Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 18. AGUST 2001 Helgarblað E»V Aðalsteinn Ingólfsson: Tosað og tutl- að í Færeyjum - um eftirsjá, huldufólksbyggðir og fagran söng Ég var búinn að gleyma því hve þægilegt er aö vera íslendingur í Færeyjum. Fyrir þaö fyrsta þarf mað- ur ekki að skipta um landslag. Snar- brattar og iðilgrænar hliðar stinga sér beinustu leið niður í sjó. Upp af þeim rísa hamrabelti þar sem klúka kunnuglegir sjófuglar og kindur valkóka, auðvitað með lappirnar styttri óðrum megin. Og vel haldnir islenskir hestar eins og gæludýr inn- an um aliendur í bakgörðum. Aðskilj- anlegir staðir á Vestfjörðum koma upp i hugann, ef þar væri búið að gera göt milli helstu fjarða. Strax á leiðinni frá flugvellinum í Vágum lendir maður í notalegu spjalli við Færeyinga, sem allir eiga sammerkt að hafa ferðast um ísland, unnið á Islandi eða eiga þar ættingja. Og allir eiga þeir góðar minningar frá íslandsvist sinni. Á leið út í Nolsöy, sem er rétt fyrir utan hafnar- mynnið í Þórshöfn, gefur sig á tal við mig gamall togarajaxl sem reynt hef- ur ýmislegt um dagana. Hann eignað- eyingar hafa tekið upp eftir Dönum, illu heilli. Spjallið fer ýmist fram á skandin- avísku, færeysku með íslensku ívafi eða þá að við tólum - tosum - bara móðurmál okkar skýrt og skilmerki- lega, með alveg viðunandi árangri. Færeyingum finnst kannski meira til þess koma heldur en okkur íslending- um að við skulum geta gert okkur skiljanlega án þess að nota þriðja tungumálið. í ullarvöruverslun í mið- bænum spyr ég afgreiðslumann hvort hann fái ekki stundum íslendinga í heimsókn. Jú, hann hélt nú það. En spurði á móti: Af hverju vilja íslend- ingar endilega tala ensku við okkur Færeyinga? Því gat ég ekki svarað. Skemmtilegur framandlelkl tungunnar Hérna í gamla daga varð manni alltaf skemmt við að sjá Færeyingafé- lagið á íslandi auglýsa samkomur sínar með „dansur aftan á". Á Café Natura niðri við höfn sit ég um stund reyndi ég er ég stakk mér inn á sam- komu Rótaríklúbbsins í Þórshöfn. Kári Stefánsson er þeirra maður; þeir voru greinilega impóneraðir af því sem hann hafði sagt þeim á fundi í Þórshöfn fyrir nokkrum mánuðum. „Karl i krapinu" var nokkuð sam- dóma álit þeirra á þessum erfðagrein- ingamógúl okkar íslendinga. Þeir spurðu tíðinda af íslenskri lands- málapólitík og Davið Oddssyni, og hvort Árna Mathiesen væri virkilega alvara þegar hann segði að Færeying- ar stunduðu smáfiskadráp? Ég heyrði að þeim þótti þessi ummæli ráðherr- ans ómakleg. Jú, svo höfðu þeir heyrt nýleg ótíðindi af öðrum Árna sem þeir könnuðust líka við. Einn viö- staddra hafði meira að segja verið viðriðinn einhverja samnorræna nefnd þar sem Árni þessi kom við sögu, en vildi einungis segja að fram- koma hans hefði verið „óvenjuleg". Steinhleöslur sem alþýöulist Yfirbragð Þórshafnar hefur ekki Frændur okkar og vinlr í Færeyjum Færeyingar vilja líka ræöa við aövífandi íslending um „andskotans Danina", þaö er stjórnmálamennina í Kaupmanna- höfn, líta greinilega á þá sem sameiginlegt vandamál okkar bræðraþjóðanna. Aörir Danir virðast ekki sérlega illa liðnir af Færeyingum. ist og missti fjólskyldu á íslandi, missti vini í sjóinn við íslandsstrend- ur og á endanum missti hann annan fótinn á Halamiðum. „En mikið var nú gott að vera á Islandi," segir hann að lokum, næstum klökkur af eftir- sjá. Færeyingar vilja líka ræða við að- vífandi íslending um „andskotans Danina", það er stjórnmálamennina í Kaupmannahöfn, líta greinilega á þá sem sameiginlegt vandamál okkar bræðraþjóðanna. Aðrir Danir virðast ekki sérlega illa liðnir af