Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Page 8
8
Viðskipti_________________________________________
Umsjón: Víðskiptablaðið
Flugleiðir með
1600 milljóna tap
- tapið eykst um þriðjung frá því í fyrra
Afkoman af heildarstarfsemi
Flugleiöa og 10 dótturfyrirtækja á
fyrstu sex mánuöum ársins var tap
að fjárhæð 1.593 milljónir króna en
var á sama tímabili i fyrra tap aö
fjárhæð 1.196 milljónir króna. Mis-
munurinn er 397 milljónir króna.
Jafnan er tap af rekstrinum á fyrri
helmingi ársins vegna mikillar árs-
tíðasveiflu í flutningum í alþjóða-
flugi og í fjölda erlendra ferða-
manna sem koma til íslands.
2300 millíóna tap af
reglulegrf starfsemi
Afkoma af reglulegri starfsemi
fyrir skatta fyrstu sex mánuði þessa
árs var tap að fjárhæö 2.327 milljón-
Lf...:: "V-
—
1 ■ 5S
• y?':*
—
A
BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um
deiliskipulag í Reykjavík
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, eru hér með
auglýstar til kynningar tillögur að eftirtöldum
deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík;
Skeifan, deiliskipulag.
Skipulagssvæðið afmarkast af Suðurlandsbraut í
norður, Skeiðavogi í austur, Miklubraut í suður og
Grensásvegi í vestur.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að svokallaðri Iðngarðalóð
(Skeifan 11-19 oddatölur og Faxafen 8-14 sléttar
tölur) verði skipt upp á milli núverandi eigenda húsa
á lóðinni, skilgreindar verði götur og gönguleiðir
innan hennar (sem verða í eigu Reykjavíkurborgar)
sem og á svæðinu öllu, ákvarðað hámarksbyggingar-
magn fyrir hverja lóð á svæðinu og bílastæðakrafa
skilgreind. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að lóðar-
mörk nokkurra lóða, auk Iðngarðalóðarinnar, breytist
vegna breytinga á gatna- og göngustígakerfi auk
ýmissa smá breytinga frá núverandi fyrirkomulagi.
Samkvæmt tillögunni verða mestu viðbyggingar-
möguleikar, miðað við núverandi ástand, á lóðunum
nr. 1 og 11 við Grensásveg og lóðum nr. 5, 9, 13 og
15 í Skeifunni auk þess sem heimilt verður að byggja
allt að 8 hæða bílageymslu- og skrifstofuhús á
sameiginlegri bílastæðalóð Iðngarða, norðan
Skeifunnar 13.
Vatnagarðar 4-28, deiliskipulag.
Skipulagssvæðið afmarkast af Vatnagörðum í norður,
Sægörðum í austur, Sæbraut í suður og vestari lóðar-
mörkum Vatnagarða 4 í vestur.
Tillagan skilgreinir m.a. viðbyggingarmöguleika á
reitnum, sem að mestu eru sunnan við núverandi
hús, bílastæðafjölda, lóðarmörk o.fl.
Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og
byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga
kl. 10.00 -16.00 frá 17. ágúst til 14. september 2001.
Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til
Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 28.
september 2001. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að
kynna sér tillögurnar.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 17. ágúst 2001.
Borgarskipulag Reykjavíkur
_
Heildarmat á heildarstarfseminni
Þessi endurskoðun á starfseminni
kemur til viðbótar þeim aögerðum
sem þegar hefur verið gripiö til í því
skyni að milda afieiðingar óhag-
stæðrar þróunarytri þátta.
ir króna en á sama tímabili i fyrra
var tap að fjárhæð 1.706 milljónir
króna. Munurinn er 621 milljón
króna. Fyrstu sex mánuði þessa árs
var hagnaður af sölu eigna sem nam
264 milljónum króna en var 81 millj-
ón króna á sama tímabili í fyrra.
Versnandi afkomu af rekstri
Flugleiða má rekja til mikilla svipt-
inga í rekstrarumhverfi félagsins.
Innbyrðis þróun gjaldmiðla, hátt
eldsneytisverð, sem áhættuvarnir
gegn verðsveiflum, verja ekki leng-
ur og launahækkanir innanlands
juku kostnað félagsins um hérumbil
1.500 milljónir króna fyrri hluta
þessa árs. Félagið mætti þessu með
minna framboði í vetraráætlun,
hertri sókn á alþjóöamarkaði og
beitti jafnframt ýmsum ráðum til að
lækka rekstrarkostnað. Þessar
gagnaðgerðir skiluðu um 700 millj-
óna króna árangri. Það dugar ekki
til að mæta þeim áföllum sem félag-
ið varð fyrir vegna óhagstæðrar
þróunar ytri rekstrarþátta og því
þarf að ganga lengra.
