Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2001 DV____________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdöttir Götustrákar stilla sér upp Hreyfingarnar voru venjulega einfaldar og lögöu áherslu á líkamlegan styrk frekar en liðleika og snerpu. Nálægö og líkamleg snerting var og áberandi, “ segir Sesselja m.a. í umfjöllun sinni. Átta strákar á Ingólfstorgi Þriðjudaginn 24. júlí urðu þeir sem lögðu leið sína um Ingólfstorg um kl. 18 vitni að skemmti- legri dansuppákomu. Sólin var mætt í sína fln- asta pússi til þess að sjá herlegheitin og var kær- komin meðáhorfandi öðrum þeim sem notuðu þessa átyllu til að staldra við og njóta menning- ar í veðurblíðunni. Þegar kirkjuklukkumar slógu sex upphófst hressileg tónlist og átta frísk- ir strákar hlupu inn á torgið. Um það bil korteri og einu áhugaverðu dansverki síðar hlupu þeir aftur hver í sína áttina undir lófataki áhorfenda. Uppákoman var á ábyrgð danshópsins Götu- strákarnir en hann samanstendur af átta strák- um sem allir utan einn eiga það sameiginlegt að stunda dansnám í einhverri mynd. Hópurinn, sem fékk styrk frá Reykjavíkurborg og Evrópu- sjóðnum „Ungt fólk í Evrópu" til þess að æfa og sýna stutt dansverk á að minnsta kosti hálfs mánaðar fresti í júní og júlí, hefur náö því að sýna fjögur ný verk á mismunandi stöðum í borginni, sem dæmi má nefna fyrir framan Hard Tónlist Rock í Kringlunni, við Dvalarheimilið Hrafnistu og á Austurvelli. Stráksleg sýning Verkið sem vegfarendur urðu vitni að á þriðju- daginn var eftir Roberto Olivian frá Brussel. Það er að sögn höfundar byggt á þema tengdu stærö- fræðinni í náttúrunni. Sviðiö var afmarkaður femingur markaður með kalklínum og innan hans voru einnig nokkrir litlir ferningar sem þjónuðu þeim tilgangi að staðsetja atriðin. í hluta verksins hrópuðu dansaramir upp tölur meö jöfnu millibili og framkvæmdu í kjölfarið mismunandi athafnir. Dans Það var athyglisvert hversu „stráksleg" sýn- ingin var. Samdans (kontakt) var áberandi, bæði af því tagi sem byggist á „að taka og gefa vigt“ og því sem byggist á trausti milli dansaranna. Hreyflngamar vom venjulega einfaldar og lögðu áherslu á líkamlegan styrk frekar en liðleika og snerpu. Nálægð og líkamleg snerting var og áber- andi. Þar sem verkið er óhlutbundið eru það hreyf- ingar dansaranna sem mestu máli skipta fyrir ágæti þess. Strákarnir komu sínu vel til skila og sýndu að þeir höfðu góð tök á þeim æfmgum sem notaðar voru til þess að byggja upp dansverkið. Sérstak- lega sýndi Ásgeir, nemandi í Jazzballettskóla Báru, mikla líkamlega færni. í heild vantaði þó nokkuð upp á útgeislun og kraft til að fegurð hreyfinganna fengi að njóta sín til fullnustu. Þetta breytti þó ekki þeirri staðreynd að áhorf- endur fóru ánægðir heim - enda ekki á hverjum degi sem maður rekst á danssýningar í miðbæn- um - hvað þá að maður sjái heilan hóp götu- stráka bregða á leik. Vonandi láta þeir sjá sig aft- ur næsta sumar. Sesselja G. Magnúsdóttir Tónlist um íslenska gerð Gerður Gunnarsdóttir og Claudio Puntin. Forstjóri hinnar framsæknu þýsku ECM-hljómplötuútgáfu, Man- fred Eicher, hefur oftsinnis komið til umræðu í þessum dálkum, bæði fyr- ir áræðni sína i útgáfumálum og langvarandi áhuga á íslandi. Eicher hefur ferðast hér á landi, tekið myndir og m.a. notað þær til mynd- skreytingar á geislaplötum sínum og auglýsingabæklingum. Hann hefur einnig verið áhugasamur um ís- lenska tónlist, og oftar en einu sinni lýst yfir áhuga á að veita henni brautargengi. Ný geislaplata ECM-útgáfunnar, Ýlir, er að öllum líkindum ávöxtur þessa íslandsáhuga Eichers. Á henni leikur ítalskur tónlistarmaður, Claudio Puntin að nafni, á klarínett og bassaklarínett, en íslensk stúlka, Gerður Gunnarsdóttir, á fiðlu, auk þess sem hún leggur til söngrödd á einum stað. Nú er ECM-útgáfan þekkt fyrir að fylgja útgeílnni tónlist eftir með vönduðum aðfaraorðum eða öðrum upplýsandi textum, en í þetta sinn er engar skýringar að finna á tilurð þessarar plötu. Flest lögin á plötunni eru eignuð Claudio Punt- in - Gerður er meðhöfundur í einu lagi - tvö eru tilbrigði um íslensk þjóðlög og önnur tvö eru eft- ir Jón Nordal og Atla Heimi Sveinsson. Af titlum tónsmiðanna að dæma virðist huldufólk vera Puntin ofarlega í huga, þar næst íslenskir nátt- úrukraftar og mannleg örlög á ísa köldu landi. Tregablandinn tónn Það má sosum gera sér í hugarlund hvað þau Puntin og Gerður eru að fara með