Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 5. maí 2001 DV _______51 * Tilvera ' Istanbúl: Tyrknesk böö og magadansmeyjar Þaö var hópur eftirvæntingar- fullra íslendinga sem steig á tyrk- neska grund á Ataturk-flugveili í borginni Istanbúl. Borgin viö Bosporussund er ein af merkustu menningarborgum heimsins og stendur í tveimur heimsálfum, Evr- ópu og Asíu. í fyrstu hét borgin Bysans. Is- lenskir ævintýramenn á miðöldum heimsóttu Miklagarð, eins og borg- in var nefnd af norrænum mönn- um. Konstantínus keisari færði höf- uðborg hins rómverska heimsveldis til Miklagarðs og var hún nefnd Konstantinópel. Borgin féll í hendur Tyrkja árið 1453. Nafnið Istanbúl er af grískum uppruna og merkir „til borgarinnar". Dtilúö kvennabúrsins í mars sl. var þægilegt veður í Ist- anbúl. íslensku ferðalangamir fetuðu í ofvæni eftir þröngum götum i elsta hluta borgarinnar og önduðu að sér angan af kryddi, fiski og framandi ávöxtum. Fyrsta skoðunarferðin var í Top- kapi-höllina. Þaðan stjómuðu soldán- ar tyrkneska heimsveldinu í margar aldir. Innan mikilfenglegra hallar- múranna eru söfn, moskur, brunnar, baðhús og fagrir garðar. Ekkert svæði í Topkapi-höllinni hefur þó veriö umlukið meiri dulúð en lokuð veröld kvenna soldánsins sem gætt var af geldingum. Salir, marmara- böð, leynigangar og garðar eru ekki færri en 400. Lífið í kvennabúrinu var í fóstum skorðum, mótuðum af trú og hefðum. Samkeppni kvenn- anna um hylli soldánsins var hörð. Allar vildu verða þess heiðurs að- njótandi að ala honum son og var haldin nákvæm skrá yfir þær sem gistu hvílu hans. Til mikils var að vinna því móðir ríkjandi soldáns var valdamesta konan í kvennabúrinu. Sofiukirkjan, öðm nafhi Ægisif, hef- ur verið nefnd áttunda undur verald- ar. Kirkjan er m.a. skreytt munum frá Grikklandi og Egyptalandi. Hún þjón- aði sem grísk orthodox-kirkja en var breytt í mosku árið 1453, þegar borgin féll í hendúr Tyrkja. í dag hýsir hún fomminjasafn. Sláturtíð Vegna 8 daga trúarhátíðar heima- manna var Stóri basar lokaður. Kom það ekki að sök því í borgiruii er fjöldi af sölutorgum, fomum byggingum og veitingahúsum en þrátt fyrir vestrænt yfírbragð og trúfrelsi varðveitir borgin andblæ liðinna tíma og fjölskrúðugt mannlíf. Siðir heimamanna í tilefni trúarhátíðarinnar komu okkur ein- kennilega fyrir sjónir. Einn daginn var slátrað í borginni. Sama var hvert litið var: á íþróttavöllum, bílastæðum, í húsasundum og görðum var verið að skera. Sáum við konur með blóðuga poka á baki og leyndi sér ekki hvert innihaldið var. Var okkur sagt að slátrinu væri skipt eftir ákveðnum reglum og fátækum gefinn þriðji part- ur. Þrátt fyrir að Stóri basar væri lok- aður gafst okkur tækifæri til að gera góð kaup. Boðið var upp á ferðir í leð- ur-, teppa- og guilbúðir. Gengi tyrk- nesku lírunnar er ekki hátt. Við depluðum ekki auga þótt við þyrftum að borga mörg bílverð fyrir þríréttaða kvöldmáltíð. Tyrkneskur matur er létt- ur og góður og kebab, sem er hreinasta sælgæti, er hægt að fá nánast á hverju götuhomi. Bláa moskan Höfuðmoska borgarinnar er Bláa moskan, sú eina með 6 mínarettur eða tuma. Hún er úr hvítum marmara og er fagurt minnismerki Ottóman-tíma- bilsins. Blái liturinn er allsráðandi innandvra. Fiórar voldugar súlur bera 43 m háan kúpulinn og hvelfmgin fær birtu frá 260 gluggum. Fimm sinnum á dag er kallað til bæna úr minarettun- um: „La illahah Allah...