Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Side 6
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001 Fréttir I>v Búfjáreftirlit og lögreglan í eftirlitsferð að Höfða í Þverárhlíð: Vikufrestur til ýmissa úrbóta - en engar staðfestingar um meinta slæma umhirðu hrossa Lögreglan í Borgarnesi og fóður- eftirlitsmenn fóru nýverið að Höfða í Þverárhlíð, samkvæmt tilskipan sýslumannsins í Borgarnesi, til að kanna meinta slæma umhirðu og ástand á hrossum þar. Höfðu sýslu- manni og héraðsdýralækni borist kærur þar að lútandi. Lögreglan og búfjáreftirlitið hafa skilað sýslu- mannsembættinu skýrslum í kjölfar ferðarinnar. Ekki var talin ástæða til aðgerða. Hins vegar gáfu fóðureftirlits- menn bændunum á Höfða vikufrest til að koma tilteknum atriðum í lag, svo sem að sleppa skepnum sem enn voru hafðar á húsi. Auk lögreglu- manna fóru héraðsdýralæknirinn, fulltrúi yfirdýralæknis og fulltrúi Búnaðarsambands Vesturlands í eftirlitsferðina. Búskaparhættir að Höfða hafa valdið ágreiningi bænda og yfir- valda um langt skeið, eins og DV hefur áður greint frá. Fimm systkin standa að félagsbúi þar. Þau hafa búið þar með a.m.k. 1200-1400 fjár, um 100 hross, mjólkandi kýr og nautgripi. Búskapurinn er ekki „heföbundinn" vegna fjölda búfjár. Þá hafa bændur á Höfða smám sam- an komið því á að gefa ánum úti yfir vetrartímann og láta þær ganga við opið. í vetur fóru héraðsdýralæknir, fulltrúi yfirdýralæknis og fulltrúi Búnaðarsamtaka Vesturlands í eftir- litsferð að Höfða. Þegar þeir komu að bænum höfðu bændur lagt btl við hlið heim að honum og bönnuðu eft- irlitsmönnunum heimgöngu. Eftir alllöng orðaskipti hurfu hinir síðar- nefndu frá. Þeir skrifuðu samdægurs bréf til sýslumannsembættisins í Borgarnesi þar sem þeir óskuðu eft- ir að hann leitaði úrskurðar um að- gang þeirra að býlinu. Stefán Skarp- héðinsson sýslumaður taldi hins vegar að það væri héraðsdóms að kveða upp slíkan úrskurð og þangað beri því að sækja hann. Þannig stóð málið þar tO nú að eftirlitsferðin var farin að tilskipan sýslumanns á grunni dýraverndunarlaga. Aðspurður um hvað yrði þegar fé kæmi af fjalli í haust sagði Stefán að það væri mál sveitarstjórnarinnar. Hún væri yfir búijáreftirlitinu og gæti sett reglur um fjölda skepna i byggðarlaginu. Hins vegar yrði fylgst meö að ábúendur í Höfða bættu úr þeim atriðum sem ábóta- vant hefðu verið innan tilskilins tíma. -JSS Dómsmálaráðherra um fíkniefnainnflutning: Engin ástæða til uppgjafar PV, SKAGAFIRDI: Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra var ræðumaður dagsins á Hólahátíð sem haldin var á dögun- um. Fjallaði ráðherrann m.a. í ræöu sinni um dómskerfið, löggæslu og fíkniefnamál. Gerði hún að umtals- efni það sem öðru hverju hefur komið fram í umræðu hér á landi aö stefna stjórnvalda gagnvart inn- flutningi og dreifingu fikniefna hafi mistekist og rétt sé að leyfa ein- hverjar tegundir efna hér. Um þetta sagði ráðherrann meðal annars: „Mín skoðun er sú að við eigum aldrei að sætta okkur við að neysla fikniefna sé þáttur í lifi og tilveru íslenskra ungmenna. Þótt þessu böli hafi ekki verið útrýmt hér á landi og ekki sé fyrirsjáanlegt að það takist í bráð er engin ástæða til uppgjafar. Ég er þeirrar skoðun- ar að núverandi stefna skili okkur árangri. Þeir sem mest tala um að fíkni- efnastefnan hafi brugðist vegna þess að þrátt fyrir allt séu þessi ólöglegu efni í umferð ættu að velta því fyrir sér hvernig ástandið væri í dag ef við