Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Page 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001______________________________________ JOV ______________________________________Neytendur Fór með eigur sínar í búslóðageymslu: „Eigur mínar stór- skemmdust í búslóða- geymslu í Rafha-húsinu í Hafnarfirði," segir Gróa Sigurbjömsdóttir og held- ur áfram: „Menn þar gefa sig út fyrir að geyma bú- slóðir og maður treystir því auðvitað að fá þær jafngóðar til baka, enda borgar maður fyrir það.“ Hún kveðst hafa verið með hluta af búslóð á þremur brettum i Rafha-húsinu frá mars til september 2000. Þar hafi verið sett plast- filma utan um brettin með öllu saman. „Þegar ég náði i mitt dót, eftir hálfs árs geymslu, var bleyta í sum- um kössunum innan um á brettunum og vídeóspólur og margir persónulegir munir myglaðir, undnir og ónýtir. Tvær bókahillur voru líka skemmdar af raka og tölvuborðið mitt brotið eins og lyftaragaffall hefði farið gegnum hliðina á því.“ Fær ekkert úr tryggingum Gróa kveðst hafa hringt og kvart- að en starfsmenn geymslunnar harðneitað að nokkur leki hafi átt sér stað þar á bæ og enginn hafi ingalegra og ekki síður tilfinn- ingalegra verðmæta. Ekki möguleiki að vatn hafi komist að Eigendaskipti urðu að búslóðageymslunni í Rafha- húsinu í Hafnarfirði í maí sl. Fyrri eigandi hennar, Gunnar Valdimarsson, segir það af og frá að nokkur bleyta hafi getað komist að búslóð Gróu í geymslunni. „Þar eru stein- veggir allt i kring og steypt loft og þar biluðu engar lagnir á þessum tíma. Þess vegna er það ekki fræðilegur möguleiki að vatn hafi getað komist að þessu dóti hjá okkur,“ segir hann og bætir við: „Ef eitthvað hefði komið upp á af okkar hálfu þá hefðum við tilkynnt það strax.“ Gróa með tvo myglaða hluti sem voru henni dýrmætir, Bók barnsins og skjal frá Háskóla Islands. DV-MYND E.ÓL. komið frá fyrirtækinu til að skoða skemmdirnar. Hún kveðst hafa til- kynnt tryggingafélagi sínu um flutning búslóðarinnar í geymsluna þegar hann átti sér stað og borgað samviskusamlega sín tryggingarið- gjöld. Þrátt fyrir tjónið fái hún ekki krónu úr þeirri átt þar sem ekki sé hægt að sanna að leki hafi átt sér stað í geymslunni eða lagnir brugð- ist. „Ég er gersamlega varnarlaus," segir Gróa, hnuggin yfir missi pen- Erfitt mál Neytendasamtökin hafa haft þetta mál til meðferðar og að sögn Emblu, starfsmanns þeirra, er það erfitt viðureignar þar sem geymsluaðilinn verjist allri sök. Samkvæmt nýjum lög- um frá Alþingi, sem tóku gildi 1. júní sl., er sönnunarbyrðin lögð á þjónustuaðilann þannig að það er hans að sanna sakleysi sitt. Fyrir gildistöku þeirra voru ólögfestar reglur við lýði en ekki skýrt laga- ákvæði. -Gun. Fékk myglaða, undna og ónýta muni til baka Töfrakrydd frá Pottagöldrum Pottagaldrar hafa sett á markað þrjár nýjar kryddtegundir. Fyrst skal nefna Töfra- kryddið sem er alhliða krydd fyrir allt hráefni og allan mat. Kryddið er í senn borð-, steikar- og grillkrydd og i fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir, að varla sé til neitt hráefni sem það geri ekki enn betra. Karrí Madras og Karrí de luxe eru nýj- ar karríblöndur. Indverskur matur verður æ vinsælli hér á landi og þess- ar tvær nýju karríblöndur ættu að vera kærkomnar fyrir áhugasama heimakokka. Þessar karríblöndur henta með nánast öllu hráefni, bæði til steikingar og kryddlagningar. Einnig má búa til kaldar sósur eða ídýfur með þeim og sýrðum rjóma og bragðbæta með sinnepi eða mango chutney. Sextíu prósent verðmunur Maður nokkur Nóatún HÍUgartl keypti sér Gil- lette Úl»» kM Sensor rakblöð í verslun Nóatúns í Hóla- iUw «iwn M) w-m n.:UlM)IRR ..-IKSl garði, Breiðholti, MB..