þessum upp- tökum, nefnilega að skapa eins konar „konsept- plötu“ um það sem Roland Barthes hefði senni- lega nefnt „Islandicitá", sérkenni íslands og ís- lendingseðlisins. Það sem einkennir alla túlkun þeirra, jafnt í eigin tónsmíðum sem tónsmíðum annarra, er tregablandinn tónninn, jafn- vel þar sem léttleikinn ræður ríkjum. í meðforum þeirra verður jafnvel „Kvæðið um fuglana", elskulegt lag Atla Heimis, að sorgarljóði. Út á það er auðvitað ekki hægt að setja, en óneitanlega væri raunalegt yfirbragð tónlistarinnar geðfelldara ef hún væri matreidd af ívið meiri hugvitssemi, það sem Puntin mundi nefna „inventiva". Því það verður að segjast eins og er að flestar tónsmíðar hans eru skelfilega einhæfar og óspennandi. Aðeins í einu tilfelli, í lagi sem nefnist „Þeysireið", er hægt að segja að tónlist Puntins fái byr undir báða vængi, sé hæfilega „inventíf1 og uppá- þrengjandi í jákvæðum skilningi. Hér er hins vegar ekki sett út á sjálfa spila- mennskuna, sem er alls staðar fagmann- leg. Raunar saknar maður þess að fá ekki að heyra meira af flðluleik Gerðar. Vonandi fylgir Manfred Eicher þessari geisla- plötu eftir með frekari útgáfu á tónlist af íslensk- um toga.' Aðalsteinn Ingólfsson Claudio Puntin/Geröur Gunnarsdóttir - Ýlir ECM 2001 Umboó á íslandi: Japis Sjónrænar upp- lifanir Max Cole Á fimmtudaginn opnar bandaríska myndlistarkonan Max Cole sýningu á verkum sínum í i8gallerí. Max Cole (fædd 1937) stundaði nám við háskólann í Arizona og við Ft.-Hays State háskólann í Banda- rikjunum. Hún er löngu orðin heims- þekkt fyrir verk sín sem byggjast á láréttum línum sem myndaðar eru með smágerðum lóöréttum hreyfing- um. Samspil láréttra forma of eins- leitra litaflata mynda taktfastan sam- hljóm sem er einkennandi fyrir verk hennar í gegnum tíðina. í tilefni sýningarinnnar gefur i8 í samvinnu við Galerie Michael Sturm (Stuttgart) og Galerie Markus Richt- er (Berlín) út bækling þar sem Mich- ael Húbl segir m.a. um verk Max Cole: Málverk Max Cole eru vitnisburður um þœr sjónrœnu upplifanir sem hún átti í barnœsku. Víöerni suðvestur- hluta Bandaríkjanna, endalaus him- inninn og ósnortinn sjóndeildarhring- urinn skjóta upp kollinum í láréttum rœmum, röndum og línum. Sjálf hef- ur Cole, sem hefur búið í New York frá 1978, ítrekað bent á þessi tengsl. Landslagió setur mark sitt á skynjun- ina, og þannig veróur til túlkunar- rmáti þar sem flöt og einhœf sléttan umbreytist í myndrœnt form. Þetta er hin áþreifanlega hlið listsköpunar hennar. Hér viróist vera að verki ein- föld, bein tengsl; umhverfið hefur áhrif á eða ákvaróar málverkió. Aó baki þessu sjáum við kunnuglega kennisetningu sem á rœtur aö rekja allt til klassískrar listar frá fornöld: að afrek mannanna afmarkist og ákvarðist af því umhverfi sem þeir eru fœddir í. “ Sýningin stendur til 15. september. Mist ráðin Rektor Listahá- skóla íslands hef- ur ráðið í stöðu deildarforseta tón- listardeildar. Deildarforseti verður Mist Þor- kelsdóttir tón- skáld. Mist lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1980. Hún stundaði tónlistamám við Tónlistarskólann í Reykjavík með aðaláherslu á píanó- leik og sembal. Að loknu stúdents- prófi fór hún í framhaldsnám til Bandaríkjanna og lauk BA-prófi í tónsmíðum og tónfræðum frá Hamline University, St. Paul, Minnesota, 1982. Hún hélt áfram tón- smíðanámi hjá Lejaren Hiller og Morton Feldman við State University of New York, Buffalo, 1983, en starf- aði að því loknu á íslandi í nokkur ár við kennslu og tónsmiðar. Árið 1993 lauk Mist meistaraprófi í tónsmíðum frá Boston University, Massachu- setts, þar sem aðalkennarar hennar voru Lukas Foss og Theodor Antoni- ou. Mist hefur síðustu árin kennt tónsmíðar og tónfræðigreinar við Tónlistarskólann í Reykjavík og fleiri skóla á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem hún hefur tekið virkan þátt í félagsmálum listamanna og skipulagningu ýmissa menningarvið- buröa. Á verkaskrá hennar eru yfir fimmtíu verk af ólíkum toga: ein- leiksverk, kammerverk, hljómsveit- arverk og tónsmíðar fyrir kór. Fimm umsækjendur voru um starf deildarforseta tónlistardeildar og voru tveir þeirra dæmdir ótvirætt hæfir til starfsins að mati dómnefnd- ar. Tónlistardeild Listaháskólans tek- ur til starfa nú í haust og hafa 16 nemendur verið skráðir til náms á fyrsta ári. Mist Þorkelsdóttir tekur formlega ti! starfa 1. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.