Færeying- um. Og öfugt, því í Þórshöfn er krökkt af ungum Dönum með bak- poka. Færeyingar eru sérstaklega argir út í þessa andskota sína akkúrat núna, þar sem þeir gera sig líklega til að beita lagaklækjum til að koma í veg fyrir að þeir fái notið til- vonandi olíugróða. Ef hann verður einhvern timann að veruleika; menn eru varkárir. Þó er vonarglampi í augunum á þeim öllum. „En þetta er siðasta hálmstráið," segir miðaldra fiskverkandi „ætli þeir að fokka upp olíunni fyrir okkur látum við þá róa hið snarasta, hvað sem öll lög segja." Hann og samferða- menn okkar keðjureykja meðan þeir segja mér af ágætum högum sínum. Þessar keðjureykingar virðast Fær- yfir kaffibolla, hafandi gengið götur sem heita nöfnum á borð við Fútalág og Hlíðastubb, og horfl yflr á stað þar sem boðið er upp á „hárfríðkan". Og fram hjá ekur vagn sem auglýsir „bólkaferðir" - hópferðir - stórum stöfum. Og skemmtilegast af öllu, geislaplötuverslunin beint á móti heitir „Tutl": bull, muldur. Ég minntist á þennan skemmtilega framandleika færeyskunnar við gamlan Færeying og spurði hvort landsmönnum hans þætti íslenskan ekki kyndug á köflum. Hann hugsaði sig um en sagði svo einlæglega: Nei, því við berum svo mikla virðingu fyr- ir henni. Það var ekki laust við að ég skammaðist mín fyrir alla gamla aulafyndni á kostnað færeyskunnar. Þá mundi ég líka eftir því sem kemur fram í ævisögu Einars Bene- diktssonar, nefhilega því uppátæki skáldsins að senda Jón Helgason til Færeyja til að kenna þarlendum ís- lensku, sem hann hélt vera göfugasta tungumál á Norðurhöfum. Hins veg- ar þótti Jóni svo mikið til færeysk- unnar koma að hann taldi enga þörf á að þröngva íslensku upp á þá sem hana „tosuðu", lét því af kennslunni hið fyrsta. Færeyingar fylgjast vel meö því sem er að gerast á íslandi. Það sann- breyst ýkja mikið á þeim rúmlega tuttugu árum sem liöin eru frá því ég var þar síðast. Snyrtimennskan er sú sama, hvert sem litið er. Öll hús, hversu gömul sem þau eru, virðast nýlega máluð, tjörguð og tyrfð og ótrúleg gróska er í öllum görðum, eða a.m.k. það sem hægt er að sjá af þeim fyrir öllum finu bilunum sem standa í kringum þá. Jafnvel á iðnaðarsvæð- um hafa forkunnarfallegir steinvegg- ir verið hlaðnir í kringum innkeyrsl- ur og bílastæði. Þessar steinhleðslur eru hin sanna alþýðulist Færeyinga, slær út flest það sem gert er í nafni Færeysk fjöll Ég var bú/nn að g/eyma því hve þægilegt er að vera íslendingur f Færeyjum. Fyrir það fyrsta þarf maður ekki að skipta um landslag. Snarbrattar og íöil- grænar hlíðar stinga sér beinustu leið niður í sjó. sjónlistanna þar um slóðir. Mér verð- ur hugsað til ýmissa svæða í og í kringum Reykjavík þar sem menn hafa komist upp með ótrúlegan slóða- skap í áraraðir. En bæjarbragurinn er samt breytt- ur; frjálslegri, sem lýsir sér meðal annars í fjölgun skyndibitastaða og vinveitingastaða. Hér áður fyrr voru áfengiskaup í Færeyjum háð ýmsum skilyrðum og allt brennivín kom frá Danmörku. Á flugvellinum í Vágum byrjuðu aðframkomnir vinir í mót- tökunefndinni gjarnan á því að spyrja aðkomumenn hvort þeir hefðu verið svo forsjálir að kaupa sér „toll". Og svo var byrjað að skála áður en ekið var í gegnum fyrstu göngin. Nú eru Færeyingar með eigin „ríki" og hægt er að fá sér léttvín og bjór á öllum veitingastöðum. Ekki virðist þetta hafa ýtt undir drykkju- skap Færeyinga; ég held ég hafl séð sömu fjóra rónana og ég sá fyrir tutt- ugu árum, plús tvo kófdrukkna út- lendinga af grænlenskum og rúss- neskum togurum. Þórshöfn verður sennilega seint á óskalista forfallinna matgæðinga, en kjarnmikinn og vel útilátinn