“ Hipodroma er veðhlaupabraut skammt frá Bláu moskunni. Þar getur að líta elsta minnismerki borgarinnar, egypsku súluna frá Amon-musterinu í Kamak sem reist var þar í tíð Thotmes 3. á árunum 1502-1448 f.Kr. Súlan var flutt til Konstantínópel árið 390 e.Kr. Sokkna höllin Ekkert vatnsfall rennur gegnum borgina. Þurfti því að safna vatni í brunna og sá merkasti, Yerabatan Sarayi, er vestan við Sofiukirkjuna. Er það mannvirki einnig kallað „Sokkna höllin" og var byggt á 6. öld, í tið Justins keisara. Niður í hvelfmguna liggja breiðar marmaratröppur. Bospómssund, sem tengir Marm- arahaf og Svartahaf, var brúað árið 1973. Brúin er 660 m löng hengibrú. Áður vom notaðar flotbrýr eða siglt yfir sundið. Mikil umferð skipa er um Bospóras. Hin óviðjafnanlega Dolmabahcer- marmarahöll, með 600 m langri fram- hlið sem snvr að Bospómssundinu, er Slöngusúlan á Hlppodrama Súlan var fórn véfréttarinnar í Delfi eftir sigurinn á Persum 479 f. Krist. Höfuö slöngusúlunnar glataöist á 18. öld. ein af mikilfenglegustu byggingunum í borginni. Hún var reist í ný-rókókóstíl kringum 1850 og var sögð fyrsta evr- ópska höllin í Tyrklandi. Kostnaður- inn við bygginguna, skrautið, gullið og listaverkin er sagður hafa lagt fjárhag þjóðarinnar í rúst. Höllin tók við af Topkapi sem stjómaraðsetur soldáns- ins. Mustafa Kemal Ataturk, sem varð fyrsti forseti Tyrkneska lýðveldisins árið 1923, lést í þessari höll. Ataturk beitti sér fyrir miklum umbótum í Tyrklandi. Hann kom á trúfrelsi, veitti konum kosningarétt, tók upp vestrænt letur og skólaskyldu. Viða gat að líta minnismerki um þennan merka mann og á mörgum veitingastöðum var mynd af Ataturk á besta stað. Næturlífið Eitt kvöldið var farið í tyrkneskt gufubað, nudd og þvott. Höfðu sum- ir á orði að þeim hefði ekki verið þvegið á þennan hátt síðan i æsku. Eftir baðið var boðið upp á kvöld- verð sem var úrval ljúffengra rétta. Léttklæddar meyjar dönsuðu milli borða eftir seiðandi tónum hljóð- færaleikara. Einnig var farið í næt- urklúbb og þar voru sýndir þjóð- dansar og leikin þjóðleg tónlist. Þokkafullar, agaðar hreyfingar austurlenskra magadansmeyja i lit- ríkum búningum, sem sýndu þessa fogru listgrein, voru bæði hrífandi og glæsilegar. Fá lönd eiga jafn langa og merki- lega sögu og Tyrkland. Þar hafa fornleifafræðingar grafið upp ævafornar mannvistarleifar og mörg undur náttúrunnar getur að líta í landslagi. Eins og gefur að skilja er einungis hægt að fá örlitla innsýn í töfrandi menningu lands- ins í sex daga ferð en sú ferð gleym- ist aldrei. -GHr. Böð og magadans Eftir tyrkneskt baö var borinn fram Ijúffengur matur og tyrkneskar magadans- meyjar liöu um gólf í listrænum dansi. DV-MYNDIR GUNNHILDUR Bláa moskan Fimm sinnum á dag er kallaö til bæna úr minarettunum eöa turnunum „La illahah Allah... “ íbúar Istanbúl eru tæp- lega 13 milljónir og eru um 99% þeirra múslímar, þrátt fyrir aö trúfrelsi