Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Síða 12
12
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001
Skoðun
DV
Spurning dagsins
Hvernig er drauma-
bfllinn þinn?
Bergsteinn Asgrímsson, 9 ára:
Draumabíllinn minn er silfurlitaöur
Porsche 911, þaö er sko töffarabíll.
Gunnlaugur Asgrímsson, 11 ára:
Rauö 2ja sæta Mazda, þaö er
sko alvöru bíll.
Hildur Hermannsdóttir, 11 ára:
Ég myndi vilja rauöan blæjubíl, því
þeir eru alltaf svo flottir í myndunum.
Ástrós Hilmarsdóttir:
Ég myndi vilja eignast bláan blæju-
sportbíl sem væri meö rosalega
miklum krafti.
Sunna Sigurþórsdóttir, 9 ára:
Ég myndi vilja svartan Benz, svona
stóran jeppa sem kæmist allt.
Maríanna Astmarsdóttir:
Ég myndi vilja sporttýpuna af Benz og
hann yröi helst aö vera silfurlitaöur.
Lausafjárskortur í landinu
Magnus Sigurðsson
skrifar:
Það er merkilegt með okkur ís-
lendinga að þegar á bjátar lítillega,
þótt ekki sé nema um stundarsakir,
þá bregðumst við harkalega við og
hrópum: Úlfur, úlfur. Engu má
muna og ekkert má skorta. Og síð-
an er brugðist við og það sem vant-
ar útvegað á stundinni. Síðan tekur
við næsta vandamál á þjóðarvísu.
Það sem nú vantar svo hrapal-
lega þessa stundina er lausafé. Um
allt þjóðfélagið er hrópað á lausafé,
og fara þar fremstir í hópi sérfræö-
ingamir ungu sem áöur voru
þekktir fyrir að ráðleggja fólki um
kaup á hlutabréfum. Nú eru sumir
þeirra staðsettir t.d. í svonefndum
„greiningardeildum" bankanna.
Þeir „greina“ málin á þann veg að
lausafjárskortur hái þjóðfélaginu;
atvinnulífinu, fyrirtækjunum og
heimilunum. Eina ráðið hjá fyrir-
tækjunum (svo ég haldi mig aðeins
við þau í bili) er að efna til hluta-
fjárútboða.
Þá kemur hins vegar babb í bát-
inn því það liggja svo fáir með fé til
slíkra kaupa. Lausafjárskorturinn
kemur sem sé í veg fyrir fyrirhug-
uð hiutafjárútboö.
Og þá er fátt til bjargar. Eina ráð-
ið sem tæpt er á er gamla „góða“
haldreipið - nefnilega að auka pen-
ingaframboð með seðlaprentun! Og
þá yrði einfaldlega stiginn einn
hringur enn í Hrunadansinum, sem
við erum jú orðin alvön og kunnum
svo vel að stíga. Þótt þetta sé sett
hér fram í nokkrum kaldhæðnitón
og því fylgi grátt gaman, má þetta
að sjálfsögðu ekki gerast eina ferð-
ina enn.
Og ekki eru háu vextirnir til að
bæta ástandið. Við erum komin
langt fram úr öllum öðrum þjóðum
i nágrenni við okkur og greiðum
þetta 13% vexti og allt upp undir
Aivörugjaldmiðill
Þaö er hann sem viö þörfnumst umfram allt.
„Og hvað stoðaði vaxta-
lækkun nú, þegar við
þjáumst af lausafjárskorti?
Það tekur ekki styttri
tíma en 6 mánuði og þó
frekar eitt ár að fá vaxta-
lœkkun til að verka
sem hagstjórnartæki
fyrir almenning. “
20% vegna lántöku heimila og ein-
staklinga.
Og hvað stoðaði vaxtalækkun nú,
þegar við þjáumst af lausafjár-
skorti? Það tekur ekki styttri tíma
en 6 mánuði og þó frekar eitt ár að
fá vaxtalækkun til að verka sem
hagstjómartæki fyrir almenning.
Og gefur vaxtalækkun vísbend-
ingu um að um hægist og þensla
minnki að henni lokinni? Það svar
liggur í augum uppi. Að sjálfsögðu
ekki.
Hér er sannarlega ekki um ein-
falt mál að ræða. Ég er þess hins
vegar fulllviss að hvorki hlutafjár-
útboð, vaxtalækkun né meira pen-
ingamagn í umerð verði almenn-
ingi nokkur bót, hvað þá fyrirtækj-
um. Það er gjaldmiðillinn sjálfur
sem hér er meinið. Beintenging
krónunnar við alvöru gjaldmiðil er
það eina sem getur komið í veg fyr-
ir hina sífelldu ógn úr fjármálalífi
okkar innan frá. - Við þörfnumst
gjaldmiðils, það er allt of sumt.
