Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 I>V Bill Gates Ásakaöur um einokunartilburði á hugbúnaöarmarkaönum. Frestunarbeiðni Microsoft hafnað Alríkisáfrýjunardómstóll hafnaöi í gær beiðni hugbúnaðarrisans Microsoft um frestun á að senda dómsmál alríkisstjórnarinnar gegn fyrirtækinu aftur til lægri dómstóls. Sá dómstóll á að endurskoða refs- ingu vegna einokunartilburða Microsoft í hugbúnaðargeiranum í Bandaríkjunum. Lögfræðingar Microsoft fóru fram á frestun á með- an þeir reyna að fá hæstarétt Bandaríkjanna til að taka málið fyr- ir. Þeir halda því fram að ef málið fer aftur til lægri dómstóls áður en hæstiréttur tekur ákvörðun hvort taka eigi málið fyrir. Lægri dóm- stóll var búinn að komast að þeirri niðurstöðu að skipta ætti upp starf- semi fyrirtækisins en áfrýjunar- dómstóllinn ógilti þann dóm. Því verður að dæma aftur. Noregur: Þriggja ára gutti keyrir heim Tobias Lindseth Melsbu, þriggja ára strákur frá Noregi, tók sig til í gær og keyrði lítinn sendiferðabíl fjölskyldu sinnar heim frá dagheim- ilinu sínu. Móðir Tobias hafði skil- ið lyklana eftir í bílnum þegar hún hljóp inn að sækja hann. Tobias fór út á undan henni og þegar hún kom út var bíllinn horfinn. Um 300 metr- ar eru frá dagheimilinu að heimili Tobias og tókst honum að keyra þangað þrátt fyrir að nokkrar beygj- ur séu á leiðinni. Ökuferðin endaði á bílskúrsveggnum þar sem Tobias hitti ekki á bremsuna. I upphafl feröar Loftbelgur Fossett yfir Ástralíu hvaö- an hann hóf för sína. Enn misferst hnattferð Milljónamæringurinn Steve Foss- ett þurfti að hætta við hnattferð sína í loftbelgnum Solo Spirit í gær. Hann lenti loftbelgnum heilu og höldnu í suðurhluta Brasilíu. Fossett og aðstoðarfólk hans á jörðu niðri ákváðu að hætta við ferðina vegna mikils óveðurs í lofti yfir Atlantshafi. Iþessari fimmtu tilraun sinni til loftbelgjaflugs ferð- aðist Fossett 19.300 kílómetra sem er met fyrir einn mann í loftbelg. Hann sló einnig met fyrir dagafjölda eins manns á lofti sem og lengdar- met fyrir flug í óloftþrýstum belg. ísrael: Sharon tapar miklu fylgi Kjósendur í ísrael virðast vera að missa trúna á Ariel Sharon, forsætis- ráðherra landsins, ef marka má nýja skoðanakönnun sem birt var í gær. Fylgistapið er þó nokkuð frá stór- sigri Sharon í kosningum í febrúar. í könnuninni kemur fram að um 70% aðspurðra telja að Sharon muni ekki takast að kveða niður uppreisn Palestínumanna, sem er 29% hækk- un frá síðustu könnun. Þá telur rúm- ur helmingur að ekki sé beitt nógu mikilli hörku í baráttunni gegn Palestínumönnum. Skoðanakönnunin var gerð eftir tvær sjálfsmorðssprengjuárásir Hamassamtakanna þar sem 15 ísra- elar létust ásamt sprengjumönnun- um tveim. AIls 593 ísraelar tóku þátt í könnuninni. Þrátt fyrir að rúmur helmingur vilji meiri hörku telur Ahmed Abdel Rahman, aðstoðarmaður Yassers Ekki talinn standa sig Rúmur helmingur þáttakanda í skoö- anakönnun vildi meiri hörku gegn Paiestínumönnum. Arafats, leiðtoga Palestínumanna, að almenningur í ísrael sé í síauknum mæli að átta sig á því að hernaður og kúgun annarrar þjóðar komi ekki til með að tryggja öryggi þjóðarinnar. Osama al-Baz, pólitískur ráðgjafi Hosni Mubaraks, forseta Egypta- lands, segir að Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hafi full- vissað sig um að Bandaríkin myndu beita sér af auknum krafti í lausn deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Egyptar hafa einnig kynnt hugmynd- ir að lausn deilunnar og ætla að kynna fleiri hugmyndir á sunnudag eða mánudag. Vitni sögðu í gær að ísraelskir hermenn hefðu sært 14 palestínsk ungmenni þar sem þau hentu grjóti að þeim. Þá sagði ísraelski herinn að sprengja hefði sprungið nálægt Gilo, ólöglegri landnemabyggð gyðinga, án skemmda né meiðsla á fólki. wgri: 'yS:.. .