Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Side 14
14 Menning____________ Spámaður án heimalands Odd Nerdrum: Flakkari hermir eftir skýi. 1990. Löngun í andlega fullvissu einkennir helstu myndir hans. í tæpan aldarfjórðung hefur Odd Nerdrum ögrað og skapraunað löndum sínum með mál- verkum sínum, hátterni og djarflegum ummæl- um um myndlist og menningarpólitík. Árið 1996 sá eitt stærsta síðdegisblað Norðmanna, Dagbladet, meira að segja ástæðu til að vara við áhrifum hans í ritstjórnargrein sem hlýtur að vera einsdæmi í vestrænu menningarsamfé- lagi á síðustu árum 20. aldar. Orsök þessarar geðshræringar Norðmanna er kannski sú að þeir hafa lengi verið meiri bókstafstrúarmenn í myndlist en nágrannaþjóðir þeirra. Þeir skírð- ust seint til módemisma og nú, þegar sótt er að þeim átrúnaði úr öllum áttum, bregðast þeir við eins og páfadómur við trúvillingum forð- um. Synd Nerdrums er að afneita forsendum módernismans; hugmyndinni um hið sundraða sjálf, upplausn félagslegrar heildar, skörun kynhlutverkanna og ofurvægi hins samtima- lega í allri tjáningu. Þar með er hann að senda langt nef gjörvallri myndlistinni frá Cézanne til nútíðar. í staðinn hefur Nerdrum skapað sér mynd- veröld á skjön við myndlistarheiminn og notar til þess aðferðir Rembrandts, Caravaggios og stórsnillinga rómantíkur á 19. öld. í leit aö nýrri trú Þessar aðferðir, að- allega dramatíska ljós- og frásagnartækni, not- ar Nerdrum ýmist til að sviðsetja atburði úr einkalífi sínu, deila á viðtekin þjóðfélagsvið- horf frá sjónarhorni stjórnleysingjans eða spá fyrir um framtíðar- horfur vestrænnar menningar. Iðulega skarast þetta þrennt í málverkum hans. í augum Nerdrums er maður framtíðar tragísk vera, ekki ósvipaður Fíloktetes þeim sem Sófókles fjallar um í einu leik- rita sinna, hatursfull- ur og þjáður af illþefj- andi fótameini en svo snjall bogmaður að ekki reyndist unnt að vinna Trójuborg án hans. Fyrir gagnkvæmt hatur slikra manna og meðfylgjandi heims- styrjöld hefur vestræn siðmenning breyst í rjúkandi rústir þar sem hrærast brjóstum- kennanlegar mannver- ur, skaddaðar á líkama og sál. Þær eru iklædd- ar daunillum dýrshúðum, kannski með höfuð- föt fallinna flugmanna eða skriðdrekaforingja, en vopnaðar nýjustu hríðskotarifflum. I þessu eyðilandi þarf maðurinn bæði að byggja upp nýtt samfélag og verða sér úti um nýja trú. Það er ekki síst löngunin í andlega fullvissu sem ein- kennir helstu myndir Ner- drums, sjá ítrekaðar tilraunir sögupersóna hans til að fremja frumstæða seiði, áhuga þeirra á undarlegum skýjamyndunum og eins kon- ar bænastundir úti í náttúr- unni. Ohugnanlegur sannleikur Af þessum myndum virð- ist ljóst að Nerdrum hafnar bæði kristinni trú og viðtek- inni rökhyggju, sem hann telur á góðri leið með að steypa heiminum í glötun, en upphefur þess í stað trúna á náttúruna, kannski vegna þess að hún er hvorki góð eða vond heldur fullkomlega hlutlaus og eilíf. Vitaskuld má deila á ýmislegt í niðurstöðum Nerdrums, ekki sist náttúruhyggju hans, en fáránlegt að setja út á þær myndlistarlegu forsendur sem hann gefur sér og aðferðirnar sem hann notar til að útlista þær í málverki. Einkum og sérílagi nú þegar póstmódernist- ar hafa graflð undan einsýni módemismans og ýmiss konar frásagnarleg myndlist, ekki síst í formi risastórra ljósmynda, er útbreidd í sýningarsölum stórborganna. Tæknileg snilld Nerdrums, sem ein og sér hefur farið í taugarnar á mörgum löndum hans, er auðvitað forsenda hinnar óhugnan- lega sönnu útlistunar hans á mannlegum samskiptum, bæði fáránleika þeirra og inni- leika. Það má líka taka undir það sem Don- ald Kuspit segir í eftirmála glæsilegrar bók- ar um Nerdrum