mat er hægt að fá á Hótel Hafhia við skap- legu verði, þar á meðal helstu þjóðar- rétti. Það kemur í ljós að hótelstjór- inn, glaðlegur maður á fimmtugs- aldri, er sérstakur áhugamaður um íslenska dægurtónlist. í annað skipt- ið sem ég kem þangað inn spyr hann hvort ég vilji vera svo vænn að skreppa með honum upp á efstu hæð, þar sem er einn af mörgum sam- komusólum hótelsins. Þar eru borð, stólar og verklegt rafmagnsorgel í öndvegi. Hann býður mér sæti í hæg- indastól beint fyrir framan orgelið og án frekari málalenginga sest hann við hljómborðið og spilar og syngur „Söknuð" eftir Vilhjálm Vilhjálms- son á eilítið færeyskuskotinni ís- lensku en með fallegri barítónrödd. Þessi uppákoma gæti sem best verið eilítið vandræðaleg en er svo látlaus og einlæg að hlustandinn verður al- veg óvænt meyr. „Þeir gerast ekki betri en Vilhjálmur" segir hótelstjór- inn og þakkar mér fyrir að hlusta á sig. Stór huldufólksbyggö Maður þarf ekki endilega að vera íslendingur til að verða aðnjótandi gestrisni Færeyinga. Hún er þeim í blóð borin. Innliti á færeysk heimili fylgir mikil kaffidrykkja og tilfærsla bæði á smákökum og hnallþórum. Og eins og á íslenskum sveitaheimilum er gesturinn beðinn forláts á þvi hvað þetta er allt saman lítilfjörlegt. Annað sem íslenskar og færeyskar stofur eiga sammerkt er myndvæð- ingin. Hvort sem heimilisfaðirinn vinnur við að sjóða „útstoyt" (púströr) á bíla eða stýra einhverri fjármálastofnuninni í Þórshöfh, þá betrekkir hann heimili sitt með mál- aralist, ekki bara sléttmáluðum og óáreitnum landslagsmyndum, heldur einnig með grófri og átakamikilli myndlist þeirra Ingálvs av Reyni, Bárðar Jákupssonar og Zakaríasar Heinesens. Jafhvel á veitingastöðum í Þórs- höfh upplifir maður óvænta kurteisi. Á pitsustað varð gengilbeina helst til sein að sinna greinarhöfundi; sló því óumbeðin 20% af reikningi sem ekki var hár fyrir. Það er sem ég sæi ís- lenskar servitrísur gefa afslátt fyrir seinagang. í rútuferð norður til Gjógv, nyrst á Austurey, skynjar íslendingur Iands- lagið með líkum hætti og segjum, vestur í Dýrafirði, það er sem sagna- Kári Stefánsson er þeirra maður; þeir voru greini- lega impóneraðir af því sem hann hafði sagt þeim á fundi í Þórshöfn fyrir nokkrum mánuð- um. „Karl í krapinu" var nokkuð samdóma álit þeirra á þessum erfða- greiningamógúl okkar ís- lendinga. banka með ríkulegri innistæðu sógu- legra atburða og þjóðsagna. Það þarf sagnaþul, í þessu tilfelli bílstjórann okkar, til aö taka út úr þessum banka, gera landslagið lifandi fyrir augliti okkar. Og það kemur í Ijós að færeyskir stokkar og steinar hafa all- ir frá einhverju að segja. Huldufólks- byggðin í Færeyjum er engu minni en á íslandi, en atkvæðamestu huldu- mennirnir eru samt Danirnir sem manna ratsjárstöðina stóru á Straumey, fimm hæöa mannvirki inni í fjalli, „eins og sviðsmynd í James Bond-mynd" segir bílstjórinn. í Gjógv er eitthvert fallegasta far- fuglaheimili sem ég hef komið á, með lokrekkjum upp á gamlan máta. Það- an liggur brattur stígur upp á fjalls- brún. Göngumaðurinn er aldeilis óviðbúinn því sem þar blasir við, nefnilega 200 metra bergstál sem ligg- ur lóðrétt niður í brim. Það er ekki um annað að ræða en að leggjast á magann, góna niður og ímynda sér að maður sé kominn á hjara veraldar. AI ... ---------- B Færeysk hús / ullarvöruverslun í miðbænum spyr ég afgreiöslumann hvort hann fái ekki stundum fslendinga í heimsókn. Jú, hann hélt nú það. En spurði á móti: Af hverju vilja íslendingar endilega tala ensku viö okkur Færeyinga?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.