Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Síða 13
13 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001 DV Vesturport, nýtt leikhús við Vesturgötu, frumsýnir í fyrsta sinn annað kvöld: Leikhópur með sameiginlegt hj arta DV-MYND HARI Hugsjónastarf leikarans „Þetta er að stórum hluta gert til að halda okkur gangandi, halda okkur leitandi og skapandi; að leyfa þessu skemmtilega að hafa yfírhöndina. Þetta er helvíti erfitt djobb og stundum ekkert skemmtilegt. Stundum er leikarinn vorkunnsamur og finnst hann hálfgerður vesalingur. Þegar maður er í svona hóp þá er manni ekki leyft að komast upp með slíkar hugsanir," segir Björn Hlynur Haraldsson, leikari og einn af aðstandendum nýs leikhúss við Vesturgötu sem hefur fengið nafnið Vesturport. Flestir leikarar eiga sér eflaust þann draum að stofna eigið leikhús en fæstir láta verða af því. Hugmyndin aö nýju leikhúsi kviknaði hjá leiklist- amemum sem útskrifuðust síðasta vor. Eflaust hafa flestir útskriftarhópar haft orð á leikhús- stofnun en ekki látið verða af því. Þessi hópur var hins vegar óvenjulega einbeittur og safnaði frekara liði til að leikhúsið gæti orðið að veru- leika. Þegar Björn Hlynur Haraldsson og Gísli Öm Garðarsson voru á leið i miðbæinn eftir Vestur- götunni ráku þeir augun í hvitt hús með skilti í glugganum: Til sölu eða leigu. Þeir tóku húsið samdægurs á leigu og þar varð ekki aftur snúið: leikhúsið Vesturport var fætt. „Það eru ekki miklir peningar í þessu ævin- týri,“ segir Björn Hlynur. „Einu peningarnir em tekjur af sýningunum sem við gerum ekki einu sinni ráð fyrir. Það verður bara skemmtilegur plús. Ég held maður fái svo ótrúlega mikið út úr þessu. Bara það að mála klósettið getur verið hel- víti skemmtilegt. Tengslin innan hópsins eru lika orðin sterk eftir alla þessa vinnu. Það myndast sameiginlegt hjarta um þetta.“ Allt verið gert áður Má búast við leikhússtórveldi við Vesturgöt- una? „Auðvitað verður maður að hugsa stórt. Við erum hins vegar ekki að búast við mörg þúsund manns á sýningamar hjá okkur. Það er gaman að taka þetta skref, þetta er bara byrjunin. Við verð- um ekki hér alla tíð.“ Eiga áhorfendur eftir að sjá og heyra annan tón í sýningum Vesturports en þeir hafa vanist í ís- lensku leikhúsi? „Við ætlum ekki að boða að hér sé eitthvað nýtt á ferðinni því ég held að það sé ekki til. Ég held að maður átti sig ekki á þvi fyrr en það er búið. Ég skynja Diskópakk þannig að það sé mikil ástríða í sýningunni. Það er svo mikill kjarkur á bak við sýninguna. Hún gæti virst vera eitthvað nýtt fyr- ir einhverjum en það hefur allt verið gert áður.“ Hugsjónastarf Hópurinn sem stendur á bak við Vesturport er ekki að sökkva sér í vinnu við nýtt leikhús vegna þess að leikararnir hafi ekki nóg að gera. Allir hafa næg verkefni, eru ýmist fastráðnir eða bók- aðir langt fram í tímann. — „Það er eiginlega það sem er erfitt. Við getum ekki ákveðið allt árið nú í byrjun þvi leikhúsheim- urinn er kannski ekki eins vel skipulagður og hann ætti að vera. Hvert verkefni verður því að fá að þjösnast í gegn. Aliir duglegir leikarar eru upp- teknir í dag þótt þeir fái ekki allt upp í hendurn- ar. Leikarar eru duglegir við að búa sér til vinnu.“ Verður þá ekki að líta á þetta sem hreint hug- sjónastarf: „Jú. Og hluti af þessu hugsjónastarfi er að fylgj- ast vel meö því sem er að gerast nýtt í leikritun, bæði erlendis og hérna heima. Eru kannski höf- undar í hverju homi sem þora ekki fram með verkin sín eða fá þau einfaldlega ekki sýnd hjá leikhúsunum? Við ætlum að draga höfunda inn í starfið með okkur þannig að þeir geti leitaö til okkar með verk. Við erum líka dugleg við að kynna okkur útlend verk. Við stofnum þetta leikhús líka tO að vera á tán- um - svo viö gleymum ekki hvað það er að vera