Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2001 I>V Fréttir Hæstiréttur getur ekki breytt niðurstöðu héraðsdóms um framburð vitna: Áfrýjun óákveðin í Bláhvammsmálinu - möguleilci fyrir hendi aö Hæstiréttur ómerki á ný og fyrirskipi aðra dómara Ríkissaksóknari hefur ekki ákveðið hvort svokölluðu Blá- hvammsmáli verði áfrýjað til Hæstaréttar öðru sinni. í málinu er ungur maður á bænum, sem er í Reykjahreppi i S-Þingeyjarsýslu, ákærður fyrir að bana föður sín- um. Á höfði hans fundust þrjú skotsár en ákærði haföi haldið því fram í fyrstu að faðirinn hefði framið sjálfsvíg. Þann 19. júni sýknaði Héraðs- dómur Norðurlands eystra mann- inn í annað skiptið af ákæru um ásetningsdráp en sakfelldi hann hins vegar fyrir manndráp af gá- leysi. 4ra mánaða fangelsi skil- orösbundið varð niðurstaðan. í vetur hafði Hæstiréttur hins vegar vísað málinu heim í hérað og í raun látið að því liggja í ýmsum atriðum að framburður ákærða hefði veriö ótrúverðugur - ekki síst í ljósi þess að þegar lögregla kom fyrst í Bláhvamm sagði ákærði að faðir hans hefði framið sjálfsvíg. Þremur dögum síðar kom í ljós að hann hafði sagt ósatt - þrjú skot fundust í höfði hins látna. Hæstiréttur taldi skýringar ákærða ótrúverðugar og lagði fyr- ir héraðsdóm m.a. að kveða skýrar á um mat sitt á sönnungargildi og trúverðugleika ákæröa. Það hefur héraðsdómur nú gert á ný - niður- staðan er m.a. að ekki sé hægt að útiloka að framburður mannsins standist. Sú staða er nú komin upp að verði Bláhvammsmálinu áfrýjað til Hæstaréttar getur æðsta dóm- stigið samkvæmt núgildandi lög- um ekki breytt niðurstöðu héraðs- dóms sé horft til framburðar ákærða og vitna hvað varðar sönn- unargildi. Meö öðrum orðum get- ur Hæstiréttur ekki sakfellt mann- inn fyrir manndráp með ásetningi nema að byggja þann dóm á öðru en þeim framburðum sem gefnir voru í héraði, það er rannsóknar- gögnum. Lögin kveða nefnilega á um að Hæstiréttur geti ekki breytt niðurstöðu héraðsdómara um sönnunargildi framburðar ákærða þar sem ákært fólk og vitni eru ekki leidd fyrir Hæstarétt. Dóma- venja gerir ráð fyrir að dómsyfir- heyrslur fari einungis fram í hér- aði og því geti Hæstiréttur ekki lagt endanlegt mat á framburð ákærða og vitna. Æðsta dómstigið getur því aðeins breytt niðurstöðu héraðsdóms í Bláhvammsmálinu ef horft verður til annarra gagna og þátta en þeirra sem snúa að framburði við dómsyfirheyrslur. Á hinn bóginn er sá möguleiki fyrir hendi hjá Hæstarétti að ómerkja málið að nýju og vísa heim í hérað öðru sinni og jafnvel að senda Héraðsdómi Norðurlands eystra þau skilaboð að aðrir dóm- arar en farið hafa með málið í tvígang skuli dæma það. Átta vikna frestur sem ríkissak- sóknari hefur til að ákveða hvort málinu veröi áfrýjað rennur út um miðjan september. -Ótt Ólafur Örn: Vil ekki gagn- lýna Land- spítalann Ólafur Örn Har- aldsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að halli Landspítal- ans á fyrri helm- ingi ársins sé til- tölulega lítið brot af rekstrinum og hann vilji fara varlega í að gagn- rýna afkomuna. Fjárlög munu taka breytingum í ljósi afkomu ríkisfyrirtækja og segist Ólafur hafa lauslega hug- mynd um tölur nokkurra annarra fyrirtækja. Þessi mál verða rædd innan skamms á fundi fjárlaga- nefndar en hins vegar verður ekki boöað sérstaklega til fundar vegna afkomu Landspitalans. Landspítalinn - háskólasjúkra- hús fór 247 milljónir umfram heimildir á fyrstu sex mánuðum