Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Qupperneq 24
24
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001
Helgarblað
Meðferðin
holdi klædd
- Þórarinn Týrfingsson yfirlæknir og einvaldur í SÁÁ talar um fíkn og fjármögn-
Þórarinn Tyrfingsson er enginn
álfur. Ef eitthvað er þá er hann
álfakonungur líkt og Alfinnur
álfakonungur sem margir muna
eflaust eftir úr samnefndum
barnabókum. Þórarinn er yfir-
læknir á Vogi og persónugerving-
ur áfengis- og fikniefnameðferðar
á fslandi.
Árlega birtist rúnum rist andlit
hans á sjónvarpsskjánum eða sið-
um dagblaðanna og segir okkur af
lífsreyndum alvöruþunga sögur úr
þeirri varnarbaráttu sem Þórar-
inn og menn hans heyja stöðugt
við fikniefnadjöfulinn og Bakkus
konung og óteljandi fótgönguliða
þeirra.
Þessir tímar eru nú uppi vegna
þess að um þessar mundir fer
fram árlega álfasala SÁÁ til
styrktar starfseminni. Sölubörn
og endurreistir fíklar fara eins og
maurar um samfélagið og bjóða
okkur að kaupa loðna krúttlega
álfa til þess að næla í barminn eða
stilla upp á ísskápinn eða tölvuna
og minna okkur þannig á það að
við erum góð þegar öllu er á botn-
inn hvolft. Við styrktum SÁÁ og
keyptum álf.
4,3 í viðbót á viku
Árið 2000 komu 1843 fíklar af
ýmsum toga á ólíkum aldri til með-
ferðar hjá SÁÁ á Vogi og fóru það-
an til frekari meðferðar á Vík eða
Staðarfell eða nutu göngudeildar-
stuðnings. Sumir hafa eflaust end-
að í sambýlum sem SÁÁ rekur á
Miklubraut og við Eskihlíð.
Þeim fjölgaði verulega milli ára
sem sáu ljósið og ákváðu að drifa
sig í meðferð eða úr 1615 árið
áður. Það svarar til þess að nærri
einn hafi bæst við hvern virkan
dag eða um það bil 4,3 á viku. Nú
lætur nærri að tala þeirra sem
koma til meðferðar sé jafnhá töl-
unni yfir þá sem látast á ári
hverju á íslandi. Okkur finnst
þeir vera heldur margir en hinir
mættu áreiðanlega vera fleiri.
DV spurði Þórarin Tyrfingsson
hverjir það væru sem kæmu í
meðferð og hvers vegna.
„Karlmenn eru i miklum meiri-
hluta eða um 70% á móti 30%
kvenna. Við greindum mikla
aukningu í neyslu kannabisefna á
árunum 1995 til 1996 eftir að slík
neysla hafði staðið í stað að okkar
mati frá 1987 en nú í kjölfar þess-
arar aukningar má sjá mikla
aukningu i neyslu örvandi efna
eins og amfetamins, kókaíns að
ógleymdri e-töflunni eða helsælu
eins og sumir kjósa að kalla
hana,“ sagði Þórarinn.
Drukkum lengi lítið en illa
Þórarinn sagði að i hópi þeirra
sem koma i meðferð á hverjum
tima væru 40% að koma í fyrsta
sinn en 35% hafa komið áður. Af-
gangurinn er, að sögn Þórarins,
hluti af um 500 manna hópi sem
hefur litla eða enga stjórn á
neyslu sinni og leitar til SÁÁ
hvað eftir annað.
- En hvernig er með Bakkus
konung. Er veldi hans á undan-
haldi?
„Mælt í alkóhóllítrum drukkum
við Islendingar lengi minna en
margar aðrar þjóðir og mátti segja
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi dv-mynd e.ól.
Hann hefur þurrkað íslendinga síðan 1979 og segist vinna þarft en á köflum misskilið starf. 228 fleiri komu í með-
ferð árið 2000 en árið áður.
að við drykkjum lítið en illa. Þetta
er hægt og hægt að breytast.
Áfengisneysla ungs fólks hefur
gjörbreyst frá því að vera skemmt-
ananeysla yfir í að vera rútínu-
neysla og við erum að ná öðrum
þjóðum í þessari neyslu svo
Bakkus á sína fylgismenn og þeim
fjölgar.“
K j ötmarkaðurinn
skrifar
um
Við vinkonurnar höfum verið
að ræða ákveðið mál að undan-
förnu. Nefnilega það ferli sem fer
i gang þegar ókunnugt eða mis-
kunnugt fólk hittist á öldurhúsi
og fer að gera hosur sínar grænar
hvert fyrir öðru. Þetta er hinn
skrautlegi mökunardans sem
stiginn er á nær hverjum fer-
metra lands frá Fischersundi að
Rauðarárstíg hverja helgi þegar
brennivínsblautt og leitandi fólk
reynir að finnast í nóttinni.
Stundum finnur fólk hvort annað
og á saman fallegar stundir en
oftar er þetta óttalegt fálm út í
loftið því einhvern veginn er eins
og við höfum þvi miður ekki öll
lært dansinn í sama mökunar-
dansskólanum.
