Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 I>V 49 Formúla 1 löngum hefur verið þekkt Hákkinen-kona og trúir staðfast á sinn mann. En Alexander Wurz hef- ur verið að prufuaka fyrir liðið og hefur þótt koma vel út en eftir að Jacques Villeneuve framlengdi samning sinn við BAR, fækkaði verulega í úrvali keppnisstjóra McLaren, Rons Dennis, um val á öðrum ökumönnum. Skipta Trulli og Fisi um sæti? Það verður mjög spennandi að fylgjast með mannaráðningum um þessa helgi og ekki ósennilegt að Benetton- og Jordan-ökumennirnir, Jarno Trulli og Gianicarlo Fisichella, komi til með að tilkynna stöðu sína fyrir næsta ár. Líklegt þykir að þeir skipti liðum líkt og Frentzen og Alesi gerðu í síðustu viku, en nokkur önnur nöfn hafa verið nefnd þegar Renault og Jord- an eru annars vegar. Mark Webber, ástralskur ökuþór, hefur verið að prófa fyrir Benetton Renault, eins hefur hinn japanski Sato verið orð- aður við Jordan og þá aðallega vegna tengingar sinnar við Honda og gæti hirt sæti Alesi, standi sá gamli sig ekki i stykkinu það sem eftir er af tímabilinu. Hungaro-ring snúín Ef Formúlu 1 ökumaður er spurð- ur að því hvemig braut Hungaro- ring sé þá er svarið hiklaust: Eins og Monakó, en án vegriða. Þrett- ánda keppni ársins verður að þessu sinni í Ungverjalandi við höfuðborg landsins, Búdapest. Keppnisbrautin er stutt, snúin og skemmtilegt þol- raun fyrir ökumenn sem fengu al- gera andstöðu Hungaro-ring fyrir sumarfrí er þeir óku um Hocken- heim sem er löng og margir beinir kaflar. Tækifæri til framúraksturs eru fá og því eru tímatökurnar í dag ein þýðingarmesta klukkustundin Yfir þessa keppnishelgi. Eddie Ir- vine er á þeirri skoðun og vill meina að góð keppnisáætlun geti ekki bjargað lélegri rásstöðu. „Þrátt fyrir að menn komi með sniðuga keppnisáætlun verður að hafa það í huga að með lítið eldsneyti um borð er enn erfitt að stunda framúrakst- ur,“ segir írinn sem var einmitt mjög sterkur í Monakó fyrr á árinu og er hann þvi talsvert bjartsýnn fyrir þessa helgi. Þrátt fyrir þaö seg- ir hann að það sé alltaf mjög heitt í Ungverjalandi á þessum árstíma og segir keppnina hina mestu raun. „Sé tekið tillit til hitans í Búdapest og þeirrar staðreyndar að það eru engir beinir kaflar þar sem maður getur pústað svolitið er þetta líkam- lega ein erflðasta keppnin á tímabil- inu,“ segir Irvine. Schumacher heimsmeistari? Sú staða er nú komin upp að vinni Michael Schumacher keppn- ina á morgun og jafni met Alains Prosts með 51 sigri, er hann kominn með nægilegt forskot á David Coult- hard svo hægt verður að krýna hann heimsmeistara ársins 2001 þrátt fyrir að fjórar keppnir séu eft- ir. Það dugar honum jafnvel að klára í þriðja sæti, haldi ólukka Skotans áfram og hann endi keppn- ina án stiga, til að fjórði titillinn fari á nafn Þjóðverjans. Svo öruggt er forskot Schumachers og álíka at- burðir hafa ekki gerst i Formúlu 1 siðan 1992 er Nigel Mansell tryggði sér titilinn í Ungverjalandi, þá á yf- irburðabíl. Staða Ferrari-liðsins er einnig mjög sterk og komi Rubens Barrichello í kjölfar Schumachers í fyrsta sætinu dugar það ítalska lið- inu til að tryggja sér liðatitilinn þriðja árið í röð. Staða MeLaren er meira að segja orðin það slök að þeir mega fara að vara sig á spræku Williams-liðinu sem hefur sett stefn- una á annað sætið í stigakeppninni. í baráttunni um það fjórða standa svo Sauber, BAR og Jordan og verð- ur það hörð barátta til síðustu keppni ársins um að vera í því tign- arsæti að vera á topp fjögur í For- múlu 1. -ÓSG Hungaroring Brautarlengd: 3.975km Lengd keppni: 77 hringir / 