listamaður. Maður er fljótur að missa áhugann á þvi ef maður heldur sér ekki við. Þetta er að stór- um hluta gert til að halda okkur gangandi, halda okkur leitandi og skapandi - að leyfa þessu skemmtilega að hafa yflrhöndina. Þetta er helvíti erfltt djobb og stundum ekkert skemmtilegt. Stundum er leikarinn vorkunnsamur og finnst hann hálfgerður vesalingur. Þegar maður er i svona hópi þá er manni ekki leyft að komast upp með slíkar hugsanir." Kannski leisíboj næst Rýmið í Vesturporti er þess eðlis að hópurinn telur sig geta staðið að margvíslegri listastarfsemi þar. Stefnt er að því að hafa stúdió í húsinu, hægt er að halda tónleika þar og myndlistarsýningar. „Þetta er allt sem við viljum." Fyrsta frumsýning leikhússins er á verki írska leikskáldsins Enda Walsh og nefnist sýningin Diskópakk. Sýningin verður ekki lengi, einungis í þrjár vikur, en sýnt verður sex sinnum i viku - alla daga nema mánudaga. í salnum eru engir eig- inlegir bekkir, bara hefðbundin stofuhúsgögn, sófasett og stólar. Björn Hlynur vill þó ekki lofa því að svo verði á næstu sýningum Vesturports. „En ef áhorfendunum líður vel i sófunum þá verður kannski framhald á. Það er ekkert gaman að vera að drepast í rassinum á leiksýningum. Kannski við fáum bara leisíboj fyrir næstu sýn- ingar þannig að þægindin verði enn þá meiri. Markmiðið með sýningum Vesturports er líka að fólki líði vel og komi aftur á sýningar.“ Tónlist Aðsópsmikill ítali Síðari tónleikar Sumartónleika i Skálholti sl. laugardag voru einleikstónleikar ítalska org- anistans Giancarlos Parodis sem skv. efnisskrá hefur haslað sér völl sem einn fremsti orgel- leikari Ítalíu. Hann hefur starfað sem organisti við basilíku minore Santa Maria Assunta í Gallarte frá 1963 og starfar einnig sem orgel- kennari við Pontificio Instituto di Musica sacra í Róm og við Guiseppe Verdi tónlistarhá- skólann í Mílanó. Á verkefnaskránni voru ítölsk endurreisnar- og barokkverk eftir Fresc- obaldi, Scarlatti, Pescetti o.fl. Giancarlo Parodi hóf tónleikana á því að leika verk sem ekki var á efnisskránni, án þess að tilkynna það sérstaklega, og ruglaði þannig áheyrendur í ríminu sem árangurslaust reyndu út konsertinn að koma röð verkanna heim og saman við prentaða dagskrá. Undir lokin fór menn þó að gruna að einhverju hefði verið hnikað til sem síðan fékkst staðfest en inngangsverkiö var rólegt og íhugult og lék Parodi það af öryggi. Verkefnavalið stiklaði svo á helstu nöfnum italskra orgeltónbók- mennta frá 17. og 18. öld og var hér nær ein- göngu um að ræða verk sem frumsamin voru fyrir orgel. Parodi lék margt vel á þessum tón- leikum þó að sumir hröðustu kaflamir i erfið- ustu verkunum væru nokkuð grautarlegir og skalar og hlaup víða óhrein. Helst bar á þessu Mikilfengleg frammistaöa „Frammistaða aðstoöarmannsins var öll hin mik- ilfenglegasta því um tíma virtist hann hafa síst minna að gera en Parodi sjálfur." í verkunum eftir Scarlatti og Pescetti en þegar líða tók á komst Parodi hins vegar í essið sitt og í lokin lék hann tvö verk, sem skáru sig nokkuð úr hinum, eftir samtímamennina G. Morandi og G. Moretti. Verkin voru létt og kómisk en bæöi tónskáldin voru vinsælir org- anistar á sínum tíma og verk þeirra fræg sök- um þess hve þau þóttu auðmelt. Parodi lék þessi verk mjög vel og kom nú í ljós góð tækni hans, hann sveiflaði sér milli andstæðna og lék ýmist kröftuglega eða ofurfínlega og allt var hér hárnákvæmt. Parodi er greinilega aðsópsmikill orgelleik- ari og lætur sig ekki muna um að spila á tvenn- um tónleikum sama dag en skömmu áður hafði hann leikið á tónleikum ásamt sönghópnum Schola Gregoriana Virorum. Á seinni tónleik- unum hafði hann með sér aðstoðarkokk sem vék ekki frá honum meðan á tónleikunum stóð, hljóp til og frá og fletti fyrir