Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 18. AGUST 2001 Fréttir :ov Ingvar Sigurðsson, f élagar og vinir frumsýna í einkaleikhúsi á Vesturgötu í kvöld: Frá Hollywood í Vesturport - þroskinn ekki síður tekinn út með þróttmiklu f ólki hér en Harrison Ford og Liam Neeson Árið 2001 er einstakt á tíu ára leiklistarferli Ingvars Sigurðssonar. Fyrr á árinu lék hann með stór- stjörnum í kafbáti í „risapródúkti" á Hollywoodvísu í Vesturheimi en nú æfir hann með Gunnari Eyjólfs- syni í Borgarleikhúsinu en er einnig að vinna með hópi félaga og vina í einkaleikhúsinu Vesturporti á Vesturgötu 18, þar sem frumsýnt verður á menningarnótt. En hvort sem það eru Harrison Pord eða Liam Neeson, Gunnar eða félagarnir í „einkaleikhúsinu" - segir Ingvar að allir gefi honum þrótt, hver á sína vísu. Hann segir þó einna mikilvægast fyrir líf hans í dag, þó svo hann sé ekki með í frumsýningunni, að draumur sé að rætast í Vesturporti. Þar geti hann og 12 stofnfélagar hans í leikhúsinu þroskast á þeim sviðum lista sem þeir kjósa sér, án þess að vera háð- ir fjármagni eða plássleysi. Hér getum við látið hugann flæða „Þetta byrjaði sem eins konar fjölskylduspjall hjá okkur nokkrum leikurum, hvort við ættum að koma okkur upp afdrepi, leigja húsnæði þar sem við gætum leikiö okkur og þroskast í þvi sem við köllum multi- list-kvikmyndagerð, leiklist, mynd- list, tónlist og svo framvegis. Hug- myndin er aðallega sú að geta þróað sig áfram án þess að vera háður litlu rými og markaðslögmálum," segja þau Víkingur Kristjánsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir leikar- ar sem sitja með Ingvari og félögum úti i sólinni á heilmiklu bílastæði sem tilheyrir húsnæðinu við Vest- urgötu 18. „Við komum fyrst öllum bílum í burtu hérna í vikunni og sáum þá hvað þetta er mikið pláss sem við munum líka geta nýtt hér fyrir okk- DV-MYND HILMAR ÞÓR Tæpur helmingur stofnenda Vesturports. Frá vinstri Björn Kristjánsson, Sigurjón Brink, Björn Helgason og Ingvar Sig- urösson. Fyrir framan eru Nanna Kristín Magnúsdóttir og vlkingur Kristjánsson. ur og gesti," segir Víkingur og bend- ir á að menningarnæturgestir geti skoðað húsnæðið, sem er á tveimur hæðum, og tilheyrandi útisvæði í dag og í kvöld. Sýningin Diskópakk fer hins vegar fram klukkan 18 og 21 en uppselt er fram í næstu viku. „Hér var áður rafmagnsverk- stæði og fiskverkun," segir einn úr hópnum. „Við komum hér saman og látum hugann flæða. Margar hug- myndir eru fram komnar sem við eigum eftir að ljúka við," segir Nanna Kristín. í hópnum eru 13 manns: leikarar, tæknimenn, smið- ur og tónlistarmaður. Ingvar heldur áfram og segir: „Nú á maöur einhvern veginn svo mikið í sýningunni sjálfur, ábyrgðin verður meiri og á fleiri sviðum því við stöndum svo mikið sjálf að allri framkvæmd. Þetta leik- hús er ekki hugsað til að afla tekna, ekki gróðahugsjón heldur staður til að þroskast á og alls ekki að staðna." Hollywoodstjörnurnar reyndust Ingvari vel! En frá Vesturporti til Vesturheims: „Þetta var skrýtið fyrstu dagana," segir Ingvar þegar hann er spurður hvernig það hafi verið, í mars, apríl og maí, að leika á móti Harrison Ford og Liam Neeson. Hann segir að vissu- lega sé litið á Ford sem goðsögn ytra. „Þannig fannst manni það meira fyrst en svo sameinast allir um að ljúka verkinu. Þetta lýtur ákveðnum lög- málum. Verkið verður að borga sig. Það verður að aðlagast Hollywood- reglunum. Þarna er takmarkað tæki- færi til að þróast sem leikari. En ég kynntist ógrynni af fólki sem starfaði þarna á ýmsum sviðum. Mest var gaman að allir voru í raun að hugsa það sama og við hér heima. Kannski má segja að ég