Endurmati á heildarstarfsem-
inni lýkur í haust
Siguröur Helgason, forstjóri Flug-
leiða, segir að félagið verði að vinna
áfram að því að laga sig að breytt-
um rekstraraðstæðum. „Rekstrar-
umhverfi alþjóðlegrar flugstarfsemi
hefur breyst mjög til hins verra
vegna kostnaðarhækkana og sam-
dráttar í efnahagslífi á Vesturlönd-
um. Staða Flugleiða er erfiðari en
ella vegna þess hve félagið er háð
erlendum mörkuðum og þar með
sveiflum í innbyrðisþróun gjald-
miðla. Flugleiðir eru nú að endur-
meta heildarstarfsemina með ítar-
legri greiningu og stefnumótun. Við
erum að greina hvar bestu mögu-
leikar okkar til arðbærs rekstrar í
millilandaflugi liggja og erum jafn-
framt að endurmeta hlutverk og
stöðu einstakra dótturfyrirtækja í
ýmsum greinum flugrekstrar og
ferðaþjónustu í samstæðunni. Stefnt
er að því að ljúka þessari vinnu með
tillögugerð í nóvember. Þá verða
lagðar fram mótaðar tillögur um
þróun Flugleiðasamstæðunnar sem
taka mið af þessum erfiðu rekstrar-
skilyrðum.“
Þessi endurskoðun á starfseminni
kemur til viðbótar þeim aðgerðum
sem þegar hefur verið gripið til í
þvi skyni að milda afleiðingar óhag-
stæðrar þróunar ytri þátta. Meðal
þeirra aögeröa sem þegar hefur ver-
ið gripið til á árinu er að Flugleiðir
drógu millilandaáætlun saman um
10% síðastliðinn vetur til að draga
úr taprekstri í millilandaflugi yfir
vetrarmánuðina. Enn verður dregið
úr framboði í millilandafluginu nú í
haust og vetur. Flugi til Halifax
veröur hætt í lok október. Jafnframt
er stefnt að því að tryggja hámarks-
nýtingu flugflotans og skapa ný við-
skiptatækifæri með aukinni sókn í
leiguverkefni erlendis. Þegar hefur
veriö tilkynnt um fjórðungs minnk-
un innanlandsflugs og síðastliðið
vor dró félagið sig að mestu út úr
heilsárshótelrekstri á landsbyggð-
inni. Þá voru í vor gerðar umtals-
verðar breytingar á starfsemi við-
haldsstöðvar Flugleiða.
Fyrstu sex mánuði þessa árs voru
rekstrartekjur Flugleiða 18.126
milljónir króna en voru 15.333 millj-
ónir króna á sama tíma í fyrra. Það
er 17% tekjuaukning. Rekstrargjöld
án afskrifta voru 18.988 milljónir
króna í ár á móti 16.179 milljónum
króna á síðasta ári sem einnig er
17% munur.
Hagnaður Pharmaco 765 miiyónir
- 24,7% framlegð
Hagnaður
Pharmaco fyrir skatta
var 1.145 milljónir
króna en eftir skatta
765 milljónir króna á
fyrri helmingi þessa
árs. Hagnaður fyrir
afskriftir og fjár-
magnskostnað
(EBITDA) var 1767
milljónir króna sem
er 24,7% af veltu en var 18,4% fyrir
siðasta ár. Spá fjármálafyrirtækjanna
um hagnað Pharmaco, sem birtist í
Viðskiptablaðinu, var aö meðaltali 796
milljónir þannig að hagnaöurinn er
rétt undir þeim væntingum.
Rekstrartekjur janúar til júní námu
7,1 milljarði króna. Söluaukning frá
fyrra ári á íslandi nam rúmum 16% á
tímabilinu. Söluaukning í Búlgaríu
nam 25% í levum en 17% í USD. Út-
flutningur hráefna jókst um 17% en
lyfja um 23%, hvort tveggja í dollur-
um. Söluaukning erlendis í USD nam
alls 20%.
Velta Pharmaco erlendis nam 78%
af heildarveltu tímabilsins og hækkar
úr 69% fyrir árið 2000.
Eigið fé hækkar um
1.746 milljónir í 6.569
milljónir og var eigin-
fjárhlutfall 30. júní
48,4% en veltufjárhlut-
fall var 1,61.
