Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Side 6
6 __________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 Fréttir I>V ítrekuð dauðaslys í og við Lögbergsbrekku: Verði skoðuð í Ijósi veghönnunar - ólíklegt er þó talið að orsökin verði rakin til galla á vegarlagningu DV-MYND BRINK Frá slysstað við Lögbergsbrekku á sunnudag Eins og sjá má varö áreksturinn skömmu áöur en komiö er aö kiifurakrein í brekkunni sjálfri. Vegageröin skoöar máliö meö hliösjón af veghönnun. Hið hörmulega umferðarslys sem varð í Lögbergsbrekku á Suður- landsvegi síðdegis á sunnudag er ekki eina slysið sem orðið hefur á þessum stað. Skammt er síðan ann- að banaslys varð þarna á svipuðum slóðum, en þá að vísu vegna framúr- aksturs. Að sögn starfsmanns Vega- gerðarinnar verða aðstæður á slys- stað nú skoðaðar með tilliti til veg- hönnunar og hvort aðstæður kalli á lagfæringar. Jóhann Bergmann hjá Vegagerð- inni segir að eftir að tvennt fórst þarna í dauðaslysi sem varð i mars hafi verið sett í gang athugun á því hvort veghönnun gæti hafa átt þátt í því slysi. Niðurstaðan varð sú að ástæða slyssins hafi verið framúr- aksturs sem ekki sé hægt að skrifa á hönnun vegarins. Því hafi ekki þótt ástæða til sérstakra aðgerða með breytingum á veginum. Hann segir að vegna slysins sem varð á sunnudag fyrir neðan Lögbergs- brekkuna verði málið samt skoðað á ný með hliðsjón af veghönnun- inni. í brekkunni sjálfri eru tvær akreinar til austurs og önnur þeirra svokölluð klifurakrein sem ætluð er þungaílutningum og hægari um- ferð. Slíkar klifurakreinar eru víöar á Suðurlandsvegi á leiðinni yfir Hellisheiði. Jóhann segir að í brekkunni við Litlu kaffistofuna sé nú fyrirhugað að setja klifurakrein og er undirbúningur þegar hafinn með jarðvegsfyllingum utan á þann kafla. Að sögn lögreglu í Kópavogi varð áreksturinn á sunnudag á beinum tveggja akreina kafla áður en komið er að Lögbergsbrekkunni sjálfri. Ökumenn nýta ekki vegaxlir Á Hellisheiðinni eru einnig klifurakreinar sem ná talsvert inn á heiðina bæði úr austri og vestri. Þess utan eru vegaxlir sem eiga að auðvelda þeim sem aka hægt að víkja fyrir hraðari umferð. Jóhann Bergmann tekur undir það að allt of algengt sé að menn kunni hreinlega ekki að nýta sér þennan möguleika og haldi að óþörfu langri bílalest á eftir sér. Þetta sé líka þekkt á Reykjanesbrautinni (Keflavikurveg- inum) en Jóhann segir að ökumenn þar séu þó heldur farnir að nýta meira þennan möguleika en áður. í fréttatilkynningu frá lögregl- unni í Kópavogi segir að tildrög slyssins við Lögbergsbrekku á sunnudag virðist hafa verið þau að fólksbifreið, sem ekið var austur Suðurlandsveg, fór yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir rútubifreið sem ekið var í vesturátt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, 23 ára karlmaður sem var einn í bif- reiöinni, er talinn hafa látist sam- stundis. Farþegar í rútubifreiðinni voru um 20 talsins og allir íslenskir. Þrír þeirra hlutu óveruleg meiðsl en aðr- ir sluppu ómeiddir. Allir farþegarn- ir fengu áfallahjálp á Landspítalan- um í Fossvogi strax í kjölfar slyss- ins. Rútubifreiðin var búin öryggis- beltum og er talið að allir farþegam- ir hafi notað beltin. -HKr. Heilsugæslan í Hveragerði tekur stakkaskiptum í nýju húsnæði: Um 130% aukning í aðsókn Arni Magnússon, stjórnarformaö- ur heilsugæslu- stöövarinnar. DV, HVERAGERDI:___ Heilsugæslustöð- in í Hveragerði hef- ur nú verið flutt í ný og glæsileg húsakynni að Breiðumörk 25. í vikunni var starfs- fólki, stjórn og stuðningsaðilum boðið að kynna sér aðstöðuna en starf- semi heilsugæsl- unnar hefst fimmtudaginn 2. ágúst. formála að kynning- í stuttum unni sagði Ámi Magnússon, stjórn- arformaður heilsugæslustöðvarinn- ar, að með þessu húsnæði hefði öll aðstaða tekið stakkaskiptum og væru ekki ýkjur að Hvergerðingum hefði nú tekist aö opna heilsugæslu- stöð í fremstu röð. Þótt flestir vildu sem minnst þurfa á heilbrigðisþjón- ustu að halda væri óhætt að segja að bæjarbúar gleddust mjög yfir þessum framförum. Heilsugæslustöðin er á tveimur hæðum og em fullkomin viðtals- og skoöunarherbergi á jarðhæð. Lyfta er í húsinu og öll aðstaða önnur fyr- ir fatlaða. Fyrir opnunina Stjórn, starfsfólk og stuöningsaöilar heilsugæslunnar í innflutningshófi í vikunni. DV-MYND EVA HREINSDÓTTIR Herdís Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri heilsugæslustöðvar- innar, sagði aö hér væri um miklar framfarir að ræða. Ekki hefði verið vanþörf á, enda hefði sjúklingafjöldi aukist um 130% á örfáum ámm. Þessi aukning væri væntanlega vegna þess að mun fleiri sækja nú læknisþjónustu í sinni heimabyggð. Tvær læknastöður eru við stöðina en dr. Marianne Nielsen er eins og stendur eini fasti læknirinn hér. „Við höfum auglýst eftir öðrum og erum vongóð eftir flutning í nýja húsnæöið," sagði Herdís. „Meðal helstu breytinga er aðstaða fyrir lækna til að sinna bráðamóttöku, mæðravemd og ungbarnavernd, kvensjúkdómaskoðun og krabba- meinsskoðun sem fram mun fara mánaðarlega allt árið.