fái ákveðið kikk í því að vera meiri kóngur hér i leikhús- inu á Vesturgötunni heldur en þarna úti. Nú er ég í fyrsta skipti að fá að ráða einhverju um starfsemina sem slíka," segir Ingvar og brosir. Hann segir Hollywoodstjörnurn- ar, Bandaríkjamanninn Harrison Ford og írann Liam Neeson báða hafa reynst sér vel. „Neeson er evr- ópskur, írskur sveitastrákur, hann er mjög hlýr. Þeir voru það reyndar báðir í minn garð," segir Ingvar Sig- urðsson sem er aö einbeita sér að því að halda lífinu áfram og þroskast sem Ieikari - með ungum félögum sinum á Vesturgötunni og Gunnari Eyjólfssyni i Borgarleik- húsinu, þar sem Ingvari finnst hann skipta meira máli fyrir heildar- myndina en úti í Hollywoodheimin- um þar sem hundruð manna komu saman til að láta pakkann ganga upp. Þar öðlaðist hann reynslu - hér heima verður þroskinn til. -Ótt Flugmálastjórnarvélin TF-FMS: DV krefur ráðuneyt- in um upplýsingar - óskað er svara um fjölda ferða og farþega í gær sendi DV öllum ráðuneyt- um, sem og skrifstofu forseta ís- lands, beiðni um að veittar verði upplýsingar um öll afnot viðkom- andi ráðuneyta og embætta af vél Flugmálastjórnar íslands TF-FMS. Er þetta gert með vísan í lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Blað- inu hefur einnig borist fjöldi óstað- festra ábendinga um að vélin kunni að hafa verið misnotuð í einhverj- um tilvikum. Farið er fram á að upplýst verði öll afnot viökomandi ráðuneyta og embætta af umræddri flugvél árin 1999, 2000 og það sem af er árinu 2001. Lika er óskað eftir upplýsing- um um hvert hafi verið farið og hvers vegna. Loks er óskað eftir því að fá upplýsingar um nöfn þeirra sem farið hafa umræddar ferðir. Einnig hefur verið óskað ítarlegri upplýsinga en þegar hafa verið veittar af Flugmálastjórn íslands um notkun vélarinnar i þágu ráðu- neyta og opinberra stofnana. í DV í gær var greint frá notkun vélarinnar samkvæmt upplýsingum Flugmálasrjórnar íslands frá því í apríl í fyrra til apríl á þessu ári. Þar kemur fram að vélin hefur verið notuð á þessu tímabili fyrir ráðu- neyti og stofnanir í samtals tæpar 95 klukkustundir. Vél Flugmálastjómar Islands Fjöldi óstaöfestra ábendinga hafa borist um hugsanlega misnotkun vélarinnar. Athygli vekur í þeirri upptaln- ingu að notkunin er mest hjá þrem ráðuneytum, þ.e. samgönguráöu- neyti, dómsmálaráðuneyti og iðnað- ar- og viðskiptaráðneyti, auk for- sætisráðuneytis. Ekki hafa enn fengist upplýsingar um í hvaða til- gangi ráðuneytin hafa notað vélina og hefur blaðið því gert formlega fyrirspurn. Aðeins eitt ráðuneyti virðist ekki hafa nýtt sér flugvélina til ferðalaga á þessu tímabili en það er umhverfisráðuneyti Sivjar Frið- leifsdóttur. -HKr. Viðbúnaður hjá lögreglu á menningarnótt Með hliðsjón af því að talið er að ekki færri en 100 þúsund manns hafi horft á flugeldasýninguna und- ir miðnætti á menningarnótt í fyrra, og eftir það skapaðist umferð- arteppa í höfuðborginni, hefur lög- reglan í Reykjavlk ákveðið að auka viðbúnað og breyta tilhögun lög- gæslu annað kvöld til að reyna aö mæta því sem mæta þarf. Höfuðá- hersla verður lögð á forgang á alla umferð frá miðborginni, segir Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn og bendir á að gul ljós muni blikka á helstu um- ferðaræðum frá miðbænum. Allt að 55 lögreglumenn munu verða við almenna löggæslu og stjórn umferðar þegar flestir verða samtímis á ferðinni um miðnættið á morgun, laugardagskvöld. Lögreglan beinir þeim til- mælum til þeirra sem ætla i Gelr Jón Þórisson. miðbæinn að leggja á bíla- stæðum, ekki síst við jaðar miðbæjarins, t.a.m. jafnvel úti á Granda, við Sjómanna- skólann, í Vatnsmýrinni