Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 18. AGUST 2001 23 j^^r Helgarblað DV í bíó meö eftirlitinu: Með öpum og mönnum - hvenær bannar maður mynd og hvenær bannar maður ekki mynd? Þeir sem eru í þeirri aðstöðu að vera á undan fjöldanum að gera eitt- hvað, upplifa eitthvað eða sjá eitthvað eru oftast taldir njóta forréttinda. Þeg- ar ég geng inn í Regnbogann til þess að horfa á kvikmyndina, Planet of the Apes eða Apaplánetuna, þá finn ég ekki til þessara forréttinda þótt nærri vika sé til sýningar myndarinnar hér á landi þegar þessi orð birtast í blað- inu. Það er hádegi á mánudegi og um það bil 15 manns rotta sig saman i anddyri Regnbogans til þess að sjá umrædda plánetu. Þetta er sérstök sýning fyrir Kvikmyndaskoðun eða - eftirlitið en vegna þess að miklar von- ir eru bundnar við góða aðsókn eru einnig mættir þarna nokkrir áhuga- samir markaðsmenn og kynningar- menn sem tengjast kvikmyndasýning- um og stöku blaðamaður. Þetta eru yf- irleitt ungir karlmenn með tveimur undantekningum. Þeir skríkja stöðugt yfir einhverjum markaðsbröndurum milli þess sem þeir tala í símann og líta á klukkuna. Eftirlitið er mætt Þegar Eftirlitið mætir þarf það ekki að kynna sig því þau sem það skipa eru langsamlega elst i hópnum. Þau eru Sigurður Snæberg, sem jafnframt er forstöðumaður Kvikmyndaskoðun- ar og samstarfskona hans, Guðrún Erna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur Barnaverndarráðs. Hann er sköllóttur með sítt skegg, hún er í ljósri kápu, sem sýnist vera úr poplíni, með hár- greiðslu í stíl. Tilsýndar gætu þau verið miðaldra hjón á leiðinni í bíó. Yfirleitt er látið nægja að tveir skoðunamenn líti á hverja kvikmynd en Sigurður segir að séu þeir ekki sammála þá sé enn einn sendur á staðinn, nokkurs konar oddaatkvæði, og í stöku tilvikum sjái allir sex starfsmenn Kvikmyndaskoðunar myndir sem þykja með einhverjum hætti umdeildar. Það er útdeilt ókeypis poppi og kóki og tekið nafhakall svo dreifmgaraðil- inn geti séð hvaða fjölmiðlar mæta á sýninguna. Sigurður segir að Regn- boginn og Laugarásbíó séu einu kvik- myndahúsin sem bjóða Eftirlitinu upp á popp. Hann segir líka að oftast séu eftirlitsmennirnir tveir einir á sýn- ingunni en stundum slæðist þýðand- inn með. Forréttindastarf með poppi „Það eru auðvitað forréttindi að fá að sjá myndir án auglýsinga, án „treilera" textalausar og án hlés," seg- ir Sigurður, sem hefur starfað hjá Kvikmyndaskoðun í nærri níu ár, síð- ustu tvö árin sem forstöðumaður. Fylgikona hans hefur unnið þar nokkru lengur. Störf kvikmyndaeftirlitsmanna eru *«¦£ ' - * - ¦^^.:..,.. Astin og aparnir DV fór að sjá Apaplánetuna eftir Tim Burton í fylgd eftirlitsins. Myndin er samt aðeins bónnuð innan 12 ára en endirinn hefur komið mörgum gersam- lega í opna skjöldu. ekki auglýst heldur skipar mennta- málaráðherra þá sem fá það eftirsótta hnoss eða þann bitra kaleik að horfa á kvikmyndir í vinnunni allan dag- inn. Þrír eru tilnefhdir af félagsmála- ráðherra, einn af dómsmálaráðherra, og tveir af menntamálaráðherra. Ég spyr hvort einhverja sérstaka hæfi- leika þuríi til starfans aðra en áhuga á kvikmyndum og þau verða bæði satt að segja dálitið vandræðaleg. Ef ráð- herra skipaði mig til að sitja í bíó í tima og ótíma yrði ég ánægður. Skoðunarmenn Kvikmyndaskoðun- ar starfa allir í hjáverkum og þar eru lögfræðingur, sálfræðingur, tveir barnakennarar, einn skrifstofustjóri og einn kvikmyndagerðarmaður sem er Sigurður Snæberg forstöðumaður. „Við höfum auðvitað öll talsverðan áhuga á kvikmyndum og sinnum þessu af áhuga," segir Sigurður. „Fólk vill stundum vita hvort þetta sé gaman og þá minni ég á að flestir velja sér vandlega mynd þegar þeir fara í bíó en verða samt oft fyrir von- brigðum. Við þurfum að sjá miklu fleiri myndir en meðaláhorfandi." Fátt er bannað - flest er leyft Samtals skoðar Kvikmyndaskoðun 700-800 kvikmyndir árlega sem sýnd- ar eru á myndböndum og í kvik- myndahúsum. Sigurður segir það heyra til algerra undantekninga að sýningu mynda sé hafnað og þegar það gerist er það eingöngu vegna of- beldisatriða en Kvikmyndaskoðun hefur ekki lagaheimild til þess að hafha myndum vegna þess að þær þyki klámfengnar. „Ég man eftir tveimur tilvikum á síðustu 7 árum en kvikmyndir eru yf- irleitt viðurkennd vara frá fyrirtækj- um sem eru vönd að virðingu sinni." Hvað er Burton að pæla? Það er skemmtilegt að hverfa inn í myrkrið og sitja einn, samt með öðr- um, og maula poppið sitt meðan ap- arnir skrækja