« ‘ nrVlSft L liíjSr, ■ .’lJI fj||i fj| j ! "i ■ • I * \. r 1 Sjálfstæöisafmæli fagnaö meö leikjum Léttklæddir Indónesar klifra í olíubornum trjástofnum eftirýmiss konar verðlaunum sem komiö hefur veriö fyrir á top/> um stofnanna. Þessi leikur er hluti af hátíöahöldum í Indónesíu sem fagnaöi því í gær aö 56 ár eru liöin síðan landiö fékk sjálfstæði frá Hollandi eftir 350 ára yfirráð evrópska smáríkisins. Simbabve: Bændur enn í haldi Smáþjóðir hafa áhyggjur Leiðtogar sex minnstu þjóða heims, sem eru all- ar eyþjóðir I Kyrra- haflnu, sækjast nú eftir fundi með Ge- orge W. Bush Bandaríkjaforseta til að reyna að fá hann til að samþykkja Kyoto-sátt- málann. Bráðnun jökla sökum gróð- urhúsaáhrifanna er talin munu sökkva eyjunum. Spilling á Filippseyjum Yfirmaður leyniþjónustu Filipps- eyja segir að spilling í stjórnkerfi landsins vegna mútugreiðslna flkni- efnasala sé orðin þó nokkur. Hann segir spillinguna ná inn á þing og ef ekkert verði að gert sé möguleiki á að landið endi eins og Kólumbía. Estrada, fyrrverandi forseti lands- ins, er sagður tengjast málinu. Neitar stuldi Paul Burrell, einkaþjónn Díönu heitinnar prinsessu af Wales, neitar öllum ásökunum um að hann hafi stolið miklu magni af eigum Díönu og íjölskyldu hennar eftir dauða hennar. Honum var sleppt gegn tryggingu samkvæmt dómsúrskurði í gærdag. Ódæði á spítölum Bresk lögregla útlokar ekki skemmdarverk á súrefnisslöngum á nokkrum breskum sjúkrahúsum. Eitt barn lést í aðgerð vegna þessa, auk þess hafa þrjú önnur mál verið tilkynnt. Vill málið frá Slobodan Milos- evic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, hefur lagt fram beiðni þar sem dreginn er í efa réttur stríðsglæpa- dómstólsins í Haag til að dæma hann og farið fram á að málinu verði vís- að frá. Dómstóllinn ætlar að athuga beiðnina en hefur ekki sagt hvenær niðurstaða fæst. Dauði í dýragarði Dýragarði í Brasilíu var lokað í gær eftir að yfir 100 lík dýra úr garðinum fundust dauð í frysti- geymslum garðsins. Eigendur garðsins sóttu um að opna nektar- stað eftir lokunina en var neitað. flugvél Embættismenn í írak segja að írask- ir hermenn hafl skotið niður breska herflugvél á föstudag. Engin staðfesting hefur fengist frá breska hernum. Skutu niður Dómari ákvað í gær að fresta ákvörðun um beiðni 21 hvíts bónda sem eru í gæsluvarðhaldi í Simbabve um að fá að sleppa úr haldi gegn tryggingu. Þetta er í ann- að skiptið sem ákvörðuninni er frestað síðan bændurnir voru hand- teknir fyrir þrettán dögum síðan. Bændurnir voru handteknir og kærðir fyrir að hafa ráðist á hóp landtökumanna sem starfa í skjóli Robert Mugabe, forseta landsins, er þeir reyndu að taka jörð eins bænd- anna. Dómarinn, Rita Makarau, seg- ist þurfa meiri tíma til að íhuga málið og segist ætla að skila úr- skurði sínum á mánudaginn. Lögfræðingar bændanna segja að saksóknurum hafi ekki tekist að sýna fram á það að bændurnir muni flýja eða hindra framgang rann- sóknar á málinu. Bændurnir er sagðir þola illa meðferð. Þeir voru Samstaöa sýnd Nágrannar bændanna raka af sér hárið til aö sýna samstööu. leiddir í hlekkjum til réttarsalarins í gær. Auk þess hefur lögreglu- mönnum sem létu bændunum í té teppi og mat verið refsað. Ekki er óttast að dómarinn sé vilhallur stjórnvöldum þar sem dómstólar i landinu hafa sýnt hlutleysi í úr- skurðum sinum. Hvítir bændur í Chinhoyi-héraði, þaðan sem gæslu- varðhaldsfangarnir eru, segja að dregið hafi úr árásum landtöku- manna þessa vikuna. Þá voru fjórir ritstjórar óháða dag- blaðsins The Daily News handteknir og kærðir aftur fyrir niðurrifsskrif gagnvart stjórn Mugabe. Þeir voru handteknir fyrr í vikunni en dómari vísaði ákærum á þá frá vegna úr- eltra laga um ritskoðun. Dagblaðið ásakaði lögreglu um að hjálpa land- tökumönnum við að hrella bændur. Engan bilbug er að fmna á eigendum blaðsins vegna þessa. NATO í Makedóníu Fjörutiu breskir sérsveitarmenn komu ásamt tékkneskum og grisk- um hermönnum til Makedóníu í gær til að undirbúa afvopnun al- banskra skæruliða. 350 hermenn í viðbót koma yfír helgina. Smáskær- ur stóðu enn yfir í gær. Fangelsi fyrir Falun Gong Kínverskir dómstólar dæmdu Qóra meðlimi Falun Gong-safnaðar- ins í fangelsi, einn til lífstíðar, fyrir að skipuleggja sjálfsmorð félaga sinna á Torgi hins himneska friðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.