Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 JOV 17 Helgarblað Edda komst í blööin þegar hún grætti forsætisráöherrann J fyrra tók ég mig samt til og ræddi málefni okkar, einstæöra foreldra, og gekk á Stoltenberg og spuröi hann einfaldlega hvaö éggæti gert til þess aö geta stundaö námiö, fætt börnin mín og veitt þeim húsaskjól. Mér var heitt í hamsi og þaö heföi mátt heyra saumnál detta meöan ég var í ræöu- stólnum. “ væru t.d. í íran eða Pakistan. En vandamálin koma upp þegar þær fara i heim- sóknir til strang- trúaðra ættingja í heimalöndum sín- um. Þar skilur fólkið ekki þaö frjálsræði sem við lifum við á Norðurlöndum. Þess vegna er eig- inmönnunum oft lagt það á herðar að reyna að koma ein- hverju skikki á fram- ferði kvenna sinna svo þær gangi nú ekki al- gjörlega fram af Allah." norsku eða stæröfræði. Þessi börn eru auðvitað mjög illa farin á sálinni og þurfa á mikilli sál- fræðihjálp að halda eigi þau ein- hvern tímann að geta lifað sam- kvæmt þeim siðum og reglum sem gilda á Norðurlöndum." Betra að vera hvítur - Þrútt fyrir aö Norömenn stúti sig gjarnan af því aö vera allra manna bestir þegar viðurgjörningur við fú- tækar þjóóir og flóttamenn eru ann- ars vegar eru nýbúar Noregs langt frú þvi að vera allir jafn velkomnir inn í landiö. „Það er rétt. Nýbúunum er mjög misjafnlega tekið. Það er engin spurning að það er betra að vera hvítur en þeldökkur. Svo eru sumir hópar innan hinna lituðu óvinsælli en aörir. Pakistanar, sem eru búnir að vera hérna lengst, eru mjög óvin- sælir og það sama má segja um Ví- etnama. Ástæður þessa eru þær að óaldahópar frá þessum löndum eru oft í innbyrðis illdeilum sem enda stundum með morðum eða limlest- ingum.' Þetta fer náttúrlega á forsíð- ur dagblaðanna og er slegið upp í sjónvarpinu. Að sjálfsögðu myndar fólk sér svo skoðanir af þessum fréttum og stimplar þá oft heilu þjóðarbrotin sem óæskilegan glæpa- lýð í landi sínu þó svo aö aðeins fáir svartir sauðir standi að baki ofbeld- inu.“ - Edda er mikil jafnréttiskona og ú sœti í kvennapólitískri nefnd Verkamannaflokksins. Hvað segir hún um stööu múslímskra kvenna í Noregi? „Kóraninn takmarkar mjög rétt- indi kvenna í múslímskum löndum. En sem betur fer eru það margar fjölskyldur sem ná að aðlaga sig að norsku samfélagi í dag og því eru eiginmenn ekki eins strangir á að konan haldi sig innandyra og skýli sér með slæðum eins og ef þeir Að dreifa innflytjendum - 7 Ósló sofnast inn- flytjendur gjarnan sam- an í úkveðin hverfi allt eftir því hvaóan þeir koma. Þannig mynda þeir ríki í ríkinu, meó eigin menningu, mosku og tungumúl. Yfir- völdum getur gengió illa aö rúöa vió þessar aðstœöur sem tefja oft veru- lega fyrir norskunúmi grunnskóla- nema þar sem þeir heyra aldrei tungumoliö nema þú fúu tíma sem þeir eru í skólanum. En hvernig er þessi staóa í Bergen þar sem Edda hefur yfirsýn yfir vandamúlió? „Þetta er ekki eins stórt vanda- mál hér eins og í Ósló enda eru inn- flytjendur mun færri hér en þar. Héma hefur lika verið reynt að dreifa þeim meira um hverfin þannig að þeir hafi Norðmenn sem næsta nágranna en ekki einhvem frá heimalandi sínu. Þannig læra þeir fyrr að fóta sig í samfélaginu. En því miður erum við ekki laus við vandamálið því að þeir sem ekki fá þokkalega vinnu eða þurfa bara að lifa af framfærslustyrk frá borginni hafa ekki efni á að búa í betri hverf- unum. Það segir sig því sjálft að þar sem margir einstaklingar með vandamál safnast saman verða vandamálin bara stærri og erfiðari að eiga við. Þessir hópar lenda því oftar en aðrir á glæpabrautinni og í sjálfsbjargarviðleitni sinni freistast þeir til að