og stökkva í svo vönd- uðum gervum að maður klökknar. Samt er augljóst að gervið heftir þá og flestir þeirra eru algerlega óþekkjan- legir. Hver er tilgangur þess að ráða 'fræga og dýra leikara og draga svo poka yfir hausinn á þeim og smyrja þá svo þykku latexi að þeir geta ekki talað. Planet of the Apes eða Apaplánetan er eftir Tim Burton sem gerði m.a. Ed- ward Scissorhands, Beetlejuice, Mars Attacks og fleiri skrýtnar myndir. Heimsmynd Burtons er dimm og drungaleg og lituð af ímyndunarheim- um sem hvergi eru til nema í hausn- um á honum. Það sést skýrt í þessari mynd sem brýst áfram eins og eim- reið borin uppi af flottum búningum, vönduðum gervum og hróðum bar- dagasenum undir flottri tónlist. Var Jesús api? Menn eru þrælar en apar herrar og eigendur. Einn maður kemur til jarð- arinnar og hann einn getur leitt mennina úr ánauðinni gegnum eyði- mörkina. Minnir talsvert á söguna af Messíasi. Tilbeiðslusvipur skeggjaðra aukaleikaranna og búningadruslur þeirra og eyðimerkurumhverfið hefði alveg getað verið úr hvaða míniseríu sem er um Jesúm eða Móses. Rústir geimskipsins teygja spírur sínar til himins og sýnast nákvæm eftirlíking af hinni ófullgerðu kirkju Antonios Gaudi í Barcelona. Þarna er stúlka sem minnir á Maríu Magdalenu, at- riði sem er eins og Fjallræðan og hin óákveðna hetja sem minnir okkur stöðugt á að ríki hans er ekki af þess- um heimi. Mennirnir eru brenndir með merki þríforksins sem minnir á Djöfulinn og hefur löngum verið hans lógó. En þegar apinn stígur af himn- um ofan líkt og Jesús forðum þá er hann api, Nánar tiltekið simpansi sem aparnir falla fram fyrir og til- biðja. Getur verið að Tim Burton hafi eignast Biblíu rétt áður en hann réðst í gerð myndarinnar? Kynlíf, konur og apar Öll kunnuglegu atriðin eru á sínum stað. Góða hetjan mætir illmenninu að lokum, maður á mann og vitið sigr- ar vöðvana eins og svo oft áður. Þetta er undarlega ástlaus saga og þótt hetj- an horfi þýðingarmiklu augnaráði á kvenhetjuna þá horfir apaynjan unga líka girndarlegu daðursauga á hetj- una og talar um að hann sé skilnings- ríkur. Það er ekkert kynlíf í myndinni, ekki milli manna og kvenna, manna og apa eða kvenna og apa. Einn amer- ískur gagnrýnandi taldi þennan skort á losta og girnd einn höfuðgalla kvik- myndarinnar. Hann heföi viljað sjá lostafull ástaratriði milli manna og apa. Ég veit það ekki. Endir myndarinnar hefur vakið mikla athygli og menn skiptast í tvo hópa. Þá sem segjast skilja hann og hina sem finnst hann vera úr ein- hverri annarri mynd. Ég ætla ekki að segja orð um stóra endamálið hér. Það Upprunalega hetjan Þaö var Charlton Heston sem lék í fyrstu kvikmyndinni sem hét Apa- plánetan og var sýnd 1968. Hún þótti svo góö aö það voru gerðar margar óbærilegar framhaldsmyndir. verður hver að dæma fyrir sig en i kaupbæti fylgir sagan að fimm ólíkar lokasenur hafi verið teknar upp og þessi að lokum valin. Ef þessi var sú besta þá hafa hinar áreiðanlega verið vondar. Skellum 12 ára á hana I umræðum manna á meðal er myndin oft borin saman við Apa- plánetuna frá 1968 þar sem Charlton Heston lék aðalhlutverkið eftirminni- lega. Þeir sem greiða atkvæði á hin- um vandaða vef Internet Movie Data- Base eru ekki í vafa því þar fær eldri myndin 7,7 i einkunn en sú nýja 6,7. Þegar sýningu myndarinnar lýkur grúfa eftirlitsmennirnir sig yfir eyðu- blað við skenkinn frammi í poppsöl- unni. Eftir nokkurt pískur og hljóð- skraf er ákveðið að myndin verið leyfð til sýninga eldri en 12 ára. Starfsmaður bíósins fær afrit með kvittun eftirlitsins en annað afrit rat- ar væntanlega í móppurnar á Hall- veigarstöðum þar sem Kvikmynda- skoðun er til húsa. Svo hverfa þau á vit næstu myndar en við bíðum eftir frumsýningunni. PÁA Valtarar Allar stærðir og gerðir. Tæknílega fullkomnir með eða án þjöppumœlikerfis BOMRG C^Btæfe Sími 594 6000 Sérferðir fyrir EUROCARD korthafa Ferðaávísun EUROCARD gildir sem 8.000 kr. innborgun í þessar ferðir Sól býður nú tvær vikuferðir í þessa paradís golfara þar sem velja má um 15 velli og enn fteirí þegar farið er yfir landamærí Spánar. Dvalið er í sannkallaðrí lúxusgistingu í Albufeira en golffararstjóri Sólar sér um bókanir rástíma og skemmtileg kvöld í góðum fétagsskap. Hágstæð vallargjöld. Golffararstjóri er Haukur Þór Hannesson. 51.900 kr. á mann í tvíbýli með sköttum ef notuð er EUROCARD ávísun. - TíncBv«# • Grensásvegí 22 • Síni 5450 QOO • r 1111 t) 1 c .sol.ís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.