Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 51 DV Tilvera Kýpurmolar I Þriðja stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu Lýðveldið Kýpur er á þriðju stærstu eyju Miðjarðarhafsins á eft- ir Sardiníu og Sikiley. Hún er í norðausturhorni Miðjarðarhafs, á svipaðri hreiddargráðu og Krít, u.þ.b. 65 km frá ströndum Litlu- Asíu og 110 km frá ströndum Sýr- lands. Norðausturendi hennar teyg- ist inn i Iskenderunflóann. Milt loftslag Loftslag á Kýpur er milt og þægi- legt allt árið. Sumrin eru heit og þurr en veturnir eru mildir og úr- komusamir. Yfir vetrarmánuðina snjóar til fjalla þannig að hægt er að fara á skíði í Troodosfjöllum. Úr- koman er mest í vesturhluta Troodosfjalla en minnkar þegar austar dregur, einkum á láglendinu. Sólskinsdagar á ári eru u.þ.b. 340. Jarðfræði Norðurströndin er hálend, allt að 1000 metra há, en lækkar til aust- urs. Á suðurhluta eyjunnar eru skógi vaxin fjöll sem heita Troodos- fjöll og þar teygir Olympustindur sig upp i 1952 m hæð. Talsverð jarð- skjálftavirkni er á Kýpur og gefur það til kynna að jarðskorpan sé á fleygiferð. Limassol Limassol er önnur stærsta borgin á Kýpur og er á suðurströndinni. Hún er miðstöð iðnaðar, vínversl- unar og mikilvæg útflutningshöfn. Eftir 1291 var þar herstöð riddara Musteris- og Jóhannesarreglnanna við austanvert Miðjarðarhaf. Mikill landbúnaður Mikið er ræktað af hveiti, byggi, sítrusávöxtum, vínviði, grænmeti, ólífum og möndlum. Áveitur gera bændum kleift að fá tvær uppskerur á ári. Dregið hefur úr búfjárrækt til að nýta landið betur til ræktunar. Barrskógar þekja u.þ.b. 20% lands. Fiskveiðar eru að mestu stundaðar fyrir innanlandsmarkað. Iðnaður og ferðamenn Kýpur er rikt af auðæfum í jörðu þó að koparnámurnar séu að visu uppurnar að mestu. Mikið er unnið af brennisteins- og járnkísi, asbesti, krómi og gifsi. Iðnaður er tiltölulega skammt á veg kominn og flest iðnfyrirtæki lít- il fjölskyldufyrirtæki. Ferðaþjónustan hefur smám sam- an verið að ná sér á strik í gríska hlutanum eftir að hún hrundi vegna deilna Grikkja og Tyrkja um eyj- una. -Kip Á Kýpur eru sólardagarnir 340 á ári: Evia ástar- gyðjunnar Náttúrufegurð, veðurbliða og þægi- legt fólk einkenna Kýpur, eyjuna fyrir botni Miðjarðarhafs, á mótum ólíkra menningarstrauma. Þangað hafa ís- lendingar flykkst í sumar enda annar aðalstaður ferðaskrifstofunnar Sólar. Kýpur býður upp á margt. Sólþyrstir íbúar norðurhjarans sækja þangað gulltryggt veður. Sólardagarnir eru 340 á ári. Það má því nokkuð treysta því að ekki sjáist ský á himni þá sælu daga meðan sumarfríið varir. Þótt hiti fari yfir 30 stig er hafgolan þægileg. Forn mósaíkgólf Hrein upplifun er aö sjá hin gömlu mósaíkgólf í Pafos. Þúsunda ára saga Því fer hins vegar fjarri að Kýpur sé aðeins sólarland. Eyjarskeggjar eiga sér sögu þúsundir ára aftur í tim- ann og þess sér víða merki. Vitað er um byggð á Kýpur frá því um 5800 fyr- ir Krist. Það er því sjálfsagt að skoða fornminjar og fá leiðsögn um þá merku hluti sem fyrir augu ber. Kýp- ur er þriðja stærsta eyja Miðjarðar- hafsins, á eftir Sikiley og Sardiníu. Eyjunni er skipt í tvennt eftir innrás tyrknesks herliðs árið 1974, tyrknesk- an hluta í norðri en grískan í suðri. Gríski hlutinn, og sá sem flestir heim- sækja, nær yfir um 60 prósent Kypur. Landamærin eru lokuð og höfuðborg- in Nikósía tvískipt. Gestir gríska hlut- ans mega ekki heimsækja þann gríska og öfugt. Um 80 prósent íbúa Kýpur eru af grísku bergi brotin en 20 af tyrknesku. Kýpur er rétt sunnan Tyrklands og vestan við Sýrland. Auk hinna grísku og tyrknesku áhrifa gæt- ir þvi fjölþjóð- legra strauma enda stutt til Líb- anons, Egypta- lands og ísraels og annarra landa fyrir botni Mið- jarðarhafsins. Kýpur hefur um árþúsunda skeið verið bit- bein stórvelda, allt frá tíma Fönikiumanna og Assýríumanna, Forn-Grikkja og Forn-Egypta, Rómverja og Persa til Tyrkja og síðast Breta. Minja og áhrifa gætir því víða að. Bretar réðu eyjar- skeggjum frá 1878 þar til sjálfstæði fékkst árið 1960. Bresk áhrif eru þvi talsverð, flest- ir eru