Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 18. ÁGUST 2001 !OV Helgarblað Kristján Harðarson og Helga Jóhannsdóttir Þau eru á,^ynni eftir langa og fíókna atburðarás þar sem veggjatítlur eru í aðalhlutverki. brenna húsið. Húsið var skemmt en það var þó aldrei dæmt ónýtt af fag- mönnum og vel hefði verið hægt að drepa kvikindin með öðrum hætti en að brenna húsið," segir Krisrján og nefnir aðferðir eins og kælingu eða hitun sem drepa á dýrin. Tiónið bstt úr opinberum sjóöum Þegar hér var komið sögu var ekk- ert eftir af húsinu nema berstrípaður grunnurinn og því ekki hægt að láta kaupin á húsinu ganga til baka. Með- an þess var beðið að málið gengi dómsleiðina, leitaði unga parið á náðir Bjargráðasjóðs og Hafnarfjarð- arbæjar. „Þau keyptu húsið af mér á 8,2 milljónir. Frá Bjargráðasjóði fengu þau 3,3 milljónir og eina miUjón frá Hafnarfjarðarbæ. Þar með var það tjón sem þau töldu sig hafa orðið fyr- ir löngu bætt," segir Kristján. Styrkirnir sem unga parið fékk úr þessum sjóðum segja þau að hafi fengist með þeim skilyrðum að húsið yrði brennt. Um það eru hins vegar skiptar skoðanir þar sem engin skrif- leg gögn hafa fundist varðandi þau skilyrði. Á þessum tíma var parið mikið í fjölmiðlum og ávann sér samúð al- mennings sem tók sig saman og efndi „Það var strax komið fram við mig eins og ein- hvern stórglœpon sem vitað hefði afþessu állan tímann og ég var settur í fjárhagslega gíslingu og állar mínar eignir kyrr- settar." .6(311 :<d i?U9 itíl til landssöfnunar fyrir parið þar sem safnaðist ein og hálf milljón króna. Þar með var unga parið komið með andvirði hins brennda húss aftur í hendurnar. Þau byrjuðu upp á nýtt og keyptu hús frá Kanada sem þau skelltu á grunninn. Nýlega var það hús auglýst til sölu í Fasteignablaði Morgunblaðisins og þá var auglýst kaupverð tæpar 20 milljónir. „Ég er alls ekkert svekkktur út í unga parið heldur miklu frekar út í kerfið," segir Kristján með ró þegar hann rifjar upp þetta mál. „Maður skilur bara ekki hvernig þetta er hægt," segir hann og er þar með að vísa til þess að unga parið fékk ekki bara húsið bætt úr opinberum sjóð- um heldur var Kristján einnig dæmd- ur til þess að greiða þeim bætur upp á þrjár milljónir. Fjölmiðlafár Allt i sambandi við málið er hið furðulegasta að mati Kristjáns og það er margt sem honum finnst illskiljan- legt í því. í fyrsta lagi skilur hann ekki af hverju ekki hafi verið reynt að láta kaupin ganga til baka og af hverju húsið hafi verið brennt áður en búið var að dæma í málinu. Einnig nær Kristján ekki hvers vegna Bjargráðasjóður samþykkti rök parsins um að hann hafi ekki verið borgunarmaður fyrir tjóninu á húsinu og á þeim forsendum hafi parið fengið styrk út úr sjóðnum þeg- ar hann var ekki einu sinni gjald- þrota. „Mér hefði bara fundist réttlátt að málið hefði gengið dómsleiðina áður en parinu voru dæmdir styrkir úr opinberum sjóðum og áður en húsið var brennt. Það er alveg fáránlegt að húsinu hafi bara verið hent og ég lát- inn bera skaðann," segir Kristján sem er þess fullviss að öll sú samúð og umfjöllun sem parið fékk í fjöl- .IVQ TiJtö 6HS' miðlum vegna málsins hafi ýtt undir það hversu vel þeim sóttist mál sitt á öllum vígstöðvum. „Ég vil ítreka það að ég er alls ekki svekktur úr i parið. Þau voru bara að bjarga sér en mér finnst furðulegt hvernig þeim tókst í rauninni að fá húsið bætt tvisvar," segir Kristján sem selur nú sitt eigið hús til að geta Hvað er veggjatítla? Veggjatítla er bjöllutegund sem útbreidd er um alla Evrópu. Hún finnst í hinum ýmsu viðartegund- um, en kýs þó helst að koma sér fyrir í mjúkum við. Viður, sem farinn er að gefa sig vegna raka, verður helst fyrir barðinu á veggjatítlum en bjallan þrífst best við 20-23°C og skiptir rakastig viðarins miklu máli fyrir þroska lifranna. Fullorðnar bjöllur eru einungis á ferli yfir heitasta tíma sumarsins og lifa þær í mesta lagi í tvær vikur. Bjöllurnar verpa allt að 50 eggjum um ævina í göt eða rifur á viði en ekki á sléttan fiöt. Lirfurnar klekjast úr eggjum á 3-4 vikum og tekur það minnst tvö ár fyrir þær að verða full- vaxta. Á meðan þær eru að þroskast halda þær sig inni í viðnum en þegar fullum þroska er náð leita þær upp á yfirborðið og skilja þannig eftir lítil hring- laga göt um 3 mm í þvermál. M leita títlurnar að hentugum stað til að verpa á og þar sem þær eru fleygar geta þær fært sig töluvert um set. Með tíð og tíma getur sá viður sem hefur hýst veggjatítlur orðið eins og frauð að innan og misst alla burðargetu. ------------------------------¦-!