-ÍIJUW og greiddi fyrir þau ■■IBJW: ■iMM «.B lUUBMI.'a 1287 krónur. „Ég gerði mér ekki m mm*x niuAauatt | im ■ m: m a»m inui grein fyrir því nm:: tt hvað þetta var hátt 1 hjbola m ■ <u verð fyrr en ég HVMI* KVIIIUNIMA ÞOXKUM VIISIIPIIM 1 *l< 1 -1) IBU MU K IMUM kom í n ágranna- verslunina Sam- Kvittanirnar kaup í Vesturbergi tala s'nu mal'' fjörutiu mínútum síðar og sá að ná- kvæmlega sama vara kostaði þar 798,“ sagði kaupandi rakblaðanna og lagði fram bæði blöð og kvittanir hjá DV máli sínu til stuðnings. -Gun. Þurrkun blóma - auðveld og skemmtileg Fallegur krans úr þurrkuöum blómum Til aö blómin njóti sín sem best þarf aö þurrka þau á réttu blómgunarstigi. Til dæmis veröa rósir fallegastar ef þær eru þurrkaöar þegar knúpparnir eru rétt sprungnir út. Nú er sumarið að verða liðið og ekki seinna vænna að reyna að varðveita eitthvað af öllum fallegu blómunum sem vaxa í garðinum. Þurrkuð blóm hafa ætið notið töluverðra vin- sælda en með hinni miklu föndurbylgju, sem átt hefur sér stað hér á landi undanfarin ár, hafa notkunarmöguleikar þeirra aukist mikið. Þvi er ekki úr vegi að bregða sér í garðinn á sólríkum degi og tína uppáhalds- blómin úr garðinum. Til eru nokkrar leiðir til að þurrka blómin og fer að- ferðin eftir því hvemig nota á þau. Fyrst skal nefna aðferð sem flestir þekkja og kunna mætavel, þ.e. pressun. Pressun blóma er auðveld leið til að varðveita flestar blóma- tegundir. Ekki tekur langan tíma að koma blómunum fyrir og út- búnaður sem til þarf er lítill og notast má við hluti sem til eru á flest- um heimilum. Hvort sem pressa á eitt stakt blóm sem minnir á sérstaka stund eða fleiri til að nota í skreytingar og föndur er þessi að- ferð á allra færi. Þó er ágætt að hafa nokkur atriði í huga eigi pressunin að takast vel. Byrja þarf á því að fjarlægja allan sjáanlegan raka af blómunum. Það flýtir fyrir þurrk- uninni og kemur í veg fyrir að þau rotni. Leggið blómin milli tveggja laga af þerripappír og nokkurra laga af dagblöðum. Ofan á allt sam- an eru svo sett einhvers konar þyngsli; góðar bækur duga vel. Setj- ið pressuna á hlýjan, þurran stað og fylgist reglulega með þurrkuninni, blómin eru tilbúin þegar þau eru þurr og stökk. Blóm má einnig þurrka með því að hengja þau upp á dimmum, hlýj- um og þurrum stað. Þá eru þau bundin saman í litla vendi. Hafið í huga að misjafnt er milli blómteg- unda á hvaða blómstigi er best að þurrka þau. Sumar tegundir, eins og t.d. rósir eða eilífðarblóm, eru þurrkaðar áður en blómin eru fullútsprungin á meðan aðrar þurfa að vera komnar lengra. Gott er aö blása á þurrkaða vendi með hár- þurrku til að fjarlægja af þeim ryk. Silica gel hentar vel þegar þurrka á mjög viðkvæm blóm. Gelið er þá sett í 1,5 cm þykkt lag í botninn á loftþéttu plastúáti og blómin lögð þar ofan á með „andlitið" upp. Síð- an er notuð skeið til að moka silica kristöllum varlega ofan á blómin og þess gætt að þau missi ekki lag sitt eða kremjist. ílátinu er lokað og eft- ir nokkra daga ættu blómin að vera tilbúin. Þá eru þau tekin varlega upp og burstað af þeim með mjúk- um pensli. -ÓSB IGNIS 4x4 SPORTJEPPLINGURINN Meðaleyðsla 6,91 1.575.000,- SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og meó 15. ágúst 2001 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 43. útdráttur 1. flokki 1990 - 40. útdráttur 2. flokki 1990 - 39. útdráttur 2. flokki 1991 - 37. útdráttur 3. flokki 1992 - 32. útdráttur 2. flokki 1993 - 28. útdráttur 2. flokki 1994 - 25. útdráttur 3. flokki 1994 - 24. útdráttur Innlausnarverðið er aó finna i Morgunblaðinu þriðjudaginn 14. ágúst. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúóalánasjóói, í bönkum, sparisjóóum og verðbréfafyrirtækjum og Liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. íbúðalánasjóður | Borgartúni 21 j 105 Reykjavík | Sími 569 6900 j Fax 569 6800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.