hefðum ekki spymt á móti,“ sagði ráðherrann og spurði: „Væri staðan betri ef við hefðum ekki lagt það sem við gerðum á um- liðnum árum til löggæslu, meðferð- ar og forvarna? Ég leyfi mér að full- yrða að fikniefnaneysla væri miklu alvarlegra samfélagsmein en nú ef þannig hefði verið haldið á málum,“ sagði Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra. -ÖÞ DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Árangur í fíkniefnamálum Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráöherra flutti ræöu í Hóladómkirkju. Hún telur aö núverandi stefna í fíkniefnamálum skili árangri. Fíkniefnin væru enn alvar- legra þjóöfélagsmein ef ekki heföi veriö hamlaö á móti. Nemendur skortir í Grafarholti, segir formaður fræðsluráðs: Unglingar fá einkaakstur - ákveðið að bæta við áttunda bekk í Ingunnarskóla „Við vitum enn ekki nema um einn eða tvo nem- endur sem þurfa á þessu að halda, meira er það nú ekki,“ sagði Sig- rún Magnúsdótt- ir, borgarfulltrúi og formaður fræðsluráðs, í gær. „Það má sem veldur okkur DV-MYNDIR JG Ný brú Hér má sjá nýju brúna gægjast und- an mótatimbrinu. Hafnarfjörður: Ný brú yfir Lækinn Ný brú er nú í smíðum og unnið að verulegum endurbótum á gatna- mótum Hverfisgötu og Lækjargötu í Hafnarfirði. Verkinu á að ljúka 15. september og þá mun Lækurinn komast í sitt gamla, góða horf á þessum slóðum. Þessum endurbót- um er ætlað að auka verulega ör- yggi gangandi vegfarenda, ekki síð- ur en akandi. Settar verða miðeyjar á Lækjar- götu og umferðarljós, auk þess sem gatan var breikkuð svolítið. Brúin sem fyrir var reyndist ónothæf og því var smíðuð ný og er hún helm- ingi lengri en sú gamla. Það er verk- takafyrirtækið Magni ehf. sem sér um þessar framkvæmdir en þær eru hannaðar af Linuhönnun/Landmót- un. -DVÓ/JG Sigrún Magnúsdóttir. segja að það áhyggjum núna er hvað við erum með fáa nemendur á skrá í Grafar- holti. Það má eiginlega segja að nemendur skorti,“ sagði Sigrún. 1 gær var ákveðið að bæta 8. bekk við í Ingunnarskóla og þar með eru að- eins tveir bekkir á unglingastigi sem ekki verða í skólanum. Þessir nemendur, einn eða kannski tveir, munu fá skólaakstur úr nýbyggingahverfinu í Grafar- holti til skóla síns utan hverfis. Þetta eru nemendur í 9. og 10. bekk en hinn nýi skóli hverfisins, Ing- unnarskóli, býöur kennslu í 1. til 8. bekk til að byrja með. Hæg upp- bygging hverfisins þýðir aö grunn- skólanemendur verða fáir í hverf- inu í vetur en fer þó væntanlega fjölgandi þegar á líöur. Sigrún Magnúsdóttir sagði í gær: „Ég þori að fullyrða að aldrei í sögu Reykjavíkur hefur grunnskóli verið Ingunnarskóli Yngri börnin á Grafarholti fá inni í skólanum en þeim eldri veröur ekiö annaö. kominn í hverfi áður en íbúamir eru fluttir i hverfið. Þama byrjum við vissulega með færanlegar stofur sem fluttar hafa verið úr Borgar- holtshverfi, en í því hverfi opnar eftir tíu daga skóli sem bandarískur arkitekt hefur hannað, sérfræðing- ur í hönnun skóla og hefur unnið með foreldrum hverfisins. En tal um kaos og klúður er gjörsamlega út í hött.