prýðilega enskumælandi, gjaldmiðillinn er Kýpurpund, lítið eitt verðmeira en hið enska eða rúmlega 150 íslenskar krónur, auk þess sem ekið er á vinstri vegarhelmingi að hætti Breta. Náttúrufegurð Sól flýgur með farþega sína til Kýp- ur með kýpverska flugfélaginu Euro Cypria sem er dótturfélag ríkisflugfé- lagsins Cyprus Airways. Millilent er í Danmörku til eldsneytistöku en þó Fjallaþorp í Troodos Þröngar götur í fjallaþorpi í Trodoos-fjóllum, langt frá umferöarglamri og hávaöa. kemur fyrir að flogið er beint ef að- stæður eru hagstæðar. Flugtími í beinu flugi er um 6 klukkustundir. Vélarnar eru prýðilegar, Airbus 320, svipaðar að stærð og Boeing 737 vélar Flugleiða, með einu farrými. Þjónusta um borð er góð. Fyrsta flugfreyja um borð er íslensk. Á Kýpur býður ferða- skrifstofan gestum sínum þægileg strandhótel í Limassol. Val er um hót- el frá góðum þriggja stjörnu hótelum til fimm stjörnu lúxushótela. Fái langt að komnir gestir leið á strandlífi, sól- og sjóböðum er tilvalið að breyta til og hvíla húðina. Kýpur er fjallend og náttúrufegurð fjallanna mikil og trjágróður meiri en á þurru láglendinu. Heldur svalara er til fjalla og hægt að sjá lækjarsprænur sem alls ekki sjást þegar neðar dregur. Vatn er verðmætt á þessum slóðum og vel með það farið. Vatni er því safnað í lón og sagt er að ekki renni deigur dropi til sjávar. Allt skal nýta. Hæstu fjöll eru það há að hægt er að skreppa á skíði frá janúar fram í marsbyrjun. Líklegra er þó að sólþyrstir íslending- ar hugsi fremur um sumarsportið en vetrariþróttirnar. Þær er hægt að stunda að vild. Fyrst skal telja sjávar- sport, sund, siglingar eða köfun í tæru Miðjarðarhafinu. Þá er hægt að stunda stangveiði á sjó, tennis og golf að sjálfsögðu, útreiðar og gönguferðir um Troodosfjöllin svíkja engan. Áhugaverðir staðir Kaupglaðir landar vilja komast í búðir og úrvalið er nóg. Auk smærri búða og fjölda skartgripa- verslana á helstu ferðamannaslóð- um er stórverslun Woolworth við strandgötuna. Skynsamlegast er þó að taka leigubíl eða strætisvagn til Limassol. Þar eru verslanir af öllum stærðum og gerðum og gaman aö rölta um þröngar götur. Vinsælar eru hjá íslendingum á Kýpur fata- verslanirnar Zara og Mango, líkt og i fleiri suðrænum löndum. Veitingastaðir eru að sjálfsögðu af öllum gerðum og verðflokkum. Ágætt verð, bæði á mat og drykk, er á flestum veitingahúsum. Skylda er fyrir langt að komna gesti að prófa innlenda matargerð, mezes, sem samanstendur af fjölda smárétta. Kýpverskur matur er blanda af grískum og tyrkneskum matargerð- arstraumum. Fyrir þá sem hafa yndi af að fá sér ólkollu með mat eða til að kæla sig á ströndinni má mæla með þarlendum bjór, Keo. Hann er bragðgóður og frískandi og ódýrari en innflutt, þekktari vöru- merki. Sól býður farþegum í skoðunar- ferðir á áhugaverða staði. Þá eru bílaleigubilar ágætur kostur vilji fólk hafa sína hentisemi í skoðunar- ferðum. Þá bjóða nokkur hópferða- fyrirtæki skoðunarferðir í ágætum loftkældum rútum og sækja gesti heim á hótel. Sjálfsagt er að fara til hafnarbæjarins Pafos. Þar getur að líta merkar fornminjar og mósaíkgólfm eru töfrandi. Á leið- inni þangað er komið við hjá klett- inum þar sem ástargyðjan Afródíta steig á land. Þá ætti fólk að eyða að minnsta kosti einum degi í Troodos- fjöllunum og spennandi er að fara til hófuðborgarinnar Nikósíu. -JH Rafstöðvar Mikið úrval bensín og dísil rafstöðva. Hagstætt verð! /*v2\ YANMAR ^MM^)03 Sími 594 6000 Eltthvaö fyrlr alla dv-myndir jh Börnin gleymast ekki. Svalandi er aö sulla í laugum sem sérstaklega eru ætlaöar þeim viö strandhótelin. Hausttilboð! Til sölu glænýtt sumarhús, tilbúið til flutnings. Húsið er 50 fermetrar að grunnfleti, með svefnlofti yfir hálfu húsinu. Húsið verður afhent fullbúið að utanverðu en án þakkants og að innanverðu tilbúið fyrir innréttingar en hurðir og gólfefni fylgja. Hægt er að fá húsið alveg fullbúið ef þess er óskað. Upplýsingar hjá Fasteignasölunni Bakka, s. 482-4000 Einstakt verð, kr. 3.800.000!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.