----------------------------------------_ „Öllum þeim gögnum sem við lögðum fram, var hafnað. Það var varla lit- ið á þau, þó vorum við ekkert síðra fólk en þetta unga par. Það var bara eins og fyrirfram vœri búið að ákveða að dœma œtti þessu fólki í vil." staðið undir málskostnaði. „Þau fóru strax af stað með miklar kröfur sem maður hefði haldið að þeim væri ekki stætt á en annað kom nú á daginn. Ég var nú svo bláeygð- ur að halda að svona sprikl og læti í fjölmiðlum hefðu ekki áhrif á dómar- ana en annað hefur komið í ljós Það var gengið fram af slíku offorsi i þessu máli og mér fmnst ótrúleg framganga hjá dómurum landsins að elta svona. Dómstólarnir áttu að átta sig á því að tjónið var þegar greitt af opinberum sjóðum og af hverju þá að dæma mig til að borga tjón sem þeg- ar hafði verið greitt?" spyr Kristján og hikar ekki við að halda því fram að dómararnir hafi verið litaðir af fjölmiðlaumfjöllum um málið og ekki unnið heimavinnuna sína og kafað ofan í málið. „Öllum þeim gögnum sem við lögðum fram, var hafnað. Það var varla litið á þau, þó vorum við ekkert síðra fólk en þetta unga par. Það var bara eins og fyrir fram væri búið að ákveða að dæma ætti þessu fólki í vil þar sem þau voru búin að blása þetta upp í fjölmiðlum,"segir Kristján svekktur og segist vera algjörlega bú- inn að missa trúna á réttarkerfi landsins. . Málaferii gegn fyrri eiganda Sjálfur stendur Kristján í málaferl- um gegn eigendum þeim sem hann keypti veggjatítluhúsið af. Hann tap- aði því máli fyrir héraðsdómi en hef- ur áfrýjaði til Hæstaréttar og verður málið tekið fyrir í haust. Auk bót- anna til unga parsins, sem hann var dæmdur að greiða, hefur Kristján mátt punga út miklum fjárhæðum í lögfræðinga og annað. Þannig má segja að veggjatítlurnar hafl nú þeg- ar étið upp sjö milljónir. „Ég hef nú ekki mikla trú á þessu ágæta réttarkerfi okkar eftir þess meðferð þannig að ég er ekki bjart- sýnn á það að Hæstiréttur eigi eftir að dæma mér í vil," segir Kristján og bendir á að þar sem búið sé að farga húsinu sé líka alveg ómögulegt að kafa almennilega i málið. Húsgögnin brennd Fyrir dyrum standa flutningar hjá þeim hjónum Kristjáni og Helgu og meðal þess sem verður pakkað eru húsgögn sem prýddu stofur veggja- títluhússins á sínum tíma. Þrátt fyr- ir að unga parið hafi brennt allar sín- ar mublur af ótta við að títlurnar leyndust í þeim munu tréhúsgögn Kristjáns og Helgu áfram fylgja þeim. „Þetta var svo stórkostleg sýning hjá parinu á sinum tíma, þegar þau brenndu mublurnar sínar, enda jók það mjög á samúð almennings. Það er hins vegar sannað að þessi dýr verpa ekki i svona harðan og sléttan við, þannig að þetta uppistand var al- gjör óþarfi," segir Kristján og hristir hausinn. Þrátt fyrir það sem á undan er gengið segjast þau'hjón vel geta hugs- að sér að búa aftur í timburhúsi. „Það er ekkert stórmál að losa sig við þessi dýr, sérstaklega ekki núorðið þar sem hægt er að eitra fyrir þeim á einfaldan hátt, Ég tel að veggjatitlur séu miklu algengari í islenskum hús- um en fólk heldur. Bara á Bretlandi finnast þessi dýr í 70-80% húsa. Lík- lega hafa títlurnar verið í húsinu á Langeyrarveginum frá upphafi en það var byggt árið 1927. Þær hafa sennilega komið með timbrinu," seg- ir Kristján. „Þetta er hvorki mér, unga parinu né fyrri eiganda að kenna. Þetta er bara eitthvað sem er í náttúrunni og það er i rauninni ekki hægt að draga neinn til saka fyrir svona lagað." -snæ .ollsrecö aivia 30 nivöus'i Ccrn i Baleno GL, 3 d., ssk.Skr. 3/98, ek. 53 þús. Verð kr. 750 þús. Suzuki Baleno GL, 4 d., bsk. Skr. 7/97, ek. 51 þús. Verð kr. 740 þús. Suzuki Baleno Wagon, bsk. Skr. 12/97, ek. 74 þús. Verð kr. 860 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 5/97, ek. 115 þús. Verð kr. 990 þús. Suzuki Wagon R+ 4wd, 5 d. Skr.3/00, ek. 14þús. Verð kr. 1090 þús. Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk. Skr. 8/96, ek. 70 þús. Verð kr. 530 þús. Subaru Impreza Wag. 4x4 Skr. 7/96, ek. 71 þús. Verð kr. 1020 þús. Suzuki Jimny, 3 d., bsk. Skr. 12/98, ek. 36 þús. Verð kr. 1090 þús. BK.4 Ph*" /M ! P*- m itooiMail VW Vento GL 2,0, ssk. Skr. 7/94, ek. 87 þús. Verð kr. 670 þús. Hyundai Accent GLSi, ssk. Skr. 7/97, ek. 37 þús. Verð kr. 650 þús. Sjáðu fleirí á suzukibilar.is $ SUZUKI ¦——<»>y SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568*5100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.