og svo framvegis. Hverfísgatan verður lokuð fyrir alla al- menna umferð i öryggis- skyni. Hún verður aðeins ætluð lögreglu, slökkviliði, sjúkrabílum og strætó. Lög- reglan hefur einnig haft samband við leigubílastöðvar og mælst til þess að slíkir bílar aki Frí- kirkjuveg og inn í Lækjargötu en þar verður lokað fyrir almenna um- ferð. Þrátt fyrir viðbúnaö er engu að síður búist við að teppa myndist á álagstímum - ökumenn og aðrir vegfarendur eru því beðnir um að sýna þolinmæði og umfram allt lip- urð þannig að umferðin gangi sem best fyrir sig. -Ótt Heiti potturinn Urnsjön: Hörður Kristjánsson netfang: hkrist@ff.is Inná með Ellert KR-ingar berjast nú af hörku fyr- ir áframhaldandi sæti i úrvalsdeild karla. Baráttan virðist þó hálf von- lítil, en ekki er þó vert að afskrifa KR-inga alveg, strax. í heita pott- inum minnast I menn svipaðrar stöðu KR árið 1971. Þá tókst að bjarga málinu í I horn á síðustu I stundu og verjast falli. Var þá kaUaður til EUert B. Schram, núverandi forseti ÍSÍ. Hann var þá búinn að koma sparkskónum fyrir á arinhUlunni en dustaði af þeim rykið og gaf lið- inu það spark sem dugði. Endaði hann þannig ferU sinn eins og hann byrjaði þegar hann 17 ára bjargaði KR úr fallbaráttu með glæsimarki í aukaleik gegn Akureyringum 1957. Ekki nema von að menn hugsi til þessara góðu úrræða. Líklegt er því að enn verði kaUað á EUert sem nú er kominn á sjötugsaldurinn og ekki vonlaust að slikt plott gengi á nýjan leik. KR-ingar vita sem er að þrátt fyrir hörku, þá muni andstæð- ingamir aldrei þora að tækla öld- unginn - jafnvel þótt EUert kæmist í dauðafæri... í sólina með Úrvali? Veglegt golfmót, svokaUað Pro Am- mót, var haldið á dögunum. Þar kepptu sveitir fjölmargra fyrirtækja. Sigurvegari var sveit Samvinnu- ferða/Landssýn- ar. I henni voru jafnt gamlir sem nýir forystumenn ferðaskrifstofunn- ar, Guðjón Auð- unsson forstjóri, Eysteinn Helga- son, fyrrverandi forstjóri, Heimir Haraldsson stjórn- arformaður og sonur hans, Haraldur. Þeir voru að vonum glaðir að lokinni keppni og ekki síður þegar kom að verðlaunaveitingunni. Svipurinn varð hins vegar undurfurðulegur þegar fyrstu verðlaunin litu dagsins ljós. Það var ferðavinningur frá ferðaskrif- stofunni Úrvali-Útsýn, helsta keppi- naut Samvinnuferða-Landssýnar. Ekki liggur fyrir hvort sigurliðið hef- ur nýtt sér vinninginn ... Þá tekur steininn úr Eftir að mál Árna Johnsens komust í hámæli hafa ýmis orð og orðatUtæki fengið byr undir báða vængi. Sumum þykir t.d. fuUgróft að þjófkenna fyrrver- ¦ andi háttvirtan þingmann. Því þyki betra að tala I um „hirðusemi" og að hann hafi verið „duglegur að bjarga I sér". Þá hefur orða- tUtækið um „að ein-' hver sé ekki við eina fjölina felldur" öðlast þá merkingu að þingmaðurinn fyrrverandi hafi nælt sér í sitthvað meira en fáeinar spýtur í Byko. í heita pottinum þykir mönnum þó fuUmikið komið af svo góðu. „Stein- inn hafi þó tekiö úr" þegar byrjað var að tala um týnda grjóthleðslu á Grænlandi, eftir endalausa umræðu um óðalssteina, þéttidúk og timbur ... Mikið vinarþel MikUl fjöldi Pólverja var mættur tU að standa með sinum mönnum í vináttulandsleik íslands og PóUands á LaugardalsveUi á miðvikudaginn. Pólverjarnir uröu þó klökkir þegar þeir urðu vitni að þeirri einstæðu vinsemd sem Her- mann Hreiðars- son sýndi er hann gaf Pólverjum for- skot meö því að skora í eigið mark. Slíku vinar- bragði hafði enginn Pólverji búist við fyrirfram. Þrátt fyrir að íslend- ingar næðu aðeins jafntefli í þessum leik var Atli Eðvaldsson þjálfari samt sáttur. - Við skoruðum jú bæði mörkin ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.