Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Side 43
LAUGARDAGUR 5. maí 2001
DV
_______51 *
Tilvera '
Istanbúl:
Tyrknesk böö og
magadansmeyjar
Þaö var hópur eftirvæntingar-
fullra íslendinga sem steig á tyrk-
neska grund á Ataturk-flugveili í
borginni Istanbúl. Borgin viö
Bosporussund er ein af merkustu
menningarborgum heimsins og
stendur í tveimur heimsálfum, Evr-
ópu og Asíu.
í fyrstu hét borgin Bysans. Is-
lenskir ævintýramenn á miðöldum
heimsóttu Miklagarð, eins og borg-
in var nefnd af norrænum mönn-
um. Konstantínus keisari færði höf-
uðborg hins rómverska heimsveldis
til Miklagarðs og var hún nefnd
Konstantinópel. Borgin féll í hendur
Tyrkja árið 1453. Nafnið Istanbúl er
af grískum uppruna og merkir „til
borgarinnar".
Dtilúö kvennabúrsins
í mars sl. var þægilegt veður í Ist-
anbúl. íslensku ferðalangamir fetuðu
í ofvæni eftir þröngum götum i elsta
hluta borgarinnar og önduðu að sér
angan af kryddi, fiski og framandi
ávöxtum.
Fyrsta skoðunarferðin var í Top-
kapi-höllina. Þaðan stjómuðu soldán-
ar tyrkneska heimsveldinu í margar
aldir. Innan mikilfenglegra hallar-
múranna eru söfn, moskur, brunnar,
baðhús og fagrir garðar. Ekkert
svæði í Topkapi-höllinni hefur þó
veriö umlukið meiri dulúð en lokuð
veröld kvenna soldánsins sem gætt
var af geldingum. Salir, marmara-
böð, leynigangar og garðar eru ekki
færri en 400. Lífið í kvennabúrinu
var í fóstum skorðum, mótuðum af
trú og hefðum. Samkeppni kvenn-
anna um hylli soldánsins var hörð.
Allar vildu verða þess heiðurs að-
njótandi að ala honum son og var
haldin nákvæm skrá yfir þær sem
gistu hvílu hans. Til mikils var að
vinna því móðir ríkjandi soldáns var
valdamesta konan í kvennabúrinu.
Sofiukirkjan, öðm nafhi Ægisif, hef-
ur verið nefnd áttunda undur verald-
ar. Kirkjan er m.a. skreytt munum frá
Grikklandi og Egyptalandi. Hún þjón-
aði sem grísk orthodox-kirkja en var
breytt í mosku árið 1453, þegar borgin
féll í hendúr Tyrkja. í dag hýsir hún
fomminjasafn.
Sláturtíð
Vegna 8 daga trúarhátíðar heima-
manna var Stóri basar lokaður. Kom
það ekki að sök því í borgiruii er fjöldi
af sölutorgum, fomum byggingum og
veitingahúsum en þrátt fyrir vestrænt
yfírbragð og trúfrelsi varðveitir borgin
andblæ liðinna tíma og fjölskrúðugt
mannlíf. Siðir heimamanna í tilefni
trúarhátíðarinnar komu okkur ein-
kennilega fyrir sjónir. Einn daginn var
slátrað í borginni. Sama var hvert litið
var: á íþróttavöllum, bílastæðum, í
húsasundum og görðum var verið að
skera. Sáum við konur með blóðuga
poka á baki og leyndi sér ekki hvert
innihaldið var. Var okkur sagt að
slátrinu væri skipt eftir ákveðnum
reglum og fátækum gefinn þriðji part-
ur.
Þrátt fyrir að Stóri basar væri lok-
aður gafst okkur tækifæri til að gera
góð kaup. Boðið var upp á ferðir í leð-
ur-, teppa- og guilbúðir. Gengi tyrk-
nesku lírunnar er ekki hátt. Við
depluðum ekki auga þótt við þyrftum
að borga mörg bílverð fyrir þríréttaða
kvöldmáltíð. Tyrkneskur matur er létt-
ur og góður og kebab, sem er hreinasta
sælgæti, er hægt að fá nánast á hverju
götuhomi.
