Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Page 24
36 __________________MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2001 Tilvera I>V Tónleikar á Gauknum Það verða heljar tónleikar á Gauki á Stöng í kvöld þegar þrjár af helstu ungu hljómsveitum borgar- innar troða upp. Fyrst ber að telja hina stórskemmtilegu Úlpu sem hefur verið að gera það gott und- anfarið og hitaði meðal annars upp fyrir Stephen Malkmus á Gauknum í vetrarlok. Úlpa mun leika lög af væntanlegri breið- skífu sinni. Með henni leika á tón- leikunum hljómsveitirnar Man- hattan og Kuai sem báðar hafa verið að stimpla sig inn undanfar- ið. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og kostar skitinn 500 kall inn. Opnanir________________________ ■ Konur sýna í Kvennasögusafninu Á morg- un kl. 15 veröur hleypt af stokkunum röð myndlistarsýninga i húsnæöi Kvennasögu- safns íslands I Þjóðarbókhlööu. Hver sýning stendur í einh mánuö og er tvískipt, annars vegar á Kvennasögusafninu, sem er til húsa á efstu hæö Þjóðarbókhlöðunnar, og hins vegar í anddyri Þjóðarbókhlööunnar. Auk þess veröa þar upplýsingar um þá listakonu sem sýnir hverju sinni, upplýsingar um Kvennasögusafnið og einnig tölulegar staö- reyndir sem er ætlað aö varpa Ijósi á hlut kvenna í íslenskri listasögu. Fyrst til aö sýna er Alda Siguröardóttir. Hún lauk myndlistar- námi frá MHt árið 1993 og haföi áöur lokið r.ámi í hjúkrunarfræöi. Hún hefur starfað aö myndlist sinni meira og minna síðan og einnig skipulagt sýningar og uppákomur þar sem fleiri komu viö sögu. ■ JÓNIN6ISÝNIR í EDEN jón Ingl Slgurmundsson opnar málverkasýningu í Eden, Hveragerðl, í dag kl. 21. Á sýningunni eru oíu-, pastel- og vatnslitamynd- ir málaðar á þessu ári og síðastliðnu ári. Myndefnið er aö mestu leyti frá Suðurlandi. Þetta er 18. einka- sýning Jóns Inga en hann hefur sýnt víöa á Suður- landi,Akureyri og I Danmörku. Á síöasta ári sótti hann nokkur námskeið I myndlist, m.a. hjá þekktum vatnslitamálara I Englandi. Sýningunni lýkur sunnu- daginn l.júlí. Bíó_________________________________ ■ MÚMÍAN í RAFEIND Kvikmyndahús Egilsstaða, Rafeind, sýnir ævintýramyndina The Mummy kl. 20. Fundir______________________________ ■ Up? - Uf - Heiisa - Omhverfl Ráöstefnan LUX Europa 2001, sem er 9. evrópska Ijós- tækniráðstefnan, veröur haldin I Háskólabíói 18.-20. júní og stendur Ljóstæknifélag ís- lands aö henni. Þátttakendur eru rúmlega 200 frá 30 löndum og fyrirlestrarnir eru 77 talsins auk 37 veggspjaldakynninga. Þema ráöstefnunnar er Ljós - Líf - Heilsa - Um- hverfi. Fyrirlestrarnir eru því mjög fjölbreyttir og fjalla um Ijós frá ýmsum sjónarhornum, áhrif Ijóss á heilsu fólks, mælingar Ijóss, götulýsingu, flóölýsingu bygginga, svo eitt- hvað sé nefnt. Meðal íslenskra fyrirlesara er Jóhann Axelsson, prófessor emeritus, sem fjallar um áhrif dagsljóss á árstíöabundna heilsu fólks, Guöjón L. Sigurösson, sem fjall- ar um lýsingu á Bláa lóninu og Reykjanes- brautinni, og dr. Hákon Hákonarson sem fjall- ar um erföafræðileg viöbrögö við lyfjum og árstíöabundið þunglyndi. Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is Blómaskreytir sem spilar á böllum - meö Á móti sól sem mun gera fimm plötur fyrir Skífuna. Starfar í blómabúð móður sinnar DV-MYND NJÖRDUR Heimir hljómsveitargæi meó blóm í hendi „ÞaO er nú hálfskrýtiö aö segja þaö en útfararskreytingar hafa aiitaf heillaö mig. “ „Það er nú hálfskrýtið að segja það en útfararskreytingar hafa alltaf heillað mig,“ segir Heimir Eyvindar- son, blómaskreytingamaður í Sjafn- arblómum á Selfossi, sem jafnframt er einn liðsmanna hljómsveitarinnar Á móti sól. Sveitin sú hefur notið mikilli vinsælda á síðustu misserum, ekki síst á sveitaböllum vítt og breitt um landið. Á dögunum lék hljóm- sveitin á átakamiklum dansleik í Húnaveri norður bar.sem sumir segja að muni leiða til þess