert því til fyrirstöðu að stofna og starfrækja olíufélag á heimilinu, enda eru þeir báðir á launum hjá méy við að komast að akkúrat þess- ari niðurstöðu. Þeir kónar hafa bent mér á að ég geti líka auðveldlega skráð fyrirtækið á markað og selt í því hlutabréf. Þannig megi alveg gera ráð fyrir því að fermingarbarn- ið sé bísna spennandi fjárfestingar- kostur, því hver veit nema strákur- inn verði atvinnumaður í fóbolta og kannski seldur fyrir milljarð innan tíu ára. Það er að sögn ráðgjafanna í sjálfu sér ekkert óliklegra en að ís- lensk erfðagreining fari að skila hagnaði. Nú, elstu strákarnir eru báðir á sjónum og verða kannski einhvern tímann útgerðarmenn með mikinn kvóta (og er ekkert ólíklegra en að netfyrirtækin fari að skapa verð- mæti) og þar gætu legið nokkrar spesísur. Ef önnur stelpan verður viðskiptafræðingur og hin tann- læknir þá eru þær afar líklegar til að skila nokkrum arði, ekki síður en bensínstöö á Bakkaflrði eða Essósjoppa á Eskiflrði. Hlutafélagavæðing heimilisins gefur okkur líka heimild til að velta óvæntum útgjöldum og hækkunum í hafi út í verðlagið, þannig að mað- ur á heimtingu á kauphækkun í hvert skipti sem þvottavélin og bíll- inn bila. Ef þetta gengur allt eftir þá horf- um við og aðrar fjölskyldur í land- inu fram á bjartari tíma með halla- lausum heimilisrekstri, líkt og olíu- félögin gera núna. Við skulum því ekki hafa neinar vöflur. Oliufélagavæðum heimilin í landinu og það strax! „Agndofa þjóð bíður þess að vísindamennimir út- skýri hvar þeim brást bogalistin. Af hverju týnduð þið þorskstofnin- um? Var eftir allt saman eitthvað að marka kverúlantana sem bentu á það að vísindin í kringum fiskifrœðina líktust meira veðurspá en fullkominni eðlisfrœðirannsókn. “ er eins og krækiber í helvíti og langt innan skekkjumarka og ekkert er nýtt í brottkastinu. Ekki verður fram hjá því litið að fiskifræðingamir hafa um árabil boð- að stóra fiskistofna handan við horn- ið. Nú er staðan sú að þorskurinn er að éta krónuna; ekki upp til agna en hún rýmar daglega. Agndofa þjóð bíður þess að visinda- mennimir útskýri hvar þeim brást bogalistin. Af hverju týnduð þið þorskstofninum? Var eftir allt saman eitthvað að marka kverúlantana sem bentu á það að vísindin í kringum fiskifræðina líktist meira veöurspá en fullkominni eðlisfræðirannsókn. Varðandi vísindaleg mistök er ein- falt dæmi til af því þegar vísinda- menn NASA misreiknuðu sig svo hastarlega að geimfar brotlenti á Mars. Þeir rugluðu saman tommum og sentímetrum. Hvar reiknaði Hafrannsóknastofn- un vitlaust. Getur verið að stofnunin sé að ragla saman metram og foðrn- um? Eða er hún kannski að rugla saman þorski og steinbít? Afleiðing- amar era ljósar. I hverju liggja mistökin? Hvað er sjávarútvegsráðherra að hugsa? Spurningarnar eru ótalmargar en svörin era árlega á sömu lund. „Sorry, þorskstofninn er í kreppu." „Af hverju?“ er spurt og það stend- ur ekki á svarinu: „ Af því bara.