hann nótum og dró út takka og sveifar á orgelinu eftir því hvaða hljóman átti við. Frammistaða aðstoðarmanns- ins var öll hin mikilfenglegasta því um tíma virtist hann hafa síst minna að gera en Parodi sjálfur. Það var vel til fundið af forráðamönn- um Sumartónleikanna að enda þá að þessu sinni með kirkjulegri dagskrá þessara ágætu gesta frá Ítalíu. Menning • Umsjón: Sigtryggur Magnason Kraftaverk á Menningarnótt Laugardaginn 18. ágúst á menningarnótt kl. 22.00 mun fyrsta útilistaverk „Listamannsins á horn- inu“ afhjúpað og er það „Kraftaverk" eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur en hún útskrifaðist frá School of Visual Arts í New York vorið 2000 og hefur tekið virkan þátt í myndlistarlífi Reykjavíkur síð- astliðinn vetur. Atburðarásin á sér stað í gegnum myndband, hljóðverk og samsetn- ingu á túninu fyrir neðan Lindargötu, rétt við Frakkastíg. Þetta verður nokkurs konar útibíó, leikvangur fyrir skúlptúr og hljóð. Á opnuninni klukkan tíu gefst áhorfend- um kostur á að upplifa myndband og hljóð- verk auk gjörnings en samsetningin eða hið tímabundna útilistaverk er hægt að skoða alla daga frá opnunardegi til 1. september. Verkið getur komið áhorfendum á óvart en ekki er hægt að gefa upp nákvæmlega hvað gerist á þessari örlagaríku tíundu stundu á menningarnótt. „Kraftaverkið" í heild sinni verður endurtekið á sama stað og tíma þann 25. ágúst. „Listamaðurinn á horninu" er röð sýn- inga á útilistaverkum eftir ýmsa listamenn, bæði íslenska og erlenda. Menningarborgar- sjóður styrkir verkefnið og umsjónarmenn þess eru Ásmundur Ásmundsson og Gabrí- ela Friðriksdóttir. Menningarnótt nr. 6 Menningarnótt 'í mið- borginni verður haldin í sjötta sinn laugardaginn 18. ágúst nk., á 215. af- mælisdegi Reykjaýíkúr- borgar. Markmið rnenn- ingamætur er að beina kastljósinu að því blóm- lega menningarstarfi sem fram fer í borginni og að virkja íbúa hennar og gesti til þátttöku í starfinu. Menhingarnótt var upphaflega til- raun en er nú sannarlega orðin ómissandi þáttur í borgarlífinu. Þátttaka hefur aukist ár frá ári og hátt í eitt hundrað félög, fyrir- tæki og stofnanir og rúmlega eitt þúsund einstaklingar hafa komið að undirbúningi menningamætur í ár. Nánari umfjöllun um menningarnótt er að finna í Fókus í dag og í Helgarblaði DV á morgun. Mikið um að vera í Hallgrímskirkju Hallgrimskirkja mun ekki láta sitt eftir liggja í hinni miklu lista- veislu sem fram undan er á Menningarnótt Reykjavík- urborgar laugardaginn 18. ágúst. Fjölbreytt dagskrá verður í kirkjunni frá kl. 17 til miðnættis, til skiptis í sjálfu kirkjuskipinu og í safnaðarsalnum, þar sem Kaffí Guðríðar, kaffíhús Mótettukórs Hallgrímskirkju, er til húsa. Meðal þeirra sem koma fram eru þýski org- anistinn Stefan Engels, Helgi Hraífn Jóns- son, Árni Heiðar Karlsson, Ann Toril Lind- stad, Birger Carlsen, Margrét Sigurðardótt- ir, Anna Rún Atladóttir og hinn karlmann- legi kvartett Viri Cantantes. Kaffi Guðríðar verður opin frá ellefu árdegis til hálftólf um kvöldið. „UNDIR NIÐRI“ í Selinu Nú stend- ur yfir sýn- ing Díönu Hrafnsdótt- ur i Selinu, Gallerí Reykjavík, Óðinsgötu- megin. Sýn- ingin ber yf- irskriftina UNDIR NIÐRI og eru öll verkin tréristur unnar á þessu ári. Þetta er fyrsta einkasýn- ing Díönu en hún fjallar í verkum sínum um einstaklingsbundna sýn manna sem tengist eflaust tilfinningum, persónuleika og þroska hvers og eins svo úr veröur ein- hverskonar samspil. Sumt er augljóst en annað virðist liggja dulið undir yfirborðinu. Sýningin er opin frá eitt til sex og eitt til fjögur á laugardögum nema á morgun en þá er sýningin opin frá eitt til miðnættis í til- efni af menningarnótt. Sýningin stendur til 25. ágúst. Hrafnhildur Hagalln

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.