Typpatal
Það er eins og sumir karlmenn
séu með beina viðbragðsbraut frá
kynfærunum og upp í talfærin.
Dags daglega ef meðvitundarstig
er óskert og karlmaðurinn vel
áttaður á stund, stað og persónu
er þetta ekki til trafala en um leið
og hömlur eru svæfðar með
áfengi eða öðrum eiturlyfjum fer
ferlið í gang. Þetta virkar á þá
lund að um leið og kvenmaður
nálgast byrjar að renna í vininn
og þá fara þeir að segja skrýtna
hluti við konur án nokkurra filt-
era eða ritskoðunar heilabarkar-
ins. Þetta eru einkennilegar setn-
ingar eða pikköpp línur eins og
„djöfull væri gott að ríða þér“ eða
Þaö er erfiöur og flókinn dans sem er stiginn á skemmtstöðum hverja
helgi. Konur eru í karlalelt og karlar eru í konuleit. Aöferöirnar eru
margvíslegar og sumar fráhrindandi.
„ertu þröng“ eða „viltu totta mig
á eftir“. Auövitað geta konur al-
veg verið i léttu skapi á góðri
stund og haft húmor fyrir svona
nálgun en yfirleitt eru gaurarnir
sem nota þessar línur í örvænt-
ingarfullri leit aö skyndiást í
nóttinni og eru líklega búnir að
þylja linuna sína 150 sinnum í
von um að lenda loksins á sprund
sem vill þýðast þá. Þetta virkar
sérstaklega illa ef maðurinn er
með áfengisaugu, drafandi mál-
róm og andremmu. Það er afskap-
lega kynslökkvandi ástand fyrir
konur en það er ekki síður kyn-
slökkvandi að fá það á tilfinning-
una að vera númer 151 í við-
reynsluröðinni það kvöldið.
Gsti samt gengið...
Einu tilfellin þar sem áður-
nefndar línur gætu gengið, sem
og aðrar ríðinga- og tottlínur, eru
þegar karlinn er snyrtilegur, í
mesta lagi dálitið áfengismjúkur
eða heitur og búinn aö vinna sér
inn mjög mörg lostaprik á undan
með augnaráði, brosi eða örvandi
samræðum um eitthvað áhuga-
vert (ekki endilega kynlíf,
kannski frekar brennandi mál-
efni eins og skortinn á verkfalls-
rétti lögreglumanna eða rauðar
paprikur). Ef lostaprikin hlaðast
upp með augnsambandi og bros-
um og annarri kveikjandi líkams-
tjáningu má vel vera að setning
sem sögð er í gleði og einlægum
áhuga gæti virkað þó að hún
innihaldi orð eins og „ríða“ og
„tott“. Viðreynsla þarf nefnilega
yfirleitt að byggjast á því að fórn-
arlambinu finnist það hafa sér-
stöðu en ekki vera einn af ótal
skrokkum sem koma til greina á
grillið það kvöldið. Þetta verður
allt að passa inn í augnablikið og
vera hárnákvæmlega útreiknað
svo aö það slokkni ekki i þeim
neistum sem kunna að vera byrj-
aðir að snarka undir dömunni.
Ehm... dömunni segi ég, en vil
hins vegar minna á að vitaskuld
geta dömur og aðrar konur reynt
við karla á börum. Það er nú
samt yfirleitt þannig að þær nota
aðeins aðrar aðferðir og hvort
sem það er félagsmótun að
kenna/þakka eða ekki er afskap-
lega sjaldgæft að þær noti þessar
alræmdu ríðinga-/tott-/þrengsla-
setningar. Ég hef að minnsta
kosti aldrei heyrt konu segja „ef
þú bara vissir hvað ég er þröng“
eða „djöfull væri gott að totta
hann á þér“, í það minnsta ekki
við ókunnuga menn. Hitt er svo
annað mál hvað þær segja við
karla sem þær þekkja.
Æfingar
Já, það er erfitt að vera til. En
fyrir þá og þær sem vilja auka
möguleika sína á knæpum borg-
arinnar er vert að minnast á
nokkrar vefsíður þar sem ágætar
leiðbeiningar er að finna um dað-
ur: www.flirts.com, www.get-
girls.com og svo auðvitað okkar
ágæti www.einkamal.is þar sem
hægt er að æfa rafræn samskipti
við hitt kynið með góðum ár-
angri. Fyrir þá sem eiga ekki
tölvu eða eru meira fyrir sam-
skipti af holdi og blóði er alveg
tilvalið að fá góðan vin eða vin-
konu með sér í hlutverkaleik til
að æfa pikköpplínur og við-
reynslutækni. Þetta hljómar
voðalega kjánalega en trúið mér,
ég hef séð svona kjánaskap
breyta feimnasta fólki í daður-
snillinga á undraverðan hátt.
Ragnheiður Eiríksdóttir er
hjúkrunarfrœöingur og kynlífs-
rúðgjafi