Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Page 20
20
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV
„Vitaskuld þykir
mér það vera mikill
heiður að vera út-
nefndur bœjarlista-
maður, þó ég sé
kannski líka svolítið
var um mig.
Kannski er einhver
ótti í undirmeðvit-
undinni um að ver-
ið sé að gera grín að
mér. Ég veit ekki
hvers vegna. Lista-
maður er stórt orð
og ég hef aldrei litið
á mig sem slíkan,
heldur fyrst og
fremst sem bifvéla-
virkja og söngvara. “
DV-MYNDIR BRINK
Bifvéiavirki og bæjarlistamaöur
„Mér fannst frægöin vera aö skrúfa mig upp á tímabili og þaö var vond tilfinning sem ég vil ekki upplifa að
nýju. “ Aðalstarf Óskars er bifvétavirkjun hjá Kraftbílum á Akureyri en söngurinn tekur þó mikinn tíma.
hæfileika sem þarf. Sannast sagna
veit ég ekki hvort ég hefði hrein-
lega haft taugarnar í þetta. Sigrar
á sviðum óperuhúsanna geta
vissulega verið sætir en mér
finnst þó líka mikils um vert að
vera sáttur við eigið líf og starf.
Það er ég svo sannarlega."
„Dæmalaust góðir"
Á síðustu árum hefur íslensk-
um söngvurum sem starfa við er-
lend tónleikahús fjölgað ákaflega
mikið „... og margir þeirra eru
dæmalaust góðir,“ einsog Óskar
kemst að orði. Hann nefnir sér-
staklega bassana Kristin Sig-
mundsson og Viðar Gunnarsson
og tenórana Gunnar Guðbjörns-
son og Kolbein Ketilsson." Af
þessum mönnum sem ég nefni hef
ég alltaf verið hvað hrifnastur af
mjúkri og hlýrri rödd Gunnars
Guðbjörnssonar sem er ævinlega
hann sjálfur í söngum og er ekk-
ert að búa til.“
Þegar rætt er um aðstöðu tón-
listarmanna úti um landi segir
Óskar hana vera afskaplega lélega
oft á tíðum og koma niður á því að
stórir sigrar geti unnist. „Menn
hafa að vísu verið að tala um að
byggja hér veglegt tónlistarhús og
það gæti auðvitað skipt sköpum.
En voðalega er ég samt hræddur
um að tónlistar- eða menningar-
Listamaður er stórt orð
- segir Óskar Pétursson, söngvari frá Álftagerði
„heimatenór og allra manna gagn“ á Akureyri
Heimatenór og allra
manna gagn
Það er Óskar Pétursson á Akur-
eyri, sem fyrir skömmu var út-
nefndur bæjarlistamaður fyrir
næsta áriö, sem svo kemst að orði.
Þessa heiðurs mun hann meðal
annars njóta með því að verða á
launum frá bænum um hálfs árs
skeið og segist Óskar svo sannar-
lega ætla að nýta sér svigrúmið
sem það gefur. Hefur meðal ann-
ars í hyggju að leita sér frekari til-
sagnar í söngum. „Síðan hef ég
einnig verið með fyrirætlanir um
að efna til veglegra tónleika hér á
Akureyri um páskana á næsta ári
og er þegar byrjaður undirbúning.
En það mál er allt á frumstigi og
ég get lítið sagt um það enn þá,“
segir Óskar.
Spurður um skilgreiningar á því
hver sé listamaður segir hann að
efalaust megi flokka hann sem
slíkan ef það sé sá sem gefur af
sjálfum sér til annarra. „Megin-
málið er þó það að ég hef aldrei
leitt hugann aö því hvort ég sé
listamaður. Sjálfur hef ég stundum
notað þá skilgreiningu að segja að
ég sé heimatenór og allra manna
gagn sem fenginn er til þess aö
syngja um allt Norðurland við
þorrablót, skírnir, brúðkaup og
jarðarfarir."
Klósettsöngur og 100
jarðarfarir
Fáir menn á Norðurlandi eru
eftirsóttari sem einsöngvarar við
jarðarfarir en einmitt Öskar Pét-
ursson. Hann segist syngja árlega
við 80 til 100 jarðarfarir, flestar á
Akureyri. Og það getur verið erfitt
að láta það ríma og koma heim og
saman við aðalstarfið sem eru
vörubílaviðgerðir hjá Kraftbílum
á Akureyri. „Það er erfitt að ná
fullri einbeitingu í söng við jarðar-
för þegar maður hefur verið
kannski hér á fullu í vinnu sem er
oft á tíðum erfiðisvinna. Ég finn
þetta betur eftir því sem ég eldist.
Oft er líka erfitt að syngja við jarð-
arfarir og tekur mjög á mann.
Kannski ekki þegar í hlut á eldra
fólk sem er hvíldinni fegið. En inn
á milli koma alltaf jarðarfarir sem
taka á mig og rífa í sálina, eins og
til dæmis þegar ég syng yfir ungu
fólki sem hefur farið snögglega."
Söngur var nánast hluti af því
uppeldi sem Óskar fékk á heima-
slóðum sínum í Álftagerði í Skaga-
firði, bænum sem hinir söngvinu
bræður kenna sig við. „Ég flutti
hingað til Akureyrar árið 1972 og
fór að vinna sem bifvélavirki hér.