“ Sigrún vísar þar til þess að Guð- laugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi D listans sagði í DV í gær að upp- bygging 1 hverfinu frá hendi borgar- innar einkenndist af kaosi og klúðri. Að sögn Sigrúnar er það vísinda- lega sannað að unglingar þurfi meira á félagsskap að halda en yngri börn og í nýju hverfunum sé meira af yngri börnunum. Hún segir að ung- lingunum úr Grafarholti verði séð fyrir vist annaðhvort í sínum gamla skóla, eða þá í Réttarholtsskóla þar sem er frekar fámennur skóli á ung- lingastigi. Skólaakstur verður í boði og þá væntanlega með leigubíl ef svo fer sem horfir að nemendur verði einn eða tveir. í frétt DV í gær þar sem rætt var um Borgarholtshverfí átti að sjálf- sögðu að standa Grafarholtshverfi. -JBP Umsjón: Hörður Kristjánsson netfang: hkrist@ff.is Breyttar forsendur? Fyrirhuguð nýlagning svokallaðs Suðurstrandarvegar á milli Grinda- víkur og Þorlákshafnar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum sem annt er um skattpeninga, almennings. Fram- kvæmd upp á 1,1' milljarð króna. Á I Vef-Þjóðviljanum er fast skotið á þessar hugmyndir og þar segir m.a.: ■ „Af hverju þarf allt I í einu rándýran • veg á milli Þorlákshafnar og Grinda- víkur? Af hverju kemur enginn vit- inu fyrir þá þingmenn sem stóðu í því að berja þessa hugmynd í gegn?“ í heita pottinum spyrja menn hins- vegar um hvort forsendur hafi ekki breyst. Vegurinn hafi ekki síst orðið til vegna baráttu Árna Johnsens og Kristjáns Pálssonar fyrir oddvita- sæti í nýju sameinuðu kjördæmi. Nú sé Árni horfinn af pólitíska sviðinu og því gæti veriö klókt hjá Kristjáni að geyma þetta tromp uppi i erminni til betri tíma,...? Eins og úldið smjör! Halldór Blöndal hjó ótt og títt í Vinstri hreyfinguna - grænt framboð í blaðagrein í Mogga 9. ágúst. Fann hann hreyfingunni og formanni hennar flest til foráttu. Hreyfingin væri á móti flest- um, ef ekki öllum, góðum málum. Steingrímur J. Sigfússon svarar í sama miðli í gær og kallar skrif Hall- dórs „ryöbrandara" og segir síðan: „Sérstaklega er leitt að skynja geðvonskuna svo ekki sé sagt biturðina sem leggur af ritsmið- um hans eins og ódaunn. Þetta fram- lag Halldórs Blöndals til stjórnmála- umræðunnar minnir á smjör sem upphaflega var sæmilega strokkað og hæft til átu, en hefur kasúldnað í sumarhitum og er nú ekki manni bjóðandi...!“ Rekstrarhagræöing Úrvalsdeildarlið KR og fyrrver- andi Islandsmeistarar eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Gengi liðsins í sumar hefur verið af- leitt og nú berst það á botninum fyrir tilveru sinni í deildinni. Til að efla fjárhags- grunninn var stofnað KR-Sport hf. og einnig stofnað sérstakt rekstr- arfélag. í kjölfar brattrar niður- sveiflu i ár og mikils kostnaðar og skulda félagsins var tilkynnt að rekstrarfélagið starfaði ekki lengur og rynni í raun inn i KR-Sport. Allt á þetta að stuðla að hagræðingu í rekstri. í heita pottinum velta menn fyrir sér hvað verði næst. Hvort KR- Sport endi með sitt hafurtask á bar- endanum á Rauða ljóninu ...? Vantaði slagsmál? Um síðustu helgi var haldin í Bjamarfirði á Ströndum glæsileg fjölskyldu- og menningarhátíð sem nefndist Galdrastef. Þar komu m.a. fram Megas og hljómsveitin Sig- ur Rós. Gestir voru í kringum 1500 og allt fór vel fram. Á vefsíðunni Múrnum þykir undrum sæta hvað lítið hafi farið fyrir þessari merkilegu samkomu í fjölmiðlum. Þar velta menn fyrir sér ástæðum og kannski hafi vantað ráðherra til að klippa á einhvem borða. Sennilega líði að- standendur Galdrastefsins þó mest fyrir að þar fór allt vel fram. Ekki kuklað með fikniefni „eins og geng- ur og gerist á útihátíðum", og heldur ekki „viðunandi" fjöldi nauðgunar- mála eins og hjá Einari Birtupabba á Eldborg um daginn. Menn virðast ekki einu sinni hafa getað slegist til að komast í fréttirnar ...!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.