Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. ÁGUST 2001 Helgarblað I>V Erkibiskup bakar Vatíkaninu vandræði Nú eru liðnir hátt i þrír mánuðir frá því að Emmanuel Milingo, erki- biskup og fyrrverandi yfirmaður kaþólsku kirkjunnar i Afríkuríkinu Sambíu, hleypti öllu í háaloft í Vatíkaninu í Róm með því að gifta sig. Þar með braut hann eina af meginreglum kaþólsku kirkjunnar um að prestar afneiti öllu sambandi við konur, andlegu og líkamlegu. Þetta er aðeins seinasta sagan í erf- iðu samstarfi Milingos og kaþólsku kirkjunnar. Jesús átti að gifta sig í lok maí gekk Milingo að eiga suður-kóresku konuna Mariu Sung í fjöldagiftingarathöfn í New York hjá Sameiningarkirkju séra Sun Myung Moon, sem kallast oftast Moonsöfnuðurinn. Vatíkanið hótaði Milingo að hann yrði sviptur hemp- unni og bannfærður ef hann léti verða af því að gifast Sung. Milingo lét hins vegar allar að- varanir um bannfæringu sem vind um eyru þjóta og ákvað að ganga að eiga fröken Sung. Hann sagði að eft- ir ævilanga þjónustu við Guð og uppfyllingu þeirra heita sem hann gekkst undir þegar gerðist kaþólsk- ur prestur hafi Drottinn hvatt hann til að gifta sig. Milingo hafði um tveggja ára skeið sótt giftingarat- hafnir Moonsafnaðarins. Hann hafði ekki hitt væntanlega eigin- konu sína fyrr. Það er alls ekki óvanalegt í giftingarafhöfnum Moonsafnaðarins og sér þá séra Moon oft sjálfur um að para saman Erlent fréttaljós væntanleg brúðhjón. Moon stofnaði söfnuð sinn með það að markmiði að koma á heims- friði í gegnum hjónabandið. Hann byggir trú sína á fyrstu syndinni þegar Djöfullinn tældi Evu til að bíta í eplið og fall mannkyns út af því. Þeir trúa einnig að Guð hafi sent Jesú til að hreinsa mannkynið af syndum sínum. Það hafi hins veg- ar ekki tekist þar sem Jesú var krossfestur af mönnunum áður en hann gat gifst. Moon telur það hlut- verk sitt að klára verk Jesú og stofna fjölskyldu mannkyns. Fundur með páfa Strax eftir giftingarathöfnina gaf Vatíkanið út þá yfirlýsingu að ka- þólska kirkjan hefði afneitað Mil- ingo. Hann hefði gert alvarleg mis- tök og gæti ekki lengur talist vera biskup innan kirkjunnar. Talsmað- ur Vatíkansins sagði m.a.: „Með því að taka þátt í opinberri giftingarat- höfn Moonsafnaðarins hefur hann (Milingo) sett sjálfan sig út úr ka- þólsku kirkjunni og skaðað sam- band hennar og biskupa hennar." Stuttu síðar dró kirkjan aðeins í land og setti Milingo afarkosti sem gerðu honum kleift að komast hjá bannfæringu. Enda hefur Milingo ávallt lýst því yfir að hann vilji áfram þjóna kaþólsku kirkjunni. Samkvæmt afarkostunum ber Mil- ingo aö skilja við Mariu Sung, konu sína, hið snarasta og ganga úr (7 -ptzítSctfVt. (\PPi~BL.. +**»?• •* '*n#?*€it,,+ 14-t ******e*s ewm^ ft„>jfj $• & »#>****/-- é s*+*t **p *-f £..' tff yg>*W» $/*>*& éte*. L. *.**,*. Hjónabandinu slitiö Vatíkaniö sendi Sung, eiginkonu Milingos, þetta bréf þar sem hann slítur sambandi viö hana og Moonsöfnuðinn. Hún segir bréfiö ekki vera frá honum. Moonsöfnuðinum. Milingo hafði frest til 20. ágúst. Milingo fór fram á fund með Jó- hannesi Páli páfa II. Hann fékk áheyrn og hittust þeir 7. ágúst síð- astliðinn. Talsmaður Milingo full- vissaði alla að erkibiskupinn hefði hafið hjónalíf með konu sinni og skildi það að blessun Drottins væri aðeins hægt að veita í gegnum fjöl- skylduna. Eftir fund páfa og erki- biskupsins varð stefnubreyting hjá kaþólsku kirkjunni. í yfírlýsingu kom fram að hótun um bannfær- ingu á Milingo hefði verið dregin til baka. Málið væri mun flóknara en talið hefði verið og ræða þyrfti mál- ið í þaula. Eiginkonan ólétt Eftir stuttar viðræður flækist málið frekar en hitt. Kaþólska kirkj- an gaf út þá yfirlýsingu að Milingo hefði beðið þess að fá tíma til hug- leiðslu og bæna í einrúmi og var ekki upp gefið hvar hann væri nið- ur kominn. Skömmu síðar fékk Maria, eiginkona Milingos, bréf sem Vatikanið segir vera frá eigin- manni hennar. Þar segir Milingo að hann hafi ákveðið að segja skilið við Sung og Moonsöfnuðinn og helga líf sitt þjónustunni við Guð. Eiginkona Milingos er nú komin til Rómar þar sem hún hefur farið fram á að fá að hitta eiginmann sinn. Hún hefur ekkert svar fengið við þeirri beiðni. Sung hélt blaða- mannafund vegna málsins. Þar sagði hún að hugsanlega gæti hún verið barnshafandi, þungunarpróf færu hins vegar ekki fram nema að eiginmanninum viðstöddum. Einn- ig hefur hún hafið hungurverkfall þar til hún fær að hitta eiginmann- inn. Hún telur að kaþóska kirkjan hafi rænt Milingo og að hann hafi ekki skrifað bréfið sem hún fékk sent. Sung bendir einnig á það að Milingo hafi skilið eftir öll embætt- istæki sín og Biblíu sem sýni að hann hafi ætlað sér að snúa aftur fljótlega. Sung segir að þótt hjóna- band þeirra sé ekki alveg þriggja mánaða þá hafi þeir tveir mánuðir sem þau eyddu saman verið yndis- legir. Ef hún fær ekki að sjá mann- inn sinn aftur ætlar hún að svelta sig þar til hún deyr. Hún vill frekar vera í nánd eiginmannsins síns sem andi en lifa án hans. Stöðugt til vandræða Milingo hefur í átt í stríði við kirkju sina síðastliöin 20 ár. Árið 1983 var hann settur af sem yfir- maður kirkjunnar í Sambíu vegna þess að það spurðist út að hann stundaði heilun sjúkra og tók að sér að særa út illa anda með samblandi af innlendri andatrú og kristnum fræðum. Þessar athafnir þykja ekki samrýmast nútimakirkju. Honum var fengið litið embætti í Vatíkan- inu en þar hélt hann áfram að stunda andasæringar. Þetta endaði með því að kaþólska kirkjan setti strangar reglur um særingar til að losa sig undan fordómum á fornfá- legum vinnubrögðum. Þaö má því vel vera að Milingo takist að færa sömu kirkju nær nútimanum í sam- bandi við samskipti kynjanna. Byggt á greinum frá Reuters, BBC ofl. Umskipti eftir viörœöur viö páfa Svo viröist sem Milingo hafi tekið u-beygju eftir samtal við Jóhannes Pál páfa II og ákveðið að snúa aftur undir fald kaþólsku kirkjunnar. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.