Byrjaði þá mjög fljótlega að syngja
með Karlakór Akureyrar og hef
sungið með ýmsum kórum og
sönghópum eftir það. En að skag-
firskum sið má auðvitað segja aö
það fyrsta sem ég hafi sungið opin-
berlega hafi verið á klósettinu í
Miðgarði, en ævinlega þykir til-
heyra að þar sé sungið, helst radd-
að, á hverri einustu söngskemmt-
un og dansleik."
Sáttur við eigið líf og
starf
Eins og segir hér að framan
kveðst Óskar ætla að leggja fyrir
sig söngnám næsta vetur. „Endur
fyrir löngu var ég við nám einn
vetur í Söngskólanum, hjá Má
Magnússyni, og einnig lærði ég
hjá Sigurveigu Hjaltested og Guð-
rúnu A. Kristinsdóttur píanóleik-
ara sem ég hef lært mjög mikið af
og hef átt gott samstarf viö. Mest
var ég síöan hér á Akureyri hjá
Margréti Bóasdóttur. Hjá hverjum
þessara kennara lærði ég sína ögn-
ina, þó allir væru þeir ákaflega
ólíkir. Margrét var til dæmis ekk-
ert að láta mig garga frá mér vitið,
heldur lagði rækt við miðsvið
raddar minnar. Már kappkostaði
hins vegar að sprengja mig nánast
þannig að ég öskraði eins og ég lif-
andi gat.“
Sagan segir frá ungum bifvéla-
virkja á Akureyri sem fyrir nær
þrjátíu árum venti sínu kvæði í
kross og hélt til söngnáms úti í
hinum stóra heimi. Sá heitir Krist-
ján Jóhannsson og hefur á undan-
förnum árum unnið margra
glæsta sigra á sviðum óperuhúsa
heimsins. „Nei, mig hefði ekki
langað til þess að verða spor-
göngumaður Kristjáns, til þess er
ég ekki rétta manngerðin," segir
Óskar ákveðinn. „Sannast sagna
hefði ég ekki haft neina burði né
verið nógur til að berjast fyrir til-
veru minni í hinum harða heimi
óperuhúsanna. Kristján hefur
mikið sjálfstraust, flotta fram-
komu, munninn fyrir neðan nefið
- eða með öðrum orðum alla þá
hús hér í bænum rísi ekki fyrr en
ég er kominn á elliheimilið. Það
er svo aftur spurning hvaða tón-
list verður í húsinu flutt. Stund-
um er sagt að við söngvarar úti á
landi förum ekki í allra metnaðar-
fyllstu tónverkin heldur tökum
þessi lög sem allur meginþorri
þjóðarinnar hefur gaman af. En
við skulum þá ekki vameta þann
hóp sem sækir tónlistarviðburði
fyrst og fremst til þess að
skemmta sér.“
Einhver kengur
Þegar litið er yfir hóp íslenskra
einsöngvara vekur athygli að það
eru tenórsöngvararnir sem öðrum
fremur njóta vinsældanna. Spurn-
ingin sem vaknar hlýtur því að
vera sú hvort íslenska þjóðin sé
hreinlega æst i tenóra. „Það virð-
ist vera,“ segir Óskar og hlær.
„Einhver kom með þá speki að
tenórar væru vinsælir vegna þess
að þegar þeir færu upp á háa C-ið
væru þeir komnir í algjöran línu-
dans um hvort þeir héldu tónin-
um eða ekki. Að fylgjast með
þessu væri hrein og klár spennu-
fíkn meðal áhorfenda úti í sal. Ég
hef oft fylgst með þessu þegar ég
stend á sviðinu; salurinn springur
ef þú kemst sem sigurvegari í
höfn en á hinn bóginn ertu algjör-
lega jarðaður ef þú springur. Síð-
an er líka gaman að velta því upp
að í óperum er alltaf birta yfir
rödd tenóranna sem leika hina
ástsjúku. Bassarnir leika
ruddana. Ef við höldum okkur svo
við þessa skilgreiningu þá treysti
ég mér til að svara því að ég sé
enginn ruddi né ofstopamaður
heldur vil fara mýkri leiðir í líf-
inu. En síðan geta bassar oft verið
hinir mýkstu og elskulegustu
menn - og þannig er það oft á tíð-
um,“ segir Óskar.
„Mér fannst frægðin vera að
skrúfa mig upp á tímabili og það
var vond tilfinning sem ég vil ekki
upplifa að nýju. Satt best að segja
varð ég helst og nær eingöngu var
við þetta ef ég var kenndur. En nú
er ég steinhættur að fá mér i tána
og því er ég ekki lengur að hugsa
um frægð. En ég væri þó ekki
heiðarlegur nema ég segði að
þetta klórar auðvitað stundum í
mig. Samt er alltaf í mér einhver
kengur vegna feimni, finnst
stundum þegar ég labba inn í
Nettó eða Hagkaup að fólkið sé að
horfa á mig. Þessi tilfinning hlýt-
ur að rjátlast af mér á endanum."
-sbs
Söngvarinn
„Þaö er erfitt aö ná fullri einbeitingu í söng viö jaröarför þegar maöur hefur veriö kannski hér á fullu í vinnu
sem er oft á tíðum erfiöisvinna. Ég finn þetta betur eftir því sem ég eldist. Oft er líka erfitt aö syngja við jaröar-
farir og tekur mjög á mann. “