Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 28
28
Helgarblað
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001
DV
Snorri Óskarsson, formaður Betel-safnaðarins í Vestmannaeyjum.
„Þaö er afar hættulegt fyrir trúarleiötogar aö skipta sér af fjármálum. Þaö eru yfirleitt þrjú atriði sem verða safnaöarleiötogum að falli. Þaö er kvenfólk, peningar eöa valdagræögi. Ef safnaöarleiötogi eða ölc
riöum lendir hann fyrr eöa síðar í vandræöum. Þeir sem ætla aö leiöa safnaöarstarf veröa líka aö leyfa Guðs oröi aö leiöa sig í sínu lífi því þeir eru fyrirmynd. “
Eldklerkurinn
farinn frá Eyjum
- Snorri Óskarsson safnaðarleiðtogi talar um ágirnd, skammsýni og veikleika
mannanna, kvótakerfið, nektarstaði og samkynhneigð. Hann dreymir um að
verða fljúgandi trúboði á eigin flugvél.
Það segir slna sögu um hvað
Snorri Óskarsson, safnaðarformað-
ur í Betel, er mikill og rótgróinn
Vestmannaeyingur að hann tekur á
móti blaðamönnum í heimsókn í
herberginu sem hann fæddist í. Það
er sólskin við Faxastíg í Éyjum og
yfir bænum sú kyrrð og ró sem
aldrei finnst á götum höfuðborgar-
innar
Það eru blikur á lofti þrátt fyrir
sólskinið. Snorri er á förum frá
Vestmannaeyjum, tæplega fimmtug-
ur, og hyggst setjast að á Akureyri í
sumar. Hann hefur alið allan sinn
aldur í Vestmannaeyjum, fæddur
inn i Betel-söfnuðinn þar, frelsaðist
níu ára og var skírður með niður-
dýfingu 11 ára gamall. Hann hefur
leitt Betel í 28 ár og skeleggur mál-
flutningur hans jafnan vakið at-
hygli langt út fyrir eyjarnar en
Snorri er bókstafstrúarmaður af
gamla skólanum sem telur það
skyldu sína að segja þeim til synd-
anna sem ekki ganga á Guös vegum
og hafa orð Biblíunnar að leiðar-
ljósi.
Leitum sannleikans
Hvítasunnusöfnuðurinn hefur
undanfarið verið í kastljósi fjöl-
miðla með nokkuð neikvæðum
hætti en Hinrik Þorsteinsson, for-
stöðumaður safnaðarins í Fljótshlíð,
situr í stjóm hins umdeilda fyrir-
tækis Thermo Plus á Suðumesjum
en fjöldi fólks missti stórfé og sum-
ir aleiguna á hlutabréfakaupum í
fyrirtækinu, sumir að ráði Hinriks.
Snorri hefur ekki hlíft Hinrik trú-
bróður sínum við gagnrýni og hefur
sagt að trúverðugleiki hvítasunnu-
manna í heild hafi beðið skaða af. í
dag, laugardag, er sérstakur fundur
um málefni Hinriks og afskipti hans
af Thermo Plus og koma þar saman
forstöðumenn allra safnaða hvíta-
sunnumanna á landinu. Fundurinn
fer fram í Fíladelfíu í Reykjavik og
þar verður sannleikans leitað, að
sögn Snorra. Þó er stjómskipulagið
þannig að hver söfnuður ræður sér
sjálfur og sameiginlegur landsleið-
togi er ekki til þótt litið sé til safn-
aðarins í Reykjavík um ákveðna
forystu, að sögn Snorra. Er málstað-
ur hvítasunnumanna í vondum
málum?
„Hinrik er bisnessmaður og at-
hafnamaður og margt gott hefur
komið frá honum og við hvíta-
sunnumenn eigum honum margt að
þakka. Hinrik á allan okkar stuðn-
ing en allar hliðar þessa máls þurfa
að koma upp á yfirborðið og ég á
erfitt með að trúa því að það hafi
verið ætlun hans að blekkja fólk og
svíkja."
Ágirndin réöi
- Nú segja þeir sem eiga um sárt
að binda eftir viðskipti við hann að
hann hafi einmitt gert það.
„Við munum á þessum fundi fara
vandlega yfir allt þetta mál og
treysta því að við fáum að heyra all-
an sannleikann. Við göngum ekki
til leiks með það álit að Hinrik sé
sekur maður en treystum honum til
að segja okkur satt. Við þurfum að
finna brotalömina í þessu máli. Þeir
sem eru reiðir við Hinrik eru þeir
sem ætluðu aö græða á hans snilli.
Það fólk sýndi ágirnd og ágirnd er
synd. Við tölum hiklaust um að
kynvilla sé synd og í sömu línu í
Biblíunni og kynvilla er fordæmd er
ágimdin fordæmd líka.“
- Er Hinrik þá ekki syndugur
maður, sekur um ágirnd?
„Við skulum leyfa honum að
svara þvi.“
„Þeir sem eru reiðir við
Hiririk eru þeir sem œtl-
uðu að grœða á hans
snilli. Það fólk sýndi
ágirnd og ágimd er synd.
Við tölum hiklaust um
að kynvilla sé synd og í
sömu línu í Biblíunni og
kynvilla er fordœmd er
ágimdin fordæmd líka. “
- Getur þessi fundur safnaðar-
leiðtoga sett hann af?
„Nei, við getum það í rauninni
ekki og það er ekki okkar stefna.
Hann myndi samt víkja ef við
bæðum hann um það. Hvort sú
staða kemur upp er óvíst, við
munum fara gegnum málið frá A
til Ö en við erum ekki á neinum
hausaveiðum."
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
hvítasunnumenn lenda í vand-