“ Við stöðina starfa á milli 10 og 12 manns, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, ljósmóðir og aðrir starfsmenn, sumir í hlutastörfum, en eins og áður sagði er ein staða heimilislæknis nú laus. -eh Jökulsá á Sólheimasandi: Vart við fnyk Undanfama daga hefur orðið vart við brennisteinsfnyk frá Jökulsá á Sólheimasandi. „Það er greinilegt að það kemur jarðhitavatn í ána,“ segir Reynir Ragnarsson, lögreglu- maður í Vík í Mýrdal. Að sögn Reynis hefur engin lykt verið í ánni að öllu jöfnu í rúmt ár en öðru hverju gýs hún upp. Eftir hlaupið i ánni fyrir hálfu öðru ári er sjaldgæft að lykt komi frá ánni. Ragnar segir að náið sé fylgst með breytingum á ánni og svo virð- ist sem aðeins sé um að ræða smá- skot að þessu sinni. „Ef hveravatnið fer að aukast gæti það hins vegar verið merki um eitthvað alvarlegt, til að mynda jökulhlaup,“ segir Reynir. -MA DVTílYND SIGURÐUR HJÁLMARSSON Fylgst með ánni Reynir Ragnarsson, lögreglumaöur í Vík í Mýrdal, fylgist náiö meö breytingum á Jökulsá á Sólheimasandi. Heiti potturinn Urrisjón: Birgir Guömundsson Biövirkjun? Ýmsir náttúruverndarsinnar, sem heyrst hefur til í heita pottinum, eru nú farnir að spá því að Kárahnjúka- virkjun verði Fljótsdalsvirkjun í öðm veldi og kalla r hana þá gjarnan l „biðvirkjun í öðm I veldi“. Spádómur- inn gengur sem sagt út á að virkj- analeyfi fáist fyrir Kárahnjúkavirkjun á Alþingi í haust en fjármögnun ál- versins bresti. Þá verði komin upp staða svipuð því sem var með Fljóts- dalsvirkjun, að leyfið sé til staðar og að þessu sinni með tilheyrandi um- hverfismati en Landsvirkjun bíði með framkvæmdirnar. Landsvirkjun verði þannig með Kárahnjúkavirkj- un i festum í allt að 10 ár. Síðan segja þessir sömu náttúraverndar- menn að það yrði átakanlegt fyrir Smára Geirsson og aðra Austfirð- inga ef til þess kæmi að biðtíma loknum að rafmagnið úr virkjuninni yrði síðan selt beint úr landi. Herútboö hjá Framsókn Það vekur athygli að á vefsíðu reykvískra framsóknarmanna, Hriflu.is, er almenn hvatning til framsóknarmanna í höfuðborginni , að gefa kost á sér í I starf sem tengist borgarmálum og til að taka sæti á lista (framsóknarmanna?) fyrir næstu borgar- stjómarkosningar. Sem kunnugt er standa nú yfir við- ræður milli Framsóknarflokks, Sam- fylkingar og Vinstri grænna mn áframhaldandi R-lista-samstarf og túlka menn þetta nerútboð þannig að Framsókn sé að skapa sér sterkari vigstöðu með því að minna á að flokkurinn hafi plan B til reiðu - sem er að bjóða fram undir eigin merkjum... Tvö ár frá Jagger í Vestmannaeyjum er alþekkt að talað er um að einhverjir atburðir hafi gerst svo og svo löngu fyrir gos eða svo og svo löngu eftir gos. Á ísa- firði var hins veg- ar um helgina auglýst ball á Krúsinni undir yf- irskriftinni: „2 ár frá Jagger á ísa- firði - Rolling Stones-kvöld“ Stonesbalhð var I haldið á fostudag' og stóð fram að miðnætti en þá tók við hljómsveitin „Synir Isafjarðar". I auglýsingunni er spurt: Ætli Ólafur Helgi taki lagið? og er þar að sjálf- sögðu verið að vísa til sýslumanns- ins Ólafs Helga Kjartanssonar sem er frægasti Stonesaðdáandi á ís- landi... Naflaskoðun Svo virðist sem mikil naflaskoðun sé í gangi hjá Samfylkingunni þessa dagana og em greinar á vefriti ungra jafnaðarmanna til vitnis um það. Fyrir skömmu ritaði Ágúst Ágústsson grein um fylgisleysi flokksins og taldi það stafa af slök- um þingmönnum. Nú hefur Kol- beinn Stefáns- son, formaður Ungra jafnaðarmana í Reykjavík, ritað grein á politik.is þar sem hann fjallar um sama efni. Kolbeinn segir m.a. „Að mínu viti felst vandi Samfylkingarinnar í því að forystumönnum flokksins, ekki þingflokksins, hefur ekki lánast að rækta grasrótina í flokknum og nú er svo komið að Samfylkingin á sér sárafáa málsvara í samfélaginu og jafnvel þeir sem starfa innan hennar em ráðalausir og uppgefnir.... Þó ég sé ekki sammála greiningu Ágústar þá skil ég sjónarmið hans vel og held að þessi grein hans sé óhjá- kvæmileg birtingarmynd þess ástands sem ríkir í flokknum og hafi þvi verið nauðsynlegt innlegg í um- ræðuna."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.