Bláa moskan
Höfuðmoska borgarinnar er Bláa
moskan, sú eina með 6 mínarettur eða
tuma. Hún er úr hvítum marmara og
er fagurt minnismerki Ottóman-tíma-
bilsins. Blái liturinn er allsráðandi
innandvra. Fiórar voldugar súlur bera
43 m háan kúpulinn og hvelfmgin fær
birtu frá 260 gluggum. Fimm sinnum á
dag er kallað til bæna úr minarettun-
um: „La illahah Allah...“
Hipodroma er veðhlaupabraut
skammt frá Bláu moskunni. Þar getur
að líta elsta minnismerki borgarinnar,
egypsku súluna frá Amon-musterinu í
Kamak sem reist var þar í tíð Thotmes
3. á árunum 1502-1448 f.Kr. Súlan var
flutt til Konstantínópel árið 390 e.Kr.
Sokkna höllin
Ekkert vatnsfall rennur gegnum
borgina. Þurfti því að safna vatni í
brunna og sá merkasti, Yerabatan
Sarayi, er vestan við Sofiukirkjuna. Er
það mannvirki einnig kallað „Sokkna
höllin" og var byggt á 6. öld, í tið
Justins keisara. Niður í hvelfmguna
liggja breiðar marmaratröppur.
Bospómssund, sem tengir Marm-
arahaf og Svartahaf, var brúað árið
1973. Brúin er 660 m löng hengibrú.
Áður vom notaðar flotbrýr eða siglt
yfir sundið. Mikil umferð skipa er um
Bospóras.
Hin óviðjafnanlega Dolmabahcer-
marmarahöll, með 600 m langri fram-
hlið sem snvr að Bospómssundinu, er
Slöngusúlan á Hlppodrama
Súlan var fórn véfréttarinnar í Delfi
eftir sigurinn á Persum 479 f. Krist.
Höfuö slöngusúlunnar glataöist á
18. öld.
ein af mikilfenglegustu byggingunum í
borginni. Hún var reist í ný-rókókóstíl
kringum 1850 og var sögð fyrsta evr-
ópska höllin í Tyrklandi. Kostnaður-
inn við bygginguna, skrautið, gullið og
listaverkin er sagður hafa lagt fjárhag
þjóðarinnar í rúst. Höllin tók við af
Topkapi sem stjómaraðsetur soldáns-
ins. Mustafa Kemal Ataturk, sem varð
fyrsti forseti Tyrkneska lýðveldisins
árið 1923, lést í þessari höll. Ataturk
beitti sér fyrir miklum umbótum í
Tyrklandi. Hann kom á trúfrelsi, veitti
konum kosningarétt, tók upp vestrænt
letur og skólaskyldu. Viða gat að líta
minnismerki um þennan merka mann
og á mörgum veitingastöðum var
mynd af Ataturk á besta stað.
Næturlífið
Eitt kvöldið var farið í tyrkneskt
gufubað, nudd og þvott. Höfðu sum-
ir á orði að þeim hefði ekki verið
þvegið á þennan hátt síðan i æsku.
Eftir baðið var boðið upp á kvöld-
verð sem var úrval ljúffengra rétta.
Léttklæddar meyjar dönsuðu milli
borða eftir seiðandi tónum hljóð-
færaleikara. Einnig var farið í næt-
urklúbb og þar voru sýndir þjóð-
dansar og leikin þjóðleg tónlist.
Þokkafullar, agaðar hreyfingar
austurlenskra magadansmeyja i lit-
ríkum búningum, sem sýndu þessa
fogru listgrein, voru bæði hrífandi
og glæsilegar.
Fá lönd eiga jafn langa og merki-
lega sögu og Tyrkland. Þar hafa
fornleifafræðingar grafið upp
ævafornar mannvistarleifar og
mörg undur náttúrunnar getur að
líta í landslagi. Eins og gefur að
skilja er einungis hægt að fá örlitla
innsýn í töfrandi menningu lands-
ins í sex daga ferð en sú ferð gleym-
ist aldrei. -GHr.
Böð og magadans
Eftir tyrkneskt baö var borinn fram Ijúffengur matur og tyrkneskar magadans-
meyjar liöu um gólf í listrænum dansi.
DV-MYNDIR GUNNHILDUR
Bláa moskan
Fimm sinnum á dag er kallaö til bæna úr minarettunum eöa turnunum „La illahah Allah... “ íbúar Istanbúl eru tæp-
lega 13 milljónir og eru um 99% þeirra múslímar, þrátt fyrir aö trúfrelsi sé ríkjandi í landinu.
