Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Blaðsíða 11
11
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2001
I>v Útlönd
Jákvæðir eftir
Slóveníufund
George Bush Bandaríkjaforseti og
Vladimir Pútin Rússlandsforseti
áttu vingjarnlegar viðræður í Lju-
bljana, höfuðborg Slóveníu, á laug-
ardag. Fundur þeirra átti í upphafi
að vera hálftímalangur en hann
lengdist um klukkutima þar sem
leiðtogarnir ræddu saman á ensku
og skiptust á persónulegum sögum.
Viðræður þeirra voru diplómat-
ísks eðlis og engin plögg voru und-
irrituð. Hins vegar var andrúmsloft-
ið óþvingaðra en búist hafði verið
við og viðræðurnar einlægar. Leið-
togarnir horfðust í augu og sögðust
eftir fundinn treysta hvor öðrum.
Bush lýsti því yfir að Pútín væri
merkur leiðtogi og að hann kynni
að meta afdráttarlausar viðræður
þeirra.
Stærstu málin á dagskrá var fyr-
irhugað eldflaugavarnarkerfi
Bandaríkjamanna og stækkun Nató
til austuráttar en Bush hefur talað
mikið fyrir henni. Pútín varaði við
öllum einhliða aðgerðum í þeim efn-
um. Leiðtogarnir sögðu að ráðherr-
ar þeirra myndu hittast og finna
leið til að vinna úr eldflaugavarnar-
málinu. I lok blaðamannafundar eft-
ir viðræðurnar iýstu þeir því yfir að
Bush og Pútin
Náðu vel samari í Stóveníu.
Bandaríkin og Rússland væru vinir
og myndu nálgast ágr’einingsefnin
sem félagar. Þeir gældu jafnframt
við þá hugmynd að hittast aftur á
búgarði Bush í Texas og einnig í
Moskvu.
Bush hefur lýst því ítrekað yfir
síðustu daga að Rússar þurfi ekki
að óttast stækkun Nató til austurs.
Á fundinum opinberaði Pútín leyni-
legt skjal frá 1954 þar sem fram
kemur að Sovétríkin óskuðu eftir
nánu samstarfí við Nató en því hafl
verið hafnað. Hann sagðist líta áætl-
anir um stækkun bandalagsins
grunsemdaraugum en útilokaði þó
ekki inngöngu Rússa í bandalagið.
Aðspurður sagði Colin Powell, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, að
rússnesk aðild að Nató væri á þess-
ari stundu ótímabær.
ÍEvrópuferð sinni hefur Bush
jafnan lýst friðarvilja Bandaríkj-
anna. Það er til marks um þessa
stefnu Bush að tímaritið Newsweek
vitnar í nýjustu útgáfu sinni í ótil-
greindan starfsmann Hvíta hússins
sem segist hafa heyrt Bush undrast
stærð vopnabúrs Bandaríkjahers.
„Ég hafði enga hugmynd um að við
ættum svona mikið af vopnum. Til
hvers þurfum við þau?“ mun forset-
inn hafa sagt.
Við komuna til Washington seint
á laugardag sagðist Bush hafa náð
markmiðum sínum með fimm daga
Evrópuför sinni. Eftir Slóven-
íufundinn fór Pútín til Júgóslavíu
og Kosovo þar sem hann lagði
áherslu á að ekki yrði hróflað við
landamærum á Balkanskaga.
Kofi Annan
Aöalritari SÞ hefur feröast um
Palestínu síöustu daga.
Annan bjartsýnn
Kofi Annan, aðalritari Samein-
uðu þjóðanna, sagðist vera bjart-
sýnn á framtíð Mið-Austurlanda eft-
ir að hann kom frá svæðinu í gær.
Hann sagði viðurkenningu ísraela
og Palestínumanna á Mitchell-
skýrslunni vera hvetjandi fyrir frið-
arferlið. Vopnahlé George Tenets,
CIA-stjóra í Palestínu, hefur nú
staðið 6 daga og er næsta skref í
burðarliðnum. Annan vill koma á
fundi milli leiðtoga Palestínumanna
og Israela til að tryggja vopnahléið.
Þrátt fyrir vopnahlé halda skær-
ur áfram og skutu ísraelsmenn 12
ára Palestínudreng.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að hann
myndi fara til Mið-Austurlanda ef
vopnahlé á svæðinu héldist.
Jarðarför fyrrverandi prinsessu
Leila Pahlavi, nýlátin dóttir fyrrverandi íranskeisara, var borin til grafar í París
á helginni. Dauði hennar hefur enn ekki veriö útskýröur, en hún fannst látin á
dýru hóteiherbergi í Lundúnum fýrir rúmri viku, einungis 31 árs gömul.
Umhverfisráðuneytið
Námskeið
Seinasti skráningardagur á námskeið umhverfis-
ráðuneytis, „Löggilding iðnmeistara11, skv. reaiugerð nr.
168/2000, er 1. júlí nk. Athugið að námskeioið verður
ekki endurtekið. Námskeið þetta er ætlað þeim sem
fengu útgefið eða áttu rétt á að fá útgefið meistarabréf
fyrir 1. janúar 1989 og hafa ekki lokið meistaraskóla.
Löggilding veitir rétt á að bera ábyrgð á
verkframkvæmdum fyrir byggingarnefnd.
Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu Menntafélags
byggingariðnaðarins á Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Þeim
skal skilað útfylltum þangað, ásamt fylgiskjölum, ekki
síðar en 1. júlí nk.
Ekki er tekið við umsóknum sem
berast eftir 1. júii 2001.
Nánari upplýsingar í síma 552 1040.
■ ■ ■ ■ I
TEIKHINGA-HERDATRÍ
Verktakar
Teiknistofur
Verkfræðingar
Hönnuðir
..það sem
fagmaðurinn
notar!
Armúli 17, WB Reykjaw'k
síml: 533 1334 fax: 568 0499
www.isol.is
Subaru Legacy 4x4, GL 2000, 5 d.,
skr.4/99, vínr., ek. 35 þ. km, ssk, s/v
dekk, cd, abs, krók, álf. V. 1.850. þ.
árg. 2000, svart,
ek. 500 km. V. 690 þ.
Toyota Hiace 4x4, 2,4 dísil turbo,
skr.2/99, hvitur, ek.16. þ. km, bsk.,
VSK-bíll. V. 2.150. þ.
Ford F-250 4x4, Super Duty, 7,3
disil turbo, 2 d., skr. 9/00, hvítur,
óekinn, bsk., 6 gíra. V. 4.200 þ.
Isuzu Trooper 4x4, 3,0 dísil turbo, 5
d., skr. 7/99, hvítur, ek. 50. þ. km,
bsk., 33“ álf., krómgr., cd.
V. 2.800 þ.
BRÁÐVANTAR BÍLA Á SKRÁ OG
STAÐINN STRAX
0PIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL.10-18.
LAUGARDAGA FRÁ KL.10-14.
m m I BÍLASAUNIL
nöldur ehf.
B í L A S A L A
Tryggvabraut 14, 600 Akureyri
461 3020 - 461 3019
Toyota Hilux 4x4, D/C 2,4 dísil, 4 d.,
árg. 1991, rauður, ek.116 þ. km, bsk.,
36“ breyttur, hús ioftd. m/mæli.
V. 890 þ. Ath. greiðslukjör.
Coachmen Hunter 1060 ST fellihýsi,
árg. 1999, m/fortjaldi o.fl. V. 790. þ.