“ Hin pólitíska véfrétt Framsóknarflokkurinn og fátt bend- ir til aö það muni breytast mikið í næstu kosningum. Alla vega ekki þannig að sú mynd sem við höfum í dag breytist í grundvallaratriðum. Það er því í raun engin skynsamleg ástæða fyrir Davíð - svona út frá öllum venjulegum mælikvörðum - að hefja máls á því að gefa eftir for- sætisráðuneytið í samstarfl við svo miklu minni flokk. Raunar er það í sjálfu sér stórmerkilegt að hann skuli yfirleitt vera að gefa það út nú, viö mitt kjörtímabil, að hann hafl áhuga á að endumýja samstarf stjórnarflokkanna eftir næstu kosn- ingar. En hvað veldur þá þessu út- spili? Kenningar Eins og áður segir hafa ýmsar kenningar heyrst. Til dæmis að Davíð telji heppilegt að gefa eftir forsætisráðuneytiö til að fá fleiri ráðherrastóla á móti. Einnig heyrist að hann sé á leið út úr pólitík og ætli sér ekki einu sinni að vera á vettvangi stjórnmálanna þegar kem- ur að því að standa viö yfirlýsing- arnar. Satt að segja eru þetta frekar slakar kenningar, bæði vegna þess að þær ganga þvert á það sem Dav- íð er sjálfur að segja og vegna þess að innri rök þeirra standast ekki. Davíð hefur fjálglega lýst því að hann muni sækjast eftir forustu á lista í Reykjavík í næstu kosningum og jafnvel þó hann ætlaði að hætta þá er ekkert sem knýr hann til þess að skjalla Framsókn og Halldór með þessum hætti nú. Þvert á móti gæti þetta valdið eftirmönnum hans óþarfa vandræðum síðar og það vakir nú tæplega fyrir honum! Fordæmi Þorsteins Ein athyglisverð kenning gengur út á að Davíð hafl gefíð yílrlýsingar sínar í afmælisvímu og þvi beri að taka þær með mikilli varúð. Þessi vímukenning er komin frá Stein- grími Hermannssyni, fyrrum for- sætisráðherra, sem er eins og svo margir aðrir nokkuð hissa á útspili Daviðs. Steingrímur minnti á það í samtali við DV í vikunni að Davíð hafi fundið Þorsteini Pálssyni það til mikillar foráttu á sínum tíma að sitja í ríkisstjórn sem Steingrímur Hermannsson leiddi, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn væri mun stærri flokkur en Framsóknarflokk- urinn. Þetta er gagnleg ábending hjá Steingrimi, þó þessi annars ágæta vímukenning hljóti að öðru leyti að teljast heldur ólíkleg. Maddaman friðuð Fjórða kenningin, og sú sem hlýt- ur að teljast líklegust, felur í sér að Davíð meti stöðuna þannig að hann þurfi með einhverjum hætti að friða Framsóknarmaddömuna. Ekki bara Halldór Ásgrímsson og hans nán- ustu samstarfsmenn heldur mun víðari hóp framsóknarmanna sem margir eru farnir að hafa verulegar efasemdir um ágæti stjórnarsam- starfsins. Sá sem þetta ritar hefur áður rakið það hér á þessum vett- vangi hvernig fjölmörg merki um kulnun í hinu pólitíska hjónabandi ríkisstjómarsamstarfsins hafa gert vart við sig seinni hluta vetrar. Nægir þar að minnast á Búnaðar- bankamálið, Þjóðhagsstofnunarmál- ið og nú síðast Evrópumálin. í flest- um þessum málum hafa framsókn- armenn búið við ofríki og stundum hreinEm og beinan dónaskap frá sjálfstæðismönnum - ekki síst Dav- íð sjálfum. Blómvöndur Á stjórnarheimilinu hefur Fram- sóknarmaddaman því verið í hlut- verki hinnar þolinmóðu eiginkonu, á meðan sjálfstæðismenn hafa hegð- að sér eins og hinn ofstopafulli og tillitslausi heimilisfaðir. Slík sam- bönd enda yfirleitt aðeins á tvo vegu. Annaðhvort beygir eiginkon- an sig í duftiö og gerist meðvirk með ofstopamanninum eða þá að hún lætur ekki bjóða sér þetta og fer að heiman. Framsóknar- maddaman var farin að íhuga seinni kostinn. Það aftur gjörbreytti framkomunni hjá ofstopamannin- um. Þegar til kom gat hann ekki hugsað sér að missa maddömuna og færir henni þess vegna blómvönd og lofar bót og betrun. Og valdahlut- völlin á heimilinu breytast gjörsam- lega í einu vetfangi! Ekki valkostir Sjálfstæðismenn hafa eflaust átt- að sig á því að í ríkisstjórn getur samstarfið verið hverfult og valkost- irnir sem þeir hafa eru þrátt fyrir allt ekki endilega svo kræsilegir. Það er nefnilega