Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Síða 7
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001
DV
Fréttir
Istak og Aðalverktakar
bítast um rannsóknahúsið
- mikil fjölgun nema við HA kallar á stærra rannsóknahús en áður var áætlað
„Málatilbúnaður arktitektanna er
rekinn að stóru leyti vegna ágrein-
ings um höfundarrétt en þessi
ákvörðun um annað húsnæði tengist
því ekki. Rannsóknahúsið er einfald-
lega of stórt til að passa inn á þenn-
an byggingarreit sem áður var
ákveðinn," segir Þorsteinn Gunnars-
son, rektor Háskólans á Akureyri.
Samkvæmt frumdrögum að
deiliskipulagi hefur verið horfið frá
þvi að hafa fyrirhugað rannsóknahús
háskólans á skólalóðinni. Átök hafa
orðið um rannsóknahúsið og er
dómsmál í gangi milli hönnuða húss-
ins og ríkisins. Deilan tengist þó ekki
þeirri ákvörðun að reisa húsið á nýj-
um stað, sbr. ofangreint svar rektors.
Hann segir að áfram verði unnið að
þvi að vígja húsið árið 2003 og er
kostnaðaráætlun tæpur millj-
arður króna.
Búið er að velja tvö fyrir-
tæki til að gera lokatilboð í
rannsóknahúsið, annars veg-
ar íslenska aðalverktaka og
hins vegar Ístak-Nýsi. „Það
er verið að vinna útboðsgögn
fyrir þessa aðila og samhliða
þessu er unnið að gerð
Þorsteinn
Gunnarsson.
deiliskipulags svæðisins,"
segir rektor sem vonar að
dómsmál muni ekki tefja
framkvæmdir. Hitt sé ljóst að
dómi undirréttar verði áfrýj-
að á hvom veginn sem hann
fellur.
Ein ástæða þess að stærra
hús þarf undir starfsemina en
áður hafði verið áætlað er að
skólinn byggist hraðar upp en menn
gerðu ráð fyrir. Það stefnir í met-
ijölda næsta skólaár. Að sögn rektors
er ekki ólíklegt að stúdentar verði á
bilinu 730-750 í haust og hefur nem-
endafjöldi aukist um rúm 10% að
meðaltali á ári. Meðal annars verður
boðið upp á nýja upplýsingatækni-
deild í vetur og er mikill áhugi á
brautinni. -BÞ
Framkvæmdir við stækkun Norðuráls ganga vel:
Gangsetning kera
í næsta mánuði
DV, GRUNDARTANGA:
Framkvæmdir við stækkun Norð-
uráls úr 60 þúsund tonna ársfram-
leiðslu í 90 þúsund tonn ganga mjög
vel og eru á áætlun. Við stækkunina
starfa milli 10 og 15 verktakar. Fjöldi
starfsmanna sem starfa við stækkun-
ina á staðnum er á milli 170 og 190
manns samkvæmt upplýsingum frá
Norðuráli. Byggð var ný starfs-
mannaaðstaða sem tekin var i notk-
un í október á síðasta ári. Einnig var
byggð viðhaldsbygging sem tekin
var í notkun núna í janúar.
Stækkun kerskála og fram-
Unniö við að fóðra ker
Stækkun kerskála og framkvæmdir
viö nýja kerfóörunarbyggingu hafa
staöiö í rúmt ár og er senn aö Ijúka.
kvæmdir við nýja kerfóðrunarbygg-
ingu hófst í febrúar á síðasta ári og
núna er verið að leggja lokahönd á
þessar byggingar. Unnið hefur verið
að breytingum og endurbótum í
skautsmiðju þar sem ný blöndunar-
stöð baðefna hefur verið tekin í
notkun. Einnig hefur verið unnið að
breytingum á formölun og geymslu
baðefna. Það verk er langt komið og
vonast er til að stöðin verði tekin í
notkun innan skamms. Að auki hef-
ur vinnslulína til endurvinnslu
skauta verið skipulögð að nýju.
Frá síðustu áramótum hefur ver-
ið unnið við uppsetningu súráls-
flutningakerfis inni í kerskálunum,
DV-MYNDIR DANÍEL V. ÓLAFSSON
Góður gangur
Verktakar viö vinnu hjá Noröuráli. Nærri 200 manns vinna viö stækkunina.
stækkun þurrhreinsivirkis, kerfóðr-
un, uppsetningu rafleiðara og ýmis-
legt fleira sem tengist stækkunar-
framkvæmdum. Áætlað er að fram-
kvæmdum ljúki í júní í sumar og þá
hefst gangsetning kera. -DVÓ
ÁRSFUNDUR 2001 - 14. maí að Grand Hótel Reykjavík
;:á W ■
Lífeyrir
Sameinaði
lífeyrissjóðurinn
Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins árið 2001 verður haldinn mánudaginn 14. maí 2001 kl. 16:00
að Grand Hótel Reykjavík.
DAGSKRA
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins.
2. TiLLögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.
3. Önnur mál löglega upp borin.
Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar sjóósins rétt til setu á fundinum.
Þeim sjóðfélögum sem hafa óhuga ó að kynna sér tillögur um breytingar á samþykktum Sameinaða lífeyríssjóðsins, er bent á
að hægt er að nálgast þær á eftirfarandi hátt:
• Á skrifstofu sjóðsins að Borgartúni 30, Reykjavík
• Fá þær sendar með því að hafa samband í síma 510-5000
• Fletta þeim upp á heimasíðu sjóðsins á slóðinni www.lifQfrir.is
Reykjavík 20. apríl 2001.
Stjórn Sameinaða Lífeyrissjóðsins
Borgartún 30 • 105 Reykjavík • sími 510 5000 • fax 510 5010 • mottaka@Ufeyrir.is • lifeyrir.is