ársins en Ólafur segir þá tölu með minnsta móti miðaö við und- angengin ár. „Þetta eru risa- stærðir. Bæöi stóru sjúkrahúsin i Reykjavík velta um 20 milljörð- um árlega en eigi að síður er ekki hægt að sætta sig við hallarekst- ur til lengdar," segir Ólafur Örn. - En er það ekki sagan endalausa að sjúkrahúsin fari fram úr heim- ildum en ávallt sé sópað upp eftir á? „Jú, hingaö til hefur það verið svo en við vitum öll hvað um er að ræða, þ.e.a.s. stærsta og fjár- frekasta málaflokk ríkisins og á því sviði sem borgararnir gera eölilega mjög miklar kröfur til. Þarna koma hins vegar bæöi upp fyrirsjáanlegar og ófyrirsjáanleg- ar aðstæður sem verða til þess að það er erfitt að eiga við þetta. Ég vil því fara varlega i að gagnrýna þessar tölur þegar hallinn er þó ekki meiri en þetta,“ segir Ólafur. Ólafur veit enn ekki hvaða lið- ir valda umframkeyrslunni en viðbrögö formanns fjárlaganefnd- ar og varaformanns fjárlaga- nefndar eru ólík. Ekki náðist í Einar Odd Kristjánsson, varafor- mann fjárlaganefndar, i gær en hann hefur sagt opinberlega að hallareksturinn sé mjög alvarleg tíðindi. -BÞ Ólafur Öm Haraldsson. Storslysalaust dv-mynd brink ,,Slysalausi dagurinn“ í umferðinni í Reykjavík varð ekki alveg siysaiaus en þó stórslysalaus. Tíu ára drengur hljóp fyrir bíl á Háteigsvegi en meiddist lítið og var það eina slysiö í umferðinni. Þrettán árekstrar voru skráðir sem teist lítiö, en í nótt haföi lögreglan hins vegar hendur í hári þriggja ökumanna sem eru grunaðir um ölvunarakstur. í Fjölskyldugarðinum í Laugardal æföu hins vegar ökumenn framtíðarinnar akstur og voru einbeittir eins og vera ber. Þar voru allar umferðarregiur virtar. Grandi sagður ofmeta eign í öðrum félögum: Tímabundin verðlækkun - segir Kristín Guðmundsdóttir fjármálastjóri „Þetta er skýrt í ársskýrslu okk- ar. Eignarhlutar eru bókfærðir á framreiknuðu kaupverði eða sam- kvæmt hlutdeildaraðferð. Þarna er um langtímafjárfestingu að ræða en ekki fjárfestingu tU skamms tíma. Þar gUda mismunandi reglur,“ segir Kristín Guðmundsdóttir, fjármála- stjóri Granda hf., vegna þeirrar gagnrýni sem fram kemur á fyrir- tækið í dálkinum Óðni í Viðskipta- blaðinu. Þar segir að í uppgjöri Granda sé ekki varúðarsjónarmiða gætt þegar metinn er eignarhlutur Grandi hf. Viðskiptablaðið segir fyrirtækið of- meta eign sína í öðrum félögum. Granda í öðrum fyrirtækjum. Þannig sé um ofinat að ræða bæði á Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og Har- aldi Böðvarssyni hf. þar sem eignar- hluturinn ætti að vera um þriðjungi lægri. AUs fær Viðskiptablaðið út að ofmat Granda nemi um 1100 miUjón- um króna. „Stjórnendur Granda telja að um tímabundna verðlækkun sé að ræða og því ekki ástæða til endurskoðun- ar. En auðvitað þarf að meta stöðuna á hverjum tímapunkti," segir Kristin fjármálastjóri um gagnrýnina. -rt Gengistap kom illa niður á Speli: Stórfellt tap á Hvalfjarðargöngum DV, HVALFIRDI: 304,5 mUljóna króna tap varð á rekstri Spalar ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng, á fyrstu niu mán- uðum rekstrarársins, þ.e. frá 1. október 2000 tU júnUoka 2001. Þetta kemur fram á heimasíðu Spalar. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður af rekstri 16,2 milljónum króna. Af- koma félagsins versnaði þannig um 320 milljónir króna. Tekjur Spalar jukust samt veru- lega, úr 491 miUjón króna fyrstu níu mánuðina í fyrra í 541 milljón Hvalfjaröargöngin Þrátt fyrir tap mun Spölur ekki breyta gjaldskrá á þessu ári. króna nú. Ástæður slæmrar afkomu eru stóraukinn fjármagnskostnað- ur, sem var 703,8 miUjónir króna nú, en var 205,3 miUjónir króna á sama tímabili í fyrra. Gengistap fé- lagsins í lok júní 2001 var 615 miUj- ónir króna og verðbætur 186 millj- ónir króna, aUs 804 miUjónir króna. Ástandið hefur hins vegar lagast nokkuð frá því fyrstu níu mánuðir rekstrarársins voru gerðir upp. Krónan hefur styrkst og gengistap félagsins minnkað um rúmlega 130 milljónir króna. Stjórn Spalar ætlar ekki að breyta gjaldskrá Hvalfjarð- arganga á árinu 2001. -DVÓ Björk sæmd heiöursoröu Franski mennta- málaráðherrann Jack Lang sæmdi Björk Guðmundsdóttur franskri heiðursorðu í gær. Lang sagðist af- henda Björk orðuna sem tákn um vináttu og þakklæti vegna sérstakra tengsla hennar við Frakkland, en Lang hitti Björk þegar hann kom sem menningarmálaráðherra í opinbera heimsókn til íslands árið 1990. Björk er nú stödd í París á tónleikaferðalagi. Sveitarfélög kæra Sveitarstjómarmenn á Austurlandi íhuga að kæra úrskurð Skipulagsstofn- unar um mat á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar til umhverfisráðherra. Tiiiaga þess efnis verður i dag lögð fram á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og borin undir atkvæði. - RÚV greindi frá. Sýningarpláss uppseld Öil sýningarpláss á sýningunni Heimilið í Laugardalshöllinni era nú uppseld og sýningaraðstaða á Islandica 2001 er einnig langt komin með að fyll- ast. í fréttatilkynningu frá Unni Steins- son kynningarstjóra kemur fram að ákveðið var að þessar tvær sýningar yrðu haldnar á sama tíma í Laugardaln- um, þ.e. 6. til 10. september. Kleifarvatn lekur Vatnsborð Kleifarvatns hefur ekki mælst lægra frá aldamótunum 1900 en miklir þurrkar nægja ekki til að skýra lækkun vatnsborðsins. Líklegt er að sprungur hafi opnast í vatnsbotninum í Suðurlandsskjálftunum síðastliðið sum- ar og valdi auknum leka úr vatninu. - RÚV greindi frá. Visar ummælum á bug Stefán Thors skipu- lagsstjóri vísar á bug ummælum Haildórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra um að Skipulagsstofnun hafi safnað saman nei- kvæðum þáttum sem nota megi gegn virkj- unaráformum á Austurlandi. Við brúökaup í Noregi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ís- lands, og heitkona hans, Dorrit Moussaieff, verða við brúðkaup Hákon- ar, krónprins Noregs, og Mette-Marit Tjessem Höiby, á laugardag. Nýtt útivistarsvæði Nýtt 1000 hektara útivistarsvæði verður vígt í Esjuhliðum í dag. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun vígja svæðið með formlegum hætti og gróðursetja tré, að viðstöddum einstak- lingum frá flestum skógræktarfélögum landsins. Munu mótmæla Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir að því verði harkalega mótmælt ef kjamaúrgangur verði fluttur um hafið milli íslands og Noregs til Rússlands. Hjálmar hættir þingmennsku Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur ætlar að segja af sér þingmennsku þegar vika er liðin af sept- ember. Hann hefur setið á þingi frá 1995. Hann hefúr gegnt embætti dómkirkju- prests í sjö mánuði samhliða þing- mennskunni. Haldiö til haga í grein á menningarsíðu blaösins þann 21. ágúst urðu þau mistök að 12. september var neftidur 14. september. Einnig var rangt farið með nafn Helga Hrafns Jónssonar og hann kallaður Har- aldur Ámi. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.