sem fylgir sýningunni á Kjarvalsstöðum að tæknileg snilldin sem virkjuð er til tjáningar mannlegrar þjáning- ar i máiverki sé út af fyrir sig eins konar friðþæging hennar. Nýjasta útspil Nerdrums, aö kalla sjálfan sig „kitschmálara", er sérviska sem erfitt er að taka alvarlega, a.m.k. eins og málatilbún- aður listamannsins er vaxinn. Nerdrum skil- greinir „kitsch" sem allrahanda einlæga al- þýðulist sem „nútímaliststofnunin" hefur út- hýst. Hingað til hefur verið litið á „kitsch" sem einskisnýtt og yfirborðskennt listlíki. Þau tilflnningalegu viðbrögð sem myndlist Nerdrums hefur vakið víða um heim eru ein og sér andsvör við útleggingu hans á fyrir- bærinu. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningin stendur til 27. maí. Kjarvalsstaöir eru opnir alla daga frá kl. 10-17 nema miöv. til kl. 19. Odd Nerdrum: Söngvararnir. 1988-’98. Dagbladet norska sá ástæöu til aö vara við áhrifum hans í rit- stjórnargrein. Tónlist Stefnir í jötunmóð Fátt getur verið skemmtiiegra en að syngja í karlakór einkum þegar um er að ræða jafn- ágætan kór og Karlakórinn Stefni en hann hélt árlega vortónleika sína 29. apríl í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Vortónleikarnir voru reyndar tvennir, þeir seinni 1. maí, og hafa fyrri tón- leikarnir kannski verið hugsaðir sem einhvers konar upphitun þvi þeir voru lítið auglýstir og áheyrendahópurinn þar af leiðandi fremur fá- mennur. Verkefnaskrá kórsins samanstóð af íslensk- um og erlendum lögum, nokkrum hefðbundn- um karlakórslögum og fjórum nýlegri lögum eftir kórstjórann Atla Guðlaugsson sem nú er að ijúka sinu fyrsta starfsári með kómum. Lög Atla voru sérstaklega skemmtileg en hann var einnig höfundur að nokkrum útsetningum. Undirleikari var Sigurður Marteinsson og kór- inn naut jafnframt fulltingis rússnesks harm- oníkuleikara, Juri Fedorovs, og af leik hans að dæma má heita fullvist að enn einum erlendum harmonikusnillingnum hafi skolað hingað á land. Stefnir hóf upp raust sína með laginu Vor- vindar eftir R. Bennett og var hljómur radd- anna þéttur og kraftmikill í fyrstu tveimur lög- unum. Salur Varmárskóla er kannski ekki best til þess fallinn að halda þar tónleika og er það án efa skýringin á því að píanóið hljómaði á köflum nokkuð sterkt miðað við kórinn en und- irleikur Sigurðar Marteinssonar var annars glæsilegur. Þrír kórmeðlimir sungu einsöng með kórnum í nokkrum lögum, þeir Birgir Hólm Ólafsson tenór, Ásgeir Eiríksson bassi og Ármann Óskar Sigurðsson tenór. Birgir Hólm og Ásgeir sungu mjög fallega saman í Undir Dalanna sól eftir Björgin Þ. Valdimarsson og greinilegt var að þeir eru þaulvanir söngmenn. Ármann hefur einnig fallega rödd þó hún sé ekki sterk og söng oft fallega, sérstaklega í Nótt eftir Pál H. Jónsson, en hann átti einnig vel heppnaðan tvísöng með Birgi í laginu Eitt spor enn. Ásgeir hefur ótrúlega fallega bassarödd og söng glæsilega t.d. aríu Falstaffs úr Kátu frún- um í Windsor. Birgir hefur sömuleiðis tæra og sterka rödd og átti mjög fallegan einsöng. Dálítið bar á þvi að raddir kórsins yrðu óhreinar þegar pianóundirleiksins naut ekki við, t.d. í Grænkandi dalur góði, og ef til vill lá mismikil vinna að baki lögunum því stöku sinnum bar á óöryggi og stundum ónákvæmni í takti, t.d. í Hrossarétt eftir Atla Guðlaugsson sem þó var sungið af jötunmóð. Kórinn söng þó yfirleitt mjög vel og margt var sérlega vel gert eins og t.d. Brennið þið, vitar eftir Pál ísólfsson og rússneska syrpan í lokin þar ;em hann fór á kostum. Greinilegt er að hér er um rótgróinn kór að ræöa og sjóaðar raddir en kórinn er orðinn rúmlega sextugur. Áheyrendur leyndu ekki hrifningu sinni í lokin og klöppuðu kór og meö- leikarana margsinnis upp. Þá lék rússneski harmoníkuleikarinn Fedorov tvö aukalög og heillaði salinn gjörsamlega með snilldarlegum leik sínum. Það var vel til fundiö og mikill fengur fyrir Stefni að fá hann til liðs við sig á þessum vel heppnuðu og skemmtilegu vortón- leikum. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir ____________MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001 _______________________PV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Hernám í hálfa öld Herstöðvaand- stæðingar minn- ast þess í kvöld kl. 21 að hálf öld er liðin um þess- ar mundir frá því að banda- rískur her settist hér að í annað sinn árið 1951. Dagskráin verð- ur í Islensku óperunni og meðal þeirra sem þar koma fram eru Steinunn Þóra Árnadóttir og Kol- beinn Óttarsson Proppé sem flytja ávörp. Margrét Pálmadóttir stýrir Vox feminae, Eyjólfur Eyvindarson rappar, Bubbi Morthens og Guðmundur Pétursson gítar- leikari syngja og leika og Hjalti Rögnvalds- son og Arnrún Þorsteinsdóttir lesa ljóð. Rapparagrúppan XXXX Rottweilerhundar og þjóðlagakvartettinn Embla koma fram og kynnt verður ný útgáfa á Sóleyjarkvæði þeirra Jóhannesar úr Kötlum og Péturs Páls- sonar. Lára Stefánsdóttir dansar frumsamið dansverk við hluta kvæðisins. Kynnir á dagskránni er Arnar Jónsson leikari. Blíðfinnur í fararbroddi Þau tíðindi hafa borist að útgáfuráð Bertels- manns, þýska bókarisans, hafi valið bók Þorvaldar Þorsteinssonar Ég heiti Blíðfinnur til að vera það sem þeir kalla „Spitzen- buch“ vorútgáfunnar 2002 hjá sér. í þessu felst að bókin verður sett á oddinn í allri kynningarstarfsemi Bertelsmann næsta vor. Sérstök forútgáfa verður gerð sem send er bókabúðum og málsmetandi mönn- um í þýsku bókmenntalífi. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir söluhorfur á Blíðfinni í Þýska- landi og víðar. Ég heiti Blíðflnnur en þú mátt kalla mig Bóbó kom út hér heima árið 1998 og sló eftir- minnilega í gegn, enda er þetta margslungin saga fyrir fólk á öllum aldri, fyndin og einlæg og listilega vel skrifuð. Norrænt listatímarit Það er alltaf gaman að fá í hendur nýtt tölublað af norræna listatíma- ritinu Nu sem gefið er út i Svíþjóð með styrk frá Norðurlandaráði. Þar eru greinar um lista- menn frá Norðurlöndum og frá og með 2. hefti 2001 sinnir það líka list i Eystrasaltslöndum. Meðal íslenskra lista- manna sem skrifað hefur veriö um í nýlegum heftum eru Þorvaldur Þorsteinsson (höfund- ur Blíðfinns) og Gabríela Friðriksdóttir. í ný- útkomnu hefti er löng grein eftir Halldór Björn Runólfsson um Magnús Pálsson þar sem þessi síungi listamaður er hylltur fyrir frumleika og dirfsku. Netfang ritsins er nu@cisubs.co.uk ef þið viljið verða áskrifendur. Kirkjulistahátíöir í gær hófst kirkjulistahátíð í Akureyrarkirkju og á uppstign- ingadag, 24. mai, hefst kirkjulista- hátíð í Hallgríms- kirkju í Reykja- vik. Kl. 17 þann dag verður unn- endum kirkju- legrar tónlistar boðið að hlýða á Uppstigningaróratóríu Bachs sem flutt verður af Mótettukór og kammersveit kirkjunnar og fjórum einsöngv- urum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Hátíðin stendur í tæpar tvær vikur og verður m.a. boðið upp á málþing um kirkju- arkitektúr (25. og 26. maí), hátíðarmessur, orgeltónleika, myndlistarsýningar og glæsi- lega hátíðartónleika 27. maí m.a. með Gunn- ari Guðbjörnssyni og hinni heimsþekktu sópransöngkonu Nancy Argenta. Merkið við í dagbókinni. Skialasöfn Á nádegisfundi Sagnfræðingafélagsins kl. 12.05 á morgun í Norræna húsinu mun Krist- jana Kristinsdóttir sagnfræðingur flytja er- indi sem nefnist „Skjalasöfn í Þjóðskjalasafni íslands".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.