að sveita- böllin séu fyrir bí. Reynslan mun þó væntanlega skera úr um bað. „Djöfull er ég flottur" Hljómsveitin Á móti sól kom fyrst fram í mars 1996 bannig að hún á rétt rúmlega fimm ára starfsafmæli um þessar mundir. Þeir sem hana skipa eru Magni Ásgeirsson söngv- ari, Sævar Helgason gítarleikari, Þórir Gunnarsson bassaleikari, Stefán Þórhallsson trommuleikari og Heimir sem leikur á hljómborð. „Til að byrja með ætluðum við okk- ur bara að dútla í bessu svona meira til gamans en svo vatt betta upp á sig, bað fór að ganga vel að spila á böllum, jafnvel bótt um óþekkta hljómsveit væri að ræða, og svo í einhverju mikilmennskukasti var ákveðið að kýla á að gefa út disk,“ segir Heimir. „Það má reyndar segja að hljóm- sveitin Skítamórall hafi verið kveikjan að þvi að við réðumst í út- gáfu disksins. Þeir höfðu gefið út disk árið 1996 sem kostaði ekki mik- ið og gátu miðlað okkur af reynslu sinni sem reyndist okkur ómetan- legt og kunnum við þeim miklar bakkir fyrir. Nú, platan sem slík gerði nú enga stormandi lukku, en eitt laga hennar, Djöfull er ég flott- ur, varð hins vegar einn af að- alsmellum sumarsins 1997. Síðan má segja að vinsældirnar hafi auk- ist hægt og sígandi og séu kannski að ná hámarki um þessar mundir.“ Fimm platna samningur Heimir segir að bótt allmargar hljómsveitir séu að gera út á sveita- ballamarkaðinn séu bær tiltölulega fáar sem séu með böll sem virkilega mikilli aðsókn nái. „Okkur hefur gengið vel og kannski einhverjum þremur til fjórum í viðbót. Það er nú ekki svo mikil keppni í bessu, Sálin hans Jóns míns trónir á toppnum óumdeilanlega. Sumarið fram undan lítur ljómandi vel út hjá okkur. Við verðum aðalnúmerið i Bylgjulestinni sem beysist um land- ið í sumar, verðum á bjóðhátíð í Eyjum og til að kóróna allt saman skrifuðum við nú nýverið undir fimm platna samning við Skífuna og fyrsta plata okkar undir beirra merkjum lítur dagsins ljós um miðj- an júlí,“ segir Heimir, sem er blómaskreytingamaður að mennt og starfar sem slíkur í Sjafnarblóum á Selfossi sem móðir hans á og rekur. Hann segist siðustu tvö árin nánast eingöngu hafa starfað í hljómsveit- inni, en komið til hjálpar í búðinni á álagstímum. Get um frjálst höfuð strokið „Verslunin Sjafnarblóm, bar sem ég starfa eða er á launaskrá í bað minnsta, hefur einnig lagt mikinn metnað í brúðkaupsskreytingar og til að mynda er vegleg brúð- kaupssýning búðarinnar orðin að árlegum viðburði á Selfossi. Versl- unin er óvenju vel sett hvað varðar menntað blómaskreytingafólk, en auk mín starfa þar tveir menntaðir blómaskreytar og einn nemi, þannig að ég þarf litlar áhyggjur af þessum hlutum að hafa núorðið og get um frjálst höfuð strokið. Það má segja að ég sé i óskastöðu eins og er en hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn, frekar en fyrri daginn." -sbs Votur þjóðhátíðardagur Ingólfur í góðum félagsskap Þaö var margt um manninn á Arn- arhóli enda fór þar skemmtidag- skrá fram síödegis. Sjálfsagt hafa fáir haft jafngott útsýni yfir svæöiö og þessir ungu menn. DV-MYNDIR EINAR J. Skrúögangan mynduð Ungviöið kemur sér vel fyrir á heröum hinna eldri og bíöur þess aö skrúögangan nálgist. Ltnudans Ófáir fóru í þrautabraut skáta í Hijóm- skálagarðinum en hún er fyrir löngu orö- in fastur þáttur hátíöarhaldanna. Reykvíkingar á öllum aldri fjöl- greinilegt að votviörið hefur ekki menntu niður í miðbæ í gær til að slegið menn út af laginu. fagna þjóðhátíðardeginum. Venju sam- kvæmt var skrúðganga farin frá Hlemmi nið- ur Laugaveg- inn undir for- ystu skáta og lúðrasveitar en þar að auki setti götuleik- hús sterkan svip á skrúðgönguna í ár. Að henni lokinni var boðið upp á fjöl- breytta dagskrá í miðbænum sem stóð langt fram á kvöld. Ekki var annað að sjá en að ungir sem aldnir skemmtu sér hið besta og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.