Rétt er að geta þess
að forráðamönnum
Pharmaco þótti ekki
rétt að breyta um upp-
gjörsaðferð nú vegna fjárfestingar í
erlendu dótturfélagi, þrátt fyrir að
færa megi eðlileg rök fyrir slíku. Gíf-
urlegar gengisbreytingar gjaldfærast í
rekstri þar sem umtalsverður gengis-
og fjármagnskostnaður vegna erlends
dótturfyrirtækis fellur til á rekstur
móðurfélags á meðan gengishækkun
af erlendum fjárfestingum fer beint til
hækkunar á eigin fé á efnahag.
Þannig hækkar eigið fé um tæplega
milljarð umfram hagnað á tímabilinu.
Forráðamenn fyrirtækisins eru
ánægðir með árangurinn og telja að
horfur séu á aö áætlanir ársins gangi
vel eftir.
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001
DV
Þetta helst
mgJHiHMaEEEI
HEILDARVIÐSKIPTI 1600 m.kr.
Hlutabréf 400 mkr.
Húsbréf 800 mkr.
MEST VIÐSKIPTI
i 0 Pharmaco 167 mkr.
Kaupþing 75 mkr.
íslandsbanki 50 mkr. i
MESTA HÆKKUN
0 Kögun 6,3%
; 0 Samherji 3,0%
: Q Eimskip 2,1%
MESTA LÆKKUN
0 Flugleiðir 6,4%
0 Skeljungur 5,1%
: 0 Marel 3,8%
ÚRVALSVÍSITALAN 1032 stig
- Breyting O 0,25 %
Nasdaq niður fyr-
ir 1.900 stigin
Ekkert lát er á lækkun hlutabréfa
tæknifyrirtækja eftir að ljósleiðara-
framleiðandinn Ciena sendi frá sér
afkomuviðvörun. Nasdaq-vísitalan
hafði þegar síðast spurðist farið nið-
ur fyrir 1.900 stigin en Ðow Jones
hafði einungis lækkað um 0,2%, í
rúmlega 10.320 stig.
„Það eru engar jákvæðar vísbend-
inar uppi á borðinu þessa dagana og
hvergi afgerandi niðurstöður að
finna um þróun tæknigeirans næstu
vikur og mánuði. Við erum svo að
segja í svartaþoku," sagði Bryan
Piskorowski, fjármálaskýrandi hjá
fjármálafyrirtækinu Prudetial
Securities í Bandaríkjunum.
Hagvöxtur staðn-
ar í Þýskalandi
Hagvöxtur í Þýskalandi stöðvað-
ist á öörum ársfjórðungi þar sem
minnkandi eftirspum eftir útflutn-
ingi hefur leitt til minni framleiöslu
fyrirtækja. Þetta kemur fram í mán-
aöarskýrslu sem þýski seðlabank-
inn gaf út.
Landsframleiðsla í stærsta hag-
kerfi Evrópu var óbreytt frá fyrsta
ársfjórðungi en hafði aukist um 1%
frá því fyrir ári. Hagvöxtur var
0,4% á fyrsta ársfjórðungi.
Framleiöslupantanir drógust
saman í júní - fimmta mánuðinn í
röð og tiltrú fyrirtækja var sú
minnsta í nærri því fimm ár. Fyrir-
tæki frá Bayer AG til bílaframleið-
andans Adam Opel Ag hafa tilkynnt
um uppsagnir þúsunda starfsmanna
vegna færri pantana. Annar árs-
fjórðungur 1999 var sá síðasti þar
sem ekki varð vart hagvaxtar.
fMdMlil_______________ 17.08.2001 kl. 9.15
KAUP SALA
ISHpollar 97,270 97,770
S:-Pund 140,260 140,980
1 Kan. dollar 63,300 63,690
Dönsk kr. 11,9080 11,9740
H—Norakkr 10,9300 10,9900
CSSænsk kr. 9,5540 9,6070
■SBn. mark 14,9063 14,9959
Fra. franki 13,5114 13,5926
1 Belg. franki 2,1970 2,2103
j Sviss. franki 58,3900 58,7100
CjHoll. gyllini 40,2180 40,4596
"jÞýskt mark 45,3151 45,5874
1 1 iít. líra 0,04577 0,04605
l'jy Aust. sch. 6,4409 6,4796
Þort. escudo 0,4421 0,4447
Spá. peseti 0,5327 0,5359
| • jjap. yen 0,80740 0,81230
| írskt pund 112,535 113,211
SDR 124,4700 125,2200
r^Bcu 88,6287 89,1613