306.075kms Ahugaverð braut fyrír ökumenn Mögulega 3ja stopps keppni Falleg borg, Budapest Drullug braut, Iftiö grip Lítiö hægt aö keyra fram úr Getur hitnaö mikrö, vont fyrir dekk Úrslit 2000 Tími ( Grid) Q Mika Hakklnen 1:45:33.869 3 Hraöasti hringur: Mika Hakkinen □ Michael Schumacher +0:07.916 1 178.812km/h (lap 33) □ David Coulthard mF- v Ri ihonQ Pftri'ir'Hollrt +0:08.454 j-D-AA 1R7 2 C ■WHBBBEB U nuuci lo uui I it/iiciiu U Ralf Schumacher +0:50.437 O 4 Ftáspóli: Michael Schumacher F1 Heinz-Harald Frentzen +1:08.099 6 I I. t —1 C 1 1 I. 1 1 i- i t ■ 1 t —/ Svona er lesið Hraði Togkraftur Númer beygju—O 1:14.1 Timamunur og hraði í tímatökum P3: Hakkinen 183.645km/h Ráspóll: M Schumacher 184.611km/h PL Frentzen Pú: Barrichello 182.239km/h 182.688km/h Graphíc: © Russell Lewis P4: R Schumacher 182.709km/h P2: Coulthard 183.730km/h Lap data supplíed by jxrtrtowss COMPACL yfirburdir Taeknival Ökumenn hafa löngum notfært sér minni loft- mótsstööu sem myndast í kjalsogi annara öku- manna sem á undan aka. Þetta getur þó valdiö vandræöum eins og reynt veröur að sýna fram á í þessu grafi. "Ojafnt loft" og óstöðug- leiki eru helstu erfiöleikv arnir við þetta.. / í belnum köflum nýtui \/// Neikvæð áhríf: i beygjum mynda loftstraumar frá fyrri bílnum "ójafnt loft" og seinni bíllinn missir vængpressu og jafnvægi. # /seinni bfllinn góðs af kjalsogi fyrri bilsins / og getur aukiö hraöa og minnkaö eldsneytiseyðslu. Af hverju gerist þetta? Lesiö áfram. Allir bílar á ferð mynda röst (A) þar sem hann Lögun rastarinnar helst stöðug burt ..... séd frá hraða og \ stefnu og .7 |js=,i helst °fan við eftir- <SggjSgfylaJandi bíl. Á háhraða keppnisbrautum eins og Monza oa Hockenheim, “finnur” næsti bill fyrir áhrifum I allt að 75 m fjarlægð. I50 metrum fara áhrifin að skipta verulegu máli. hefur komið toftinu á hreifingu. Ávinningurlnn kemur vegna lofts sem er þegar er komið á hreifingu i sömu átt og billinn sem kemur í kjölfaríg^Þeim. mun lengri sem beini kaflinn er, þeim mun meiri er ávinn- ingurinn. Forustubíllinn gerir "holu" í loftinu sem leiðir til minni loftmótsstöðu þeirra sem á eftir koma. 10% minni vængpressa þýðir5-10 km / h hraðaaukning ' Seinni bíllinn byrjar að missa aftari vængpressuna (B), síðan fremri vængpressuna eftir þvi sem hann dregur á (C). I akstri á beinum köflum hefur þetta mjög jákvæð áhrif. Loftflæðijafnvægi bilsins breytist i rétti hlutfalli eftir því sem bilið milli bllanna styttist, og loftmótsstaöa minnkar. Þrátt fyrir þann almenna skilning að hægt sé að skáskjóta sér úr kjalsoginu og taka framúr, þá er þaö aðeins hægt hafi seinni billinn til þess nægllega orku. Kjalsogs-áhrifin eru horl og um leið og bíllinn kei "eðlilegt” loft verður han halda uppi hraðanum á eigin afli. j að vera í kjalsoginu JÍJj eins lengi og mögu- legt er, er hætta á ofhitnun þar sem bllarnir eru nær eingöngu loftkældir Vængpressan leikur einnig stórt hlutverki i að hægja á bllunum. Seinni bíliinn þar oft að fara úr "loftgatinú' til að geta bremsað örugglega fyrir næstu beygju. Fyrir neðan sjáum viö hvernig vængprossan breytist í beygjum og sveigjum hefur kjalsogið mji neikvæð áhrif á næsta bíl þvi missir á vængpressu ruglar loftfræðilegt jafnvægi bilsins. Þetta fyrirbæri sem oft er Agarfl&Tpil kaliað ojafnt loft (dirty air) getur breytt undirstýrðum J bll í yfirstýrðan. jjfo. Ayýcs Breyting grips Breytlng veldur veldur ‘Takið eftir I næsta skipti sem vél springur. Yflretýríngu Graphic: © Russell Yflratýringu I kjöifari næsta manns meira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.