Slátrun
Viö röltum um götur og fylgdumst meö búfjárslátrun heimamanna og höföu
margir á oröi aö þeir ætluöu aö veröa grænmetisætur eftir feröina.
Brú tll Sikileyjar
Stjórnvöld í Róm hafa samþykkt að 4*
byggð verði brú til mafíueyjunnar '
Sikileyjar sem mun tengja eyjuna við
meginland Ítalíu. Áætlað er að kostn-
aður við að smíða þessa lengstu brú
heims verði um tíu trilljónir líra. ,
Skyndihjálp í Disneyworld
Disneyfyrirtæk-
ið, sem rekur æv-
intýragarðinn Dis-
neyworld í Ana-
heim í Kalifomíu,
hefur gefið út til-
kynningu þess efn-
is að framvegis
verði starfandi í garðinum læknar
sem geta veitt skyndihjálp. Ekki er
talin vanþörf á því að hafa fjóra
lækna í fullu starfi því mikið er um
slys á fólki í garðinum. Kostnaðurinn
við að ráða þessa fjóra lækna er áætl-
aður fjórar milljónir dollara á ári.
(
I
Aðeins fyrir konur
„10 Covent Garden Kitchen & Loun-
ge Bars“ í Great Queen Street 61-65 í
London er ekki bara Covent Gardens
nýjasti restaurant og bar heldur er
hann eingöngu ætlaður fyrir konur.
Þar gefst konum tækifæri á að hittast
og njóta selskapar hver annarrar án
þess að karlpeningurinn trufli sam-
kunduna. Til að fá inngöngu þarf að
gerast meðlimur í kvennaklúbbnum
sem veitir aðgang að þessum sérhann-
aða bar þar sem allar innréttingar og
húsgögn eru sérlega kvenlegar. Þeir
sem eru meðlimir í klúbbnum geta
boðið gestum með sér en þeir þurfa að
vera kvenkyns. Eigandinn segir þenn-
an kvennaklúbb vera svar við öllum
þeim fjölmörgu karlaklúbbum sem
starfræktir hafa verið í London í
áraraðir. Kvenkyns ferðalangar sem ■
eiga leið um London geta skráð sig í
klúbbinn og pantað borð í síma 0700 ;
410 1010.
200 lík í Berlín
Það er alit í lagi að klipa og kreista
þau 200 lík og líkamsparta sem verða
til sýnis á umtalaðri sýningu
„Körperwelten" í Berlín fram til 1.
júli nk. Þökk sé tækninni eru öll líkin
pökkuð í plast svo enga nálykt er að
finna og ekki eins ógeðslegt að snerta.
Meiningin með sýningunni er að gefa
fólki tækifæri á að kynnast hinni
mjög svo fjölbreyttu starfsemi líkam-
ans. Ferðamenn sem verða í Berlín á
næstunni ættu að skelia sér á þessa
óvenjulegu sýningu sem er í Postba-
hnhof, 100 ára gamalli byggingu í Ost-
bahnen, í Berlín og er opið daglega frá
kl. 9.00 til 23.00.
Flakkferðir fyrir 16 tíl 25 ára
Flakkferðir,
sem eru vímu-
efnalausar ævin-
týraferðir á veg-
um Jafningja-
fræðslunnar, og
Náman, ung-
lingaklúbbur Landsbankans, hafa gert
með sér samstarfssamning þar sem
Flakkferðum er tryggt fjármagn til
niðurgreiðslu á innanlandsferðum
sínum. Flakkferðir munu verða fam-
ar út um allt land í sumar og ferðirn-
ar em fyrir alla á aldrinum 16-25 ára.
Áherslan mun sem fyrr verða á
„adrenalín“-vænar, stuttar ævintýra-
ferðir innanlands auk spennandi ut- v
anlandsferða í samstarfi við Sam-
vinnuferðir-Landsýn, Námufélagar
munu fá góðan afslátt af öllum ferðum
í sumar. Skráning í flakkferðir er í
síma 55 35151 eða á flakk.is -W
Kaupmannahöfn
Góð glsting,
á besta stað.
Valberg
Sími +45 33252519
. símabókanlr milli kl. 8 og 14.00
Fax +45 33252583
www.valberg.dk
Net tilboð