ekkert líklegra að flokkurinn geti stofnað til friðsælla fjölskyldulífs á stjórnarheimili með Samfylkingunni eða Vinstri græn- um, en með Framsókn. Útspil Dav- íðs er því í raun pólitiskur blóm- vöndur og skilaboðin sem véfréttin í Delfi var aö færa okkur um síð- ustu helgi eru yfirlýsing um bót og betrun í stjómarsamstarfinu. Spurningin er bara sú, hvort fram- sóknarmönnum, með Halldór í broddi fylkingar finnist eitthvað varið í þennan blómvönd og það sem hann stendur fyrir eða hvort þeir túlka þetta sem lasburða yflr- klór. „Davíð gaf það nefnilega sterklega til kynna að hann vildi að núverandi stjómarflokkar héldu áfram samstarfinu eftir nœstu kosningar - að breyttu breytanda - og að hann teldi það fylli- lega koma til greina að Halldór Ásgrímsson myndi leiða samsteypu- stjóm Sjálfstœðisflokks og Framsóknarflokks. “ Birgir Guðmundsson fréttastjóri Eftir að Davíð Oddsson tileinkaði sér þá stefnu að koma helst ekki fram í umræðuþáttum í fjölmiðlum og vera ekki á siðum dagblaðanna nema til hátíðabrigða hafa ummæli hans um hin ýmsu málefni náð þeirri stöðu að teljast takmörkuð auðlind. Það er helst í umræðum á Alþingi sem menn fá að heyra hvað forsætisráðherra flnnst um hitt og þetta og svo auðvitað í drottningar- viðtölum sem tekin eru til hátíða- brigða. Af þessum sökum leggur þjóðin við hlustir í þessi skipti sem Davíð á annað borð tjáir sig um eitt- hvað. Enda er leikurinn eflaust til þess gerður hjá honum. Yfirlýsingin Um síðustu helgi og í byrjun þess- arar viku brá hins vegar svo við að Davíð var talsvert mikið í fjölmiðl- um og það talaði á honum hver tuska. Landsmenn hlustuðu af at- hygli á það allt. Tilefnið var líka ærið, hann var að fagna 10 ára valdaafmæli. Að öðru sem Davíð var að tala um ólöstuðu, þá hafa ummæli hans um næstu ríkistjórn- armyndun vakið langmesta athygli. Davíð gaf það nefnilega sterklega til kynna að hann vildi að núverandi stjórarflokkar héldu áfram sam- starfinu eftir næstu kosningar - að breyttu breytanda - og að hann teldi það fyllilega koma til greina að Hall- dór Ásgrímsson myndi leiða sam- steypustjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þvf miður var Davíð ekki spurður meira út í þess- ar yflrlýsingar en ljóst er að menn skilja þær með afar misjöfnum hætti, allt eftir því hver á í hlut. Davíð er því í hlutverki véfréttar- innar frá Delfl hvað þetta varðar. Eins og véfréttin forðum gefur hann út yfnlýsingu um framtíðina, sem áhugamenn um pólitík hafa verið að velta fyrir sér, ræða og túlka alla vikuna. En vegna þess hversu knöpp ummæli hans era fæst ekki úr því skorið nákvæmlega hvað hann er að meina. Og eins og í Delfl forðum veltur það síðan á túlkun þeirra sem á hlýða hversu merkileg fréttin reynist á endanum. En sú staðreynd breytir þó ekki því að al- menn umræða um véfréttir af þessu tagi getur út af fyrir sig verið afar gagnleg, því hún veltir upp ýmsum flötum á hinu pólitíska ástandi á hverjum tíma. Og þannig er það líka núna, í það minnsta virðist enginn hörgull á kenningum um það hvað forsætisráðherr- ann sé að fara með þessum yfirlýsingum. Rausnarboö Rétt er að árétta áður en lengra er haldið að tilboð eða „næsum-því-tilboð“ Davíðs um að Halldór Ásgrímsson leiði sam- steypustjórn Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks er afar rausnarlegt hvernig sem á það er litið. Sjálfstæðisflokkurinn er tvöfalt stærri en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.