Graseyja á Reykjanesbraut?
Ásbjörn
skrifar:
Ég er einn þeirra sem ekið hafa
Keflavíkurveginn að staðaldri og
þekki aðstæður þar bærilega. Nú
stendur til að breikka þennan veg
og undirbúið hefur verið umhverfis-
mat. Vonandi verður ekki jafn mik-
ið írafár út af matsskýrslunni sem
nú er tilbúin og varö vegna skýrslu
Skipulagsstofnunar vegna virkjun-
ar á hálendinu. Breikkun Reykja-
nesbrautarinnar er brýnt mál og
þarf í raun ekkert umhverflsmat
þar að koma nærri.
í skýrslu um frumhönnun braut-
arinnar segir að á milli hinna
tveggja akreina í hvora átt skuli
vera graseyja upp á eina 11 metra.
Hvorki meira né minna! Hvers
vegna graseyju? Höfum við ekki
„Ég mótmæli harðlega
graseyju milli akreina á
Reykjanesbraut og legg til
að sá kostnaður sem af
henni hlýst verði fremur
nýttur til að búa til þriðju
akreinina, þótt ekki sé
nema til að nota í aðra átt-
ina og þá til Keflavíkur. “
dapra reynslu af graseyjum í höfuð-
borginni þar sem þær eru mestan
part moldarflag og útataðar i hjól-
forum eftir bíla sem hafa ekið fram
úr eða farið yfir eyjamar?
Ég mótmæli harðlega þessari
graseyju og legg til að sá kostnaður
sem af henni hlýst verði fremur
nýttur til að búa til þriðju akrein-
ina, þótt ekki væri nema til að nota
i aðra áttina og þá til Keflavíkur.
Þessa viðbótarakrein mætti áætla
fyrir þungavöruflutningabila, svo
sem olíubilana sem teppa umferð á
þessari leið þegar mikið álag er á
brautinni.
Ég legg enn fremur til að þessu
verki verði flýtt sem mest má, og
aðrar vegaframkvæmdir, eins og
t.d. vegagerð á Vestfjaröavegi, nán-
ar tiltekið 23 km kafli á Barða-
strönd, verði látinn víkja eða felldur
niður að fullu. Vestfirðingar eiga
sannarlega skilið miklar vegabæt-
ur, og þá fyrst og fremst göng þar
sem verst gegnir, á Dynjandisheiði
og Hrafnseyarheiði. En graseyjar í
samgöngukerfmu þjóna engum.
Mæða menntamálaráðherra
Nú magnast heldur eldamir í kringum stjórn-
málaskörunginn og eina af helstu hetjum Garra,
hann Bjöm Bjarnason. Stjómarandstæðingar
koma fram í löngum röðum og krefjast þess aö
hann segi af sér, eins og alsiða mun víst vera í
útlöndum, vegna þess að hann bannaði ekki
Árna Johnsen að svindla á skattborgurum þegar
Ámi var í byggingamefnd Þjóðleikhússins.
Benda samfylkingardrottningamar nú í löngum
röðum á aö Ríkisendurskoðun hafi komist að því
að búið hafi verið að klaga Árna í tví- eða þrí-
gang fyrir óhefðbundin vinnubrögð í byggingar-
nefndinni og því heföi Björn fyrir löngu átt að
vera búinn að taka Árna úr nefndinni og senda í
skammarkrókinn. En Björn lætur sér hvergi
bregða og segir þetta óttalegt bull allt saman því
enginn hafi vitað að Ámi væri að stela þó hann
hafi vissulega verið ódæll og tregur í taumi.
Björn bendir á aö hann hafi gert skurk í því að
fá Árna til að búa tii áætlanir og annað sem
taliö hafi verið vanta og hótað Árna með því að
hann fengi ekki meiri peninga í leikhúsið ef
hann hegðaði sér ekki eins og maður.
Pólltískur slagur
Garri hefur satt að segja nokkrar áhyggjur af
Bimi í þessu máli. Ekki vegna þess að hann telji
að Bjöm geti ekki ráðið viö árásir stjómarand-
stæðinga sem að sjálfsögðu munu reyna að nota
málið til að koma á hann og Sjálfstæðisflokkinn
höggi. Það beinlínis liggur í augum uppi að þeir
hljóta að spyrja sem svo að fyrst Árni bar
ábyrgð á undanskotum og misnotkun á almanna-
fé, hver ber þá ábyrgö á Áma. í þessari pólitísku
rimmu er Bjöm sjóaður og er raunar löngu
kominn í brynjuna sína. En hættan liggur
hins vegar í því að Bjöm hefur ekki verið
nægjanlega duglegur að afneita Árna John-
sen. Sjálfsagt hefur það nú verið drengskap-
arbragð hjá Bimi að segja þegar málið kom
upp að hann og Árni hafi verið vinir til
margra ára. Raunar stakk það Garra aðeins
að heyra sjálfan ráðherra menntamála beita
dönskuskotnu orðasambandi því „til margra
ára“ er jú upprunniö hjá frændum okkar,
Dönum. En það er nú önnur saga.