sé ríkjandi í landinu. Slátrun Viö röltum um götur og fylgdumst meö búfjárslátrun heimamanna og höföu margir á oröi aö þeir ætluöu aö veröa grænmetisætur eftir feröina. Brú tll Sikileyjar Stjórnvöld í Róm hafa samþykkt að 4* byggð verði brú til mafíueyjunnar ' Sikileyjar sem mun tengja eyjuna við meginland Ítalíu. Áætlað er að kostn- aður við að smíða þessa lengstu brú heims verði um tíu trilljónir líra. , Skyndihjálp í Disneyworld Disneyfyrirtæk- ið, sem rekur æv- intýragarðinn Dis- neyworld í Ana- heim í Kalifomíu, hefur gefið út til- kynningu þess efn- is að framvegis verði starfandi í garðinum læknar sem geta veitt skyndihjálp. Ekki er talin vanþörf á því að hafa fjóra lækna í fullu starfi því mikið er um slys á fólki í garðinum. Kostnaðurinn við að ráða þessa fjóra lækna er áætl- aður fjórar milljónir dollara á ári. ( I Aðeins fyrir konur „10 Covent Garden Kitchen & Loun- ge Bars“ í Great Queen Street 61-65 í London er ekki bara Covent Gardens nýjasti restaurant og bar heldur er hann eingöngu ætlaður fyrir konur. Þar gefst konum tækifæri á að hittast og njóta selskapar hver annarrar án þess að karlpeningurinn trufli sam- kunduna. Til að fá inngöngu þarf að gerast meðlimur í kvennaklúbbnum sem veitir aðgang að þessum sérhann- aða bar þar sem allar innréttingar og húsgögn eru sérlega kvenlegar. Þeir sem eru meðlimir í klúbbnum geta boðið gestum með sér en þeir þurfa að vera kvenkyns. Eigandinn segir þenn- an kvennaklúbb vera svar við öllum þeim fjölmörgu karlaklúbbum sem starfræktir hafa verið í London í áraraðir. Kvenkyns ferðalangar sem ■ eiga leið um London geta skráð sig í klúbbinn og pantað borð í síma 0700 ; 410 1010. 200 lík í Berlín Það er alit í lagi að klipa og kreista þau 200 lík og líkamsparta sem verða til sýnis á umtalaðri sýningu „Körperwelten" í Berlín fram til 1. júli nk. Þökk sé tækninni eru öll líkin pökkuð í plast svo enga nálykt er að finna og ekki eins ógeðslegt að snerta. Meiningin með sýningunni er að gefa fólki tækifæri á að kynnast hinni mjög svo fjölbreyttu starfsemi líkam- ans. Ferðamenn sem verða í Berlín á næstunni ættu að skelia sér á þessa óvenjulegu sýningu sem er í Postba- hnhof, 100 ára gamalli byggingu í Ost- bahnen, í Berlín og er opið daglega frá kl. 9.00 til 23.00. Flakkferðir fyrir 16 tíl 25 ára Flakkferðir, sem eru vímu- efnalausar ævin- týraferðir á veg- um Jafningja- fræðslunnar, og Náman, ung- lingaklúbbur Landsbankans, hafa gert með sér samstarfssamning þar sem Flakkferðum er tryggt fjármagn til niðurgreiðslu á innanlandsferðum sínum. Flakkferðir munu verða fam- ar út um allt land í sumar og ferðirn- ar em fyrir alla á aldrinum 16-25 ára. Áherslan mun sem fyrr verða á „adrenalín“-vænar, stuttar ævintýra- ferðir innanlands auk spennandi ut- v anlandsferða í samstarfi við Sam- vinnuferðir-Landsýn, Námufélagar munu fá góðan afslátt af öllum ferðum í sumar. Skráning í flakkferðir er í síma 55 35151 eða á flakk.is -W Kaupmannahöfn Góð glsting, á besta stað. Valberg Sími +45 33252519 . símabókanlr milli kl. 8 og 14.00 Fax +45 33252583 www.valberg.dk Net tilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.