stela." Grætti forsætisráðherrann - Þaö er ekki hœgt aó kveója Eddu Matthíasdóttur ún þess aó fú örlitla innsýn í pólitísk afrek hennar. Eitt þeirra var að koma við kaunin í for- sœtisrúöherranum, Jens Stoltenberg, sem gekk grútklökkur úr rœöustóli eftir aö hafa svaraó Eddu. „Ég hóf afskipti af pólitíkinni ein- faldlega vegna þess að mér fannst, eftir að ég varð einstæð móðir, ekki nóg gert fyrir einstæða foreldra. Það var útilokað fyrir mig að stunda háskólanám með tvö börn í leikskóla. Launin hrukku rétt fyrir húsnæöi og leikskóla en ekkert varð BALENO WAGON 4X4 - Fjöiskyldubíllinn Meðaleyðsla 7,41 ‘ 1.875.000,- eftir til matar- innkaupa. Ég gekk því i ung- liðahreyfingu Verkamanna- flokksins til að reyna aö fá einhverju áorkað í viðleitni til að bæta kjör okkar. Á árlegri sumarhátíð okkar i félagi ungra jafn- / aðarmanna stíga menn gjarnan í ræðustól og skamma forystuna án þess að því sé sýndur mikill áhugi og f þeir sem reynt hafa að ræða vandamálin hafa upplifað að ekk- ert mark er á þeim tekið. í fyrra tók ég mig samt til og ræddi málefni okkar, einstæðra foreldra, og gekk á Stoltenberg og spurði hann einfald- lega hvað ég gæti gert til þess að geta stundað námið, fætt börnin mín og veitt þeim húsaskjól. Mér var heitt í hamsi og það hefði mátt heyra saumnál detta meðan ég var í ræðustólnum. Á eftir gerðist það sem aldrei hafði gerst áður aö leið- togi flokksins sá sig knúinn til að svara og taka á vandamálinu og uppistandið komst á forsíður fjöl- miðlanna. Hann gerði það líka. Nú þegar er búið að lengja þann tíma sem námsfólki er hjálpað og í haust á að lækka leikskólagjöldin um helming. Ég er auðvitað stolt yfir þessum árangri." Smokkar í leigubílum - í kjölfar eldmessunnar ú sumar- hútíöinni var Edda kosinn formaöur ungra jafnaöarmanna í Bergen þrútt fyrir aö hún veifi íslensku vega- bréfi. Og enn komst hún ú forsíöurn- ar. „Þú ert að meina smokkana," seg- ir Edda og þótt hún brosi að uppi- standinu sem varð í kringum tillögú hennar er henni samt fúlasta al- vara. „Hér eins og annars staöar hefur umræðan um eyðni verið mikil og það þarf auðvitað að gera allt til að stemma stigu við þeim vágesti. Ótímabær getnaður ungmenna verður líka æ algengari og á þessu þarf að taka. Ég og félagar mínir fluttum því tillögu um aukið að- gengi ungmenna að smokkum. Við lögðum til að þeim yrði dreift, ókeypis eða gegn vægu verði, í leigubíla. Þetta fór nú heldur betur fyrir brjóstið á hinum sannkristnu Norðmönnum sem áttu ekki orð til að lýsa hneykslun sinni. En við unnum að lokum. Nú er byrjað að dreifa smokkum í leigubíla og eng- inn lætur hneykslun i ljós,“ segir Edda sem helgar sig nú alfarið kvennapólitískri nefnd Verka- mannaflokksins og nýbúum Björg- vinjar. Guðni Ölversson, DV, Noregi. ► Verjum íslenska dýrastofna Höldum vöku okkar gegn því að hættulegir dýrasjúkdómar berist til landsins. Gin- og klaufaveiki er ennþá vandamál í Bretlandi og fleiri löndum. Ferðamenn þurfa því áfram að halda vöku sinni og varast að bera smit með sér til íslands. Áskorun til innlendra sem erlendra ferðamanna SUZUKI BILAR HF Ar Skeifunni 17. Simi 568 51 00. <3? 3> Allur innflutningur á hráu kjöti og ógerilsneyddum mjólkurafurðum er bannaður. Eingöngu er leyfður innflutningur ferðamanna á ostum þar sem skýrt kemur fram að þeir séu úr gerilsneyddri mjólk. Þeir sem ferðast til Bretlands skulu varast sýkt svæði vegna smithættu. Allan fatnað verður að þvo við heimkomu. Þeir sem hafa ferðast til Bretlands skulu forðast snertingu við dýr í að minnsta kosti fimm daga eftir heimkomu. Y firdýralæknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.