Drengskapur- stráksskapur
En þessu drengskaparbragði hefur stjórnar-
andstaðan mætt með því sem kalla mætti óyndis-
legan pólitískan stráksskap og viljað meina að
einmitt vegna vináttu sinnar hafi Bjöm glapist á
að treysta manni sem ekki var traustsins verður.
Og trúlega mun Bjöm lenda í mestum erfiðleik-
um þar því menn munu alltaf spyrja þeirrar
spumingar hvort Bjöm hefði tekið harðar á
óknyttum og óþekkt formanns byggingamefndar
ef hann hefði ekki verið vinur hans til margra
ára, eða í mörg ár öllu heldur. Garra kemur því
ekki á óvart þó Björn láti sér fátt um gagnrýni
stjómarandstöðunnar finnast því hver þarf á
pólitískum óvinum að halda þegar vinirnir eru
svona?
Garri
Norræna á Seyöisfirði
Og brátt nýtt og s tærra skip.
Færeyingar fram
úr okkur
Ágúst Ágústsson skrifar:
Ég tek heilshugar undir með þeim
lesendum sem undanfarið og í tímans
rás hafa sent DV pistla um þá skömm
að við íslendingar skulum ekki eiga
fleiri skip til farþegaflutninga en nú
er. Aðeins Herjólfur og Breiðafjarðar-
ferjan Baldur gegna slíku hlutverki.
Að öðm leyti sinna Færeyingar far-
þegaflutningum á sjó milli íslands og
útlanda. Hér til Reykjavíkur kemur
hvert skemmtiferðaskipið eftir ann-
að, og hvert öðra glæsilegra með
hundruð farþega sem skreppa í land,
ferðast og versla og fara svo jafn
snöggt og þeir koma. Já, færeyingar
eru komnir fram úr okkúr á fleiri
sviðum en okkur er ljóst. Og svo fá
þeir olíu innan skamms. Eram við
búin að missa metnaðinn?
Banki og viðskiptin
Gu&rún Bjarnadóttir hringdi:
Því er slegið upp sem stórfrétt í
Fréttablaðinu að bankafólk geti skoð-
að reikninga viðskiptavina. Þetta er
engin stórfrétt, því um leið og maður
kemur i banka til að taka út eða gera
önnur viðskipti er spurt um kenni-
tölu eða svokallað leyninúmer og þá
kemur allt upp á skjáinn sem vitað er
um þann og þann viðskiptavininn
gagnvart bankanum. Það var mikill
skaði, raunar ósvífni þegar banka-
bækumar voru rifnar af okkur og
okkur tilkynnt að nú yrði allt
rafrænt. Það er mikið óhagræði fyrir
marga að geta ekki haft færslubækur
með útttekt og innleggi við höndina.
Leyninúmerin eru engin öryggisvent-
ill umfram venjulegu bankabókina.
Flugvél Flugvmálastjórnar, TF-FMS
„ Glæpurinn “ dottinn upp fyrir?
Veslings þing-
maðurinn
Guftmundur Bjarnason liringdi:
Það varð eitthvað endasleppt hjá
þingmanninum Gísla S. Einarssyni
þegar hann rauk upp með andfælum
er upp komst um starfsbróður hans,
þingmanninn Áma Johnsen. Gísli
sendi bréf til þingforseta um málið og
taldi sig í stórmáli sér til framdráttar.
Aðrir sáu um allt þetta, og málið
hafði sinn gang án afskipta þing-
manns Samfylkingarinnar. Nú fer
þingmaðurinn Gísli enn af stað og
óskar nú eftir upplýsingum um flug
TF-FMS, flugvélar Elugmálastjórnar.
Ekki ætlar það mál að ryðja þing-
manninum eða Samfylkingúnni braut
til frægðar og frama. Það verður ekki
annað séð en búið sé að upplýsa
„glæp“ Flugmálastjórnar og allt sé í
eðlilegum farvegi hvað notkun þess-
arar flugvélar varðar.
Skímarkjóll óskast
Inga B. hringdi:
Ég er í miklum vanda varðandi leit
mína að skímarkjól. Ég hef leitað fyr-
ir mér en finn engan, hvorki verslun
né saumastofu sem selur svona kjóla.
Mér væri kært ef sá eða sú sem les
þessar línur og veit um einhvem sem
selur skímarkjóla hefði samband við
ofanritaða í síma 690 4551 eða 557 2801.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholtí 11,105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.